Norðri - 25.09.1913, Blaðsíða 4
104
NORÐRI
Nr 31
GÆRUR
kaupir undirritaður, háu verði, gegn peningum út
í hönd, eins og að undanförnu.
Oddeyri 13. september 1913.
Ragnar Ólafsson.
Útgefandi og prentari Björn Jónsson.
J. V. Eavsteens
verzlun á Oddeyri
. s
kaupir
sláturfé, kjöt, mör °g gærur
með háu verði í alt haust, eins og undanfarin haust. Einnig verður
sauðfé keypt á fæti
á mörkuðum þeim sem boðaðir verða.
Gærur verða sérstaklega keyptar háu verði
fyrir peninga. Verð á SV0RTUM GÆRUM
einkar hátt.
J. ¥. Havsteens verzlun öddeyri
kaupir ný hænuegg fyrir kr. 1,20 kíló
i ýtt skilvindu smjör fyrir kr. 1,50 kíló.
Vér borgum ekki toll
af efni því er vér höfum í vörur vorar og getum því framleitt beztu vörur fyrir
viðuuandi verð.
Biðjið því um chocolade og cacaoduft frá
æSIMUSæ
Fríhafnar chocoladeverksmiðjunni
í^Kaupmannahöfn. LÖgskráð VÖrumGrkÍ1
is r
■
ir; því ef að verkamaðurinn hefur ekki glatt sinni, þá verður ekk-
ert úr honum.«
»Ó, það vantar mig sannarlega ekki!« sagði ívar hlæjandi.
Morguninn eftir gengu þeir báðir, meistari og lærisveinn, í sínum
beztu fötum upp til fjöllystaskólans. En sú iöi varð til einkis, þvi for-
stjórinn kvaðst ekki geta tekið hann í skólann, svo illa undirbúinn sem
hann væri. Þetta harmaði ívar, en Thórson hughreysti hann með því,
að það skyldi ekki vera lengi áður en hann kæmi honum til kenslu hjá
vélasmið.
Nú var aftur farið að vinna í smiðjunni, en það gekk treglega fyrir
ívari. Hann var altaf að hlaupa út í dyrnar og horfa upp í glugga á
húsi sem stóð beint á móti smiðjunni. Par sat við gluggann 11 eða 12
ára gömul telpa, sem var sokkin ofan í það að lesa í bók, sem lá fyrir
framan hana.
»Hvað ertu altaf að horfa upp í gluggann?*
»Hvað kemur það þér við,« svaraði ívar og hljóp inn í smiðju og
blés í ákafa.
»Hæ, hæ,« segir Stangbom. »ívar gengur með giftingargrillur. Hann
blæs svo að neistarnir fljúga út og suður!«
ívar roðnaði við og slepti tauginni á belgnum.
Meistari Thórson hvíslaði að sveinunum.
»Látið hann vera, hann verður ekki lengi hérna.«
»Ætlar meistarinn að láta hann fara?« spurðu hinir.
»Já, á æðra verkstæði,« var svarið svo hinir urðu alveg hissa.
ívar starði stöðugt upp í gluggann, til litlu stúlkunnar.
»ívar!« kallaði meistarinn. »Komdu hingað og hjálpaðu mér hérna.
Stendurðu enn og ert að hugsa um vélar?«
»Nei, meistari.«
»Hvað ertu þá að hugsa um?«
19
JfRjjpST'r.--';; s
»Eg ér að hugsa um litlu ungfrúna þarna beint á móti okkur, sem
situr þar og er að lesa allan daginn.«
»Jæja! En láttu það samt vera að hugsa um stúlkur!«
»Kæri meistari! Pað finst ekki neinstaðar bannað í biblíunni, svo
það getur ekki verið neitt ilt í því.«
»En eg banna þér það þá. Þessi þarna upp í glugganum heitir
Kallenstjerna, og að hugsa um stúlku með því nafni, getur ekki annað
en leitt ilt af sér fyrir þig.«
Við miðdegismatinn kvartaði Thórson um höfuðþyngsli. Og í stað-
in fyrir að fara út í smiðju, gekk hann til svefnherbergis síns og lagði
sig upp í rúm.
ívar hafði aldrei séð Thórson verða veikan fyr og honum datt
margt í hug. Thórson skyldi nú leggjast og deyja! Pá stæði hann einn
uppi í heiminum og ætti engann að. f*á heyrir hann alt í einu e'ns og
þungt fall inn í svefnherberginu. Hann hljóp strax inn, og sér þá Thór-
son liggja flatann á gólfinu í krampateigjum og hann gat ekki reist hann
upp. Af hrópi ívars kom Oretha strax inn og skipaði honum að hlaupa
til læknis og kalla á sveinana í smiðjnnni. ívar hljóp sem fætur toguðu
og tautaði altaf við sjálfan sig á leiðinni: ,
»Meistarinn dejr. Guð minn góður, hvað skal verða um mig.«
Aumingja ívar!
Þrem dögum eftir stóð ívar við líkkistu síns heiðarlega meistara.
Hvað mikið misti ekki þessi aumingja drengur við það að Thórson dó.
Hann hafði verið velmetinn og hinn vandaðasti maður í öllu. Thórson
hafði aldrei hugsað um það, að hann kynni að deyja svo skjótlega og
því enga arfleiðsluskrá gert.
Gretha, sem var hinn einasti érfingi hans að lögum, lét nú ívar vita
það, að hann gæti ekki verið lengur þar í húsi, en til þess greftrunar-
dagurinn væri liðinn, þá yrði hann að sjá sér sjálfur fyrir verustað. En
hvert átti nú þessi aumingja drengur að fara, frænda- og vinalaus?
Nóttina eftir að Thórson var grafinn, sat ívar grátandi á gröfinni
hans. Pað var kalsalegt veður og stormurinn hvein í trjánum. En Ivar
vissi ekki af því; hann gleymdi öllu fyrir sorg sinni