Norðri - 23.01.1915, Blaðsíða 2

Norðri - 23.01.1915, Blaðsíða 2
2 NORÐRI Nr. 1—2 Norðri 1915 verður vanalegast gefinn út 2 bls. í senn. Hver 6 einföld blöð kosta 25 aura, og verður gengið eftir borgun fyrir þau mánaðarlega. Aformað er að72 tveggjabls. blöð komi út 1915 og kosti 3 kr. ir danskt löggjafarvald eða dönsk stjórn- arvöld,« og þegar þess er gætt, að eigi stóð á kooungi að staðfesta stjórnar- skrána með fyrii vara þingsins, hefir það fyllilega komiðí í ljós að, hann skoðar uppburð fslenzkra mála fyrir sér íslenzkt sérmál, enda stóð eigi á honum að við- urkenna skilning þingsins á því atriði. En konungur vill eigi Iáta ísiands ráð- herra setja sér reglur um, hvað hann auglýsi í Danmörku um vilja sinn og varla hefir hann getað fallist á þau um- mæli ráðherra : »eg get eigi heldur við- urkent, að skera eigi úr spurningunni um uppburð íslenzkra mála í ríkisráð- inu eða utan þess með annað fyrir aug- um en íslenska hagsmuni.« (Vitur kon- ungur mundi hafa hagsmuni íslands fyrir augum, en honum er varla láandi, þótt hann jafnframt hefði eitthvað fleira fyrir augum t. d. það, að setja eigi sjálfan sig í ofmikinn vanda.) Svo fer þingmaðurinn að skrökva því, að ráðherra hafi í ríkisráðinu lagt fast að konungi að viðurkenna, það að upp- burður sérmála íslands sé íslenzkt sérmál. Petta kemur ekki fram, enda mun ráðherra hafa fundið að það átti ekki við, eftir það sem konungur var búinn að láta uppi um málið. Svo mik- ill stjórnmálamaður er þó Sigurður Egg- ertz, að fara ekki að byrja á neinni yf- irheyrslu í ríkisráðinu. Pegar álíður greinina fer þingmaður- inn að verða djarfari í ósannindum sfn- um. Hann segir að miðstjórn Heima- stjórnarflokksins telji sjálfsagt að krefjast þess, að nppburður sérmálanna fyrir kon- ungi verði eigi framvegis skoðaður og viðurkendur sérmál íslands. Eg verð að segja að það þarf mikla djörfung til að fara með slík ósannindi mitt á meðal vitiborinna kjósenda sinna og í nágrenni við nokkra stéttarbræður sína, sem vita að þetta eru bein ósannindi, segja kunn- ugir að þetta muni eigi í fyrsta sinni sem þeir muni koma til að hafa raun af þingmanninum. í enda greinarinnar kemst heimskan og æsingin á hæst stig hjá þingmann- inum og hann skrifar meira og minna óráð. Meðal annars segir hann: »En hver sem til þessa fengist (að sam- þykkja stjórnarskrána), hlyti að gjöra það í fullkominni óþökk Alþingis og alls þorra þjóðarinnar.. .. Það væri slíkt ofbeldisverk að ódæmum sætti. Og hver sem gerði það hiyti að verða dreginn fyrir landsdóm og sakfeldur þunglega. Pessa telur Miðstjórn Heimastjórn- arflokksins sjálfsagt að krefjast af ein- hverjurn. Hún telur sjálfsagt að krefjast þess.að þingræðið sé einkis virt, að þjóðarviljinn sé einkis virtur, og að eiuhver sé látinn vinna sér sekt fyrir landsdómi.* Eg man eftir mörgum fáránlegum póli- tískum lokleysum og ramskökkum álykt- unum, sem þeytt hefir verið upp á stjórnmálasviði íslendinga. T. d. ótví- ræðu stjó rnarskrárbroti Kr. Jónssonar út af setu konungkjörinna þingmanna og þingræðisbroti sama manns út af því að verða ráðherra. Eg man eftir hinni merkilegu kenningu um, að »ráðherra færi með vald þingsius milli þinga, sem K F. einu sinni sein unglingur var lát- inn blaðra með hér á fundi á Akureyri, (Pá var hann eigi fulltrúi og varð því engum til vanvirðu fyrir þetta bull, öðr- um en sjálfum sér.). En upp á yfir- borð landsmálanna man eg aldrei eftir að hafa séð koma aðra eins dómadags- vitleysu og birtist í endanum á hugvekju þingmanns Seyðfirðinga, og satt að segja er mér óskiljanlegt, hvernig jafnskyn- samir menn og margir Seyðfirðingar eru fari að líða það, að þingmaður þeirra ómótmælt af þeim, komi með annað eins opinberlega fram. Hvaða ódæði gæti það til dæmis ver- ið, þótt konungur kveddi sér ráð- herra til að rjúfa þingið og sá ráðherra legði fyrir hann stjórnarskrárbreytinga- frumvarp og fyrirvarann og bæði kon- ung að skrifa undir með skýrskotun til fyrirvarans um skilning sinn og þingsins á málinu og undirritaði svo úrskurð með konungi, þar sem lýst væri yfir að ís- lenzk sérmál yrðu framvrgis borin upp í ríkisráðinu. Hvar í víðri veröld annarsstaðar en á íslandi eða þó varla nema á Seyðisfirði mnndi vera þaðfífltil, sem gert hefði verið að þingmanni, sem teldi það ofbeldis- verk svo ódæmum sætti og hegningu varðaði fyrir landsdómi, þótt ráðherra leggi lögformlega samþykt frumvarp fyrir konung til staðfestingar með þeim skilningi sem þingíð sjálft hefir skrásett. Það er alveg óskiljanlegt að þing- manni Seyðfirðinga skyldi geta komið sú fjarstæða til hugar, enda eru nokkr- ar líkur til að blaðið Ingólfur hafi spýtt þessari vitieysu í hann. Það blað hefir stundum legið á því lúalagi, að narra framhleypna pólitíska fáfræðinga til að hlaupa með hinar mestu fjarstæður og öfgar í blöð, en sjaldan hefir það fyr en nú náð tangarhaldi á þingmanni til þeirra hluta. Hitt er annað mál, að það virð- ast eigi vera líkur til þess, að konung- ur kveðji sér ráðherra til þess að leggja fyrir sig stjórnarskrármálið. Honum mun varla svo ant um að koma breytingunni fram á þessum erfiðu tímum, og ef til vill óskar hann eftir að þjóðin átti sig betur á málinu, áður en það verður samþykt. Vonandi fá menn innan skamms eitt- hvað að heyra frá þingmönnum Aust- firðinga um stjórnarskrármálið sem rit- að verði af meira viti og með minni ósanaindum en hugvekja þingmanns Seyðfirðinga. . , Heimastjórnarmaðurl „Norðurland" og bændaflokkurinn. Blaðið »Norðurland« spyr hverju bændaflokkurinn ætli að halda fram í stjórnarskrármálinu og fánamálinu, og er eigi nema eðlilegt að blaðið spyrji svo, því mörgum mun forvitni að fá að heyra hvernig forvígismenn flokksins eða flokkurinn yfirleitt tekur í málið, og hvernig hann hygst að snúa sér í stjórn- arskrármálinu. Ekkert hefir en heyrst um hverja afstöðu bændaflokkurinn ætl- ar sér að taka í málinu f sumar. 4 eða 5 þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa þó þegar látið þá skoðun nppi, að þeir féllust á aðfarir ráðheira í ríkisráðinu, en hverjar leiðir þeir vilja framvegis halda í stjórnarskrármálinu hafa þeir eigi bent á. Heimastjórnarþingmenn hafa lítið látið í Ijós í blöðunum um það hvernig þeir vildu að snúist yrði í málinu, en það sem til þeirra hefir heyrst bendir á að þeir hefðu viljað að ráðherilt hefði haldið stjórnarskrárfrum- varpinu fram til samþyktar og ritað undir úrskurð konungs, og jafnvel að reynt yrði að ná staðfestingu enn þá. Bændaflokksþingmenn hafa aftur á móti enn ekkert látið til sín heyra og því get eg tekið undir ;neð Norðurlandi og spurt: »hvað gerir nú bændaflokkurinn*. En á sutnar aðrar kröfur til bænda- flokksmanna og annara þingmanna sem blaðið gerir, get eg eigi fallist sem sjálf- sagðar og vil eg leyfa mér að benda blaðinu á: 1. Pingkosningar fara fram til 6 ára og þeir' atburðir hafa eigi enn gerst er gerí þingrof sjálfsagt það getur því varla orðið, nema konungur og ráðherra rjúfi þingið. 2. Pað er eigi með mikilli sanngirni hægt að krefjast þess, að þingmað- segi af sér meðan kjósendur hans láta enga almenna ósk um það í Ijós við hann, og hann hefir sjálfur traust á sér til þingstarfanna. 3. Alþingiskjósendur hafa fylsta rétt að gera fundarsamþyktir og almennar ákvarðanir um hvað gera skuli í stjórnarskármálinu, og ef þingmað- uritin getur eigi aðhylst þær, er fyrst veruleg ástæða til að ræða um að hann segi af sér. 4. Pað ér naumast hugsanlegt að meiri hluti þingmanna fari að skora á ráð- herra eða konurtg að rjúfa þingið, það væri hin greinilegasta vantrausts- yfirlýsing til sjálfs sín, og eghefi enga von um að bændaflokksmenn fari að beita sér fyrir slíku sjálfsvantrausti, enda lái eg þeim það ekki. Öðru- máli væri að gegna, ef alþingiskjós- endur landsins alment skoruðu á ráðherra að rjúfa þingið. Hvernig sem á mál þetta er litið, fæ eg ekki séð að með sanngirni verði til þess ætlazt, að þingmenn færu að beita sér fyrir þingrofi eða að einstakir þing- menn hlaupi til að segja af sér meðan meirihluti kjósenda í kjördæmi þeirra skorar eigi beint á þá að gera það, og í þessu efni virðist mér eigi verða ætl- ast til meira af þingmönnum bænda- flokksins en öðrum þingmönnum, eink- um þegar tekið er tillit til að bænda- flokkurinn hefir verið og er víst enn mjög ósjálfstæður sem þingflokkur og á enga skörunga fyrir foringja, og er mjög ragur að taka afstöðu í stórmál- um og hlýtur því að standa á völtum fótum. Pað var fásinua af bændaflokksmönn- um að hugsa sér að geta staðið til lengdar sem þingflokkur án þess að taka sér afstöðu gagnvart stjórninni eða hinum stærri pólitískumálum, svo sem stjórnarskrármálinu. Flokkurinn hlaut fyr eða síðar að klofna eða flýsast í sundur á peim málum, enda er nú sú raun á orðin. Blaðið Suðurland segir, að þeir Einar Jónsson, Matthías Ólafs- sonogPéturJónssonjhafi geugið úrbænda- flokknum í haust, og hefir þeim vafa- laust eigi þótt þar lengur sætt, þegar þeir sáu að meiri hluti flokksins elti sjálfstæðismenn hugsunarlítið. Eg hefi enga von um að bændaflokkurinn verði annað en dilkur sjálfstæðisflokksins sem lítil áhrif hafi þar, en verði að fylgja forustukindum sjálfstæðismanna í öll- um málum er flokkum skifta. Bænda- flokkurinn hefur aldrei gert sig sem flokkur gildandi í stórmálum á þingi og nú er han i orðinn svo skipaður, að það er minni von en áður að hann láti til sín taka í þeim En þar sem hann nú naumast verður talinn annað eti skjólstæðingur sjálfstæðisflokksinssem sigla verðurí hans kjölfari, verður naum- ast bú st við að hann fremur en for- ustuflokkurinn fari að beita sér fjrrir, að gefa sjálfum sér vantraust meðan kjósendur þeirra róta ekki við þeim. Mér þætti miklu tilhlýðilegra að skora á bændur og aðra alþingiskjósendur að halda fundi til að ræða landsmál og þjappa svo að þingmönnum til að fylgja skoðunum sínum í aðalatriðunum. Alþingiskjósandi. Fréttir af stríðirm. Nú fyrir nokkrum dögum kom skeyti áleiðis frá Pýskalandi þess efriis, að Frakkár höfðu beðið ósigur við bæinn Sóisson og mist þar 40000 hermanna. er hefðu átt sumpart að særast en sum- part að falla. Ekki er þess getið, að Pjóðverjar tæku höndum einn einasta franskan hermann í þessari orustu, og ekki heldur skýrt frá því, að nokkrir hafi fallið af hendi Pjóðverja, eða þeim miðað áfram eftir þennan sigur. Ekki geta skeyti frá Englandi um neinn slík- an sigur með einu orði, og er þetta því Ijóst dæini þess, hversu óábyggi- legar og litaðar allar fregnir eru, er hingað berast um stríðið, og kanske með öllu ósannar. Peð má nú heita víst, að skip Thore- félagsins »Ingólf« hafi farist á tundur- dufli í Norðursjónum, en sem betur fór, var skipherra Júlíus Júliníusson farinn frá skipinu, og ekki er þess getið, að nokkur íslend nga hafi týnst með skip- inu, enda vonandi að svo sé ekki. Pá er og talið víst, að næst stærsta skip »Björgvinarfélagsins« að nafni »Castor« hafi farist á tundurdufli á leið til Hamborgar. Sýna þessar fregnir ótvírætt, hversu hættuleg öll sigling er orðin í Norður- sjónum, og gétur þetta haft þau áhrif fyrir okkur, að siglingar milli íslands, Danmerkur og Englands verði af skorn- um skamti á þessu ári. Síðustu fregnir herma, að þýskir flug- menn hafi svifið til Englands, og varp- að niður nokkrum sprengikúlum í ó íg- girtar borgir, og hafi af því einstaka maður beðið bana. Á austurherstöðvunum virðist alt ganga í sama þófi, og munu Rússar hafa mik- inn liðsafla til þess að stöðva Pjóðverja, enda þótt svo virðist, sem Pjóðverjum veiti stöðugt betur þar eystra. Rússar tilkynna að þeir berji jafnt og þétt á Tyrkjum, en fyrir úrslit stríðsins virðist það hafa litla þýðingu. Suðurlandsskip Eimskipafélagsins íslenzka átti að hlaupa af stokkunum í dag. Pað heitir Gullfoss. Goðafoss á Norðurlandsskipið að heita. Magnús Kristjánsson alþingismaður er mælt að verði af- greiðslumaður ísl. eimskipanna á Ak- ureyri. Ceres átti að fara frá Kaupmannahöfn í gær til Austfjarðar og síðan norður og vest- ur fyrir land. Flóra er væntanleg hingað síðustu daga þ. m. frá Reykjavík. Hallgrímur Kristinsson kaupfélagsstjóri er nýlega kominn heim til sín úr utanför sinni. Hafði komið með Pollux til Reykjavíkur og þaðan hingað landveg með pósti. •

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.