Norðri - 04.06.1915, Page 3

Norðri - 04.06.1915, Page 3
Nr. 23-24 NORÐRI 47 Fréttir af stríðinu. Ítalía er komin í stríðið gegn banda- mönnum sínum Austurríkismönnum og Pjóðverjum. 1887 gengu þessi þrjú ríki í samband þess efnis, að styðja og vernd- að hvert annað, ef í ófrið lenti, en 29. f. m. gekk Ítalía úr félaginu, með því að segja Austurríki stríð á hendur. Austurríki gerði Ítalíu ýms boð, ef ítalir sætu hlutlausir hjá, meðalannars að láta af hendi við þá héraðið Tyrol, gera Tríest að fríborg með ítölskum háskóla, og ásælast ekki Albaníu. Stjórn Ítalíu vildi sitja hjá ófriðnum, en var rekin í hann nauðug af almenn- ingi. Klerkar, háskólakennarar og stúdent- ar hafa æst upp alþýðuna, heimtaði hún vægðarlanst, að Frökkum væri hjálpað, og lá við upphlaupi í Rómaborg. Stjórn- in lét þá undan lýðnum, en flestir ráð- herrarnir sögðu af sér. Það er ekki nema eðlilegt, að þjóðin italska sé með Frökk- um, þær eru frændþjóðir og það voru Frakkar, sem 1866 hjálpuðu ítölum til þess að berja á Austurríki og komu Ítalíu í röð stórveldanna 1867. Aftur á móti hefir altaf verið mjög grunt á því góða milli Austurríkismanna og ílala, þótt Þjóðverjum hafi tekist, að halda þeim í bandalagi í 30 ár. Það er sagt, að Austurríkismenn hafi orðið fyrri til, þegar slitnaði uppúr sam- bandinu við Ítalíu, og skotið á Venedig og nokkrar aðrar ítalskar borgir, en ekki er getið um neitt tjón. Á austur- herlínunni sækja Rjóðverjar stöðugtfram, en að vestan verður ekkert úr hinum tíðu áhlaupum þeirra, og hafa þeir upp á síðkastið farið halloka bæði fyrir Eng- lendingum og Frökkum, í Englandi hefir sú breyting orðið, að nokkrir úr íhaldsflokknum eru kom- nir í stjórnina, og eru hermálaráðherr- arnir nú tveir. Norðmenn skýra svo frá, að um dag- inn hafi staðið sjóorusta í hafi úti ekki alllangt frá Bergen. Sáust nokkur her- skip, og skothríðin heyrðist greinilega úr landi, enda fanst nærstu daga vögrek af þýsku eða þýskum skipum. Hvorki Englendingar eða Þjóðverjar hafa minst á þennan bardaga, en flestöllu er sjálf- sagt haldið leyndu eins lengi og unt er, uns friður loks kemst á, þá kemur margt upp úr dúrnum. Nú í vikunni sveif Zeppelínloptfar yfir Lundúnarborg og varpaði niður 90 sprengikúlum, sem bæði drápu menn og skemdu hús. Þjóðverjar segjast hafa alls tekið rúma 800 þúsund fjendur höndum: 240 þús. Frakka, 510 þúsund Rússa, 40 þúsund Belgi og 29 þúsund Englendinga. Frá Tyrkjum er það að segja, að þeir flytja stöðugt, en hægt gengur sambands- mönnum að ná vígjunum við Hellusund. Enskur kafnökkvi er kominn inn í Marm- arahaf, og gerir Tyrkjum mikið tjón. Nýr ræðutexti fyrirpresta. i. Séra Þorsteinn Briem, sem svo sköru- lega predikaði sumarið inn á Grund út af »eldspítustokknum« hefur gefið stétt- arbræðrum sínum frumlegt og vekjandi eftirdæmi. Svona vill fólkið að prestar farið að predika! Eg vil ekki lasta hið gamla, en öllu má ofbjóða. Old vor er enginn kredduvinur, enda finst henni fullsoðið í þeim potti. Hún trúir ekki þótt »skrifað standi«, því hún er búin að heyra það svo oft og heimtar að breytt sé til. Og þótt menn svari með vissum sanni, að engin geti lagt né megi leggja annan grundvöll en lagður sé, sem sé Jesú Krist, þá er þar til að svara, að höfundur kristinnar trúar kendi langhelzt í likingum og dæmisög- um, ástundun alveg eins og séra Þ. Br. með »eldspíturnar«; því tók hann ekki dæmi sín úr daglega lífinu? Og að það hafi verið aðal-kenningaraðferð hans sanna öll hin sannsögulegu guðspjöll. Hitt er satt, að snemma hóf kirkjan hina aðferðina, sem sé að kenna guð- fræði með ákveðnum trúargreinnm, og síðan hnýta siðaboðorðunum við. Retta var þegar á 1. öld aðferð Páls posiula, en náði fyrst algleymingi á 2. öld og úr því. Hinn mikli spámaður sjálfur kendi siðalærdóminn bæði á undan og eftir trúarfræði sinni, sem Hartnack seg- ir oss að hafi einungis verið fólgin í tveim höfuðgreinum: 1. Kærleikanum til Guðs og manna, og 2. Guðsríkis- boðun hans. Pessi voru meistarans sálu- hjálparskilyrði — eða réttara að segja: sáluhjálpin sjálf. Pví ntiður ber hér svo margt í milli, að alþýðan skilur þetta ekki. Og þó virðist nú einsætt að þeir, sem lengra eru komnir í skilningi, gangi ekki lengur blindandi framhjá kenning- araðferð höfundar trúar þeirra. Pað eina í kristnum fræðum, sem eflaust má full- yrða að aldrei fyrnist eða falli úr gildi, það er kenning Krists í eftirlíkingum, það er að segja: i lifandi dœmum og likingum úr lifinu og reynslunni. En vitaskuld er það, að þótt dæmin eða textarnir séu öðruvísi nú en þá, t. d. nú eldspítustokkur, en þá týndur peningur, eða fundin perla: þá verður dæmið að vera miðað við sömu hugsjón nú sem þá: guðsríki, ekki á himnum heldur hér á jörðu, hér í táradalnum, hér í kring- um oss. <Jg sáluhjálpin, sem miða skal við, er sáluhjálp góðrar samvizku og meðvitundar um guðsnálægð og velþókn- un. Hafi séra P. Br. heilar þakkir fyrir ræðu sína; margir munu á eftir reyna sama vaðið. Ekki vantar textann; þeir eru fleiri en blöðin í veraldarsögunni, þeir eru fleiri en stundirnar sem vér iifum. Að sækja alla ræðutexta f biflíuna er fremur orðið til ógagns en gagns. Aldrei síðan kristnin hófst hefur hið mikla enska Biflíufélag selt jafn mikinn fjölda h.ritningar en manndrápsárið mikla sem leið, og að því leyti átti það við, sem gamla testamentið var þjóðunum svo einstaklega valin kenzslubók í hern- aði. En kendi Kristur manndráp og æði griinmustu villudýra?------- Meira. Alfred Russel WaflaceXfraleis). Pað er margra manna mál, sem þektu hann eða bækur hans, að skarpvitrari v^indamaður hafi ekki uppi verið hon- um samtíða á Englandi — hvorki Darwin né Spencer, hvorki lord Kelvin né Huksley, því þegar hann vildi gat hann bent á bresti þeirra allra, en gerði það nauðugur, því að hann var vinur þeirra allra, og maður hógvær og góðhjart- aður. Hann dó í fyrra á búgarði sínum níræður að aldri, og lét þar jarða sig, en afþakkaði að hvíla í Westminster kirkju við hlið hinna nýnefndu ágætis- mann8. í alfræðibókum (Conversations- bókum) Norðurlanda og Þýzkalands, sem eg hef séð, er hans hvergi getið að maklegleikum og einungis fyrir þá sök, að hann þorði að fyrirlíta alla tízku og almenningsálit og finna öllum nýmælum það til foráttu, sem hans glöggsæi og óvenjulegu vitsmunir sáu fyr en aðrir menn En nú eru að koma upp úr dúrn- um ýmsar sérskoðanir hans, einsog þeir Shaw og Wells sýna og sanna í ritum og ræðum, en þeir tveir eru djarfastir siðameistarar og nýmælamenn á Eng- landi. Öll ríkisstjórnarmál Englands, alt skipulag mannfélagsins, samkepnismálið, sósialisminn, uppeldis- og skólamál, rétt- indamál kvenna — alt byggja þeir á hug- sjónum hins gamla spekings. Hann særði efnishyggjutrúna fyrstur manna því heilundar, mergundar og beinund- ar sári, sem materíalisminn fékk bana af (sem ráðning lífsgátunnar). Og þótt spíritisminn væri þá hvað mest fyrirlit- inn og ofsóttur, var hann óðara búinn að gagnrýna hann, og þá ritaði hann—• fyrir 30 árum síðan þetta: 264 A heimleiðinni talaði hvorugt hjónanna nokkurt orð. Knúð R. fékk þá skipun að koma til hans eftir klukkutíma, en tala ekki um þenna atburð við nokkurn mann. Olga gat grátið af reiði við þá hugsun, að þessi fyrirlitlegi maður hennar skyldi hafa nokkurn snefil af ástæðum, til þess að efast um æru hennar. Hún fann mjög vel til þess að ytra útliti í augum almennings, mundi verða á móti henni, ef Evert viidi vekja hneixli. Það væri þungt að vera álitin sú kona sem hefði brotið, Pegar þau komu heim, læsti Evert stofudyrunum og segir: »Heiðraða húsfrú mín! Gjörið nú svo vel að fara inn í herbergið yðar, sem þér ekki megið yfirgefa nema með mínu leyfi. Og eins megið þér ekki taka á móti nokkrum manni, eða senda nokkurt bréf eða skeyti til nokkurs manns án minnar vitundar. Og það verður haft vakandi auga á yður. Þetta er nú alt og sumt sem eg hefi fyrst um sinn að segja yður.« Olga svaraði engu, því hún vissi að það var ekki til neins, en gekk þegjandi inn í herbergi sitt. Evert gekk með henni að dyrunum, tvílæsti svo að utanverðu og lét lykilinn í vasann. Svo var kallar hann á þernuna inn til sín og þar fékk hann henni ritaða reglugjörð um Olgu, sem hún skildi hlýða í öllum greinum. Pegar þetta alt var búið, settist Evert niður til að skrifa Konstönsu þannig: »Konstansa! Pað er nú liðið eitt ár og þrír mánuðir betur, síðan við höfum talað saman. Sá tími hefir víst verið hinn rólegasti hjá yður, af því að eg mundi nú hreint hafa gleymt yður. En það er nú ekki mín góða Konstansa! Pér ættuð að hafa svo mikla inannþekkingu að vita það, að handa mér nægði ekki svoleiðis kona, sem Olga er. Nei, hún gat ekk haft þau áhrif á mig, að gera mig að betra manni; það gat einungis ein og hún hratt mér frá sér og því skal henni hefnast fyrir það. Nú er sú stund komin, að eg get komið fram hefndinni á yður, því æra systir yðar er á valdi rnínu og það er undir mér einum komið, hvort hún verður seld fram lögreglunni fyrir hjónabandsbrot og verða svo fyrir fyrirlitningu allr^ manna. Við skulum nú sjá, kæra Konstansa, 261 svo skiljanlega, að allir sjái, að það hljóti að hafa verið þeir sömu sem fylgdu því bréfi frá ívari, sem hann skrifaði er hann sótti um einkaleyfið. Pú hefir þá upprunalegu uppdrætti og uppkast til bréfsins. Pú ert meistari í því að finna upp ýmislegt, Axelhjelm! Nú verður honum stefnt fyrir rétt og þá er rétti tíminn að rifja upp báðar morðsögurnar. Hann skal bráðum verða álitinn sem hinn sniðugasti svikari. En skaði er það, að mega ekki líka koma með þjófnaðinn í grafarkapellunni.* Olga heyrði ekki hverju Evert svaraði. »Það var slæmt strik í reikninginn hjá okkur,« héyrir hún Knúð segja, »að hún skuli vera svona stíf og óþjál kona. Veiztu hvar þessi ívarson býr?« Nú lagði Olga eyrað að, eins veT og hún gat. »í Bergstrálas Hoteli,« heyrir hún Evert segja. »Hvað lengi ætli hann verði þar?« heyrir hún er spurt. »Líklega þangað til hann er búinn að fá einkaleyfið. En farðu nú að fara, því eg fer nú að skrifa klögunarbréfið til lögreglunnar.« Olga heyrði það á hreifingunum að þeir göfugu vinir voru nú að skilja. Hún hrökk til baka, út í ganginn og inn í svefnherbergi sitt. Par sat hún lengi hugsandi. Hvað átti hún að gera til þess að geta aðvarað ívar? Ekki einum einasta af öllum þjónum gistihússins, þorði hún að biðjá fyrir línu til hans, því þeir voru allir keyptir af Evert, til þess að vaka yfir hverju hennar viðviki. Einkanlega hafði hennar eigin þerna gætur á öilu hjá henni. Eftir nokkra umhugsun fer hún sjálf að búa sig, án þess að kalla á neinn til að hjálpa sér, og að vörmu spori þýtur hún ofan stigann, en mætir þar stofustúlku sinni er segir: »Ætlar frúin að ganga út?« »Já, eins og þú sérð,« svarar hún í styttingi. »A eg ekki að kalla á Friðrik til að fylgja yður?« »Nei, eg fer ein.« Pessi stúlka hennar flýtti sér upp til Everts til þess, að skýra honum frá þessu og það með, að hún hefði klætt sig um ein, sem leit undar-

x

Norðri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.