Norðri - 04.06.1915, Qupperneq 4
48
NORÐRI
Nr 23—24
Alþingiskjorskrá.
Auka-alþingisskrá fyrir Akureyrarkaupstað, er gildirfyrir 1. júlí 1915
til jafnlengda 1916, liggur frammi almenningi til sýnis á skrifstofu
bæjarfógetans dagana 3. til 10. júní.
Kærur yfir skránni sendist undirrituðum bæjarfógeta fyrir 24. júní
næstkomandi.
Skrifstofa bæjarfógetans.
»Þótt hreyfipg þessi sé enn í bernsku
verður hún með tímanum ómissandi
aðstoð jafnt vísindum og trúarbrögðum,
heimspeki og siðafræði. Spíritisminn
leggur fastan grundvöll á að byggja til
að ráða tilverunnar myrkustu gátu, því
að hann gefur oss lifandi von, sem ekki
er bygð eingöngu á trú og hugleiðing-
um, heldur á þekkingarvissu um það
að meðvitund vor hverfi ekki í dauð-
anum.« —
Menn skulu varast, sagði Wallace,
að þykjast miklir af þekkingu sinni,
því gervöll þekking vors kyns er vart
sýnilegt brot, af öllu hinu í tilverunni,
sem vér þekkjum ekki.
(M. /.)
Hafísinn
er mikill fyrir Norðurlandi. A mánu-
dagsnóttina var norðankafald og mikil
fannkoma. Fylti þá Eyjafjörð og Siglu-
fjörð af hafís. Pollux og Flóra láu her
á Akureyrarhöfn ísteft þar til í gær,
lögðu þau þá út héðan því ísinn greiddi
í suðaustanátt sem gerði. Pollux komst
á Siglufjörð í dag. Fiskiskipin af Akur-
eyri, sem voru á leið hingað vestan fyrir
Strandir með góðan afla liggja ísteft á
Norðfirði og Reykjarfirði. Eimskip með
kol til Ragnars Ólafssonar kom í dag,
hafði setið nokkra daga í ísnum og
Akureyri 2. júní 1915.
Páll E/narsson.
þakkarávarp.
Okkar alúðar þakklæti flytjum við
öllum þeim, er með gjöfum hafa hjálp-
að okkur; og biðjum algóðan guð að
endurgjalda þeim það.
Oddeyri 28. apríl 1915.
Anna Sigurðardóttir,
Björg Porgeirsdóttir.
mölvað gat á sig. Sex stiga frost var á
þriðjudagsnóttina, en síðan hefir verið
stilt eða hæg sunnanátt. »Fyrða« lagði
út í fýrra dag af ísafirði, en hörfaði
þangað inn aftur.
Sigurður Eggerz
fyrv. ráðherra kom hingað með Poll-
ux austan af landi, og lítur svo út, sem
hann sé í einhverjum »stjórnmálatúr<-
kringum land. Eftir frammistöðu sína í
ríkisráðinu 30. nóv. f. á. hafa víst flestir
haldið, að hann myndi halda kyrru fyrir,
og sem minst láta á sér bera, en nú
mun hann vera að ferðast þetta, til þess
að einhverjir »sjálfstæðismenn« sjái aum-
ir á honum, og svo er ekki ólíklegt,
að hann í samráði við sína pólitísku
»Bakkabræður« reyni til þess, að búa í
haginn fyrir núverandi ráðherra, ef ein-
hver vill á það hlusta.
Fundirnir eystra kváðu hafa verið
sára fámennir, og ekki gengið honum
að skapi. Hér héldu nokkrir sjálfstæðis-
Við gefum 1000 krónur
ef við sendum yður ekki einn af neðannefndum hlutum samkvamt auglýsingunni
þegar þér getið rétt upp á nafni bæjarins.
K. F. N. D. A. E. E. 1. V. H. S. R. R.
Þessir 13 bókstafir mynda nafnið á bæ á Jótlandi þegar þeir eru settir í rétta röð.
GETIÐ HVER?
Og við sendum yður þá, eftir okkar vali, 1 af neðannefndum hlutum í verðlaun
sem auglýsing fyrir verzlun vora.
1 Herraúr með ekta silfurkassa og cylinderverki.
1 Sjálfblekung með ekta 14 karata gullpenna.
1 ^rkeðju með ekta 18 karata gullhúð.
1 Kvenúr með ekta silfurkassa og cylinderverki.
1 Hjólhest- dekk« með nafni á.
1 Harmoniku með 2 útdrögum.
1 Leikhús- eða ferðakíkir tvöfaldur.
1 Barometer með hitamæli.
1 Ælveg nikkelhúðuð kaffiáhöld.
1 Rakmaskína með 12 blöðum.
1 par karl- eða kvenstígvél með lakktá.
1 kassa vindla með 100 vindlum.
Allir sem vilja taka þátt í þessari miklu verðlauna-úthlutun okkar, verða að
senda 1 kr. í frímerkjum fyrir burðargjald, afgreiðslu og umbúðakostnað og sé
getið skakt til um nafn bæjarins endursendast frímerkin.
Við borgum 1000 kr. í peningum inerðienÍIi!sendniersé
getið skakt um nafn bæjarins.
Þegar þér hafið fengið verðlaunin og verðlista vorn vonum vér að þér í fram-
tíðinni kaupið vörur yðar hjá okkur.
ZZZZZHI Allir ættu að reyna. ~
Adr.: Kroendahl Import-Forretning, Aarhus. I
Nafn bæjarins er:...............................................................
Hérmeð sendi eg 1 kr. í fríinerkjum til burðargjalds, afgreiðslu og aug-
lýsinga, verðlaunin óskast mér svo send án frekari útgjalda og se nafn
bæjarins rangt óskast frímerkin endursend.
N a f n:....................................................................i...
H e i m i 1 i:..................................................................
Hið íslenzka steinolíuhlutafélag
Akureyri.
Talsími 96 Hafnarstræti 100. Símnefni: Steinolía.
menn fund fyrir hann — aðrir fengu
ekki inngöngu — og loks lýstu 27 þeirra
því yfir, að þeir héldu dauðahaldi í
fyrirvarann, en til þess að lýsa vantrausti
á núverandi ráðherra gat sá fyrverandi
ekki teymt þá.
Eggerz hvað vera farinn landveg héð-
an, en hvert hann fór eða hvað hann
ætlar er ekki hljóðbært, enda segja
margir að sama sé hvar frómur flækist.
X.
Útgefandi og preutari Björn Jónsson.
262
Iega út. Evert var búinn til útgöngu og flýtti sér út á götuna og leit
þá Olgu hverfa ofan svo kallaða »Drotningargötu«.
»Ó,« hugsar hann, »ef eg gæti nú uppgötvað að mín siðferðisgóða
kona, væri ekki svo dygðug þegar ofan í kjölinn er lesið, — þá vil eg
segja að sjálfur fjandinn hefði ekki getað hjálpað mér betur! Eg held
hún ætli að heimsækja átrúnaðargoðið sitt? Jú, svei mér ætlar hún svo!«
Olga gekk hratt beint að Bergstrálas Hólel. En Evert flýtti sér líka,
svo þegar hann náði þangað, heyrir hann Olgu spyrja dyravörðinn hvar
verkfræðingur Ivarson búi.
»í stofunni, dyrnar til hægri handar,« svaraði hinn. »Er nýkominn
heim.«
»Ó, hó,« hugsar Evert. »Alt svo aftalað ástarmót! Og eg sem hélt
hún væri dygðin tóm! Það var góð uppgötvun! Nú, Konstansa, er syst-
ir þín fyrst alveg á minni makt. Það er mér alveg sama um, hvort hún
er saklaus eða ekki. Hún hefir gert mér stóra skömm í heimsins augum.
Eg ska! fá þá hefnd sem dugir.«
Er hann var að vega þetta með sjálfum sér, er klappað á öxlina á
honum og er það þá hinn góði vinur hans Knúð R.
»Þú kemur sem þú værir kallaður,« sagði Evert mjög glaður. »Eg
þarfnast fyrir vitni núna. Hvað segirðu um það, að mín dygðuga kona
er þarna inni hjá lvarson?«
»Ha, ha, ha, kæri Axelhjelm! Það er nokkuð snemma, eftir 15 mán-
aða hjónaband, að láta hana hafa framhjá þér, svo nú ertu sannur kok-
káll!!«
Evert varð eins og blóðstykki í framan. Háðið af Knúð R. fékk svo
mikið á hann, að hann réði sér ekki fyrir reiði. Engu verður maður
eins sár af, eins og háði og spotti. Við getum fyrirgefið alla hluti nema
það, ef að það er hæðst að okkur.
»Komdu með,« var alt og sumt sem hann sagði.
»Já, með gleði,« sagði Knúð hlæjandi. »Mér þykir mjög mikíð gam-
an að vera við, þegar þesskonar atriði koma fyrir.«
»Hvar býr verkfræðingur lvarson?« spyr Evert einn þjónanna.
»Þarna beint á móti,« sagði hinn og bendir á dyr.
263
Evért ruddist á hurðina, sem var ólokuð, en hann furðaði það þó.
Þar sat Olga á legubekk, sem stóð beint á móti dyrunum. Hún var
með hattinn á höfðinu og í góngukápu. ívar sat á stól, dálítinn spotta frá.
Hann stóð upp, er Evert kom inn og segir skjálfandi af reiði:
»Eg er að leita að konu minni. Veizt þú hvað það þýðir, að mað-
urinn finnur konu sína aleina inni hjá ógiptum ungum manni? Það þýðir
það, að hún er ærulaus kona og hann þrælmenni.«
»Þú ferð alveg vilt í þessu,« svaraði Olga köld og róleg. »Það er
eg sem hef leitað upp verkfræðinginn, til þess að aðvara hann fyrir þeirri
árás, sem þið ætlið að gera á hann, viðvíkjandi einkaleyfinu hans. Það
var æra hins dáðríka manns, sem hér var um að gera og því áleit eg
það skyldu mína að gera það sem eg hefi gert. Þú mátt annars þýða
breytni mína á hvern hátt sem þú vilt.«
Ekkert gat Olga sagt, sem særði Evert meira en þetta. Hann varð
hamslaus af reiði, gekk að henni með blóðsprungin augu, greip í hand-
legg hennar og segir:
»Ertu orðin hringlandi vitlaus? Vogarðu að standa svona upp í hár-
inu á mér?«
Svo sneii hann sér að ívari og sagði:
»Þú skalt seinna fá skeyti frá mér. Eg hef nú vitni að því, að eg
hef hitt konu rnína hér, og eg veit ekki hvað ætti að aftra mér frá því,
að kæra ykkur bæði fyrir lögreg!ustjórninni.«
Hann fór fljótt út og leiddi Olgu með sér.
En sama dag^skrifaði Ívar þessar Itnur til Konstönsu:
»Strax þegar þér hafið fengið þetta bréf, bið eg yður að fara af stað. til
systur yðar, svo fljótt sem þér getið. Hún hefir af göfuglyndi sínu sigað
allri illmenzku mannsins síns á sig, af því hún vildi frelsa mig frá að
falla fyrir þeim svikum og hrekkjum, sem mér voru búin. Flýtið þér yð-
ur eins og þér getið. Yðar vin og velunnari.
ívar Ivarson.