Norðri - 07.06.1916, Síða 1

Norðri - 07.06.1916, Síða 1
-s JiORBRI X. ár. Akureyri, 7. júní 1916. 59.-60. blað. Frá útlöndum. (Yfirlit frá 1. aprfl til 20 maí.) Eg vil fyrst minnast lítillega á það, sem fram hefur farið á vígvöliunum téð tímabil og byrja vestast. Eg hefi áður lýst í Norðra hinum hroðaiegu orust- um við Verdun-víginn á Frakklandi. Pær orustur hafa haldið áfram öðru hvoru allan apríl og maí, tíðast með jafnmiklum ofsa og tryllings æði.sem fyrst ogekki þekkist í sögunni nema meðal her- sveita sem berjast til falls, eða eins og segir í gömlu sögunum um ýmsa hreisti- menn, sem á vígvelli sáu fyrir ófarir sfn- ar og sinna manna, og vildu heldur falla en híða ósigur, en hugðu að fella sem flesta af óvinunum áður en yfirlyki. Það er sagt að kappar Napóleons mikla hafi sagt við Vaterló. »Keisaravörðurinn getur fallið en hann gefst eigi upp.« Eitthvað svipað virðast vaka fyrir ein- valaliði Pjóðverja við Verdun. Það virð- ist einráðið í að sigra eða falla í við- ureigninni við Frakka, sem eru að allra dómi hinir fræknustu og herkænustu af öllum óvinum Pjóðverja. Norðri kast- aði fram þeirri ályktun í byrjun styrjald- arinnar, að í þessum ófriði mundi þeir togast um feldinn til þrauta, annarsvegar synir þroskaðasta lýðveldisins í álfunni en hinsvegar synir þess ríkis, þar sem aðall og höfðingjavald hefur um langan aldur haft yfirtökin. Slík kraftatök og svifting- ar eru nú að gerast við Verdun. Glím- an er hrikaleg og allar þjóðir horfa undrandi á hana, sem stendur mánuð eftir mánuð með litlum hvíldum og hinu gífurlegasta mannfalli. í erlendum blöðum má lesa ýmsa dóma um þessa orustu eftir hernaðar- fróða menn. Danskur foringi, sem um þessar hernaðaraðfarir ritar, telur það óðsmanns æði af Pjóðverjum að hugsa til að taka Verdun fyrst þeir náðu eigi kastalanum í fyrstu innrásinni í Frakk- landi. Hann segir að Frakkar muni hafa lært svo mikið af falli Ándwerpen og rússnesku víganna að þeir muni hafa séð hvers við þurfti til að verja eitt hið traustasta vígi sitt, og hafa því verið við öllu búnir. Aðstaða Frakka að verja vígin hefir verið mun betri en Þjóðverja að sækja þau. Pjóðverjar hafa rekið sig hér á hið sama og Bretar á Galípólis- skaga, þar sem Tyrkir sátu með fallbyss- ur og vígvélar í launsátri alt í kring- um aðalvígin og létu skotin dynja á þeim úr óþektum fylsnum í hvert skifti sem þeir nálguðust vígin. Petta leiddi til að Bretar urðu frá að hverfa eftir mikla mannskaða og hið sama telur foringinn að muni verða hlutskipti þjóð- verja við Verdun. Norskur maður sem dvelur í Parísarborg og ritað hefur um orusturnar miklu og kveðst geta litið ó- hlutgrægt á þær segir: »Eg hef farið til herstöðvanna og talað við fjölda frakkneska hermanna, bæði foringa og óbreytta liðsmenn, þeir eru allir von- góðir og öruggir. Aðalvörn og sókn við Verdun stýrir nú frakkneskur fóringi Pétain að nafni 59 ára gamall, ofurhugi hinn mesti og atgerfismaður, sem all- ur herinn trúir á. Hann var óþektur riddaraliðsforingi er stríðið byrjaði en vakti þegar mikla eftirteki við Marne og víðar. Hanu reyndist snjallasti áhlaupa garpur Frakka, sem hvað eftir annað braust í gegnum raðir Pjóðverja með sveit sína annað hvort til að bjarga henni eða öðrum, var ávalt í broddi sinna manna en hefir þó aldrei særst, þykir manna lægnastur að kveikja eld- móð hjá liðinu og lifir eins og óbreytt- ur liðs maður. Eftir að hann tók við her- stjórn við Verdunurðu gagnáhlaup Frakka skæðari en áður og Pjóðverjar því minna unnið á eða réttara sagt Frakkar hafa hrakið þá fremur af stöðvum þeim sem þeir hafa náð. Um allan frakkneska herinn kveður við: »Vér hrindum þeim aftur.« Að vísu verður því ekki neitað, að þýski herinn hefir hægt og býtandi unnið á við Verdun einkum í fyrstu á- hlaupunum, en þessir 5 eða 6 kílometrar seni þeir hafa komist áfram hafa orðið þeim ákaflega dýrir. Eg get því vel í- myndað mér að þeir á endanum næðu aðal víginu, ef þeir halda svona áfram í alt sumar eða lengur, enda hefur frakkneskur foringi sagt við mig: »Pað má vel vera að þeir á endanum taki Verdun, en það kostar þá aldrei minna en hálfa miljón hermanna, líklega nokkuð meira.« Hitt tel eg þó miklu sennilegra að Þjóðverjar taki aldrei Verdun í þess- um. ófriði.« Bretar og Belgir verja herlínuna norð- anverða. Par hafa Pjóðverjar að öðru hvoru sótt á en ekkert unnið. Engin teljandi sókn hefur verið þar af hendi Bandamanna, og er mælt að það muni ráð Joffre, að Bretar verjist aðeins fyrst um sinn. Renni maður huganum eftir sól yfir orustusvæðin verður næst fyrir manni viðureign ítala og Austurríkis- manna. Af henni er það að segja að með byrjun maí munu Austurríkismenn hafa aukið lið sitt og fór þeim þá að veita betur en ítalir hrukku undan. Um 20. maí segja norsk blöð að Austur- rikismenn hafi þá á fám dögum tekið 6 þúsund fanga og nokkuð af hergögn- um. Síðustu símskeyti segja að nú hafi þeir alls tekið 24 þúsund af ítalska hern- um og ítalir séu hraktir inn fyrir landa- mæri sín. Er því auðsætt að allri sókn ítala er lokið um langan tíma og þeir muni eiga fult í fangi að verja lönd sín. Á Balkan hefir ekkert sögulegt gerst síðustu tvo mánuðina. Bandamenn hafa fengið 60 þús. af Serbaher til Salonik. Það lið var áður úti á eyju við Grikk- 86 og liðleg í öllum hreyfingum, að hún vakt eptirtekt ýmsra þeirra manna, sem hún kyntist, Meðal þeirra var kapteinn Santé Kahn. Hann var að vísu kominn yfir fertugt, en hann var ríkur og var í ætt við hefðarfólk, sem móðir Helenu hafði mikið dálæti á. Hún var þess því mjög hvetjandi, að hann fengi dóttur hennar fyrir konu, án þess að grenslast nokkuð frekara eftir skaplyndi hans og manngildi eða hugsa um, hvort hin ímyndunarríka dóttir hennar með sínar vökudrauma- vonir mundi geta felt sig við hann, Samtímis því að kapteinninn var tíður gestur í húsi assisorsins, fór að koma þangað ríkur greifi, sem eg þarf ekki að nafngreina fyrir ykkur. Assissorinn hafði fyrir hana mál til með- ferðar. Einu sinni þegar hann var að fara út úr skrifstofu lögmanns- ins mætti hann Helenu. Það hafði þær afleiðingar að hann síðar um daginn heimsótti assissorsfrúna, vitanlega í þeim tilgangi að fá að sjá og kynnast Helenu. Stúlkan hafði þegar ákaflega mikil áhrif á hann, Hún var málari og listfeng og hin skemtilegasta og fjörugasta í við- ræðum. Afleiðingin varð að greifinn fór að venja þangað komur sín- ar og fann unun í því að sitja á tali við Helenu. Heimsóknir hans kitluðu hégómagirnd frúarinnar, en hún gaf þeim að öðru leyti fram- an af éngan gaum. Pannig leið veturinn, og hann var oft á gangi með assessorsdótturinni út um bæinn. Assessorsfrúin hefði átt að geta rent grun í. að jafumikið glæsimenni og greifinn var, mundi geta vakið ást hjá dóttur hans, en hún hugsaði ekkert um það, en þóttist viss um að geta fengið kafteininn fyrir tengdason. Samdráttur greifans og Helenu varð brátt svo mikill, að tengda- fólk hans fór að veita honum eftirtekt. Hann átti frændkonu, sem bar ofsalega ást til hans, og það gerði hana grimma og ófyrirleitna, að hann endurgalt ekki þá ást. Einu sinni um vorið heimsótti hann þessa frændkonu sína. »Eg hefi heyrt, að þú værir með ákafa að draga þig eftir ungfrú Trenner,« sagði hún, »er það satt ?« Greifinn roðnaði og 6varaði á huldu. En þegar frænkan fór aftur að tala um þetta sagði hann: »í einlagni að segja dáist eg mjög að þessari. stúlku, eða var það annað sem þér lék forvitni á að vita?. »Já, hvort það er áform þitt að gifsast henni?« »Og ef það væri nú áform mitt hvað þá,« mælti greifinn fljót- 83 Hildur var í miðri ræðu þegar móðir hennar opnaði dyrnar og sagði að kammerráðsfrúin væri að koma og þær yrðu að flýta sér að ferja hana yfir ána. Selma stökk þegar ofan á bryggjuna og í bátinn, en Hildur skaust upp til Emmyar til að láta hana vita að gesta væri von. Nokkrum mfnútum síðar sat Clara ásamt frú Becker og stúlkun- um úti á svölunum. Kammerráðsfrúin átti miklu dálæti að fagna í Ár- skógi, enda kunni hún óvíða betur við sig en þar og kom þar því mjög oft. Hún var komin í innilegt vináttusamband við Beckersfólkið, og því var heimilið henni kært. »Eg vona að þér verðið hér í dag,« sagði Selma og klappaði kammerráðsfrúnni. »Ef mamma þín hefir ekkert á móti því,« svaraði Clara og strauk hina fríðu kinn stúlkunnar. Frú Becker sagði að sér væri það hin mesta ánægja, að hún dveldi þar svo lengi sem hún gæti. Síðan var boðið kaffi og talið barst að ýmsu, þangað til kammerráðsfrúin sagði: »Kæra Sally, eg er í rauninni komin hingað til þess að biðja þig bónar: »Eg býst við að eg eigi erfitt með að neita þér um nokkuð,« sagði frú Becker blíðlega. »Eg óska eftir að þú kynnist konunni í Hansaskeri, sem segja má um að fari huldu höfði.« Um leið og hún mælti þetta leit hún til Emmyar sem hún hafði mjög mikið dálætið á. »Þekkir þú hana?« hrópaði frú Becker og sló saman höndunum. »Hver er hún, eg neita því ekki að það væri gaman að sjá hana.« »Hún er frændkona mín,« sagði Clara og horfði sitt upp á hvern til þess að reyna að verða þess vör, hvaða áhrif þetta hefði á kven- þjóðina. »I’að er frú Kahn,« sagði hún svo,

x

Norðri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.