Norðri - 07.06.1916, Síða 2

Norðri - 07.06.1916, Síða 2
118 NORÐRl. Nr. 59- 60 land. Rykjast þeir nú allvel mannaðir og útbúnir í Salónik, þótt enga útrás hafi þeir gert, Búlgarar hafa oróið að standa undir vopnum til að vera við- búna að verja land sitt. Virðist svo sem þeir uni því illa til langframa, því síð- ustu skeyti segja þá komna með her inn í Grikkland. Auðvitað mótmæla Grikkir þeirri herferð yfir land sitt, en líklega verða þau mótmæli að engu hðfð, nema þeir grípi til vopna. Venezoela hélt nýlega harðorða ræðu á Grikklandi um heimsku stjórnarinnar þar og svik við Serba. Sagði að Grikkir mundu hafa getað aukið lönd sín í þessum ófriði, ef þeir hefðu farið skynsamlegaað ráði sínu, en nú sé auðsætt þeir fái engin lönd og séu komnir í hina verstu klípu, sem erfitt muni að losast úr. Allur þorri þjóðarinnar fylgir enn þessum stjórn- málamanni, sem vék úr stjórnarsæti af því honum samdi ekki við konung. í Asíu berjast Tyrkir og Rússar stöð- ugt, og eitthvað er þar af hersveitum Breta. Veitir Rússum einatt betur, en síðustu mánuðina hafa Tyrkir annað veifið haflð sókn. Takmark Rússa og Breta þar mun vera að ná Bagdad og Miklagarði, en allmikið er óunnið til beggja þessara staða. Ein herdeild Breta (um 10 þús.) sat inni lokuð í allan vet- ur í bæ í Asíu (Arabíu) er nefnist Kut- el—Amaras í bænum bjuggu og um 6 þús. Arabar. Tyrkir reyndu að taka bæ- inn en gátu ekkí. Settust þeir þá um hann og drápu alla er út leituðu, jafnt Arabana og hermennina. Nokkrar mat- arbirgðir voru í bænum, en Bretar urðu að fæða Arabana sem ekki koniust burt. Bresk hersveit sem send var til hjálpar beið ósigur fyrir Tyrkium, svo engin hjálp kom. Fyrstu dagana í maí, þegar allar vistir voru þrotnar, gafst breski her- inn upp, þegar hann var búinn að ó- nýta öll skotfæri og hergögn, og tóku Tyrkir þar um 9 þúsund til fanga. Eig' er þó búist við að þessi uppgjöf Breta hafi veruleg áhrif á endalok ófriðarins í Asíu, því þar muni mest velta á því hvað Rússar duga gegn Tyrkjum. Á herstöðvunum á Rússlandi hefir lítið sögulegt orðið síðustu tvo mánuð- ina, enda munu vatnavextir og votlendið hafa hamlað þar hernaðarframkvæmdum fram eftir vorinu. Um 20. maí er svo að heyra, á rússneskum blöðum, sem frem- ur sé búist við að Pjóðverjar hefji sókn þar í landi, en síðustu skeyti herma að nú muni Rússar hefja sóknina. Líklegt er þó að stórorustum verði frestað fram- eftir 6umri, því hvorugum mun þykja svo árennilegt að ráðast á hinn. Á sjónum þótti kafbátahernaður Þjóð- verja í apríl og maí þeir viðburðir, er mestum tíðindum sættu. Hann hófst skömmu eftir miðjan vetur og var svæsn- astur fyrsta sprettinn, en Bretar sögðu að í april og maí hefði af honum dreg- ið, enda drógu hótanir Bandaríkjastjórn- ar úr honum, sem síðar mun ávikið. Pýzkir kafbátar söktu mörgum vöruskip- um fyrir Bretum og allmörgum skipum fyrir hlutlausum þjóðum, sem fluttu vör- ur að og frá Bretlandi. Hinsvegar söktu rússneskir kafbátar kaupförum Pjóðverja í Austursjónum og skipum hlutlausra þjóða, er voru með vörur til Pýzkalands. Haldið er að kafbátar Þjóðverja hafi allmjög tínt tölunni í þessum hernaði í ár eins og í fyrra. Skýrsla, sem norsk- ur skipstjóri gaf í maí bendirtil, að eigi var hættulaust fyrir þá að fara um Norð- ursjóinn. Hann skýrir svo frá: »Pýzkurkaf- bátur stöðvaði mig á leið til Englands og krafðist þess að fá að sjá skipsskjölin, eg fór þegar á stað með þau í skips- bátnum, því ekki vilja kafbátarnir að við komum mjög nærri þeim á stórum skip- um, tortryggja oss að við kunnum að skjóta eða renna á þá. Pegar eg var komin miðja leið þutu kúlurnar yfir höfði mér á leið til kafbátsins, og var hann skotinn í kaf á svipstundu. Eitt af smáherskipum Breta hafði þá komið fram úr þokunni, séð kafbátinn og send; honum þegar þá kveðju er honum reið að fullu. Síðar um daginn mætti eg tveim brezkum togurum, voru þeir með katbát á iniili sín marrandi í kafi. Kváð- ust þeir hafa fiskað hann í járnnet sín!« A írlandi varð allmögnuð uppreist snemma í maí. Brátt varð hún bæld niður með hervaldi og foringjarnir skotn- ir. Ekki voru þingmenn Ira neitt við hana riðnir. Rússar gera virki i Álandseyjum. Eyjar þessar liggja í Austursjónum fyrir minni Botniskaflóans eigi alllangt frá ströndum Svíþjóðar. Eyjarnar til- heyra Rússum, en einhverjir samningar voru um að þar skyldu engin virki sett upp. Nú hafa Rússar tekið til að byggja þar hervirki og þykjast gera það til að verja Pjóðverjum inn í flóann, og að kunnugra dómi til að fá þar örugt kaf- bátalagi. Hægrimenn í Svíþjóð hreyfðu háværum mótmælum og sögðu að stjórn- inni bæri að neita slíku tiltæki Rússa, þar sem kastalar á Alaridseyjum gerði þeim hægt fyrir að skjóta liði á land í Svíþjóð. Nokkrir hvöttu til óíriðar við Rússa út af þessu og hömruðu á stjórn Svía, sem gaf fá önnur svör, en að hún mundi vaka yíir hagsmunum Svíþjóðar, en að halda friðnum væri henni þó rík- ast í hug. Norsk blöð lýstu yfir óánægju sinni yfir hernaðargargi Svíanna, og gáfu í skyn að aldrei myndu Norðmenn fylgja þeim að því. að ráðast að baki Rússum. Samdráttur Norðurlanda, sem bólað hefur á siðustu misseri, mundi aldrei ná lengra en að styðja að því að vernda hlutleysi Norðurlanda. Eitt af hægri blöðum Svía svaraði því að Norð- menn hefðu ávalt ótryggir verið og það væri svo sem auðvitað að þeim væri ekki treystandi í neinu bandalagi. Líkur voru til að ófriðaræsingarnar í Svíþjóð mundu falla niður. Skortur á matvœlum kvað vera orðinn tilfinnanlegur meðal ófriðarþjóðanna einkum í Þýzkalandi. Pjóðin, einkum borgaralýðurinn, hefir miklar áhyggjur af því, hvernig hún eigi að hafa ofan í sig, og áskoranir eru sendar stjórninni. sð sjá betur fyrir mat- björginni. Kjöt, mjólkur og viðbitis- skortur er einkum tilfinnanlegur, brauð og kartöflur eru sumstaðar af skornum skamti, þótt þá vöru bresti yfirleitt ekki í landinu. Fundir hafa verið haldnir um vandræðin, og sumir meðlimir borgar- ráðanna lýstu því yfir, að þeir hefðu eigi bragðað kjöt í fjórtán daga. Petta sýnir að Þjóðverjar þola illa kjötskort, og öllu ver en íslenzkir alþýðumenn, sem einatt fá ekki kjöt svo teljandi sé nema á hátíðum og tyllidögum. Ofan á þetta bætist, að þeir sem efni hafa reyna að kaupa sér forða til lengri tíma og aðrir til að okra á honum. Petta eykur dýitíð og stuðlar að því að koma matbjörginni á færri hendur. Petta mat- armál Pjóðverja er því vandræðamál fyrir stjórnina jafnt og alþýðu. Ýmislegt bendir á að stjórnin ætli að taka að sér skömtulagið til fulls, og vikta fólkinu út vikulega eða daglega eins og sum- staðar var gert í gamla daga á Islandi. Pjóðverjar eiga von á góðri uppskeru í haust og lifa í voninni um nægilegt brauðkorn, en hinsvegar dylst þeim eigi að erfitt er að lifa til lengdar á einu saman brauði. Pjóðverjar slaka til fyrir Wilson. Þegar kafbátahernaður Pjóðverja var í mesta algieymingnum í vetur og bönd- ín bárust að þeim, að þeir hefðu með- al annars sökt bresku farþegjaskipi fyrir- varalaust, þar sem meðal farþagja voru nokkrir Bandaríkja borgarar, sem sumir mistu lífið. Pegar svo var komið gerði Wilson forseti sig birstan og tilkynti ut- anríkisstjórn Pjóðverja, að nú væri nóg komið af slíku fargani. Bandaríkjamenn mundu kveðja heim sendiherra sinn og vísa sendiherra Pjóðverja úr landi, ef þeir héldu áfram að sökkva kaupförum og mannflutningaskipum fyrirvaralaust, og þótt Wilson bæri öxina eigi 84 Þegar þetta nafn var nefnt litu þær allar upp og allar horfðu þær undrandi á kammerráðsfrúna. »Sigríður frænka, sem . . . .« Frú Becker sagði ekki meira. »Sem hefir orðið fyrir illu umtali,« sagði Clara. »Nafn hennar hefir sézt í skrípablöðunum, og henni hefir verið mjög hallmælt.« ; »SaIly, mig langar til að segja þér sögu Helenu Kahn, og þegar þú hefir heyrt hana, er eg viss um að þú neitar mér eigi um aðstoð þína til að rífa hana út úr einveru þeirri, sem getur vel farið svo að leitt geti til að hún missi vitið.« »Æ, já, segðu okkur sögu hennar,« hrópuðu allar ungu stúlk- urnar í einu. Sú ákvörðun var svo tekin að Clara síðar um daginn, þegar húsbóndinn væri kominn heim, skyldi segja hina sorglegu sögu Helenu. Pegar þær litlu síðar voru einar saman Clara og Emmy, vék hin fyrnefnda sér vingjarnlega að ungu stúlkunnni og mælti: »Mundu hleypidómarnir gegn þessari ógæfusömu konu, aftra þér frá að veita henni liðsinni og traust?* »Nei,« svaraði Emmy og horfði á frúna með hreinum og góð- legum svip. »Eg vissi að þú mundir svara þannig. Eg get sagt þér það, að það sem eg ann hjá þér og dáist að, er hið hreina og göfuga kven- eðli, sem aldrei svlkur sjálft sig.« »Hrós þitt er óverðskuldað; því sá ógæfusami hefir ávalt kröfu til meðaumkunar, enda þótt hann sjálfur hafi valdið óhamingju sinni.« »Eg reiði mig þá á aðstoð þína til að hugga Helenu.* »Pað er þér óhætt,« og Emmy rétti frúnni hönd sína. »Pökk Emmy,« sagði hún. Síðar um daginn sátu hjónin í Árskógi ásamt dætrum sínum, Emmy og frú Clöru í laufskálanum út við ána. Frú Becker sat með 85 prjóna sína, ungu stúlkurnar við sauma, en liðforinginn hlustaði á frú Qöru, sem hallaði sér aftur á bak í veltistól og sagði frá viðburðum þeim sem nú skal skýra frá: »Föðursystir mín assessorfrú Trenner, átti einungis eina dóttur barna, Helenu, sem hún elskaði ákaflega og með nærri því stjórnlausri frekju. Barnið, sem var að eðalsfari geðmikið, ímyndunarrríkt og með stirða geðsmuni, h'efðl þurft að fá kyrlátt, þýtt og leiðbeinandi upp- eldi, en því var nú eigi að heilsa. Uppeldi móðurinnar var annars- vegar ákaft eftirlæti og tiislökunarsemi á öllum sviðum, en með sprett- um harðstjórn og hlífðarlaus krafa um að barnið hegðaði sér eftir vilja móður sinnar. Barnið hafði því annað veifið óhindrað frjálsræði en varð hinn sprettinn að beigja sig algerlega fyrir vilja móður sinn- ar. Þetta uppeldi varð undirstaða þess að barnið elskaði og óttaðist móður sína óvenjulega mikið, en vegna óttans varð henni að fara á bak við hana með margt, og náttúrleg tiltrú á báðar hliðar, sem eðlileg er tnilli mægðna gat eigi þrifist. Helena lá oft við kné móðurinnar og kysti hendur hennar og sýndi henni alt blíðlæti og tilbeiðslu, en hún hneigði sjaldan höfuð að brjósti hennar til að skýra henni hljóð- lega frá óskum sínum, tilhneigingum, vonum eða þrám, og hún var sú síðasta er Helena mundi hafa opnað sál sína fyrir eins og kallað er. Pegar stúlkan eltist, bættiat það ofan á, að móðir hennar þoldi illa að vita, að henni þætti vænt um nokkra aðra en hana. í einu orði, mæðg- urnar unnu hvor annari heitt. en ást þeirra vantaði fylstu tiltrú hvor til annarar og skilning á sálarástandi hvorrar um sig. Hefði móðirin reynt til að þekkja skapsmuni og hugsunarástand dóttur sinnar og reynt að gera sér Ijóst, að hún umfram alt þarfnaðist samhygðar, blíðu og um- burðarlyndi, sem breitt hefði friðarblæju yfir tilveru hennar, í stað þess að þurfa að búa við ofsalega geðsmuni móður sinnar, sem hlífð- arlaust — þrátt fyrir ást hennar — reyndi að brjóta niður vilja dótt- urinnar í öllum greinum, ef hann á nokkurn hátt kom í bága við það, sem hún vildi vera láta, þá mundi hún ef til vill hafa tekið meira tillit til vilja hennar, og reynt að mýkja geðsmuni sína op sýna dótt- ur sinni hlýleiksblíðu í stað ofsalegrar ásar. Helena hafði náð sautján ára aldrinum. Hún var ekki frtð sýnum, en hún hafði svo blómlegan og fjörlegan yfirlit, og var svo frjálsleg

x

Norðri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.