Norðurland - 31.12.1901, Qupperneq 1
JVORÐURLAND.
Ritstjóri: Einar Hjör/eifsson.
14. blað. J /Vkureyri, 31. desember 1901. J 1. ár.
Nýjar tillögur.
Eftir Pál Briem amtmann.
Eg skrifaði í haust í »Norður-
mdi< um yfirlit og horfur í stjórnar-
íálinu. Mér þótti horfurnar eigi
læsilegar. Það var svo margt, sem
enti á, að menn myndu eigi geta
ætt þetta mesta velferðarmál lands-
rs með ró og stillingu. Enda hefir
ill raun orðið á því. Mér finst
g anda að mér sama lofti eins
g 1873 og 1890. Sumir af vinum
íinum láta eins og ^eir væru
únir að fá pólitískt æði; sumstað-
r ímyndar alþýðan sér að ýmsir
f beztu mönnum þjóðarinnar séu
vikarar og gangi næst glæpamönn-
m. — Mér finst það vera óhætt
ð segja, að sumstaðar sé kominn
menn pólitískur berserksgangur.
Mönnum kippir í kyn til hinna
>rnu berserkja. En þegar berserks-
angurinn rann af mönnum í forn-
Id, urðu menn linir á eftir. Má eigi
■tla, að sama verði á reyndin hér?
tjórnarskráin kom eftir Þingvalla-
mdinn 1873.
Það er hætt við því, þegar hit-
111 er úr mönnum, þá verði menn
vo linir, að þeir geri sig ánægða
reð hvers kyns ráðgjafabúsetu sem
r, og verði fegnir þvf að setjast
undirtyllubekkinn.
Þrátt fyrir alt moldviðrið, hefi
g þó orðið var við nýjar tillögur
málinu, sem mér finnast svo skyn-
amlegar, að eg vil bæði athuga
ær sjálfur og skora á menn að
aka þær til rækilegrar íhugunar.
m fyrst þarf eg þó að fara nokk-
rum orðum um frumvarpið, sem
amþykt var í sumar.
Eg ræddi frumvarpið í »Norður-
andi* og sýndi fram á, að það
efði það í för með sér, að stjórn
andsins hlyti að vera í samræmi
ið óskir og vilja þjóðarinnar.
'rumvarpið löghelgaði þjóðræði eða
ingræði, sem bygt er á óskum og
ilja þjóðarinnar. Alþingi hefir ver-
máttarvana, en samkvæmt frum-
arpinu fær það meginafl, ef það
efir óskir og vilja þjóðarinnar bak
ið sig. Frumvarpið hefir það í för
neð sér, að þungamiðja stjórnar-
valdsins flyzt til þjóðarinnar og al-
þingis.
Frumvarpið hefir það í för með
sér, að valdið flyzt inn í landið og
þess vegna er það alveg rangt að
kalla þá, sem samþyktu frumvarpið,
Hafnarstjórnarmenn. Þeir vildu flytja
valdið inn f landið og eiga því
þetta nafn ekkert fremur skilið, en
mótstöðumenn þeirra.
Eg get fmyndað mér, að einhver
kunni að niótmæla því, að frum-
varpið frá í sumar hafi þjóðræðið í
för með sér, og þess vegna verð
eg að minnast dálítið á sögu þess.
Eins og menn muna, var frum-
varp það, sem dr. Valtýr Guð-
mundsson bar fram á alþingi 1897,
felt f neðri deild. En skömmu eftir
þingið fór að vakna sú hugsun hjá
mönnum, að frumvarpið gæti orðið
til bóta, ef fjárráð þingsins væru
trygð. Samt voru menn eigi búnir
að gera sér þetta fyllilega ljóst,
þegar frumvarpið kom aftur til um-
ræðu á alþingi 1899. Frumvarp dr.
Valtýs var felt í neðri deild. Samt
sem áður voru þeir, sem feldu frum-
varpið, fúsir til samninga við stjórn-
ina. Þeim var kunnugt um, að eg
var mótfallinn frumvörpum dr. Val-
týs, og að eg ætlaði að sigla um
haustið. Þess vegna kom þeim sam-
an um að biðja mig, að tala við
stjórnina um það, hvað hún vildi
veita frekast. Fjórir þingmenn
(Klemenz sýslumaður Jónsson, Pét-
ur Jónsson á Gautlöndum, Jón um-
boðsmaður Jónsson í Múla og Ein-
ar prófastur Jónsson) báru þetta
upp við mig f nafni flokksmanna
sinna. Eg sagði, að stjórnin mundi
svara því þannig, að hún vildi frek-
ast veita það, sem stæði í frum-
varpi dr. Valtýs, og áleit eg, að
það yrði að bera fram við stjórn-
ina ákveðnar kröfur. Það varð þá
að ráði að gera kröfu til þess að
tryggingar væru settar í frumvarp-
ið fyrir þvf, að alþingi gæti jafnan
komið ábyrgð fram á hendur ráð-
gjafanum og að fjárráð alþingis
væru fullkomlega trygð, eins og
gert er í frumvarpinu, sem sam-
þykt var á síðasta alþingi.
Eg bar svo þessar kröfur fram
við Hörring ráðgjafa fyrir Island,
er þá var einnig forsætisráðgjafi
m. m. Eftir að stjórnin hafði í-
hugað þetta, þá neitaði hún þessu;
sagði Hörring ráðgjafi við mig, að
það væri af því, að frumvarpið
hefði f för með sér þingræði. Hann
sagði að alþingi gæti þá steypt
hverjum ráðgjafa, sem því líkaði
eigi við. Hann kvaðst þekkja þetta
alt of vel og bætti því við, að hann
skildi ekki f því, að íslendingar
hefðu birgðir af ráðgjafaefnum (»paa
Lager«). Eg segi þetta til þess, að
taka af allan efa um það, að frum-
varpið frá í sumar tryggi fullkomið
þjóðræði. Frumvarpið frá f sumar
veitir miklu meiri tryggingar í þessu
efni heldur en grundvallarlög Dana,
og höfum vér því ekki ástæðu til
að kvarta yfir því að þessu leyti.
Eg hefi álitið það skvldu mfna,
að taka þetta svona skýrt fram
til þess að sýna þeim, sem sam-
þyktu frumvarpið í sumar, fullkom-
ið réttlæti, en svo verð eg að snúa
mér að göllunum á frumvarpinu.
Samkvæmt frumvarpinu er hin
æðsta stjórn landsins falin einum
ráðgjafa. Þessi ráðgjafi er búsettur
f Danmörku, en hin æðsta stjórn
landsins er falin landshöfðingja á
ábyrgð hins fjarlæga ráðgjafa. Það
sýnist liggja í augum uppi, að
þetta fyrirkomulag er alls eigi
heppilegt. Það sýnist í raun réttri
vera fjarstætt, að ráðgjafl í Kaup-
mannahöfn skuli eiga að hafa á-
byrgð á gjörðum embættismanns,
sem hefir jafnmikil völd sem lands-
höfðinginn, bæði samkvæmt erindis-
bréfi sfnu og samkvæmt skýlausum
lögum.
Að vísu geta menn sagt, að þar
sem frumvarpið tryggi þjóðræði,
þá hafi menn það í hendi sér að
breyta þessu. Eg skal játa, að
þetta er rétt, cn samt sem áður
er þetta svo stórvægilegur galli að
ef hægt er að komast hjá honum,
eiga menn vafalaust að gera það.
Samkvæmt stjórnarskránni hefir
landshöfðinginn ábyrgð á því, hvern-
ig hann beitir vatdi sínu. Hann hef-
ir með öðrum orðum pólitíska á-
byrgð, sem annars hvflir eingöngu
á þeim mönnum, sem standa fyrir
stjórninni. Það hefir einmitt verið
einn aðalgalli á okkar stjórnarfyrir-
komulagi, hversu landshöfðinginn
hefir verið háður fjarverandi ráð-
gjafa; það er því svo langt frá því,
að þessi ábyrgð ætti að falla niður,
að það ætti þvert á móti að auka
hana og tryggja. Það hefir reynst
erfitt að koma þessu heim og
saman, en samkvæmt tillögu þeirri,
sem komið hefir fram nú fyrir
skömmu, virðist þetta vera hægt,
og er það með þvf, að taka upp
aftur hugmyndina, sem kom fram
á síðasta alþingi um tvo ráðgjafa,
annan í Kaupmannahöfn og hinn
hér á landi.
Samkvæmt tveggja-ráðgjafa-frum-
varpinu frá síðasta alþingi átti ráð-
gjafinn f Kaupmannahöfn að vera
eins og ráðgjafinn fyrir ísland hefir
verið, danskur ráðgjafi, sem hvorki
kynni að skilja, tala eða rita fs-
lenzka tungu; hann þyrfti eigi að
mæta á alþingi. Að mínu áliti er
þetta alls eigi viðunandi. Sam-
kvæmt tillögu þeirri, sem eg hefi
talað um, á þetta eigi að vera svo,
heldur á ráðgjafinn f Kaupmanna-
höfn að tala og rita íslenzka tungu
og mæta á alþingi. Það er auðsætt,
hversu þetta hefir mikla yfirburði
yfir hitt. En þar sem hinn ráð-
gjafinn á, samkvæmt tillögu þess-
ari, að verða búsettur hér á landi,
þá er auðsætt, hversu þetta fyrir-
komulag er heppilegra en frum-
varpið, sem samþykt var f sumar.
Samkvæmt tillögunni skipar kon-
ungur tvo ráðgjafa, annan búsettan
í aðsetursstað konungs og hinn bú-
settan á íslandi. Ráðir eiga að tala
og rita íslenzka tungu ; báðir eiga
að hafa ábyrgð á stjórnarathöfn-
inni, báðir eiga að mæta á alþingi
og báðir verða að beygja sig
fyrir þjóðræðinu. Störfum milli
ráðgjafanna verður að sjálfsögðu
að skifta, eftir því sem heppilegast
og haganlegast cr fyrir landið. Ef
misklíð kemur upp á milli ráðgjaf-
anna, sem eigi getur jafnast milli
þeirra, þá verður auðvitað að ráða
úr því á sama hátt sem f öðrum
siðuðum löndum, þannig að sá sitji,
sem hefir fylgi þingsins, en hinn fer.
Hér á íslandi hlýtur öll fram-
kvæmdarstjórnin að vera og því