Norðurland


Norðurland - 31.12.1901, Qupperneq 2

Norðurland - 31.12.1901, Qupperneq 2
hlýtur þungamiðja allrar stjórnar- innar að vera hér á landi. Þess- vegna virðist það eðlilegt, að for- ssetisráðgjafinn sé að jafnaði bú- settur hér á landi, en ráðgjafinn í Kaupmannahöfn sé valinn af for- sætísrúðgjafanum, eins og venja er til í löndum með þingbundinni stjórn. Þeir, sem báru fram tveggja- ráðgjafafrumvarpið á síðasta alþingi, tóku sér til fyrirmyndar stjórnar- fyrirkomulag Norðmanna, en eg vona að þeir muni játa, að þessi tillaga sé nser því fyrirkomulagi en frumvarp þeirra. Eg hefi rætt um þjóðræðið og búsetu hinnar æðstu stjórnar hér á landi, en svo er enn eftir eitt meginatriði, sem vér skulum at- huga: Það er hagur Islands, bæði að því er snertir dönsk !ög og sameiginlegu málin. Danir vilja, eins og eðlilegt er, try'ggja það, að vér setjum engin lög, sem skaða Danmörku eða alríkið; en ef jafn- rétti milli Dana og Islendinga á að gilda, eins og Jón Sigurðsson ósk- aði mest, þá verðum vér einnig að hafa hönd í bagga með löggjöf Dana og framkvæmd sameiginlegu málanna. I stjórnarskránni er bein- línis gert ráð fyrir því, að hag ís- lands verði í þessu efni borgið á þann hátt, að ísland geti átt full- trúa í ríkisþinginu, en þó álít eg, að hag lslands sé enn þá betur borgið með því, að ráðgjafinn fyrir Island eigi sæti í ríkisráði konungs. Þegaríslandi vex fiskur um hrygg, þá rnunu íslendingar væntanlega senda fulltrúa til rfkisþingsins, en meðan svo er eigi, og enda hvort sem er, þá er íslandi afar-nauðsyn- legt, að hafa sem beztan mann til að gæta hagsmuna sinna í ríkisráöi konungs. Hingað til hefir afstaða ráðgjaf- ans fyrir ísland verið nokkuð óljós, af því að ráðgjafinn fyrir ísland hef- ir verið einn af hinum dönsku ráð- gjöfum. En þegar ráðgjafi vor verð- ur Islendingur, sem ekki hefir öðru að sinna en málum íslands, þá skýr- ist afstaða hans fullkomlega. Þegar rætt er um dönsk mál í ríkisráði konungs, sem eingöngu snert ahag Danmerkur, þá getur ráð- gjafi vor eigi látið þau til sín taka. Ef dönsk lög aftur á móti að ein- hverju leyti koma í bága við hag Islands, þá verður ráðgjafinn að sjálfsögðu að tala máli voru. Sama er að segja um sameiginlegu mál- in, þar verður ráðgjafi vor einnig að gæta hags okkar íslendinga. Þetta sýnir afstöðp hans að því er snertir dönsk lög, en afstaða hinna dönsku ráðgjafa, að því er snertir íslenzk lög, verður lík. Hinir dönsku ráðgjafar verða að sjá um að lög- gjöf íslands komi hvorki í bága við hag Danmerkur eða alríkisins. Kon- ungurinn ræður, hvað hann vill taka til greina. í ríkisþinginu fara úrslit málanna eftir atkvæðagreiðslu, en slíkt á sér eigi stað í ríkisráði kon- ungs. Þess vegna er það mjög dýr- mætur réttur íslendinga, er þeir hafa rétt til að hafa ráðgjafa fyrir sig í ríkisráði konungs, enda sýnir ekkert jafn-ljóslega, að Danir vilja ekki og hafa eigi viljað,síðan stjórnar- skráin var gefin oss af konungi, skíjða oss Islendinga sem undirlægjur, eins og fastheldnin við það, að ráðgjafi vor skyldi sitja í ríkisráðinu. Eg ímynda mér, að allir menn geti skilið það, hversu það er þýð- ingarmikið, áð hags okkar sé gætt vel í sameiginlegu málunum eins og t. a. m. málum viðvíkjandi Spán- artolii, kjöttolli í Noregi, botnvörpu- veiðum og öðrum fiskiveiðum, tele- graf til lslands o. s. frv. Þess vegna er það umfram alt nauðsynlegt, að vér hvorki af vanþekkingu eða blindu hatri innbyrðis afsölum okkur nein- um rétti í þessu efni, og þegar vér ræðum um stjórnarskipunarlög vor, þá verður sannarlega að hafa hlið- sjón á þessu. Það eru því þrjú meginatriði í stjórnarmálinu, sem sérstaklega þarf að taka til greina, sem sé: þjóðrxði, búseta ráðgjafa hér á landi og hag- ur vor í sameiginlegum málum. Þetta er undirstaðan og það varðar mest til allra orða, að undirstaðan rétt sé fundin. Það hefir komið til orða í Dan- mörku, að vér fengjum búsettan ráðgjafa hér á landi undir umsjón forsætisráðgjafans danska. Isl. stú* dentar í Kaupmannahöfn virðast halda þessu fram. En á því tek eg ekki mikið mark. Góður vilji, mik- ill hiti, nóg kapp, lítilvæg rannsókn, lítil þekking, drengja forsjá. Þetta eru oft einkunnir æskunnar. Þetta fyrirkomulag getur alls eigi verið fullnægjandi. Eg get meira að segja eigi ímyndað mér,að nokkur alþingis- maður frá síðustu þingum muni geta samþykt það. Það fullnægir engum af aðalkröfum vorum. Þar sem dansk- ur ráðgjafi á að hafa umsjón með ráðgjafa vorum, þá er lagður mik- ill þröskuldur í veg fyrir þjóðræðið; alþingi getur eigi haft persónuleg áhrif á þann mann, sem á að sjá hag vorum borgið, að því er snert- ir samþegna vora og sameiginleg mál, og er þessu atriði því illa borgið frá sjónarmiði Islendinga. Biísetunni er heldur eigi heppilega fyrir komið, þar sem ætlast er til að ráðgjafinn sé lengri eða skemmri tíma fjarverandi. Þetta getur varla verið holt fyrir stjórnarstörfin. Með þessu fyrirkomulagi væri ísland og gert að reglulegri undirlægju, og ef íslendingar samþyktu þetta með lögum, þá væri það í fyrsta skifti, sem nokkur þjóð veitti þess konar samþykki alveg ótilneydd sjáif. Og því segi eg við þá, sem ham- ast út af öðru, en gefa engan gaum að þessu: »Maður horfðu þér nær, liggur í götunni steinn.« Tveggja-ráðgjafa-frumvarpið frá síðasta þingi hefir ýmsa hina sömu ókosti og skal því eigi fjölyrða um það. Frumvarpið, sem samþykt var á síðasta alþingi, hefir í för með sér þjóðræði, og samkvæmt þvf er einn- ig séð vel fyrir hag vorum erlendis, en þar sem það alls eigi fullnægir kröfunni um búsetu hinnar æðstu stjórnar innanlands, þá virðist ein- sætt að taka þann kostinn, sem betri er, en það er að taka tiilögu þá, sem eg hefi rætt um hér að framan, eða þá taka upp aftur kröfuna um landstjóra með ráðgjiif- um hér á landi. Ef vinstristjórnin í Danmörku vill veita oss innlenda stjórn, þá getur eigi hjá því farið, að hún sinni málaleitunum vorum í þessu efni. Eftir undirtektum hennar hingað til, getur eigi hjá þv( farið, að hún mundi vilja samþykkja frumvarp til stjórnarskipunarlaga um tvo ráð- gjafa, þar sem væri fullnægt kröf- um vorum viðvíkjandi þjóðræði, bú- setu hinnar æðstu stjórnar innan- lands og hag vorum í sameiginleg- um málum. Það getur heldur varla farið hjá því, að stjórnin mundi vilja samþykkja að vér fengjum landstjóra með ráðgjöfum, ef vér viljum. Þetta veittu Englendingar Vestur-Astralíu 25. júlí 1890 og þó voru þar þá eigi meira en 46 290 íbúar, eða með öðrurn orð- um um 30000 íbúum færra, en hér á Íslandi (sjá Lögfr. 1899, bls. 98). Annars hefi eg á sínum tíma ritað um landsstjóra með ráð- gjöfum, og skal J>ví eigi fjölyrða um það. Það var tilgangur minn í haust, að reyna að stuðla að samkomulagi, en sumir bændur hér í Eyjafirði eru svo tortryggir, að þeir verða við það jafnvel enn æstari en áður. Þrátt fyrir þetta hefi eg þó ekki mist alla von um, að inenn geti komið sér saman. Fyrir því vil eg sltora á góða menn á landinu, að láta nú til sín taka og reyna að koma á sátt og samkomulagi í stjórnarskrármálinu. Eg segi eins og Þorgeir Ljósvetningagoði sagði á alþingi árið IOOO: »Ok þykki mér þat ráð, at láta þá eigi ráða, er hér gangast með mestu kappi í móti, ok miðlum svá mál millim þeirra, at hvárir tveggju hafi nokkot til síns máls«. Dr. Valfýr Guðmundsson hefir í „Bjarka" svarað rækilega sögu- sögniun „Austra" um að hann (dr. V. O.) reyni að spilla fyrir því við stjórn- ina, að vér fáum heimastjórn, og lýsir þær sögusagnir „ástæðulausar getsakir og tilhæfulaus ósannindi". „Við látum okkur ekki nægja neina heitnastjórn, sent ekki er nema nafnið eitt", segir hann í lok greinar sinnar. „F.n fullkontinni heimastjórn, seui út á við er óháð í sér- máltun landsins og'-inn á við háð vilja þings og þjóðar, henni tökuin við með þökkum, og fyrir henni viljum við vintia, hvort sem skeiðið veiður tekið í einum spretti eða fleirmn." Mannaláf. Björn P. Hjiútested járnsmiður, einn af heldri borgurum höfuðstaðarius, and- aðist í Keykjavík ú. nóv. sjötugur. I'rú Eh'zqfet EgHssott, kona Þorst. kaupmanns Egilsson og dóttir síra Þór- arins heitins Böðvarssonar í Oörðum, andaðist í Reykjavík 15. nóv. Einkar mikilhæf kona og vel að sér gjör; svip- aði til föðursins í mörgu. Siguröur Eincirsson lireppstjóri á Háneísstöðum í Seyðisfirði, einn af beztu forgöngmnönnmn bindindismáls- ins eystra. Hann var jarðaður nálægt heirnili sínu, af því að hann hafði svo fyrir mælt, að athafnir þjóðkirkjunnar skyldu ekki hafðar við útför sína, og fyrir þá sök talcli sóknarpresturinn ekki heimilt að jarða liann í kirkjugarði. Henríetta Lovtsa Níelsdóttir, kona Þor- láks Jónssonar frá Stórutjörnum í I.jósa vatnsskarði, andaðist í sttmar hjá syni sínuin síra N. Steingrími Þorlákssyni í Selkirk í Manitoha á 81. ári. Jón Guðjónsson sá, er tilraunina gerði til að kveikja í húsi sínu í Mjóafirði í haust, hefir fund- ist örendur með stein bundinn við hand- legg sér; hafði grandað sér morguninn sama, sem hann átti að mæta fyrir sýslmnanni. Presfs og kirkjugjöld liafa verið tekin lögiaki í haust hjá fríkirkjmnönnum í Reyðarfirði, ineð því að þeir eru nú prestslausir. Einn úr þeirra hópi ber sig upp undan þessu í Bjarka og telur það rangindi. „í Good-Templar“. blaði því, er stórstúka íslands af I.O. O. T. gefur út, er einkar fjörug og skemtileg ferðasaga frá Norðurlatidi, er tndriói Einarsson hefir ritað af ferð sinni liingað norður í haust, og inundu miklu fleiri hafa gaman af að lesa hana en þeir, er kaupa það blað sem annars á skilið langtum meiri kaupendafjölda en það hefir fengið.

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.