Norðurland - 31.12.1901, Page 3
Verum nú samtaka!
Vér vonuin fastlega, að íjkynsam-
ir menn lesi vandlega og íhugi
rækilega grein Páls Briems amt-
manns, Nýjar tillögur, hér í blaðinu.
Eins og »Norðurland« hefir ný-
lega bent á, eru miklar líkur til,
að þess verði kostur hjá stjórninni,
að vér fáum ráðgjafa, sem bfisett-
ur verði hér á landi.
En því miður eru jafnframt nokk-
ur h'kindi til þess, að sá ráðgjafi,
scm á boðstólum verður, eigi að
verða undirtylluráðgjafi, háður skrif-
stofuvaldi í Khöfn, sem að engu
leyti stendur undir áhrifum alþingis.
Þegar nú svona er ástatt, ætti
engum hygnum manni að geta dul-
ist, hverja stefnu vér Islendingar
eigum að taka í málinu.
Vér eigum að sjálfsögðu að berj-
ast gegn því með staðfestu og still-
ingu en jáfnframt með öllum þeim
einbeittleik, sem oss er gefinn, að
æðsti valdsmaður vor og þar af
leiðandi alt vort stjórnarvald verði
undirtylla samþegna vorra. Slík
breyting væri stjórnarskrmd, en
engin stjórnarbót.
En vér megum ekki heldur með
nokkuru móti láta ganga úr greip-
um oss txkifærið til þess að gera
stjórnina sem innlendasta, heldur
lialda fram ótrauðlega yfirlýsing
efri deildar í ávarpinu til konungs
um, að þjóðin verði ekki ánægð fyr
en æðsta stjórnin er búsett hér á
landi.
Ur því að danska stjórnin er á
þeirri skoðun, að ekkert sé því til
fyrirstöðu, að vér fáum ráðgjafa,
sem búsettur sé hér á landi, þá
er lítt hugsandi að hún frjáls-
lynd stjórn, sem virðir þjóðarvilj-
ann sé ófáanleg til að láta oss
fá það stjórnarfyrirkomulag, sem
vér séum sæmdir af og megum í
sannleika vel við una. En til þess
að fá því framgengt verðum vér
að sjálfsögðu að vera einbeittir og
samtaka.
Tvær leiðir liggja þá fyrir oss.
Önnur er sú, að fá staðfestingar-
valdið inn í landið, eins og farið var
fram á i frumvörpum Ben. Sveins-
sonar og miðlunarfrumvarpinu frá
1889. Sjálfsagt væri það mörgum
kærast, enda víst, að sumir mikils-
metnir stjórnmálamenn í Danmörku
telja rétt að veita oss það fyrirkomu-
lag, svo framarlega sem vér förum
fram á það.
Jlin er sú, að aðhyllast tillögu
þá, er Páll Briem amtmaður eink-
um ritar um í þessu blaði og sannar
með ómötmælanlegum rökum að
hefir afarmikilsverða kostí. Sé svo,
sem fullyrt er, að stjórnin sé fús á
að staðfesta frumvarpið frá síðasta
þingi, jafnframt því sem hún sér
ekkert þvf til fyrirstöðu, að vér fáum
ráðgjafa búsettan hér á landi, þá
er óskiljanlegt að hún synji um það
fyrirkomulag, sem farið er fram á
I þessari tillögu.
Nú er sjálfsagt á valdi Islendinga
að fá verulega góða stjórnarbót,
hvora leiöina sem þeir kjósa. Aldrei
hefir reynt meira á þroska og skyn-
semi þjóðarinnar en nú. Aldrei hefir
verið meiri ástæða en nú til þess
að gleyma gömlum ríg, steinhætta
rifrildinu og verða samtaka sem
einn maður.
Sýnum það nú, Islendjngar, að
vér séum færir um að fá það stjórn-
frelsi, sem vér erum að heimta'
tf
Maður hengdi sig
hér á Akureyri aðfaranótt annars
dags jóla, Jón Sigurðsson af Eski-
firði, kvæntur maður en barnlaus.
Hann var einn af fiskimönnum
þeim, er komu austan að í haust
og hér hafa stundað síldarveiði
síðan fyrir Carl Schiöth. Hann
hafðist við, ásamt þremur félögum
sínum, í litlu húsi fyrir suðvestan
veitingahúsið hjá leikhúsinu.
jóladagskvöldið fór hann að hátta
með félögum sínum um kl. 11.
Þeir urðu ekki þess varir, að hann
hefði neitt óvenjulegt í huga, eða
að neitt lægi illa á honum. Aður
en þeir háttuðu, drukku þeir staup
af víni. Jón Sigurðsson drakk sitt
staup með þeim ummælum, að þetta
yrði síðasta stau|iið, sem hann
drykki á æfinni, og bað guð að
styrkja sig til að efna það heit.
Félagar hans skildu það svo, sem
hér væri um bindindisheit að ræða.
Þegar þeir vöknuðu um morgun-
inn, var Jón horfinn. Þá grunaði
ekki, að það vissi á neitt, klæddu
sig og fóru í kirkju.
En um messutímann komu tveir
menn, sem heima eiga úti á Odd-
eyri, innan af Akureyri. Þeim varð
litið niður fyrir litla húsið, sem
áður er nefnt, þóttust sjá mann
hanga þar og fóru að forvitnast
um, hvað um væri að vera.
Þeir fundu þá Jón þar hengdan
í trefli, sem bundinn var í snæri, og
snærið aftur vafið utan um gálga-
tré, sem notað var til að breiða
net á. Gálginn var ekki nema
mannhæðarhár og kné mannsins
námu við jörðu. Þeir sáu, að eng-
inn vafi var á því, að maðurinn
var Örendur. Þess vegna skáru
þeir hann ekki niður, en fiýttu sér
I þess stað inn í bæ til þess að
gera lögreglustjóra viðvart.
En meðan þeir voru í þeirri ferð,
varð öðrum mönnum gengið þar
fram hjá, og þeir skáru á snærið
og báru líkið inn í húsið.
Eftir manninn fundust tvö bréf,
annað til konu hans, hitt fáein orð
til C. Schiöths. í því eru þau til-
mæli, að Schiöth verði hjálplegur
konu hins látna, ef hún skyldi
verða hjálparþurfi, og það endar
með þessum orðum: »Vertu sæll.
Guð verði mér syndugum líkn-
samur.«
Enginn vafi virðist því geta á
því leikið, að hér sé um fyrirhug-
að sjálfsmorð að ræða.
Próf var haldið í málinu á laugar-
daginn, en þar fekst engin vitneskja
önnur en hér er greind. Héraðs-
læknir hafði áður gert uppskurð á
líkinu.
Þeir, sem til mannsins þckkja,
geta ekki hugsað sér neina aðra
ástæðu til þessa óyndisúrræðis en
áhyggjur út af fátækt.
X
Samtökin í Saurbæjarhreppi.
í 12. bl. „Norðtirlands" et þess getið,
að samtök hafi myndast í Saurbæjar-
hreppi gegn sýslum. 1<1. Jónssyni, setn
þingmannsefni, fyrir utansveitar for-
göngu. Þess er og getið, að hreppsbúar
liafi skrifað ttndir áskorun til Gitðnt.
Guðmundssonar á Þúfnavöllum tttn þing-
tnenskuframboð, og hugsi sér að kjósa
Stefán í Fagraskógi, nieð því að sýslu-
maður sé orðinn valtýskur.
Vér, sem ritum nöfn vor hér undir,
játum að vfsu, að vér höfutn orðið varir
við samtök þessi, og hyggjum að hér sé
skýrt rétt frá, að öðru leyti en því, að
áskorunin var stýluð til þeirra beggja,
Guðmundar og Stefáns.
Þar eð eigi verður annað ráðið af um-
utælttm Norðttrl.s, en að samtökin hafi
verið altnenn, þá viljtttn vér hér með
lýsa yfir þvt, að svo er eigi, því sutnir
af oss hafa á opinberum fundi mótniælt
þannig lögttðum samtökiuu, og enginn
af oss liefir tekið neinn þátt í þeim, og
höfum allir ásett oss að hafa atkvæði
vor óbundin fratn að kjördegi.
Það virðist eigi kasta neinum skugga
á álit þessara tveggja bænda, þótt vér
segjutn, að það sé alls eigi réít aðferð,
að ganga fratn hjá fyrv. 1. þingmanni
vorum eða tnynda saintök á móti hoti-
ttm meðan hann er fjarverandi, og það
af mönntttn, setit áðttr hafa kosið hann
til þings því ttær í einu hljóði.
Það er álit vort, að vér Fyfirðingar
eigtitn Kl. Jónssyni inargt að þakka sem
þiirgmanni; en þótt hann í sumar hlyti
forsetakosningu í neðri deild og gæti
þess vegna ekki tekið þátt í nmræðum
á þinginu, þá virðist það enginn van-
heiður, hvorki fyrir hann né kjördætjú
haiis. F.n að hann sé orðinn valtýsknr,
er alveg ósannað mál.
Vér hirðum eigi að svo stöddu að til-
nefna forgöngutiienn þessara samtaka, og
eigi heldur þær ástæður, sem færðar
voru fyrir nauðsyn þeirra.
Saurbæjarhreppi 23/i2 1001.
Benedikt Einarsson. Árni Hólm.
Jakob Björnsson. Kristinn Ketilsson.
Þórarinn Jónasson. Tr. Sigvrösson.
O/. Sigurðsson. Frímann Jóhannesson.
Eggert Jónsson. Jón Tómasson.
Jakob Jónsson. Ólaj'ur Ólafsson.
Árni Ouðnason. Þorsteinn /. Pó/sson.
Pólmi Jósefsson.
r
Neitað um áfengisleyfi.
Erfingi Höepfners sótti ttm meðmæli
hæjarstjórnarinnar til að halda áfram
áfengisverziun hér, og bæjarstjómin hélt
aukafund á laugardaginn var til pess
að svara þeirri málaleitan.
Fyrir þann fund hafði bæjarstjórnin
fengið í hendur erindi undirritað af 60
borgurum bæjarins, og þar skorað á
hana að synja um meðmæli sín. Af
þeim voru 25 Goodtemplarar, en 35
utan Regiunnat.
Bæjarstjórnin samþykti tneð öllum at-
kvæðtim að synja ttm nteðmælin.
Eftir nýárið verðttr þá áfengi ekki selt
í neinni búð í hinum gamla Akureyrar-
bæ. En á Oddevri ertt þrjár áfengis-
verzlanir.
Vaskir menn.
Eðlilega og alveg eins og »Norður-
land» bjóst við, þykir Akureyrarbú-
um ástæða tii að rnikht fleiri manna
sé getið fyrir vasklega framgöngu
stna við eldinn en gert var í síð-
asta lilaði. Þegar nokkur hundruð
manna er að leggja frarn alla sína
krafta, er skiljanlega vandhæfni á
að velja einstaka menti úr hópnum,
enda ókleift fyrir einn mann að
veita öllum athygli.
Sérstaklega láta menn, sem gáfu
nákvæmar gætur að slökkvibarátt-
unni, stórmikið af framgöngu Helga
HafUðasonar verzlunarmanns og Egg-
erts Guðmundssonar smiðs, sem báð-
ir voru við Stephensenshúsið, Hann-
esar Einarssonar frá Skógum I
Fnjóskadal, sem sat uppi á maen-
inum á gamla spítalanum og varð
hvað eftir annað að ausa sig vatni
vegna hitans, Sigurðar Sigurðssonar
járnsmiðs, sem átti afarmikinn þátt
í því að barnáskólinn gamli varð
varinn og Dúa Benediktssoar, sem
foringi var fyrir flokki rnanna, er
varði geymsluhús, er Gudmanns
Efterf. verzlun á, beint á móti
* Möllershúsi« austan við götuna.
En þó að þessum vaskleikamönn-
um sé bætt við þá, er nefndir voru
í síðasta blaði, er auðvitað ónefnd-