Norðurland


Norðurland - 11.02.1902, Page 2

Norðurland - 11.02.1902, Page 2
78 grein í »Dannebrog«, blaði sjálfs Islandsráðgjafans, þar sem sagt er frá afstöðu ráðgjafans í ríkisráðinu, og koma orð greinarinnar alveg heim við það, sem eg hafði haldið fram. Þess er getið í blaðinu, að ráð- gjafinn fyrir ísland hljóti að fara til Danmerkur tviivar á ári hvert þingár, fyrir þing til að leggja laga- frumvörp sín fram í ríkisráðinu og eftir þing til að leggja þar lög fram til staðfestingar. Þess er getið, að ráðgjafinn kynni að geta látið ein- hvern af hinum dönsku ráðgjöfum bera málið fyrir sig fram í ríkisráð- inu, en því þykir þetta eigi heppi- legt sem aðalregla, og baetir svo við: »Þá mundu inenn fara á mis við það, sem einmitt á að vera einn af kostun- um við hið nýja fyrirkomulag, hvort sem frumvarp alþingis eða hið væntan- lega stjórnarfrumvarp fær lagagildi, sem sé það, að málin eru borin fram í ríkis- ráðinu af ráðgjafa, sem sjálfur hefir sam- ið við alþingi og sjálfur er nákunnugur högum Islands. Auk þess er það öld- ungis nauðsynlegt, að ráðgjafi íslands sé sjálfur viðstaddur í ríkisráðinu, ef eitthvað af málum þeim, er hann vildi fá framgengt í ríkisráði konungs, þykir stofna einingu ríkisins í hættu eða miða til að skerða það jafnrétti, sem allir þegnar konungs eiga að hafa. Það get- ur auðvitað ekki komið til máia, að neinn af hinum dönsku ráðgjöfum fari að skifta sér af nokkuru málefni, sem er sérstaklega íslenzkt, en á hinn bóginn leiðir það fullkomlega eins af sjálfu sér, að það hlýtur að vera skylda allra hinna dönsku ráðgjafa að hefja andmæli, ef hinn íslenzki ráðgjafi gerir tilraun til að fá framgengt þeim tvennskonar málum, sem áður eru nefnd, og öldungis eins hlýtur það að vera bæði réttur og skylda hins fslenzka ráðgjafa að hefja andmæli, ef hinir dönsku ráðgjafar ætla að reyna að leysa sambandið við ísland, eða skerða jafnrétti Islendinga hér í kon- ungsríkinu í hlutfalli við aðra danska fiegna.« Menn sjá, hvernig jafnréttishug- myndinni er haldið nákvæmlega. Enginn Islendingur hefði getað gert það betur. Menn ættu nú ioksins að geta séð, hversu það er dýr- mætur réttur fyrir Islendinga að hafa ráðgjafa sinn í ríkisráði kon- ungs, bæði til þess að gæta hags íslendinga að því, er snertir dönsk mál, og til þess að halda uppi svör- um fyrir Island að því er snertir ísienzk mál. Eg vonast einnig til þess, að sá flokkurínn, sem bar fram tveggjaráðgjafafrumvarpið á síðasta alþingi, geti nú séð það og skilið, að það var ekki af persónulegum ástæðum, að eg var eindregið á móti því fyrirkomulagi, að sá maður, sem bæri málefni IsJands fram I ríkis- ráði konungs, þyrfti hvorki að tala eða skilja íslenzka tungu, þyrlti eigi að mæta á alþingi eða þekkja hag íslands í neinu. Eg vona, að þeir sjálfir muni nú fúslega játa, að þetta fyrirkomulag hefði hvorki ver- ið heppilegt fyrir Island eða tryggi- legt fyrir oss Islendinga. Og eg vona enn fremur að þeir geti séð og skilið það, að bæði mér og öðr- um þótti það enn þá skaðvænlegra fyrir landið, ef ráðgjafinn hér á landi hefði verið gjörður að reglulegum undirtylluráðgjafa undir forsætisráð- gjafanum danska. Þetta sama vakti fyrir Jóni Sigurðssyni, þegar hann ritaði um stjórnarmál og fjárhags- mál Islands í Nýjum félagsritum 1863. Hann segir þar á bls. 27 þessi eftirtektaverðu orð: »Þess vegna er það eitt aðalatriði, sem alþing þarf að gefa hinn mesta gaum að, og er eins konar fjöregg í þessu máli, að sú stjórn á Islandi, sem stungið verður uppá og alþing sam- þykkir, verði þess konar stjórn, sem geti borið nafn með rentu, en verði ekki eins konar útigangsgemsi frá ráðgjafanum í Danmörku.« 4 . Úílendar fréffir. Anarkistar fara að líkindum að eiga örðugra með að korna ár sinni fyrir borð í Bandaríkjunum en að undanförnu. Roosevelt forseti hefir í ársboðskap sín- um skorað fast á kongressinn að sam- þykkja lög, er nota meghtil þess að girða fyrir innflutning anarkista og eins til þess að koma þeim anarkistum af hönd- uni sér, sem í Bandaríkjunum kunna að vera. Forsetinn vill, að öll siðuð ríki veraldarinnar geri sérstakan sainning um, að glæpir anarkista skuli lýstir brot gegn þjóðaréttinum á sama hátt sem víking og þrælaverzlun. Tollverndarstefnunni vill forsetinn halda áfram en draga úr henni með sérstökum samningi við aðrar þjóðir um tollafnám á báðar hliðar. Fiiippseyjar telur forsetínn að innan skamms muni geta fengið sjálfstjórn. Mótspyrnunni gegn yfirráðum Banda- ríkjanna sé nú að eins haldið uppi af einstökum mönnum, sem fara eigi með sem ræningja * Fyrir ríkisþing Þjóðverja hefir stjórn- in lagt frumvarp uin feikilegan toll á matvælum, til þess að vernda landhún- aðinn. Frumvarpið mætir rnegnri mót- spyrnu hjá hinum frjálslyndu flokkum þingsins og sósíalisturn. * Börn Jóhans Sverdrups, norska stjórn- ináiatnannsins nafnfræga, hafa höfðað mál móti Björnstjerne Björnson fyrir sögu- sagnir urn Sverdrilp, er þau telja argasta óhróður. Þau hafa í hyggju að stefna ýrnsum helztu stjórnniálamönnum Norð- manna til þess að bera vitni í málinu - seiíi reyndar þykir vafasatnt að þeim tak ist og hafa ritað ávarp til þjóðarinnar í tilefni af þessari fyrirætlun sinni. * Nobels-verðlaunin fyrstu, handa vís- indamönnurn og skáldum, veitti sænska visindaakademíið í desentber þeim, er nú skal greina: Röntgen prófessor, er fann Xgeislana, van’t Hoff hollenzkum efnafræðing, sem nú er prófessor við Berlínarháskólann, Behríng, þýzkttin pró- fessor, sem fann barnaveikis-serum, og Snlly-Pradhomme, frönsku skáldi. Hver þessara rnanna fekk rúmar 150 þús. krón- ur. jafnframt veitti og nefnd í stórþing- inu Nobels-verðlaun þau, er hún hefir yfir að ráða handa alþjóðafriðar-vinum, tveiinur friðar-postulum, Frederíc Passy, (frönskum) og Henri Dunant svissnesk- um lækni, rúmar 70 þús. krónur hvor- um. Fjöldi af helztu sænskum rithöf- undum og listamönnum hefir ritað ttnd- ir mótmæli gegn verðlaunum þéim, er frattska skáldið fekk, taldi Tolstoi preifa sjálfkj rinn til þeirra og sendi Tolstoi bréf þess efnis. Af vísindamönnum þeim, er ekki hlutu verðlaunin, en tilnefndir voru, vitýist landi vor Niels Finsen hafa staðið einna næstur veitingunni. * Stjórnirnar á Þýzkalandi og Rússlandi hafa sent stjórnum annarra þjóða áskor- anir unt að bæla niður anarkista-hreyf- ingámar. * Engir úrslitaatburðir enn í Búaófriðn- uin. Frá byrjun ófriðarins til desember- byrjunar í vetur höfðu af Bretum farist 18,348 manns, þar af 803 liðsforingjar. Hugir ntanna á Englandi virðast hverfa meira og meira að því ráði að láta bjóða Búum þolanlega friðarkosti. * Kappsamlegar tilraunir er verið að gera ti! þess að koma þráðalausum hraðskeyt- um yfir Atlantshafið og Marconi hefir jafnvel fullyrt, að það hafi tekist. Enskur prófessor, Oliver Lodge, einn af helztu rafmagnsfræðingum veraldarinnar, neitar því sanit, að nokkuð vernlegt verði af þeirn tilraunum ráðið, telur það reynd- ar ekki óhugsanlegt, að leiða megi raf- magnsstrauma yfir Atlantshafíð, svo að ofurlítil merki þeirra sjáist, en getur ekki fallist á það, að nein sönnun hafi enn fyrir því fengist. * Nú virðist svo, sem skamt muni jress að bíða að Danir selji Bandaríkj- unum eyjar sínar í Vesturheimi. Málið var að miklu leyti undirbúið, áður en hin nýja stjórn tók við völdum í sumar, og hún heldur áfratn sömu stefnunní í því efni sem fyrirrennarar hennar. Eyj- arnar kosta Dani stórfé á hverju ári og þeir hafa ekki frainkvæmd í sér að efla neinar framfarir í eyjunum. Samt setn áður liefir risið upp allmikil mótspyrna gegn sölunni í Danmörku; þeirn, sein móti rnæla, þykir ríkið ekki of stórvaxið, þó að ekkert sé af því selt. En sú mótspyrna verður sjálfsagt að lúta í lægra ltaldi. * Armeníumenn flytjast unnvörpum btirt úr Tyrkjalöndum. Flóttamennirnir eru hörntulega útleiknir; gatnahuenni eru með mjög stór sár;- tungan hefir verið skorin úr sumum börnunum. Allir full- ytða þeir, að daglega séu framin rán og morð á Armeníumönnum, án þess að yfirvöldin láti það til sín taka. Einkurn er ástandið sagt voðalegt í afskektuiti hér- uðum. Sagt, að Rússar muni hlutast til 11111 málið, ef þessar íregnir verða sann- aðar. 4 Sjúkraskýli. Eftir Sigurð Hjörleifsson. II. En enginn má skilja orð mín svo, að jjað séu þeir sjúkling- ar einir, setn handlækningar eru framdar á, sem eigi að geta feng- ið hjáip í sjúkraskýlunutn. Pegar litið er á sjúklingatölu í sjúkra- húsunt erlendis, þar sem sjúkra- húsin eru nægilega tnörg og stór í hlutfalli við fólksfjölda, þá verða þeir sjúklingarnir í töluverðum meiri hluta, sem engar, eða mjög litlar, handlækningar eru framdar á og líkt mundi hér verða uppi á teningnum, ef sjúkrahúsin væru til. Af því ætti rnönnum að vera auðsætt, hve mikil þörf er á sjúkra- skýlunutn handa þessum sjúkling- um. En hitt er annaö mál, að ekki væri ráðlegt að flytja alla sjúkl- inga strax í sjúkraskýlin, en slíkt mundi mönnum fljótt lærast, enda sjálfsagt, að læktiirinn gæfi héraðs- búum sínurn bendingu í því efni. Eitt af hlutverkum sjúkraskýl- anna til sveita inundi verða pað, að veita- sjúklingunum húsaskjól um stuttan tíma, svo læknirinn geti athugað þá nægilega; aftur mundi þess verða síður þörf á sumunr verzlunarstöðunum. Á flesturn læknissetrunum til sveita mun nú ekki vera liægt að íull- nægja þessari brýnu þörf. Þetta er ekki lítilsvert. Það varðar þó rnestu, að „undirstaðan rétt sé fundin" og oft er ómögulegt að skera úr því í svipinn, hver sjúk- dómsorsökin sé, eða hvaða lækn- ingatilraun muni vera heppileg- ust. Flaustur á illa við lækningar. Og þessi rnikli asi, sem stundurn er á því fólki, sem er að leita sér eða öðrum lækninga, er ekki æfin- lega heppiiegur, ber oft fremur iítið vitni um það, aö fólk viti að það fer rneð vandasamt erindi. En pví er vorkun, það hefir ekki átt því að venjast að önnur aöferð ætti að vera við það að leita sér lækninga en t. d. að sækja vör- una í búðina. Og hér rekur að öðru atriði og það skiftir miklu:

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.