Norðurland


Norðurland - 11.02.1902, Side 3

Norðurland - 11.02.1902, Side 3
79 Sjúkraskýlin mundu, beinlínis og óbeinlínis, stuðla-mjög að því að menn leiti sér læknishjálþar og noti hana á skynsamlegri hátt. Eg skal reyna að skýra þetta með ofurlitlu dæmi. Nýlega hefir tnín verið vitjað til þriggja barna, vestan Eyjafjarðar, sem öll höfðu barna- veik’i í barkakýlinu. begar eg kom til fyrsta barnsins, var það dáið og þurfti eg að gera á líkinu barka- skurð til þess að fá fulla vissu um sjúkdómsorsökina, enda hafði eg haft með mér verkfæri til þess. I annað skifti hafði eg ekki með mér verkfæri, er eg fór að vitja barnsins; veður var svo ískyggi- legt að mennirnir, sern sóttu mig, vildu ekki bíða eftir því að eg tæki þau til, enda þá ekki vissa fyrir, að þeirra væri þörf. í þessari ferð skoðaði eg svo þriðja barnið, sern nrér var ókunnugt um áður. Bæði þessi börn höfðu verið sjúk í fulla viku, án þess læknis væri leitað,- sem aldrei ætti að koma fyrir oftar, bæði fengu sterkan skanrt af barnaveikis blóðvatni, bæði dóu áður en hægt væri að sækja nrig aftur til þess að gera barkaskurð. Nú er það al- kunnugt í unrdæmi mínu og all- mikil reynsla fyrir því, að barna- veikis bióðvatn læknar mörg börn, sé það viðhaft í tíma og barka- skurðir ekki ókunnir, og má þetta því teljast mjög raunalegt. Eg hefi nú þá trú, að ef sjúkra- skýli hefði verið til á heinriii mínu, þá hefðu öll börnin verið flutt til mín, líklega í tæka tíð, og eítir reynslu þeirri, senr feirgin er á sjúkrahúsum um þetta atriði, og öðrum atvikum, hefi eg fulla á- stæðu-til þess að ætia að að minsta kosti tvö af börnunum hefðu lif- að. Og vissa er íyrir því, að oft er nógur tínri fyrir lækni til þess að flytja barn írreð barnaveiki í sjúkraskýii, þó hans sé fyrst vitj- að, enda er það gert um allan heim, nema sjaldan liér. Eg verð aö láta þetta nægja til stuðniugs þessu atriði, til þess að verða ekki altof langorður. En mundu þá sjúkraskýlin ekki verða öðrunr til lreilla en sjúk- lingunum eiiiurn ? Á því getur ekki leikið efi. Hver einasti maður, sem tekið hefir eftir þeinr miklu vandræðum og verkatöf, sem oft verður á lieim- ilunr sjúklinga, hlýtur að vera mér sarndóma unr, að æskiiegast hefði verið að flytja sjúklinginn eða sjúklingaira á sjúkrahús, ef þess hefði verið kostur. Þó undantekn- ingar rrregi finna frá þessu, þá haggar það því ekki, að svo sé oftast. — Nærrrar sóttir hafa líka oft í för nreð sér óþægilegar sarrr- göngutafir og væru sjúklingarnir fluttir á sjúkraskýli, mundi líka , vanalega fyr taka fyrir þau óþæg- itrdi. Þá er það ótalið, að sóttnæm- ishættan mundi minka í landinu. Eg skal taka til dæmis sýkingar- hættuna af þeim mönnurn, sem hafa berklaveiki í lungurn eöa opna ganga frá berklaveiki í bein- utn. Fæstum þeirra er íulltreyst- andi til þess að haga sér svo í öllu, að sæmilega tryggilegt sé og sama er að segja unt þá, senr veita þeinr hjáip og hirðingu. Þó ekki vantaði anrtað, þá vantar fiesta til þess þekkinguna og auk þess þá athygli og uærgætrri, serrr til þess þarf. Þegar svo við þetta bætist, að húsakynnum er nálega alstaðar mjög ábótavant, þá verð- ur ekki annað sagt, en að tölu- verð hætta stafi af hverjum sjúk- lingi. Það eitt, að sjúklinguritin hefði gengið í gegnuirr þann skóla, í lengri eða skemmri tíma, senr sjúkrahúsvistin mutrdi veita þess- utn sjúklingum, er mikilsvert fyrir sýkingarhættuna; auk þess trrikil von urn, að margir nrundu fárnein sitt bætt. Merkur þingmaður drap á það í ræðu sirrni í sumar á þingi, að vér hefðunr þörf á berklaveikis- spítala. Þó hann væri tii, ireld eg hann kæmi aö iitlunr notum. Ættu sjúklingarnir sjálfir að borga fyrir sig, þá kæmu ekki nrargir; fá- tæktin og heimilisböndiir nrundu halda flestum föstum og þegar gætt er að nöldritru út af kostn- aðinunr við holdsVeikisspítalann, þá er ekki líklegt að latrdssjóður murrdi verða látinn borga fyrir þá. Sjúkraskýlitr geta vc^ið og eiga að vera berklaveikisspítali héraðanna, í öllu falli fyrst um sirrn. Þá er eftir að fara nokkururn orðum unr þörf læknanna á sjúkra- skýlumnn. i lún er ekki lítil. Aðal- kosturinn fyrir þá er sá, að þeir verða meiri og b.etri læknar. Það er gott fyrir þá, err enn þá b'etra fyrir héraðsbúa. Sveitalækrrir, sem vill vimra verk sitt nreð trúnrensku, á nú við óumræðilega örðugleika að stríða. Haun, getur hvergi franr- kvænrt lækningar; sem læknir er hatrn dauðadæmdur. Hugsum oss nú ungan kandídat, senr á aþ taka við slíku sjúkraskýli. Hann geng- ur ólíkt beinna að verki sínu en fyrirrennari hans, hefir því ánægju af því sjálfur; bæði Irann og hér- aðsbúar sjá gagnið af starfsemi hans. Það 'hefir ekki ætíð og sízt alstaðar yerið svo. Með sjúkra- skýlunuin rennur upp ný öld fyr- ir íslenzku læknastéttina. Ein- hver dálítill tekjuauki verður að þeim fyrir læknana, en hætt er þó við að hann hrökkvi mörgutn illa fyrir aukakostnaðinum, því þeir yröu miklu betur útbúnir að verk- færiun err nú og einkum bókum. Að sjálfsögðu mundu lækn- artrir hafa marga álryggjustund umfratn það, sem nú er, fyrst og frenrst af því aö memt taka að öðru jöfnu meiri þátt í kjörmn þeirra mantra, senr rnenrr þurfa daglega að hafa satnfélag við, en auk þess mundi sjálft sjúkrahús- starfið veita nrönnutn nokkuð örð- ugt, einkum framan af. Þaö et svo alstaðar og inundi ekki síður verða hér í öilunr einstæöingsskapnum; en sízt ættu þó læknarnir að fæl- ast að leggja á sig þær álryggjur, því þær eru þeinr hollar, efla vilj- atnr og ktiýja þá til þess aö halda við þekkingu sintri og bæta við hana. Með þessu er þeirri mótbáru að nokkuru leyti svarað, að lækn- arnir mundu víða ekki verða hæf- ir til þess að vera læknar í sjúkra- skýlunum; læknarnir verða betri, yfirleitt miklu betri og þá fyrst er líka hægt að hafa tryggingu fyrir því, að ætíð sé hægt að fá hæfa lækna á amtsspítalana. Ýmsir halda því franr, og í þeim flokki eru sumir tnenn vel skýrir, að það sé fáráðlegt af þjóð- inni að halda við hjá sér lækna- skóla, af því læknaefnitr geti ekki orðið boðlegir læknar fyrir þjóðina. Unr það skal nú ekki rætt hér, enda er eg á öðru máli. En ein- kenniieg ósamkvæmni sýnist þó vera í því, að telja Reykjavíkur- skólalækna ekki boðlega, en ætla hitt boðlegt, að neyð'a allarr þorra læknanna til þess að ieggja meiri hluta læknisfræðinnar á hylluna, jafn-skjótt og þeir taka við starfi , í þarfir þjóðarinnar, enda ekki tnjög búmannlegt. Margir gutna af framförum læknisfræðinnar, eins og verðugt er að sunru leyti; en of fáir gera sér það Ijóst, að skilyrðið fyrir því að framfarir þessar geti kornið þjóðitmi að notuin er nærri ætíð það, að sjúklingurinn geti verið undir daglegri umsjótr læknis í hæfilegum húsakynnum og allur aðbúnaður sé sætnilegur. Eg skal etrda þessi meðmæli nreð sjukraskýlunum með orðum Quðtnundar héraðslæknis Björns- sonar í 2. árg. Andvara: „Snrátt og smátt munu öll læknishéruð landsins sannfærast ntrr það, að ef þau koma upp sjúkraskýlum á læknissetrunum, þá afla þau sér ómetanlegra hagstnuna; það fé, sem tii þeirra færi, nrundi bera meiri arð, etr flestur annar fram- farakostnaður‘l. % Tóvélar Eyfirðinga. Eftir Aðalstein Halldórsson. III. (Síðasti kafli.) Þá er að minnast á viruruverð- lag tóvélanna, sem sumum þykir of hátt og álíta að mætti færast niður. Það væri að vísu æskilegast að verðlagið gæti verið sem lægst, en menn verða að gæta þess, að stofn- unin þarf að geta borið sig og fjár- hagur hennar þarf að verða svo góður, að hún sé engum háð í efna- legu tilliti; annars getur hún ekki staðið til lengdar. Að mínu áliti hefir verðlagið upphaflega verið sett of lágt, því hefði það verið ögn hærra, hefði stofnunin verið fijótari að ná sjálfstæðum efnahag og átti þá hægra með að fxra verðlag sitt niður. í samanburði við aðrar tó- vélar hér á landi, t. d. á Álafossi og í Ólafsdal, er verðið heldur lægra hér, og væri því ranglátt gagnvart þeim stofnunum að færa það meira niður, enda geta heldur engar litlar tóvélar þrifist viðunanlega með lægra verðlagi. Það er oft vitnað til þcss, hve kembingin er ódýr í hinum norsku verksmiðjum, sem keppa um að ná undir sig ullariðnaði vorum, og það er satt, að það verðlag, sem þær auglýsa á kembingu er mjög lágt; en það mun flestum hér ókunnugt, að sú kembing, sem þeir selja á tíu aura fyrir pundið, er að eins plötukembing, sem eigi verður not- uð f annað en teppi og stopp; kembing í lopa fyrir handspuna er eigi höfð um hönd hjá þeim og því ekki auglýst neitt verðlag á henni. Bæði í Danmörku og Noregi eru mjög víða smá »Spinderi«, sem svara algjörlega til þeirra tóvéla, sem vér höfum hér á landi, og er verðlag þeirra alls ekki lægra, heldur öllu fremur hærra, en gerist í hin- um íslenzku tóvélum. Með þeim fjárhag, sem tóvélarnar hér áttu við að búa fyrstu árin, var naumast hægt að standa straum af viðhaldi þeirra og voru þær þó þá nýsettar upp, og þurftu því ekki mikils með í því efni. Hér eftir fer efnahagurinn framar að leyfa að meira sé lagt í kostn- að þeim til viðhalds og endurbóta. Næstliðið sumar varein vélin kembis- lögð, og þó kembin á hinum séu enn eigi orðin neitt tiltakanlega slitin, verður haldið áfrani að setja á þær kembi, þar til þau eru öll orðin ný. Þegar það er komið í framkvæmd, ásamt fleiru smávegis. sem áformað er að gera næsta sumar, má vonast eftir, að hægt verði að leysa af 'nendi talsvert meiri vinnu. Einn slæmur ósiður er það, sem um fram alt þyrfti að leggjast niður, en það er hið stfelda kvabb um það, að verkefninu sé slept héðan, án þess að vinnulaunin séu greidd um leið. Mönnurn er þó fullkunnugt um, að það er ákveðið í reglugjörð stofnunarinnar, senr samin er og sainþykt af sýs'lunefnd, að öll vinnu- laun verði að borga um leið og verk- efnið er afhent. En lánsverzlunar- vaninn er búinn að gagntaka svu hugi manna, að næstum sjállsagt þykir að fá alt lánað, svo mönnurn finst sér jafnvel stórlega misboðið, ef neitað er um það. Eg bið menn að gæta þess, að það er alls ekki af neinni tortrygni gagnvart mönn- um, þótt neitað sé um að lána verkefni héðan, heldur af því að eg hlýt að fylgja þeim reglum, sem mér eru settar, enda þarf stofn- unin að fá inn vinnuverðið jafnóðum, til þess 'að geta staðið sæmilega í skilum.

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.