Norðurland


Norðurland - 11.02.1902, Page 4

Norðurland - 11.02.1902, Page 4
Margt fleira mætti segja þessu viðvílcjandi, en því verður ekki við komið í stuttri blaðagrein. En áður en eg !ýk mínu máli, vil eg taka fram í fáum orðum það, sem eg sérstaklega bið fólk að taka til íhugunar. 1. Að þvo og þurka tóskapar- ullina, basði vorull og haustull, sem allra bezt. 2. Að koma fyrir sig ullarfyrn- ingum, ef svo mætti kalla, þannig, að hægt sé að láta vinna nokkurn hluta af ullinni í maí og júní, þegar vélarnar hafa sem minst að gera, °g tryggja sér þannig, að hún sé til unnin strax á haustin, þegar á henni þarf að halda. 3- Að fara eigi fram á annað en að borga vinnuverðið æfinlega um leið og verkefnið er afhent, því hér mega alls engir skulda- reikningar eiga sér stað. I Veðurathuganir á Möðruvöllum í Hörgárdal eftir Stefán Stefánsson. 1902. Febrúar. Loftvog j (þml.). Hiti (C.). : ‘5 *6 tí 4= U 3 e M TO £ 3 Úrkoma. j Minstur hiti (C.). Sd. 2.-8 78.o 5.0 Sv 1 9 3.4 — 2 78.o 5.3 Sv 1 8 - 9 78.o 5.o Sv 1 7 Md. 3. — 8 77.7 6.3 Sv 2 9 R 4.o — 2 77.6 6.5 0 9 — 9 77.6 -0.9 0 10 S 00 1 2 77.2 -2.0 0 10 S -3.0 — 2 77.0 - 3.7 0 10 S — 9 77.0 - 3.o 0 10 Md. 5.-8 77.0 -10.5 Nv 1 7 -13.o — 2 77.0 -11.0 Nv 1 8. — 9 77.0 -11.0 Nv 3 10 s Fd. 6. — 8 76.8 -13.o Nv 2 10 S -15.0 — 2 76.7 -14.0 Nv 2 10 S — 9 76.4 -13.2 Nv 2 10! S T ’i 00 76.1 -11.4 Nv 4 10: S -15.0 — 2 76.i -8.o| Nv 4 ltí1 S — 9 76.5 -8.0Í Nv : 4 10 s Ld. 8.-8 76.7: - 8.5 Nv 1 2 10! s -12.0 r Síldarafli er hér kominn mjög mikill. Nokkur reytingur fekst dagana fyrir helgina, en í fyrrinótt fengu sumir um 2000 síidir í netið hér upp um ísinn á Poll- inum, og afli yfirleitt jafn. Verðið hefir verið 2 aurar á síldinni, og meira fyrir þá, sem lítið hafa keypt í einu. Annar íiskafli er hér enginn og hefir ekki verið lengi. íshroði cr hér úti á firðinum, jaki kominn inn að Svaibarðseyri á sunnudaginn. Sfórhríð á norðan á föstudaginn var, dimm- astur byiur á vetrinum. Síðan hörku- frost á degi hverjum, yfir 20 gr. C. í gærmorgun. „Egill“. í'ullyrt er, að hann liafi komið afttir inn að Hrísey á miðvikudaginn var og legið þar eitthvað, en ekki hafa fengist áreiðanlegar fregnir um, hvenær hann hafi lagt út þaðan aftur. Leiðréfting. Jörundssynir (úr Hrísey) eru mennirnir, sent með „Agli" fóru til Noregs til þess að sækja skip Havsteens konsúls (en ekki Jónssynir, eins og mis- prentað var í síðasta bl.). r Ormsaugað- x. »Það er kvairæði fyrir mig að draga andannc, sagði hann og saup kveljur um leið. Eg benti honum að setjast á stól, en i þess stað settist hann á gólf- ið og krepti fæturna undir sér. »Getið þér bætt mér nokkuð?« spurði hann »Mér er sagt, að þér kunnið lækninga- listina.« »Yður væri mikið betra að finna reglu- legan Iækni,« mælti eg. Hann lét aftur augun og tók að róa fram og aftur. »Eg þarf engan enskan lækni,« sagði hann; »það er kuldanepjan á Englandi ykkar, sem þjáir mig. Eg vii komast héðan heim til ættjarðar minnar. Eg dey, ef eg verð hér mikið lengur.« Hann nuggaði hægri síðuna á sér með hendinni. Meðan hann var að því, flaug mér alt í einu nokkuð í hug. Þessi sorg hans, sem engin grein varð gerð fyrir, þessi aigerða breyting á útliti hans, hvorttveggja vakti hjá mér von, sem ekki virtist á miklum rökum bygð. Eng- inn grunur hafði enn fallið á Gopinath út af morðinu. Ilver veit, nema hann viti nú loksins meira um það en nokkur annar? sagði eg við sjálfan mig. í huga mínum var enginn slæðingur af efa um það, að maðurinn, sem stolið hefði de- mantinum, væri morðinginn. Hver veit, nema Gopinath hafi nú látið bugast af þeirri freistingu að eignast slíkan dýr- grip? »Standið þér upp,« sagði eg við hann. »Þér kennið til þarna?.. Eg benti á síð- una á honum. »Eg hefi þar óþolandi kvalir,« svaraði hann. Eg sá, að hann gat naumast staðið uppréttur. Þjáningar hans voru að minsta kosti engin uppgerð. »Eg ætla að ganga úr skugga um, hvað að yður gengur,« sagði eg. »Getið þér læknað mig?« spurði hann, og daufur vonarglampi kom í augu hans. »Ekki er örvænt um að eg geti það. Bíðið þér við eitt augnablik; eg kem strax aftur.« Eg skildi við hann og fór inn í til- raunastofu mína. Nú var sú stund komin, er eg gæti reynt Röntgensgeislana til fulls. Gat það verið, að með þeim mætti komast að glæp og þannig bjarga lifi saklauss manns ? Eg setti Ijósmyndaverkfærið upp í réttar stellingar og sá að gott lag var á geislunum. Svo sneri eg aftur til Gopinaths. »Komið þér með mér,« sagði eg. Hann fylgdi mér inn í tilraunastofuna, án þess að mæla orð frá munni. Eg lét hann fara úr fötunum, og eftir nokk- ura fyrirhöfn kom eg honum í ]rær stellingar, að geislarnir áttu að fara gegnum líkama hans. Eftir sjö eða tíu mínútur þóttist eg sannfærður um, að ijósmyndin hefði tek- ist vei og vandlega. »Nú er eg búinn,» sagði eg við Ind- verjann. Eg fór með hann aftur inn í bók- hiöðuna. »Eg llefi tekið af yður ijósmynd, sem kann að geta sýnt mér, hvert veikindi yðar eiga rót sína að rekja. Þegar eg verð búinn að framleiða myndina, kem eg aftur til yðar.« Eg fór aftur inn í tilraunastofuna og framleiddi myndina í snatri. Þegar eg var búinn að þvi og sá, hvað hinir leyndardómsfuliu X-geislar höfðu leitt í ljós, gat eg naumast stilt mig um að æpa hátt af fögnuði. Beinagrind Bramín- ans sást greinilega, og innan við ann- að mjaðmarbeinið var einhver aðkom- inn hlutur álíka stór og Ormsaugað. Eg var ekki i minsta vafa um það, vegna þess, hve einkennilegur hann var í lögun, að eg væri að horfa á gullumgjörðina utan um Ormsaugað, en að X-geislarnir mundu fara gegnum demantinn sjálfan. Landar Gopinaths höfðu fyr en í þetta skifti rent niður dýrmætum steinum. Þetta var ekki í fyrsta sinn í sögu mannslíkamans, er hann hafði verið hafður að fylgsni fyr- ir stolna muni. Eg sneri aftur til sjúklingsins og sagði honum að eg hefði komist að því, hvað að honum gengi og að eg kynni að geta linað þrautir hans innan skamms. Þjáningar hans voru svo mikl- ar, að hann hlustaði naumast á það, sem eg sagði við hann, og auðsjáan- lega grunaði hann ekkert. Eg fór svo út úr húsinu og kom bráð- lega aftur með Attrill iávarð og mjög færan lækni, sem Symes hét. Eg sýndi þeim báðum ljósmyndina og þeir urðu frá sér numdir af undrun. »Mannauminginn hefir lífhimnubólgu,« sagði læknirinn, og leit vandlega á hnúð- inn, sem sást svo greinilega á mynd- inni. Auðvitað verður það fyrsta verk- ið að ná þessu burtu, hvað sem það nú er — en eg efast um að maðurinn lifi það af. Takist ekki að gera það næstum því tafarlaust, verður mannin- um ekki lífs auðið.« »Mest er um það vert að hafa játn- ingu upp úr honum«, sagði Attriil lá- varður. »Jæja, komið þið þá með mér báðir«, sagði eg. Við fórum inn í bókhlöðuna. Gopinath iá þar endilangur á gólfinu og stundi aumkunarlega. »Þér eruð svo mikið veikur, að mér var ekki með nokkuru móti unt að lækna yður, án þess að fá góðan iækni mér til hjálpar. Þetta er dr. Symes. Það fyrsta, sem fyrir honum liggur, er að ná burt demantinum, sem þér hafið rent niður.« Augu hans glömpuðu iíkt og gim- steinar og hann hvesti þau á mig. Hon- um kom ekki einu sinni til hugar að neita því, sem eg var að bera á hann. »Er nokkur von um að mér batni?« spurði hann. »Alls engin, nema demantinn verði tekinn burt. Segið þér okkur nú, hvern- ig þér fóruð að því að myrða Mainwar- ing höfuðsmann.« »Eg gerði það með meðali, sem eng- ir þekkja nema mín þjóð; en það leynd- armái vil eg ekki láta uppi. Eg flutti með mér eitrið alla lcið frá Indlandi og beið þess að færi gæfist á að nota það. Kveldið, sem eg sá hr. Mainwar- ing tala við enska herrainanninn, hélt eg, að stundin væri komin. Eg ætlaði mér alt af að ná steininum aftur. Sanp Kee Ankh var auga úr einum af guð- um vorum, og eg hefði orðið fyrir reiði| guðsins, ef eg hefði ekki komið aftur með steininn. Eg hafði útvegað mérj lykil að herbergi Mainwarings, og þeg- ar eg héit, að hann væri sofnaður, Iædd- ist eg inn og helti eitrinu út á kodd- ann, sem hann svaf á. Eg vissi vel, að það mundi tafarlaust verða honum að bana. Eg sá hann taka síðasta and- varpið, og þegar hann var örendur, náði eg hyikinu undan koddanum og tók Ormsaugað. Eg glcypti það, af því að eg hélt, að á þann hátt tækist mér bezt að fela það.« Mannræfillinn reyndi að segja eitt- hvað meira, en hneig aftur á bak og engdist sundur og sarnan af kvölum. Dr. Symes gerði alt fyrir hann, setn honum var unt, en það varð ait árang- urslaust; Gopinath lézt snemma morg- uninn eftir. Eftir andlátið var létt verk að ná Ormsauganu, og málshöfðunin gegn Laurence Carroll féll niður, eins og nærri má geta. Lafði Pamela fór burt af Englandi fyrir hér um bil mánuði, og það er sagt, að engin hætta sé á að hún fái ekki aftur heilsu sína, þó að batinn sé hæg- fara. Carroil er enn á Englandi. Tím- inn einn getur úr því skorið, hvort elsk- endum þessum, sem í svo mikla raun hafa ratað, auðnast nokkuru sinni að njótast í helgu hjónabandi. Endir. Sá, sem beðinn var um jóiaföstu- byrjun að hirða á Akureyri ný- silfurbúna spansreyrssvipu með 3 hólkum, umbiðst að koma henni áskrifstofu »Norðurlands« mót þóknun. Hjá mér faest alt, sem þarf til húsabygginga, svo sem: þakpapp, þakjárn, panel- papp, hurðarlásar, glugga- járn, saumur, gler, mál, cement, tjara o. fl. Alt með afar lágu verði. Oddeyri, 8. febr. 1902. Sn. Jónsson. Tvö herbergi fyrir einhleypa eru til leigu í húsi á Oddeyri. Lysthafendur snúi sér til Aðalsteins vélastjóra Halldórssonar. ——___________________________________! Höepfners verzlun kaupir síld einkum stóra hafsíld — við hæsta verði. Smjör keypt háu verði í allan vetur við Höepfners verzlun. Við Höepfners verzlun er ýmis- j konar eldri varningur seldur með miklum afslætti gegn borgun út f j hönd. 1 11 111 1 1 Norðurland kemur út á liverjum laugardpgi. 52 blöð um árið. Verð árg. 3 kr. á íslandi, 4 kr, í öðrum Norðurálfulöndum, IV2 dollar í Vestur- heimi. Qjalddagi fyrir miðjan júlí að minsta kosti (erlendis fyrir fram) Uppsögn sé skriflegog bundin við árgangamót; ógild nema komin sé til ritstjóra fyrir 1. júlí. Auglýsingar teknar í blaðið eftir samningi við ritstjóra. Afsláttur inikill fyrir þá, er auglýsa inikið. Prentsmiðja Norðurlands. f’ramvegis, í stað þriðjudaga. „JVORÐURLAND11 kemur úf á laugardaginn kemur, að öllu forfallalausu, og svo á laugardögum

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.