Norðurland


Norðurland - 28.06.1902, Side 1

Norðurland - 28.06.1902, Side 1
J'IORÐURLAND. Ritstjóri: Einar Hjörleifsson. 40. blað. j y\kureyri, 28. júní 1902. j I. ár. ,,jíorðurland“ á að stækka í haust. Verður í sama broti eins og „ísafold", með byrjun næsta árgangs, kemur út eins og áður, einu sinni á viku og verðið hið sama og áður, 3 krónur árgangurinn. JVIýir kaupendur að 2. árgangi fá ókeypis joað sem eftir er af 1. árgangi blaðsins, júlí-, ágúst- og september-blöðin og Sögusafn „Jforðurlands“ sérprentað, pað er út verður komið 1. okt. næstk., að svo miklu leyti, sem upplagið hrekkur af blaðinu og Sögusafninu. Kauperidur I. árg. fá og Sögusafnið sérprentað, ef joeir verða kaupendur blaðsins áfram. y\lþingiskosningar. Barðastrandarsýsla. Sigurður Jensson prófastur kosinn með 35 atkv. Síra Guðmundur Guðmuudsson í Gufudal fekk 15 atkv. Þá hefir „Norðurl." flutt fregnir af kosningunum úr öllum kjör- dærrrum landsins. X Stækkun „þlorðurlands11. Þegar „Norðurl." fór að koma út í haust, pótti, í mikið ráðist. Enginn hafði fyr reynt að gefa út vikublað hér á Akureyri. Því síður mun nokkurum hafa komið til hugar að takandi væri í mál að gefa út vikublað með jafn- miklu lesmáli eins og verið hefir í „Norðurlandi" og selja það fyrir einar 3 krónur. Þó er nú svo komið, eftir 3/4 hluta árs, að afráðið hefir verið að stækka blaðið að stórurn mun. Stjórnarnefnd útgáfufélagsins átti fundi með sér í síðustu viku, og kynti sér þá, hvernig viðtök- ur blaðið hefði fengið og hvernig hagur þess stæði. Niðurstaðan varð sú lijá öllum nefndarmönnum, að sjálfsagt væri að stækka blaðið við næstu ár- gangamót, eins og auglýst er hér að ofan. Þar sem viðtökurnar liafa verið svo fyrirtaks-góðar hjá þjóð- inni, svo langt fram yfir þær vonir, sem útgefendurnir frekast gerðu sér í haust, virtist ástæða til að leggja alt kapp á viðleitni við að bjóða sem allra-bezt boð. Stækkunin, sem fyrirhuguð er, nemur töluvert meiru en >/s hluta. í blaðinu hafa verið 192 þml. dálksbreiddar. Nú eiga að bætast við 40 þml., álíka mikið lesmál eins og nú er á 1 síðu blaðsins, auk þess sem dálkarnirverða breið- ari. Þar sém nú verðið verður, eftir sem áður, ekki nema einar 3 krón- ur, er hér að ræða um svo miklu betri boð í blaðakaupum en nokk- urstaðar utan Reykjavíkur, að ekki verður saman jafnað. Og eftir þeirri reynslu, sem orðið hefir hingað til á viðtökun- um, sem „Norðurland" hefir feng- ið, ekki að eins að því, er kaup- endafjölda við kemur, heldur og með hliðsjón á þeim góðvildar- dómum um blaðið, sem oss hafa borist frá fjölda mörgum hinna merkustu íslendinga í öllum lands- fjórðungum, erum vér þess full- vissir, að þessu boði verður vel tekið. Allir lesendur blaðsins hafa vit- anlega til þess fundið, eigi síður en ritstjórinn, að það hefir verið of lítið. Ýmis konar landsmála-um- ræður og innanlands-fréttir hafa tekið svo mikið rúm, að annar fróðleikur og skemtiefni hefir orð- ið að sitja á hakanum. Það efni blaðsins, sem sérstak- lega er í ráði að auka, er hvers konar fróðleikur frá öðmrn töndum og skemtisögur. Þegar stækkun blaðsins er komin á, vonum vér, að naumast þurfi að koma svo út nokkurt blað af „Norðurlandi", að það flytji ekki sögukafla, og sögurnar munu þá verða lengri og veigameiri en ritst. hefir hing- að til séð sér fært að veija. En auk þess vonum vér, að blaðið verði í öllum efnum eigulegra. Og ekkert mun verða til þess sparað, eftir því sem ritst. hefir krafta til og vit á, að menn geti heldur hlakkað til þess en hitt að fá „Norðurland" -á heimili sín. Stefna blaðsins verður hin sama og að undauförnu. Vér erum sann- færðir um, að hún er rétt, og vér höfum fengið ljósar og dýrmætar sannanir fyrir því, að góðir menn með þjóð vorri aðhyllast hana og kunna „Norðurl. “ þakkir fyrir hana. Landsmál viljum vér láta „Norðurland" ræða; það er að sjálfsögðu blaðsins helzta ætlunar- verk, þó að það hafi í fleiri horn að líta. En allan ofsa í þeim efn- um vill það, hér eftir sem hing- að til, forðast, heldur vinna að því eftir megni, að framfaramál þjóð- ar vorrar verði að hjartfólgnum áhugamálum allra góðra drengja, en ekki að hatursmálum milli ein- stakra manna og stjórnmálaflokk- anna í landinu. Þau deilumál, sem hingað til hafa skift þjóðinni í flokka, teljum vér útrædd, og því sjálfsögð skylda hvers góðs íslend- ings að taka höndum saman við fyrri andstæðinga sína í þeim efn- um, sem menn geta hér eftir orð- ið sammála um. Og svo þökkum vér hjartan- lega öllum þeim, setn „Norður- land á að þakka sinn mikla og óvænta viðgang, öllum, sem gerst hafa útsölumenn, öllum, sem kaupa blaðið, öllum, sem mælt hafa góð orð í þess garð, öllum, sem sýnt hafa blaðinu góðvild og veitt því stuðning með því að auglýsa í því, og síðast en ekki sízt, öllum þeim, er eflt hafa blaðið ómetan- lega með því að birta í því hugs- anir sínar. Vér vonutn, að sam- vinnan við alla þessa menn verði enn ánægjulegri eftirleiðis en þann stutta tíma, sem liðinn er síðan í haust, og að hún verði bæði löng og ávaxtasöm fyrir þjóð vora. Kosningarnar síöustu. Hvað boða kosningarnar, sem nú eru nýafstaðnar? Hvað má marka af þeim um hug þjóðarinnar sem stendur? Og hvað má ráða af þeim um horfur framfaramála vorra? Spurningunum er ekki nærri því eins auðsvarað og margir kunna að halda. Sjálfsagt reka flestir augun í það fyrst, að Framfarflokkurinn frá síð- asta þingi er í minni hluta, álitleg- um minni hluta, vitaskuld, bæði að mannvali og liðsmannafjölda, en minni hluta engu að síður. Þjóð- kjörnir þingmenn, sem telja má víst að þann flokk fylli í sumar, eru 12. Einn þingmaður hefir lýst yfir því, að hann ætli sér ekki að vera í neinum flokki. Ekkert verður um það sagt með vissu, hvort þeir 17, sem þá eru eftir, muni halda hópinn eða ekki. Verulega sennilegt er það ekki. En að hinu leytinu engar sannanir komn- ar fram gegn því. Af konungkjörnum þingmönnum heyra 2 Framfaraflokkinum til. Aðrir tveir styðja að sjálfsögðu Heima- stjómarflokkinn svo nefnda. En ó-

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.