Norðurland


Norðurland - 18.10.1902, Blaðsíða 3

Norðurland - 18.10.1902, Blaðsíða 3
vatnshelt. Tafarlaust var farið að bjarga vörunum. Leiðindi í sveitunum. „Norðurland" átti nýlega tal við eina af hinum mestu gáfukonum hér norðanlands. Talið barst á fólksstrauminn úr sveitunum í bæina. Vinnufólkseklan í sveitunum — sagði konan — stafar ekki af því, að bændur borgi ekki það kauþ, sem menn gera sig ánægða með. Hún stafar af hinu, að það er svo dauðans leiðinlegt í sveitunum á vetrum. Að minsta kosti eru það leiðindin, sem stúlkurnar fæl- ast. Þær geta aldrei gert sér neitt (il gamans, hafa aldrei til neins að hlakka. Þess vegna þrá þær að komast eitthvað burt, þangað sem lífið er dálítið fjölbreyttara og skemti- legra. Svo tínasl þær burt úr sveitunum. Og konurnar sitja eftir, önnum kafnar, sjá ekki út úr því, sem þær eiga að gera, hafa aldrei tómstund til að gera sér nokkurn skapaðan hlut til ánægju. Og að Iokum af- segir konan bóndanum að standa í þessu búskaparstriti lengur. Honum er þá nauð- ugur einn kostur að flytjast til einhvers kauptúns og reyna að liafa ofan af fyrir sér þar. Þið, sem viljið hjálpa þjóðinni, styðja hana í lífsbaráttunui og sérstaklega efla land- búnaðinn — sagði konan enn fremur — þið verðið að hafa það hugfast, að eitt af fremstu og óhjákvæmilegustu nauðsynjuverk- unum er það, að gera sveitalífið skemtilegra á vetrum. Annars tæmast sveitirnar smátt og smátt að nokkuru éða öiíú ieýti. Konan á sjálf heima í sveit og er ná- kunnug fólkinu. Sjálfsagt er mikið í því, sem hún segir. Og hvað sem líður hættunni við brottflutning úr sveitununi, er það að sjálfsögðu mikilsvert mál að gera mönnuin lífið ánægjulegra. En í hverju vill nú sveitafólkið að breyt- ingin sé helzt fólgin? Sennilega hefir það sumt gert sér einhverja grein fyrir því. Til hvers langar það mest? Vilja sveitamenn, konur ekki síður en karlar, gefa „Norður- landi" bendingar um það? Reynið að senda þær til „Norðurlands". Þær skulu koma fyrir almenningssjónir, ef hlutaðeigendur æskja þess. Ekkert gerir til, þó að þær séu ekki svo vel orðaðar, sem þið munduð kjósa. „Norðurland" færir þær í stílinn. Reynið ykkur nú sérstaklega, ungu pilt- arnir og ungu stúlkurnar. Lofið þið „Norð- urlandi" að vita, hvernig þið nuinduð helzt kjósa að liáttað væri lífinu í sveitinm hjá ykkur. Hver veit, nema óskum ykkar geti orðið framgengt. En í hlutarins eðli liggur það, að ekki er „Norðurlandi" síður kært að fá slíkar bendingar frá rosknum og ráðn- um húsbændum og húsmæðrum. Mjaltakensla. Hr. Sigurður Þórólfsson hefir verið að kenna nýja mjalta-aðferð í Reykjavík í sumar, og segir »ísafoId" að töluvert hafi verið eftir þvi sózt að iæra hana. „Auk þess sem S. Þ. hefir kent hana hinum og þessum á stangli, frá því í sumar, stendur yfir þessa viku hér á Rauðará fyrsta reglulegt kenslu- skeið, að tilhlutun Landsbúnaðarfélagsins, íneð 9—10 nemendum: 7 — 8 stúlkum og 2 karlmönnum. Þeir eru 3 af Austfjörðum, 1 vestan úr Dölum og 6 úr Reykjavík, flest heldri manna dætur; það ber þess gleðiieg- : an vott, að það fólk er yfir það hafið að íáta sér la’gingu þykja að slíku verki. Hólaskólinn. Nú cr r.ýnilcga að lifna yfir honum til muna. Fvrir þetta ár hafa 14 nemendur sótt um haun og auk þess 6 fyrir næsta ár, svo að þá vcrða nemendur þar að minsta kosti 20. Við þeirri nemendatölu bjóst amtráðið einmiít. En ráðstafanir munu verða 15 til þess gerðar, að skólinn geti veitt 30 manns viðtöku. Verði reynslan hér hin sama og í Svíþjóð, má búast við því, að skólinn eigi góða framtíð í vændum. Þar eru, eins og Sig- urður skólastjóri Sigurðsson hefir frætt oss um, tvenns konar skólar, aðrir með sama fyrirkomulagi eins og hér hefir tíðkast: bóklegri og verklegri kenslu, hinir með sama fyrirkomulagi og Hólaskóli: bóklegri kenslu að eins. Þeim skólunum, sem fyr er getið, fækkar stöðugt, hinum fjölgar æ meir og meir. Nú hefir skólinn auglýst aukakenslu í síðasta blaði „Norðurlands": mjaltakensla með sömu aðferð, sem Sigurður Þórólfsson er að kenna syðra og fyrirlestra um búreikn- inga, jarðyrkju og hirðing áburðarins, ein- kenni á kúm og hestum, og meðferð mjólk- ur. Qeta niá þess, að samskonar fyrirlestra á búnaðarskólum erlendis sælcja bændur af miklu kappi. Þar sitja gráhærðir bænda- öldungar við hliðina á ungum og upprenn- andi bændaefnum. Enn freniur býðst og skólinn til þess að rannsaka fyrir bændur fituefni í mjólk. Sú villa hefir orðið í auglýsingunni um það efni í síðasta blaði, að sagt er, að mjólkina þurfi að senda í 42 pela glösum, en á að vera Va (hálfs) pela glösum. Með samskotunum til minnisvarða eftir Kristján Jónsson skáld, sem hr. Jóhannes Friðlaugsson minn- ist á hér í blaðinu, vill »Norðurland<s mæla hið bezta. Ekki eru nema fá dæmi þess, að líkt hafi verið ástatt um mann eins og Kr. J: Hann komst atdrei á æðra stig mentunar né mannvirðinga en að verða lærisveinn í neðra hluta latínuskólans í Reykjavík og var jafnframt eitt af helztu skáldum þjóðarinnar. Það er mjög vafa- samt, hvort skáldæðin hefir verið ríkari hjá nokkuru íslenzku skáldi á síðustu öld en hjá Kristjáni Jónssyni. íslendingar gera. sjálfum sér sóma með því að halda á lofti minningu hans, og sérstaklega má ætla, að Norðlingum sé það ljúft. »NorðurI.« er fúst á að veita samskotum viðtöku, ef einhverjum þykir það hægra, og að koma þeim þangað, sem þau eiga að fara. Úr Presthólahreppi er »N1.» ritað um næstsíðustu mánaða- mót: •Töluverð bindindishreyfing er nú orð- in hér í Presthólahreppi, því í Ásmund- arstaðasókn er bindindisfélag, er »Kvöld- stjarnan« heitir, og munu meðlimir þess vera um 40; en í Presthólasókn er aftur stúkan »Norðurljósið« nr. 64 af I. O. G. T. og telur hún nú 30 meðlimi, svo að alls er tala bindindismanna um 70; og er það rúmlega 4. hver maður af öllum íbúum hreppsins, sem er í bindindi. Engin áfengissala er hér í hreppi, en þrátt fyrir það er þó allmikið drukkið af vínföngum, enda er mjög þægilegt fyrir þá, er hneigðir eru fyrir vín, að panta sér það, og eins er það engu síður þægilegt fyrir þá, að geta fengið nægju sína á strand- ferðaskipunum, er ganga kringum landið, og er mörgum farið að ofbjóða, hvað mik- ið er þar selt af áfengi; og þó bannað sé að selja öðrum vínföng en farþegum skip- anna, þá er þeim lögum miðlungi hlýtt, enda munu og farþegar skipanna oft kaupa vínföng fyrir menn úr landi; en svo laumu- lega er að farið, að illa gengur að sanna það; og virðist vera full ástæða til að hefta þá vínsöfu eitthvað, og ætti helzt að banna með lögum alla vínsölu á strand- ferðaskipunum, eða að minsta kosti með- an skipin lægju á höfnunum, því þá gengi það verr fyrir aðra en farþegana að kaupa sér vínföng.« Húsbruninn í Reykjavík. Missögn reynist það, sem sagt var í síð- asta bl. „Nl.“, að 400 kr. 1' íslenzkum seðl- um og reikningar útgerðarinnar hafi farist, þegar útgerðarhús Ásgeirs Sigurðssonar kaup- manns brann í Reykjavík. „ísafold" segir, að reikningabækurnar hafi verið óskemdar að mestu, svo að engum glundroða valdi; alt misskilningur eða ýkjur, sem fleygt hafi verið um það í Reykjavík. Og af peningum var að kalla alls ekkert í húsinu. Blaðið segir, að húsið hafi verið mann- laust á nóttum og farið úr því kl. 7 kveld- inu fyrir brennuna. „En kl. 1—2 kom eldur- inn upp, og ekki í skrifstofuenda hússins, suðurendanum, heldttr norðurendanum.Járn- stengur höfðu verið látnar fyrir alla glugga í húsinu nýlega, eftir innbrotið hjá B. Quð- mundssyni titnbursala. Og er ekki ólíklega til getið, að sami þjófurinn eða þjófarnir kynnu að hafa viljað gera þarna innbrot líka; en rekið sig á stengurnar og mölvað þá rúðu og komið inn eldi eða einhverri íkveikju til að svala sér fyrir vonbrigðin." Héraðslæknir er skipaður í Dýrafjarðarhéraði Andrés Féldsted læknaskólakandidat. Kosninga-framlög. I 46 tbl. »Norðurlands« þ. á. er það full- yrt í ritstjórnargrein, að maður á Akureyri hafi boðið rnanni í Austur-Skaftafellssýslu 50 krónur til að ganga í þjónustu heima- stjórnarflokksins þar í kjördæminu. Af því að eg var þingmannsefni heima- stjórnarflokksins í því kjördæmi, sem hér um ræðir, mætti margir hugsa, að þess- ar 50 kr. hefði runnið í minn sjóð eða kjósenda minna (því að ekkert er getið um það, hvort boðið var þegið eða ekki), og finn eg því ástæðu til að lýsa yfir því, að mér er alls ókunnugt um nokkur fjár- framlög af hálfu heimastjórnarfiokksins til að styðja kosningu mína sxðastliðið vor, og er víst óhætt að segja, að slík fraiulög hafa ekki verið teljandi, hafi þau hvergi verið meiri en í þessu kjördæmi, og var þó ekki »auðvaldið í sýslunni« mín megin. Stafafelli 3. d. okt. 1902. Jón Jðnsson. Aths. ritst. Fimmtíu króna tilboðið var ekki þegið. Fiskur var mjög mikill um allan Faxaflóa, þegar »Hólar« fóru sunnan að, og hafði verið þá um tíina. í Garði kominn 300 fiska hlutur. En víðast hvar vantar áhöld til að færa sér fiskigönguna i nyt nú orðið, báta og net. Þilskipaveiðin hefir orðið bátaveiðinni yfirsterkari. SauðaþjófnaÁurinn í Vopnafirði. Ut af sauðaþjófnaðinum, sem sannaðist síðastl. vetur í Vopnafirði, hefir verið upp- kveðinn héraðsdómur. Fjórir dæmdir til betrunarhússvinnu: Júlíus Þorsteinsson 15 mánuði, Jónas Jónsson og Davíð Ólafsson 12 mánuði og Jón E. Jónasson 8 rnánuði. Björg Davíðsdóttir, kona Jónasar og móðir hinna þriggja, er dæmd til 8 daga og Herdt's Benediktsdóttir, kona Davíðs, til 5 daga fangelsis við vatn og brauð. Síldarveiðar Norðmanna. í fyrri grein minni undir þessari fyrir- sögn, sem birtist hér í hlaðinu, lét eg furðu mína í ljósi yfir því, að sá maður, sem í sumar var settur til að þjóna Norðurmúla- sýslu í fjarveru sýslumanns, skyldi skrifa undir veðsetningarbréf Hansens consuls, eins og það var úr garði gert, og bætti því við, að »ef til vill« hefði hinn setti sýslumaður samið það líka. Nú hefir hann NI. bréfi til ritstjóra þessa blaðs, sem mér hefir verið sýnt, Iýst því yfir, að hann eigi engan þátt í samningi veðbréfsins, og sent í sönnunarskyni frumritið sjálft, skrifað með hendi Hansens. Enda þótt þetta út af fyrir sig sé engin sönnun, þá skal eg lýsa því yfir, að eg hefi enga á- stæðu til að rengja þessa yfirlýsingu og tek hana fullkomlega trúanlega. Kl- Jónsson. Viðsjárverð meðmæli. í grein, sem hr. Sigurður Þórólfsson, maðurinn, sem er að stofna lýðháskóla í Reykjavík, héfir ritað nýlega, er meðal ann- ars svo að orði kveðið; »Nokkrir hafa fundið það lýðháskólunum til foráttu, að þeir vildu beina athygli nem- endanna einhliða að tilteknum bókmentum, úthýsa t. d. bræðrunum Brandes og þeim bókmentum, sem væru í þeirra anda. Enginn maður með óspiltum tilfinningum, heilbrigðri lífsskoðunardómgreind getur á- litið annað, en að affarasælla sé alþýðu- mönnum, að lesa aðra eins höfunda og Leo Tolstoj og Jonas Lie, en hina, er fyr voru nefndir.« Þetta er í meira lagi viðsjárverð með- mæli. Fyrst og fremst veit höf. auðsjáanlega ekkert, hvað hann er að tala um. Leo Tolstoj er einn af mestu ritsnillingum ver- aldarinnar. En séu nokkurar bækur ekki við alþýðu hæfi, þá eru það sumar af hans bókum. Hann vill, til dæmis að taka, enga stjórn, enga refsing fyrir nokkurn glæp, engan viðbúnað af mannfélagsins hálfu til þess að verjast bófunum. Stórmikið má af honum læra, eins og af öllum mestu gáfu- mönnum og beztu mönnum veraldarinnar. En við skoðanir hans verða menn að beita hinni mestu varhygð. Um Georg Brandes er það að segja, að bækur hans eru skínandi að vitsmunum, ti'oðfullar af fróðleik og mai'gar hverjar logandi af réttlætisþrá. Hvar sem ójöfn- uður og rangsleitni kemur fram, er hann flestum mönnum betur vakandi á vei'ði. En það er líkt um hann og Leo Talstoj, að menn græða ekki á því, að gleypa allar skoðanir hans. Edvard Brandes, bróðir hans, hefir meðal annars ritað leikrit, sem heitir »Et Besög«. Þegar það kom út, ritaði einn af beztu lýðháskólamönnum Dana, skáldið og prest- urinn Hostrup, mjög harðorða ádeilugrein út af því, að það skyldi ekki vera leikið á konunglega leikhúsinu; bæði væri það snildarverk og hlyti að hafa rík siðferðis- Ieg áhrif. En aftur eru til eftir hann önn- ur rit, sem eru vai'hugaverð. Sigurði Þórólfssyni er sýnilega eins farið að sínu leyti eins og heimatrúboðs- mönnunum dönsku, sem hann þykist þó hafa ímugust á. Þeir skifta mönnunum í guðs börn og djöfulsins börn. Hann skiftir rithöfundunum í þá, er alþýða má lesa, og þá, er alþýða íuá ekki lesa — hefir ekki hugmynd um það, að menn geta grætt mikið á að lesa alla mikla rithöf- unda, og að menn verða að gæta þess um þá alla, að þeir eru ekki alfullkore^ir. Þessi þröngsýni er fullill hjá Sigurði Þórólfssyni, manni, sem ætlar að fara að stofna lýðháskóla. Þó er hitt lakara, hve rangt hann gerir til lýðháskólamönnunum dönsku, þar sem hann bendlar þá við -þessar skoðanir. Menn sjá meðal annars, hvort þeir afstýri því, að menn lesi rit Georgs Brandes, á því, að fyrir fáum ár- um hélt cand. Moltesen, ritstjóri fyrir »Dansk Tidskrift«, fyrirlestur um dr. G. B. fyrir múg og margmenni við Askov-há- skóla, og fór þeim orðum um hann, að áhiifin hlutu meðal annars að verða þau, að tilheyrendurnir fengju löngun til að

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.