Norðurland


Norðurland - 31.01.1903, Blaðsíða 2

Norðurland - 31.01.1903, Blaðsíða 2
Nl. 74 aftur miklum mun tvísýnna, að á- skoranirnar verði teknar til greina, þar sem farið er fram á við blöðin, „að ræða landsmál framvegis með hógværð". í ísafold 3. þ. m. stendur rækileg grein um þetta efni. þar segir svo: „Blaðlesendum má skifta í tvo flokka: 1. þá, sem hafa sæmilega gott vit á, hvernig blöð eiga að vera, svo að góð megi heita og nytsamleg; og 2. þá, sem ekki hafa vit á. Ekki þarf orðurn að því að eyða, hvor flokkurinn muni vera fjölmennari. Munurinn er í minsta lagi eins og 1 á móti 10. Svo miklu er fyrri flokkurinn fáliðaðri." Það er vafalaust, að vér erum einnig óþroskaðir í því að lesa blöð- in. Fólkinu á Sþáni þykir nautaat óumræðilega skemtilegt. Strákum þykir mörgum hin mesta skemtun að horfa á hunda fljúgast á og etja þeim saman. Og blaðalesendum þykir einatt hin mesta nautn að lesa skammir. En eiga þessir menn að ráða? Eg segi: nei. þjóðin á að verða svo siðuð, að hún hafi eigi nautn af þessum andlegu áflogum. Og blað- stjórarnir eiga að leggja alt kaþp á að útrýma slíkri nautnafýsn þjóðar- innar. Eg veit vel, að þetta er erfitt. Blaðastjórn er bæði vandasöm og ábyrgðarmikil staða. það eru ýmsir, sem vilja líta smáum augum á slíka stöðu. En eg vil spyrja: Hversu margar stöður eru þýðingarmeiri? Og ef hún er þýðingarmikil í dag, hvað verður hún þá, þegar þjóð- ræðið er komið á laggirnar? Blað- stjórarnir eru samkvæmt stöðu sinni ieiðtogar almenningsálitsins. Vegur sannleikans og réttlætisins er ekki nema einn, en vegir lyg- innar og ranglætisins eru óteljandi. Baráttan milli þessara tveggja afla er háð meðan heimur stendur, og öflin, sem vilja draga hvern blað- stjóra út af réttri leið, eru í sífeidri hreyfingu. En það góða sigrar og drengskapurinn dugir lengst, og það skal sannast, að það blaðið, sem er sannorðast og réttlátast, það skal sigra í baráttunni. Hvað svo sem má segja um þjóðina, þá mun hún veita slíku blaði fylgi sitt og virð- ingu, og þó að þjóðin eigi erfitt með að láta vilja sinn í ljós, þá er sann- leikurinn sá, að hún vill af aihuga, að barátta manna í stjórnmálum verði drengileg. í áskorununum var skorað á blöðin, að ræða landsmál framvegis af hóg- vœrð. Þetta er bending í áttina, en í raun og veru þarf að taka fram- komu biaðanna rækilega til íhugun- ar. Að vísu hefi eg eigi tíma til þess, en eg vil þó benda á nokkur atriði í þessu efni. Það verður þá fyrst að geta þess, að undirstaða alirar heiðvirðrar blaða- rnensku og allrar drengilegrar bar- áttu í stjórnmálum er, að heiðvirð blöð útiloki hina pólitísku stiga- mensku. Það er hreint og beint ósæmilegt, þegar blöðin fylla dálka sína með nafnlausum greinum eftir hina og þessa óvandaða menn með illmæl- um til nafngreindra manna. í öðru lagi er það mjög áríðandi, að heiðvirð blöð hafi eigi stráks- legan „tón" í greinum sínum. Þeg- ar mótstöðumennirnir tala um „að taka í hnakkann" hver á öðrum, þá ber þetta vott um, að þeir vilja helzt skoða hver annan eins og hunda. Eg nefni þetta eina atriði, en margt líkt mætti nefna af fyrirlitlegum orða- tiltækjum. Það eru ýmsir, sem hafa andstygð á þessu og eg held að það sé tómur misskilningur, ef blað- stjórarnir ímynda sér, að þjóðin hafi mætur á þessum „tón". En hversu sem er um þetta, þá er slíkur tónn sþiliandi. Hann gerir þjóðina rudda- lega og siðiausari og þess vegna eiga heiðvirð blöð að byggja hon- um gersamlega út. í þriðja lagi er deiluaðferðin mjög óheppileg. Andstæð blöð eru stöð- ugt að rita beint hvert á móti öðru, eða með öðrurn orðum að rífast. Þeg- ar einhver grein kemur fram í öðru blaðinu, sem hinu mislíkar, er iðu- lega skrifað móti henni á þann hátt, að alt er tínt til smátt og stórt og því mótmælt tneð hörðum orðum. Ritstjóranum eða greinarhöfundinum er svo vanalega hailmælt ákafiega og stundum endað á því, að hann hljóti annaðh vort aðvera frátnunalega vitlaus eða fantur og iilmenni. Á alþingi kem- ur slíkt stundum fram í ræðuhöldum þingmanna. En hvort sem er um ræðu eða rit að gera, þá er það víst, að hér eru menn á lægsta viðvaninga- stigi. Þegar eg var erlendis veturinn 1899 — 1900, athugaði eg þetta ná- kvæmlega bæði á Englandi og Þýzka- landi, með því að kaupa sem flest af helztu blöðum landsins, og eg get fullvissað inenn um, að þar var þetta viðvaningastig horfið. Það virð- ist líka liggja í augum uppi, að þessi ritaðferð er ekki heppileg. Það er ekkt komið undir því að sví- virða mótstöðumanninn, gera honum gramt í geði og æsa hann til hat- urs og reiði, heldur er undir því komið, að sannfæra þjóðina. En þá er þessi viðvaningslega aðferð næsta óheppileg, því að iilmælin verða eins og moidviðri, sem skyggir svo á ljós sannleikans, að þess gætir eigi. Ef blöðin vilja afla sér fylgis, þá er bezt að láta sem minst bera á andróðrinum, og halda beint áfram götu sína. Á þennan hátt voru öll helztu ensk blöð og þýzk blöð rit- uð, undantekningarlaust, og þó vant- aði eigi deiluefnin. Eg gæti nefnt mörg dæmi til þessa, en eg vona að það þurfi eigi, til þess að skýra málið. Áskorun Akureyrarfundarins var samþykt í einu hljóði og eg held að mér sé óhætt að segja það, að fáar áskoranir hafi fengið jafn-mikið fylgi á stuttum tíma. Síra Sigurður Stefánsson segir jafnvel í Þjóðviljan- um 19. desember, að það væri mjög auðvelt að fá ályktanir fundarins „samþyktar með lófataki í hverjum einasta hreppi á íslandi". Eins og eg hefi áður tekið fram, hafa komið fram mótmæli gegn ályktunum fund- arins, en þegar menn skilja þær rétt, hverfa einnig þessi mótmæli. Eg verð því að álíta, að þjóðin i heild sinni sé alveg samdóma Akureyrarfundin- um, og þó að nafnleysingja flokkur- mn sé á öðru máíi, þá er hann svo fátnennur, að hans gætir eigi. Blöðin sjálf hafa nálega öll tekið rnjög vel undir ályktanirnar og flest þeirra sýna það í verkinu, að hugur fylgir rnáli. Þessi úrslit eru svo óvenjuleg og mér liggur við að segja óvænt, að hér hlýtur að liggja undir sterk undir- alda. Hinn pólitíski jarðvegur hlýtur að vera orðinn ákaflega breyttur á skömmum tíma Og þetta er alveg satt. En að hverju leyti? Eg vil að eins nefna orðið „landráð" og „land- ráðamenn", sem var vel kunnugt í hinum pólitíska bardaga fyrri ára. Þetta orð getur ekki lengur liljómað. Eg vil nefna annað. Áður ríkti von- ieysið, en hvar sem ríkir óánægja og vonleysi, þar ríkir einnig beiskja og bitur gremja. Nú á vonleysið sér eigi lengur stað. En hvers vegna? Ráðning slíkrar gátu er auðfundin. Það, sem myndar undirölduna og það, sem hefir breytt hinum pólitíska jarðvegi, það eru þjóðræðistrygging- arnar í hinutn nýju stjórnskipunar- lögum. Þar sem þjóðræðið nú er viðurkent bæði af hægrimönnum og vinstrimönnum Dana og samþykt með atkvæðum allra fulltrúa íslend- inga, þá er það hér eftir þjóðin sjálf, sem ræður sínum eigin málefnum. Það er þjóðræðisaldan, sem hefir borið ályktanir Akureyrarfundarins á gullstóli yfir landið. Og þetta gieður góða menn og einlæga ætt- jarðarvini. En hvers vegna? segi eg aftur. Jú, beint af því, að menn finna, að þjóðræðið getur ekki orðið til sannarlegrar blessunar og farsældar fyrir land og lýð, nema því að eins að baráttan verði friðsamlegri en áður, eða eins og Akureyrarfundur- inn kemst að orði, að landsmál verði framvegis rædd af iiógværð. Það er rifrildið, skatnmirnar og flokkshatrið, sem {parf að hverfa, en með því er baráttan eigi undir lok liðin. Meðan heimurinn stendur og meðan til er ljós og myrkur, gott og ilt, verður baráttan að eiga sér stað. I öllum löndum, þar sem þing- ræði ríkir, þar er baráttan milli fram- faranna og framfaratregðunnar, og þetta sama gildir hér á landi. En er nú hugsanlegt, að þessi barátta geti orðið drengileg? Qeta öll blöð- in hér á landi, setn eru leiðtogar almenningsálitsins, tekið upp sið hinna helztu blaða á Englandi og Þýzkalandi? Það má alls eigi búast við því, að þau geri það öll. Fyrst og fremst munu sum þeirra ekki láta sannfærast, og þó að þau öil létu sannfærast, þá er ekki víst, að þau öll séu fær um að breyta rit- hætti sínum til batnaðar. Það er auðveldara að standa á viðvanings- stiginu, heldur en að jafnast við ritsnillinga annara ianda. En hvort er líkara til, að þessi blöð beri sig- urinn heim, eða þau blöð, sem hafa baráttuna drengilega? Þau blöð, sem segja satt og fylgja fram sínu máli með einurð og drengskap, þau hafa trú á sínum málstað og þau skulu verða drýgri á metunum, þegar tii lengdar lætur. Og þó að þau bíði ósigur í eitt skifti, þá er margfalt betra að falla með sæmd, því að sigurinn bíður hins fallna, óðar en varir. Akureyri 19. jan. 1903. * Bækur. Þorgils ?jallandi: Upp við fossa. Saga. Akureyri. f bókaverzlun Odds Björns- sonar. 1902. Hvað sem öllu öðru líður, hefir höf. tekist að rita hók, sem mikið er talað um. Ekki hafa jafn-margir menn minst á neina bók við mig, síðan er eg kom norður. Eg veit ekki, hvað margir hafa spurt mig, hvort ekki færi að koma grein f »Norðurlandi« um »Upp við fossa«; en hitt veit eg, að þeir eru óvenjulega margir. Og þrásinnis hefir það komið fyrir, þegar komumenn hafa verið fleiri en einn inni hjá mér, að þá hafa þeir slegið í brýnu um bókina, stundum af tölu- verðri ákefð. Engum hefir virzt standa á sama um hana. Langtum fleiri eru þeir, af þeim, er við mig hafa talað, sem hafa haft ímugust á henni, en hinir, sem hafa haldið henni fram. En allir hafa kannast við það, að í raun og veru sé bókin víst vel rituð. Rangindi væru það líka að kannast ekki við það. Hún er víðast hvar svo vel orðuð, og sumstaðar í henni er leitað svo langt inn í sálarlíf manna, að frá því sjónarmiði er útkoma bók- arinnar allmerkur atburður í sögu bókmenta vorra. Að hinu leytinu fer því fjarri, að það sé neitt undarlegt, hve margir líta hornauga til þeirrar bókar. Eg held ekki, að slík bók næði alþýðu- hylli f neinu landi. Og það er ekki sagt alþýðu manna til ámælis. Efnið er f stuttu máli þetta: Ungur, fjörugur og greindur alþýðu- maður, Geirmundar, kemst í alt of mikinn kunningskap við gifta bónda- konu, Gróu á Fossi. Hún hefir gifst bónda sínum, Brandi, hálf-nauðug, og ann Geirmundi mjög. Á tilfinningum hans til hennar er sýnilega miklu meira los. Svo kynnist hann ungri prestsdóttur, Þuríði, og þau fella hugi saman. Geirmundur vill þá, að annað- hvort skilji Gróa við mann sinn og taki saman við sig fyrir fult og alt, eða að þau slíti kunningskapnum. En hún vill hvorugt, getur ekki hugsað til að slíta sig frá börnunum, né frá honum. En hún missir öllum tökum á honum og Þuríður verður heitmey hans. Ástaratlot þeirra fara svo langt, sem slíkt getur komist. En þar á eftir kemur það upp úr káfinu, að þau Geir- mundur og Þuríður eru samfeðra. Þur- íður veslast upp, er sýnilega á hraðri leið ofan í gröfina í niðurlagi sögunn- ar, og Geirmundur lendir í mesta drykkjuslarki í verzlunarstað einum og er blindfullur í áflogum á hverju kveldi. Það liggur nokkurn veginn f hlut- arins eðli, að slíkt efni er ekki mikill ánægjuauki fyrir lesendur. Þetta er saga um sífeldan ósigur, siðferðilegar og andlegar hrakfarir. Og svo bætir það ekki úr skák, að þessi Geirmundur, sem alt af hefir verið mjög reikull í ráði sínu, hefir drukkið frá sér vitið við og við, lagst á hugi við gifta konu, án þess að geta afsakað sig með þvf, að nokkur veig- ur eða staðfesta væri í tilfinningum hans til hennar, helt þeirri beiskju í líf systur sinnar, sem ríður henni að fullu, og hagar sér svo að lokum á þann hátt, að hann er ekki hafandi innan um menn — hann er látinn að lyktum, blindfullur, kveða upp svo ó-

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.