Norðurland


Norðurland - 14.03.1903, Blaðsíða 4

Norðurland - 14.03.1903, Blaðsíða 4
NI. IOO kunningsskapur milli þeirra, þá er ekki ofverkið okkar að komast að því.« Bonzo var ánægður með þessa fyrirætl- un og fór af nýju að ganga fram og aft»r. En Páll hraðaði sér gegnum bæinn og forðaðist þá staði, sem félagar hans voru vanir að sækja. Hann sá ekkert og heyrði ekkert af því lífi, sem var að vakna um- hverfis hann. Stöðugt kváðu við í eyrum hans þessi orð: »Það er búið að taka Marian fasta«. Menn heilsuðu honum; hann tók ekki eftir því, tók ekki undir kveðjur þeirra. Glaða-sólskin var, en honum fanst dimt í bænum. »Þeir senda hana til nám- anna, þeir kvelja hana«, sagði hann við sjálian sig. Hann var hræddur við það augnablik, er hann átti að sjá hana aftur. Hann var hræddur um hugrekki sitt, því að hann vissi, að ekkert annað en hug- rekki hans gat bjargað henni, ef henni átti að verða bjargað frá þeim ógnum, sem yfir henni vofðu. Klukkan var átta þegar hann kom til gufuskipabryggjunnar og Bonzo var enn ókominn. Páll fór inn í dálítið veitingahús og bað um te. Þar voru margir hermenn og sjómenn, en hann heyrði á samræðum þeirra, að þeir vissu ekki, hvað gerst hafði. Hann sá, að yfirvöldin mundu vilja halda atferli sínu svo leyndu, sem unt var; en hann vissi ekki, hvort það yrði honum til gagns eða ógagns. Hann mintist ummæla Bonzos; ef fanginn skyldi deyja í Alex- anders-víginu, hver mundi þá fara að rekast í því? Hann vissi, að þeir mundu ekki drepa kvenmann, en í fangelsum Rússlands eru önnur ráð til þess að menn týni lífinu. Höndin á Páli skalf, þegar hann bar glasið upp að vörum sér. Hann hélzt ekki við í veitingahúsinu fyrir ótta og skelfingu. Hún má ekki deyja sagði hann, og svo hló hann vandræðalega að því, hvað Iítils hann var umkominn. Alexandersvígið hefir 116 fallbyssur í jarðhúsum sínum, og er ef til vill aegileg- ast af þeim sjö frálausu virkjum, er gnæfa upp úr suðursundi Krónstaðs, eins og eyjar úr stáli og steini. Það er eins og það væri hlaðið úr eintómu fornbergi og er spormyndað; framan á því eru fjórar raðir af skotsmugum, og ofan á afturmúrnum eru moldarhaugar með stórum fallby ssum. Stein- arnir stórkostlegu, sem vígið er hlaðið úr, hvíla á staurum, sem reknir eru niður í sundið á átján feta dýpi, og fallbyssunum er svo fyrir komið, að skotin úr þeim lenda saman við skotin úr fallbyssunum úr Pétursvíginu og víginu nr. 3, og á þann hátt verður ófært eina sundið, sem óvina- skip annars gætu komist eftir til Péturs- borgar. Að innan er vígið alveg eins og skuggalegt og hræðilegt fangelsi. Setuliðið hefst við í .Ijóslitlum klefum; aðrir klefar eru þar fyrir neðan og þangað kemst dags- birtan aldrei. Daginn, sem átti að yfirheyra Marian, í áliðnum febrúarmánuði, brakaði og marraði í ísnum umhverfis kastalann, en dátarnir höfðu búið til veg fyrir gufu- bátinn, sem setuliðið notaði til þess að komast til hafnarinnar, og eftir þessum vegi var Iíka Stefanovith hershöfðingi og tveir menn úr herstjórnarráðaneyti hans fluttir yfir um, til þess að sjá þennan band- ingja, sem handtekinn hafði verið svona óvænt snemma um morguninn. Steinklefinn, sem rannsóknin átti að fara fram í, var hvelfdur, og var Páll kominn þangað á undan þeim Stefano- vitch og Bonzo. Þeir urðu samferða inn. Páll heilsaði hershöfðingjanum, og tók hann kveðjunni, en mælti ekki orð frá munni. Páll og Bonzo Iitu aftur snögglega hvor til annars, og svo fór Bonzo að blaða í skjalaböggli, sem hann hafði með- ferðis. Hann sást varla svo, að hann hefði ekki meira eða minna af skjölum í eftir- dragi. Svo var skuggsýnt í herberginu, að hermaðurinn, sem gætti dyranna, sást að eins mjög óljóst, en gulleita, ógeðslega glætu lagði á borðið og þá, sem voru um- hverfis það. Páll sá, að Nikolaj Stefano- vitch leit mjög illa út. Hann var fölur sem nár og flóttalegur í andliti, og bar enn meira á því vegna þess, hve hann var vel búinn og teprulegur, eins og hann átti að sér, Svo var sem hann hefði ekki vald á höndum sínum. Ýmist var hann að káfa við pennastengur eða blöð, sem lágu á borðinu, eða hann strauk höndum um höfuð sér, eins og hann væri að slétta hárið, sem hefði átt að vaxa á hvirflinum Tannlækningsr á honum að réttu lagi; en reyndar var hann nauðasköllóttur. Rödd hans var dimm og óeðliieg, þegar hann skipaði að sækja bandingjann. Hann starði á borðið, og sá ekki konuna, þó að hún stæði rétt fyrir framan hann. Pál hrylti við öllu saman, og’ tók hann það til bragðs að hörfa út í myrkrið, þangað, sem lítið bar á honum. Þegar hann sá, að Marian var Ieidd inn í rannsóknarherbergið, gat hann varla stilt sig um að ávarpa hana og nema stað hjá henni; en hann sá, að það var ekki ráð- legf. °g hafði því hemil á sér. Hann hafði ráðið með sér, hvað hann ætti að gera. Heilnæmt sjávarloftið hafði hrest hann bæði á sál og líkama, og Páll sagði við sjálfan sig: »Hún á hér engan vin nema mig, og eg verð að hafa einhver ráð með að bjarga henni.« Stúlkan hafði verið tekin föst skömmu eftir sólaruppkomu, svo að engan í borg- inni skyldi geta grunað, hvers vegna farið var með hana til Alexandersvígisins. Mari- an hafði þykt, móleitt hár, sem komist hafði í ólag um nóttina, en handtökuna hafði borið svo bráðan að, að hún hafði varla fengið tíma til þess að flétta á sér hárið, og hún hafði að eins getað smeygt sér í loðskinnskápu til varnar gegn kuld- anum, sem ávait er naprastur í morguns- árinu. Eftir að hún kom til vígisins hafði hún þó fengið leyfi hjá foringja hermann- anna, sem gættu hennar, til þess að beita þeim brögðum, sem stuðla að því, að kven- fólkið ber svo oft sigur úr býtum, og Páll þóttist aldrei hafa séð hana jafn fagra og í þetta skifti. Þegar hún kom inn í rann- sóknarstúkuna, lék bros um varir henni. Höfuðburðurinn var drembilegur, eins og hún ætlaði að bjóða þeim byrginn, er rann- saka skyldu mál hennar, og loðskinnið um háls hennar og úlnliði gerði það að verk- um, að enn meira bar á því, hve hún var mjallhvít að hörundslit. Alt látbragð henn- ar virtist benda á, að hún væri forviða, en jafnframt á það, að henni þætti hálf gaman að þessu æfintýri. »Eg er alveg lafhrædd«, sagði Marian með hæðnisrómi. »Mér finst eg vera stór- g!æpamaður«. Stefanovitch leit upp úr skjölum sínum. »Þegið þér«, sagði hann með óþýðum rómi, og það var eitthvað við röddina, sem olli því, að sá varð að hlýða, sem við var mælt. Páli leizt ekki á blikuna. Stefanovitch lækkaði róniinn, og mælti: iFröken! Eg þarf ekki að segja yður, hvers- vegna hefir verið farið með yður hingað. Þér vitið það j afn-vel og eg sjálfur.« »Nei, herra hershöfðingi. Eg hefi ekki hugmynd um, hversvegna eg er hingað komin.« Auðséð var, að andlitið á Stefanovitch varð harðlegra við þetta svar, en enginn vottur sást þar til reiði. »Við skulum eyða sem fæstum orðum um þetta,« mælti hann og bar óðan á. »Ástæðan til þess að eg hefi heimtað yður hingað er sú, að eg vona, að þér hjálpið okkur til þess, að draga úr refsingu þeirri, sem þér hafið bakað yður með verkum yðar. Vér höfum tekið yður vel, en þér hafið launað okkur gestrisnina með því, að senda til ensku stjórnarinnar í London þá vitneskju, sem þér hafið komist yfir. % „Vesfa" kom hingað í dag, á áætlunardegi. Með henni komu Popp kaupmaður af Sauðár- krók með frú sinni, og verzlunarstjórarnir Einar Hallgrímsson af Seyðisfirði og Grím- ur Laxdal af Vopnafirði. Laugardaginn /;. 7. þessa mánaðar dó móðir okkar og tengdamóðir, ekkj- an Magdalena Tómasdóttir, hátt kom- in á nírœðisaldur. Þetta tilkynnum við hér meðjjarlœgum vandamönnumkon- unnar dánu. Hlöðum V2 1903. Ólöf Sigurðardóttir. }Catldór Suðmundsson. Mustadsf smjörlíki í er bezta smjör- líki, sem hingað flyzt, og fæst hjá flestum kaup- mönnum. í verzlun OttO TulÍnÍUS eru næglir af alls konar vorum, sem her eftir verða seldar mjög ódýrt mót borgun út í hönd í pen- ingum eða vörum. Til Þess að menn geti séð að vöruverð mitt er fult eins lágt og hjá nokk- urum öðrum hér, set eg hér á eftir verðið á sumum varningi: Rúgur tunnan Kr. 16.00 Bankabygg — » 24.00 Hrísgrjón, nr. 1, pundið » 0.14 » 2, - » 0.12 Hveiti, »1, — » 0.12 > 2, » 0.10 Sagógrjón, » 0.18 Hafragrjón, » 0.18 Avenagrjón, pakkinn » 0.27 Kaffi, pundið » 0.50 Export, — » 0.42 Melis, » 0.23 Púðursykur, » 0.20 Rúsínur. _ » 0.30 Chocolade, — frá » 0.75 Cacao, pundið Kr. 1.80 Soda, — » 0.06 Grænsápa, — » 0.25 Kína livs Elixir, glasið » 1.50 Ostur, pundið » 0.30 Hella, — » 0.50 Gerpúlver, — » 1.50 Kex í stykkjum, — » 0.18 Kringlur, — » 0.26 Skonrok, — » 0.20 Tvíbökur, — » 0.42 Fínt brauð, — frá » 0.45 Munntóbak, — » 2.20 Roeltóbak, — » 1.80 Margarine — »0.50-60 Ofnar — Eldavélar — Saumavélar — Prjónavélar — Byggingarefni — Álnavara — Járnvara - og margt fleira mjög ódýrt. - Akureyri 12. febrúar 1903. Ctto Tulinius. 4dugleg:ar stúlkur geta nú strax fengið atvinnu á vindlagjörðarverksmiðju minni. Otto Tulinius. „Reykjavík“ tss. í Jtí Kostar að eins 1 kr.—Odýrasta blað lands- íns. Utbreiddasta blað landsins (2880 eint.) Bezta fréttablaðið. Bezta auglýsingablaðið Flytur góðar skemtisögur á góðu máli. Rit- stjon Jón Olafsson, Box A 18, Reykjavík. Afgreiðslumaður Ben. S. Þórarinsson, Lauga- vegi 7, Reykjavík. Kensla í fjárk/áda/ækningum (böðun) fer fram að forfallalausu á Munkaþverá 20. —21. þ. m. ef gufu- skipið »Egill« verður þá komið; ella fer hún fram næstu daga eftir komu skipsins. Menn, sem vilja taka þátt í kenslu þessari, snúi sér til herra fjár- kláðalæknis O. Myklestads. Lausar jarðir, Eftirfylgjandi jarðir eru lausar frá næstkomandi fardögum: Vaðlaumboðsjarðirnar Bauga.^J Qg Einhamar í Skriðuhreppi. Jóns Sigurðssonar legatsiigieðir, Efri- Vindheimur ( Glæsibæjaríteepþi. Þeir sem óska að «1 jarðir þesaair til ábúðar frá nefn.ýp-ín tíma, snúk sér til undirskrifaðs, fyrír útgöngu. þessæ mánaðar. Uffiboðsmaður Vaðlaumboðs. Aktireyri 13. marz 1903. 3/ephán Sfephensen. 8 X.t. .f.fí .f.f. Undan Jölýli. Sendið mér kr. 14. cq \ ^ 1 pen- ingum og eg sendi yðuv á hverja höfn, sem strandb^tarnir koma á, eina vætt «f góðum harðfiski> yður að .stnaðarlausu. Engin pöntun afgreidd, nema borgun fy’ii ’jafnframt. Ólafsvík 1. jan. 1903. C. F. Proppé ; verzlunarstjóri. •fVl'Ti’lTiVy NÍKOMIÐ með s/s „Egil" í verzlan Þorv. Davíðs- sonar: Rúgur,Bankabygg,Hrísgrjón,Flour- mél ágætt, hveiti Nr. 2. Kaffi, Melís, Púðursykur, Rúsínur, Sveskjur og Oráfíkjur. Vörurnar seljast með svo lágu verði sem unt er, gegn borgun strax, en útlán eiga sér alls ekki stað„ Hausfull á 0.42 er tekin ( verzlurc Gudmann8 Eftfl.s, Akureyri. ..Norðurland" kemur út á hverjum laugardegi. 52 blöð um árið. Verð árg. 3 kr. á fslandi, 4 kr. f öðrum Norðurálfulöndum, IV2 dollar í Vesturheimi.. Ojalddagi fyrir miðjan júlí að minsta kosti (erlendis fyrir fram). Uppsögn sé skrifleg og bundin við árgangamótf ógild nema komin sé til ritstjóra fyrir 1. júlí. Auglýsingar teknar í blaðið eftir samningi við rit- stjóra. Afsiáttur mikill fyrir þá, er auglýsa mikið. Prentsmiðja Norðurianda. (Plombefing). Á'ýuppfundið efni frá úílönduni, alveg samlift fönninni og sterkf. Tannlæknir Sfeinbach Sfefánsson, Hafnarstræfi 13, AkureyrL

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.