Norðurland


Norðurland - 09.05.1903, Side 1

Norðurland - 09.05.1903, Side 1
Ritstjóri: Einar Hjörleifsson. 33. blað. Akureyri, 9. maí 1903. II. ár. J[ý flokksmyndun og einbeitt framfarastjórn. { svari Hannesar Hafsteins til Norðurlands, því, er getið er um í síðasta blaði voru, er mergurinn málsins afstaða hans til nýrrar flokks- myndunar og einbeittrar framfarastjórn- ar. Fyrir því verða þau atriði ein gerð að umræðuefni í þessari grein. Að því, er til nýrrar flokksmynd- unar kemur, er aðalatriðið þetta: Eiga framfaramenn að taka hönd- um saman og mynda nýjan flokk, áður en hin nýja stjórn verður skiþ- uð? Eða eiga þeir að láta það drag- ast, þangað til búið er að skipa stjórn- ina? Hannes Hafstein vill ekki láta mynda nýjan flokk fyr en stjórnin sé komin á laggirnar. Og hann seg- ist aldrei hafa látið neitt annað uppi. Á öðrum stað hér í blaðinu er frá því skýrt, að allir þeir menn, sem fyrirspurnirnar lögðu fyrir þing- mannaefnin hér á Akureyri, skildu ummæli H. H. á satna veg og „Nl." Sömuleiðis má sjá það hér í blaðinu, að öll hin þingmannaefnin ætlast til þess, að hinn nýi framfaraflokkur sé myndaður, áður en stjórnin verð- ur sett á laggirnar. Þeir orðuðu ekki urnmæli sín að neinu leyti ljósara en H. H. og þá greindi ekkert á við hann. En munurinn á H. H. og hinum þingmannaefnunum er þó afarmikill. Þeir láta það skýiaust uppi, að þeir ætla að standa við orð sín að öllu leyti. En fáum bland- ast víst hugur um, að Hannes Haf- stein talaði alt annað en það, sem svar hans til „Nls." ber vitni um. En vitanlega er það ekki mergur- inn málsins, hverju H. H. hefir lof- að, heldur hvernig hann ætlar sér að koma fram, ef hann verður sendur á þing. Og nú hefir maður loksins fengið það svart á hvítu, að hann vill ekki stuðla að því, að framfaramenn í báðum flokkutn taki höndum sam- an og myndi nýjan flokk, áður en ný stjórn er sett á laggirnar. Hann vill ekki, að framfaramenn taki hönd- um saman á næsta þingi til þess að reyna að hafa áhrif á það, hvernig stjórnin verði. Þvert á móti ætlast hann til að flokkaskiftingin frá síðustu þingum haldist í sumar. Heimastjórnarflokk- urinn óbreyttur verði í meiri hluta og ráðgjafinn verði tekinn úr þeim flokki. Með því nú að íhaldsmenn eru í meiri hluta í Heimastjómar- flokknum á þingi og landshöfðingi er ráðgjafaefni þess meiri hluta, ætl- ast H. H. til þess að framfaramenn í báðum flokkum dragi það að taka höndum saman, þar til er landshöfð- ingi hefir verið skipaður ráðgjafi. Þá fyrst, er ráðgjafinn, er skipaður og hin nýja stjórn er stofnuð, eiga menn að fara að skipa sér í nýja flokka, eftir því, sem H. H. farast orð í þessu svari hans. Þetta er þá það, sem Fj. H. vill í þessu efni. Það sem „Norðurland" vill og öll eyfirzku þingmannaefnin að H. H. undanskildum og vafalaust allir skyn- samir menn á landinu að undan- skildum íhaldshluta Heimastjórnar- flokksins og þeim, sem hann aðhyllast, er þetta: að framfaramenn í báðum flokkum taki höndum saman og myndi nýjan flokk, áður en ráðgjaf- inn verður skipaður, áður en hin nýja stjórn verður mynduð. Þennan nýja flokk vilja menn fá myndaðan beint í því skyni að fá „einbeitta framfarastjórn", eins og samþykt var hér á fundinum á Akur- eyri og víðsvegar í kjördæminu. Oss, sem lítum á málið frá þess- ari hlið, dylst það ekki, að stórmikið er undir því komið að ráðgjafaval- ið takist vel. Ekki er eingöngu á það að líta, að komist íhaldsmaður að völdum, þá tefur það að sjálfsögðu framfarir þjóðar vorrar um hver veit hve langan tíma. Heldur og á hitt, að þessi ráðgjafi á að skipa nokkur af hinum mikilsverðustu embættum landsins. Þau má skipa svo, og kom- ist íhaldsráðgjafi að, er beinlínis hæft við að þau verði skipuð svo, að þau verði þröskuldur í vegi framfaranna, þegar vér loksins losnum við íhalds- stjórnina og framfaramenn eiga að fara að taka við völdunum. Vér viljum því ekki láta kylfu ráða kasti um það, hvernig ráðgjafa- valið kann að takast fyrir konungi og núverandi íslandsráðgjafa. Vér viljum leita við að hafa á það þau áhrif, sem unt er. Og vér sjáurn ekki, hvernig vér getum haft nein veruleg áhrif á það með öðru móti en því, að nýr flokkur verði mynd- aður af framfaramönnum í Heima- stjórnarflokkinum og Framsóknar- flokkinum, og að hinn nýi flokkur beitist svo fyrir því að afstýra íhalds- stjórn og gangist fyrir því að vér fáum „einbeitta framfarastjórn", eins og samþykt hefir verið á flestum fundunum, sem haldnir hafa verið í þessu kjördæmi að undanförnu. Vér lítum svo á, sem þessi krafa um að framfaramenn í báðum flokk- um taki höndum saman og reyni að hafa áhrif á ráðgjafavalið, sé svo sanngjörn og svo sjálfsögð, að það sé í raun og veru óhæfa að ætla nokkurum framfaramanni að hann sé henni mótfallinn. Svo framarlega sem það sé heill og menning þjóðar vorrar, sem verið er að berjast fyrir, þá ætti ekki að mega til minna ætl- ast en að menn með sömu skoð- anir taki höndum saman, þegar um það er að tefla að fá nýja stjórn yfir landið. Vér lítum svo á, senr þessi skoð- un H. H., að fyrst eigi að skipa stjórnina, svo geti framfaramenn farið að taka höndum saman og mynda nýjan flokk, geti alls ekki náð neinni átt, og að það sé skað- ræði að fá íhaldsstjórn nú þegar eftir staðfesting stjórnarskrárinnar. í stað þess að þing og stjórn taki höndum saman og fari að vinna að framförum þjóðarinnar, þá ættu framfaramenn loksins að fara að sameina sig, þegar stjórnin er kom- in! Og hvað verður svo þeirra fyrsta verk? Vitanlega ekkert annað en reyna að steypa íhaldsstjórninni. Hannesi Hafstein þykir þá ekki nóg að viðhalda óvildinni og beiskjunni, sem nú er á milli flokkanna, í lengstu lög, heldur vill hanti, að landið byrji hið nýja stjórnarfars-tímabil sitt á deilum milli stjórnarinnar og þingsins, deilum, sem hljóta að verða blandaðar meiri og minni beiskju, deilum, sem hljóta að verða skað- legar fyrir framfaraviðleitni þjóðar- innar, deilum, sem geta orðið hættu- legarfyrir hið unga þjóðfrelsi landsins. Að hinu leytinu höfum vér aldrei efast um það, að þeir, sem eru oss ekki samdóma um aðalatriðið, að þeir, sem fyrir einhverra hluta sakir leggja ekki aðaláherzluna á það að vér fáum einbeitta framfarastjórn, að þeir, sem framar öllu öðru krefjast þess, að tilteknir menn fái launin, — að þeir menn séu hinni nýju flokksmyndun mótfallnir. Þeir vilja vitanlega, að framfaramenn standi tvístraðir, hver öðrum andstæðir, þar til er laununum hefir verið út- býtt. Svo er ekkert því til fyrirstöðu, aö farið verði að láta framfarahug- inn skifta flokkunum. En í öllum lifandi bænuin ekki fyr — ekki fyr en laununum hefir verið ráðstafað, segja þeir. Og nú segir Hannes Hafstein það skýrara og ákveðnara en nokkur af félöguin hans. Jafnframt því sem Hannes Haf- stein greinir á við „Norðurland" um hina nýju flokksmyndun, er og ágreiningur milli vor og hans um það, hvernig stjórnin eigi að vera. Fundurinn hér á Akureyri álykt- aði að krefjast einbeittrar framfara- stjórnar. Út af ágreiningi, sem varð á fundinum um það, hvað væri framfarastjórn, hélt ritstjóri Nls. því fram, að með henni væri átt við þá stjórn, er bindist fyrir framförunum. Síðan hefir Nl. áréttað það, að það sé sú stjórn, sem vér viljum, sú stjórn, sem framfaramenn æski eftir. H. H. er sýnilega ekkert gefið um orðið „framfarir". Á Glæsibæjar- fundinum mælti hann móti ályktun um að framfaramenn eigi að kjósa á þing og að framfarastjórn eigum vér að fá. Og á sumum fundunum, sem hann hélt á eftir Akureyrar- fundinum, gerði hann tilraunir til að koma að framkvœmdastjórn í fundar- ályktanirnar í stað framfarastjórnar. í svari sínu afneitar hann þeirri stjórn, „er bindist fyrir framförun- um". í þess stað kveðst hann vilja hafa þá stjórn, „sem rneiri hluti þingsins áliti líklegasta til farsælla framkvæmda". Hverjum manni, sem athugar mál- ið með skynsemd, liggur í augum uppi, að hér er um stórmikinn skoð- anamun að tefla, svo framarlega sein H. H. hefir gert sér ljóst, hvað hann var að rita, þegar hann setti saman svar sitt til Nls. Sú stjórn, „sem meiri hluti þings- ins álítur líklegasta til farsælla framkvæmda", er ekkert annað en meiri hluta stjórn. Meiri hlutinn telur ávalt þá stjórn, sem hann styð- ur, „líklegasta til farsælla fram- kvæmda". En framkvæmdirnar þurfa alls ekki að sjálfsögðu að vera í framfaraáttina. Meiri hlutinn getur talið það „farsælar framkvæmdir" að bæla niður með valdi frelsishreyf- ingar þjóðarinnar, ofsækja menn o. s. frv. Gerum t. d. ráð fyrir, að hér á landi kæmi upp sósíalistaflokkur. Meiri hlutinn gæti vel talið það „farsælar framkvæmdir" að þröngva kosti þess flokks. En slíkt væru eng- ar /ram/ara-framkvæmdir. Að sjálfsögðu vill Nl. hafa meiri hluta stjórn, stjórn, „er viðurkennir þingræðið og byggir stjórn sína á því", eins og kveðið var að orði í fundarályktuninni, sem samþykt var hér á Akureyri. En eins og Akur- eyrarfundurinn og aðrir fundir, sem haidnir hafa verið hér í kjördæm- inu, krefst Nl. miklu meira af hinni nýju stjórn. Það krefst þess, að hún verði „einbeitt framfarastjórn", að hún „bindist fyrir framförunum", að hún leggi hið ríkasta kapp á að fá rannsakað, hvað koma megi þessari þjóð að haldi í sem flestum efnum og vinni að því af alefli að koma því í framkvæmd, jafnskjótt sem þjóðin sannfærist um, að það sé sér fyrir beztu. Þetta er „einbeitt framfarastjórn". Þetta er sú stjórn, sem Nl. hefir á- valt haldið fram. Þetta er sú stjórn, sem eyfirzku fundirnir hafa verið að heimta. Þetta er sú stjórn, sem Hannes Hafstein hefir á fundunum lofað að stuðla til að vér fengjum. Þetta er sú stjórn, setn hann afneit- ar nú. Þetta er sú stjórn, sem er svo fjarri huga hans, að hann rugl- ar henni hvað eftir annað saman við „framkvæmdastjórn". En þetta er líka sú stjórn, sem er gersam- lega þveröfug við þá stjórn, er vér höfum haft og H. H. hefir stutt af alefli. Tíðarfar afar kalt alt af, stöðug kólga til hafsins og leysing engin. I sumum sveitum í Eyja- fjarðar- og Þingeyjarsýslum jarðbönn, og heyskortur allgeigvænlegur fyrir höndum, svo framarlega sem ekki skifti bráðlega um til betra.

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.