Norðurland


Norðurland - 09.05.1903, Qupperneq 2

Norðurland - 09.05.1903, Qupperneq 2
Nl. S t j a r n a n. (CH vinar m/ns.) »Góða stjarna, hýr og hrein, hlýlegt bros á döpru kveldi. Hugum barna gátu grein. Góða stjarna, skær og hrein, tindrar þarna uppi ein, orpin gráum þokufeldi. Góða stjarna, hýr og hrein, hlýlegt bros á döpru kveldi. Áfram haltu beina braut, brátt fær þú í gröf að síga; enn er kalt við unnarskaut, áfram haltu þína braut. Vega salt í þungri þraut þúsund kraftar, falla, stíga. Áfram haltu beina braut, brátt fær þú í gröf að síga.« * Yndisleg á alla grein, eg vil hana lofa og prísa. Stjarna þarna er uppi ein, yndisleg á hverja grein, skær og fögur, heið og hrein, heimi engar fegri lýsa. Yndisleg á alla grein, eg vil hana lofa og prísa. Mæni eg hljóður þrátt til þín, þegar alt er rótt á kvöldin; stilta, bjarta stjarnan mín, stari eg löngum upp til þín, Búnaðarframfarir. Svar til Björns Jenssonar frá Stefáni Stefánssyni. Það hefði verið miklu nær fyrir vin minn Björn Jensson að játa blátt áfram öfgarnar í grein sinni í ísafold í vetur »um undirstöðu búnaðarframfara* held- ur en að fara að telja fólki trú um það í ii. bl. ísafoldar þ. á., að við vær- um og hefðum í rauninni verið sam- mála, það væri »miklu fremur í orði en á borði, sem okkur greindi á um það mál. í mörgu vorum við þegar á einu máli, eins og eg tók fram i grein minni, t. d. í því »að jarðræktin yrði hér eins og annarstaðar að byggjast á vísinda- legum grundvelli*, og nú sé eg mér til stórmikillar gleði, að hinn háttvirti höf. er orðinn mér sammála í ýmsum ágreiningsatriðum, þó hann vilji ekki eða geti kannast við, að hann hafi sannfærst af mótmælum mínum. Grein mín mótmælti sérstaklega þeirri staðhæfing höf. »að þúfnaslétt- unin, eins og henni hefði verið háttað hingað til, væri engin sönn jarðabót, því hvorki þurkaði hún jarðveginn, hitaði hann né greiddi fyrir viðrun- inni.« Nú heldur höf. því fram, að eg sam- sinni óbeinlínis þessari staðhæfing hans, þar sem eg segi, að reynt sé að þurka jarðveginn um leið og sléttað sé, annaðhvort með lokræsum eða á ann- an hátt; með þessu játi eg að slétt- unin eintóm þurki ekki jörðina, — þar þurfi annað og meira til. En mér er spurn, gildir ekki ná- kvæmlega hið sama um hið plægða sáðland, sem höf. talar um. Hann hefir sjálfsagt reynslu fyrir því, að mýrarnar kringum Reykjavík verða ekki að túni, hve oft, sem þær eru plægðar og í þær sáð, nema þær séu þú sem hátt í hreinleik skín hrímug bak við rökkurtjöldin. Mæni eg hljóður þrátt til þín, þegar alt er rótt á kvöldin. »Þegar alt er orðið hljótt«, ertu, stjarna mín, á verði. Svæfir margt hin svarta nótt, samt er ekki að fullu hljótt: Ekki er hjartans óskum rótt, unz það byrgist grænum sverði. »Þegar alt er orðið hljótt«, ertu, stjarna mín, á verði. Leiftrar stjarna um himins hyl. Hjartans eru dýpri álar. Þeir frá ströndum stranda til stika marar reginhyl; á þó vita engi skil undradjúpi vorrar sálar. Leiftra stjarna um himins hyl. Hjart: ns eru dýpri álar. Tindra stjarna, hrein og heið, himneskt bros um nóttu svarta. Birtu megna myrkraneyð, mardjúp sálar, björt og heið! Berðu kveðju langa leið ljúfum barm frá döpru hjarta. Tindra stjarna, hrein og heið, himnes' t bros um nóttu svarta. ræstar fram um leið; en sé það gert, þornar jarðvegurinn og hitnar og mýrin verður fyr eða síðar að túni eða töðu- graslendi, hvort sem hún er þakin grasþökum eða í hana sáð grasfræi. Það er því deginum ljósara, enn ljós- ara en það áður var, að höf. hefir al- veg ranglega fundið þaksléttunarað- ferðinni það til foráttu í samanburði við sáðsléttunina, að hún þurkaði ekki jarðveginn, því í þessu eiga þær al- veg sammerkt, og með þeim sama rétti sem höf. staðhæfir að sléttunin sé engin jarðabót af því hún eintðm þurki ekki jarðveginn, mætti segja, að plæg- ingin væri engin jarðabót, af því hún ein þurkar heidur tkki jarðveginn. — En mér kemur e ;i til hugar að halda fram slíkri fjarstæðu. Eg læt þetta nægja sem dæmi upp á rökfærslu höf., og hvernig megi snúa henni gegn honum sjálfum. Annars er alt tal hins háttvirta höf. um, að jarðvegurinn hvorki þorni, hitni, né honum bætist efni með slétt- uninni einni eða >sléttuninni tómri< al- veg út í bláinn, fer fyrir ofan og neðan það, sem um er að ræða, og er í rauninni iómur útúrsnúningur. Eða hvað meinar höf. með þessari »tóma sléttun?< — Líklega eingöngu jöfnun á yfirborðinu án nokkurar frek- ari aðvinslu. En ekki veit eg til, að slík sléttunaraðferð hafi nokkurn tíma eða nokkurstaðar verið viðhöfð hér á landi, síðan Ormur Stórólfsson gekk að slætti á Hvoli sællar minningar og sló þúfurnar með. Annarstaðar þekki eg hana ekki í »praxís«, þessa tómu déttunar-»teoriu« höf. Þao getur því ekki verið um þessa eða þvílíka sléttunaraðferð að ræða, þegar við höf. í fyrri greinum okkar tölum um »þúfnasléttun, eins og henni hefir verið háttað hingað til«, því allir vita og höf. sjálfsagt líka, að hún er 130 í þvf fólgin að rista ofan af gras- svörðinn, pæla jarðveginn eða plægja, jafna flagið, bera í það áburð (undir- burð) og þekja það að því búnu með grassverðinum, og loks bera ríflega ofan á þökurnar. Þannig er þúfna- sléttun alment varið, og það er þessi þúfnasléttun, sem eg hefi haldið fram að væri meiri og minni jarðabót og jarðvegsbót, eftir.því hve vandlega er að henni unnið, en því neitaði höf. afdráttarlaust. Þó hann nú vilji nauð- ugur við það kannast og segi að þetta sé ekki tóm slétiun, heldur eitthvað annað og meira, þá var ekki og gat ekki verið um aðra sléttun að ræða, en þá sem hér er lýst. Eg hafði þá enga hugmynd um »sléttunina tómu«. En þó eg hafi haldið því fram gegn neitun höf. og sýnt það og sannað með áþreifanlegum dæmum, að þúfna- sléttunin sé jarðabót, þá þverneita eg því, sem höf. gefur í skyn, að eg hafi »talið henni flest til gildis framyfir sán- ing og sáðlandsrækt*. Mér hefir meira að segja aldrei komið það til hugar. Eg hefi að eins sagt satt um hana, alveg öfgalaust, og ráðið bændum alment frá, að fylgja því hvatvíslega ráði höf. að hætta nú þegar að slétta og breyta túnunum í sáðland, meðan nálega alla þekkingu og kunnáttu vant- aði við meðferð sáðlands og alla að- vinslu, meðan þeir menn voru sárfáir á öllu landinu er gætu leiðbeint mönn- um í þessu efni, engin íslenzk gras- fræræktun til og loks engin reynsla fyrir því, hve miklu arðvænlegri þessi aðferð væri en gamla aðferðin. Eg hefi ráðið bændum til að halda fyrst um sinn áfram með þúfnaslétt- unina, en vanda hana sem bezt og nota hestaflið sem mest, svo hún yrði sem ódýrust, en jafnframt hefi eg ráð- ið til að gerðar yrðu alvarlegar til- raunir með grasfræsáning, grasfræraekt, tilbúin ábúðarefni o. fl. í tveim til- raunastöðvum, annari á Suðurlandi og hinni á Norðurlandi, undir stjórn og umsjón vel hæfra manna. Enn fremur legg eg til, að sem flestir ungir menn úr hverju héraði séu látnir læra plæg- ingu og önnur vandameiri jarðyrkju- störf hjá þeim fáu mönnum hér á landi, sem kunna þetta til fullnustu, eða sendir út til þess að vinna á fyrir- myndarbúum erlendis. Loks legg eg til, að vér komum okkur upp efnafræð- isverkstofu. Allar þessar tillögur sýna, að eg læt mér ekki »lynda gömlu jarðabóta- aðferðina*, eins og höf. vill gefa í skyn; en eg vil ekki varpa henni fyrir borð fyrri en eg hefi fengið aðra betri í staðinn, sem hægt er að framkvæma. Eg vil kosta kapps um og verja miklu fé til þess, að finna upp nýjar ræktunar- aðferðir og undirbúa landslýðinn svo, að hann geti tekið við þeim og hag- nýtt sér þær jafnótt og þær finnast. Eg held því föstu að landbúnaðar- framfarir vorar verði aðallega að byggj- ast á innlendri reynslu og gæti, ef tími og rúm leyfði, leitt að því óyggj- andi rök. ísland er svo gagnólíkt öll- um öðrum löndum að loftslagi og jarð- vegi, að óhugsandi er, að útlendar jarðyrkjuaðferðir geti átt hér við að öllu leyti. Vér gætum lært margt af útlendingum, en við verðum að laga það meira og minna til í hendi okkar og það getur reynslan ein kent okkur. í þessu felst enginn »vantrausts- fyrirsláttur«, eins og höf. segir. Eg Indriði Þorkelsson. veit að hinn háttvirti höf. hefir ekki meiri trú á framtíð þessa lands og framförum í landbúnaði þess en eg, þó okkur greini á í ýmsu. Hann sýn- ist jafnvel vera öllu trúminni, því hann efaðist um í ritgjörð sinni í vetur að sáðlandsyrkja gæti hepnast nema á Suðurlandi sunnan Snæfells- ness, jafnvel þótt hann skoraði al- ment á menn að taka hana upp, en eg hefi þá trú og von, að hún geti hepnast um land alt, að nyrztu út- kjálkum ef til vill undanteknum, þegar menn hafa lært til hennar og eiga kost á að nota ísl. fræ. En til þess að þessi trú geti bráð- lega orðið að skoðun og þessi von að sannfæringu og til þess að hrekja efasemdir höf. þurfum við að fá góða tilraunastöð hér nyrðra og það þegar í stað. Við höfum ekki fremur efni á því en Sunnlendingar að »láta jörðina leifa stórum af gróðurmagni sínu«, ef unt væri að ná því öllu. Hlutverk norð- lenzku gróðrarstöðvarinnar er hvorki meira né minna en það, að skera úr því með áreiðanlegri vissu, hvort alt landið norðan Snæfellsness á um aldur og æfi að vera »óræktað« samkvæmt kenningu höf. eða hvort unt sé að breyta því í sáðland. Þessi úrskurður er svo mikilsverður, að til þess virðist kostandi nokkuru fé að fá hann sem áreiðanlegastan. Því undrunarverðari er sú mótspyrna, sem virðist bóla á hjá ráðandi mönn- um í höfuðstaðnum gegn tilraunastöð hér fyrir norðan. Tilraunastöðin reyk- víkska á að duga okkur, þó vitanlegt sé, að lítið sé meira á henni að græða fyrir oss Norðlinga en tilraunastöð norðaustur í Noregi; svo ólíkt er Norðurland Suðurlandi. En Reykjavík og grannhéruð hennar geta haft henn- ar full not og eiga að hafa ómetan- legt gagn af henni, sé hún í góðu lagi. Þetta er sumum nóg, en auð- vitað þeim einum, sem hættir við að gleyma því, að nokkurt land sé til fyrir utan það, sem sést af Skólavörð- unni eða Öskjuhlíð, eða að minnsta kosti sjá það og hag þess í þoku og ráðgátu. En svo þröngsýnum mönnum er tæplega trúandi til þess að beit- ast fyrir mikilfenglegum og víðtæk- um framkvæmdum til framfara land- búnaði vorum, eða leggja trausta »bún- aðarframfaraundirstöðu «. Á undan eða á eftir? »Norðurland« hefir sent þeim mönn- um, er spurningarnar lögðu fyrir þing- mannaefnin á fundinum hér á Akur- eyri, eftirfarandi Fyrirspurn: Skilduð þér ekki svo ummæli sýslu- manns Hannesar Hafsteins á fundinum, sem haldinn var hér á Akureyri ^15. f. m., að hann ætlaðist til þess »að framfaramenn úr báðum flokkum taki höndum saman og myndi nýjan flokk«, áður en hin nýja stjórn verður skipuð? Þeir hafa sýnt blaði voru þá góð- vild að senda oss eftirfarandi Svar: »Þegar vér komum oss saman um að leggja þá spurningu fyrir þing- mannaefnin hér, hvort þeir vildu stuðla að því að framfaramenn úr báðum flokkum tækju höndum saman og mynduðu nýjan þingflokk, gerðum

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.