Norðurland


Norðurland - 09.05.1903, Síða 3

Norðurland - 09.05.1903, Síða 3
Nl. 131 vér það af því, að oss var ljóst, að ef þeir lofuðu þessu og entu það, þá væri trygging fengin fyrir því, að framfaramenn á þingi gætu notið sín sem þingflokkur og haft afl til þess að stuðla að því, að landið fengi ein- beitta framfarastjórn; með því er gefið, að vér álitum, að samtök þessi mættu ekki og ættu ekki að dragast þangað til að stjórnin er búin að taka við taumunum. Vér skildum ummæli Hafsteins út af þessari fyrirspurn svo, að hann væri eindregið á sama máli og vér, og því gerðum vér enga athugasemd við þau á fundinum. Frb. Steinsson. Fr. Kristjánsson. Páll Briem. Sömuleiðis hefir >Norðurland« lagt fyrir þingmannaefnin öll, sem hér eru í kjördæminu, Kl. Jónsson, Stefán Stefánsson og Guðm. Finnbogason þessar Fyrirspumir 1. Ætlist þér ekki til þess, »að fram- faramenn í báðum flokkum taki hönd- um saman og myndi nýjan flokk,« áður en hin nýja stjórn verður skipuð? 2. Ætlist þér ekki til þess, að reynt verði með þeirri flokksmyndun að hafa áhrif á það, hvernig hin nýja stjórn verði? Svör. Þingmannaefnin hafa öll svarað góð- fúslega, og játað báðum spurningun- um hiklaust. Að eins hafði St. St. þann fyrirvara f svari sínu upp á fyrri spurninguna, að hann ætlist til að hinn nýi flokkur verði myndaður »strax er stjórnarskrárfrumvarpið er samþykt af þinginu.« '4 Glæsiboejarfundurinn. Tillagan, sem um var deilt á Glæsi- bæjarfundinum, var svo hljóðandi: »Fundurinn lýsir yfir því, að hann álítur lífsspursmál fyrir þjóðina að kjósa til þings á komandi vori ein- læga framsóknarmenn, er styðji þann mann einn í ráðherrasessinn, er sýnt hafi ótvíræðlega, að hann er einbeittur framfaramaður í stjórnmálum.« Gegn þessari tillögu barðist Hannes Hafstein fastlega, taldi orðin »fram- sóknarmenn* og »framfaramaður« í tillögunni merkja »VaItýinga«. Ýmsir mótmæltu því harðlega, að nokkurn skilning mætti leggja í þessi orð annan en beint væri í þeim fólginn, og sérstaklega mótmæltu þeir því, að hér væri átt við Framsóknarflokks- menn fremur öðrum. En til frekari áréttingar var tafarlaust boðið að breyta orðinu »framsóknarmenn« í »framfaramenn«. H. H. andmælti til- lögunni þrátt fyrir þá breytingu. Vér höldum því fram, að þetta sé alveg sams konar tillaga eins og sú, er samþykt var hér á Akureyrarfund- inum og víðar, þó að hún sé nokkuð annan veg orðuð. Þrátt fyrir mótmæli H. H. í svari hans, virðist engin þörf að deila framar um það atriði. Afneifunin. »Norðurland« hafði haldið því fram, að Hannes Hafstein væri í bandalagi við nokkura menn, og hafði hvað eftir annað nafngreint þá. Hér á Akureyrarfundinum lýsti H. H. yfir því, að hann væri »ekkert á- hangandi« þeim mönnum, sem hann hefði verið bendlaður við. Engum heil- vita manni, sem Nl. hefir lesið, gat dulist, að hann var þá að neita því, sem í Nl. hafði staðið. Nú neitar hann því í svari sínu, að hann hafi afneitað bandalagi við þessa nafngreindu menn, af því að þeir hafi ekki verið nefndir á nafn á fundinum. Eins og það skifti nokkuru máli, hvort þeir voru nefndir á nafn eða ekki, þar sem enginn maður gat á því vilst, að hann var að afneita banda- lagi við þessa menn, og enginn mað- ur hafði nokkuru sinni haldið því fram, að hann væri í bandalagi við neina aðra! Jarðrækfarfélag Akureyrar hélt aðalfund 4. þ. m. F.ndurskoðaðir ársreikningar félagsins voru lagðir fram og samþyktir. Stjórnin lagði fram skrá yfir jarðabætur, sem félagsmenn höfðu unnið árið, sem leið, 150 dagsverk. Amtmaður Páll Briem flutti erindi um garðyrkjuskóla og tilraunastöðvar og lýsti þeim umbóta-árangri, sem af þeim hefði orðið í nágrannalöndunum og hvers vænta mætti af þeim hér á landi. Vigfús Sigfús- son hótelseigandi skýrði frá tilraunum, sem gerðar höfðu verið á Vopnafirði fyrir nokk- urum árum með plægingu og grasfræsáning. Um stofnun hlutafélags til að koma upp kúabúi hér f bænum var mikið rætt og í því máli kom fram svolátandi tillaga: ,<að félags- stjórnin láti rannsaka, hvað kosta muni að byggja fjós, hlöðu og haugstæði fyrir 50 kýr, og að hirða og mjalta þær og flytja mjólk- ina um bæinn, líka að hún reyni að afla sér upplýsinga um, hvaða gagn kýr hér hafa gert síðustu árin og hvað kúahald kostar að tneðaltali hjá einstökum niönnum, og jafnframt að rannsaka, hvað kosta mundi að afgirða land til ræktunar sem svarar 150 dagsl. á Eyrarlandstnóum eða öðrum hent- ugum stað. Nefndin hafi lokið starfi sínu innan fjögra vikna og kostnað þann, sem af þessu leiðir, má borga úr félagssjóði. Stjórnin var endurkosin, Friðbj. Steinsson, Páll Briem og ÞórðurThorarensen, og endur- skoðendur líka (M. B. Blöndal og Páll Jónsson). Ný gáfuráöning. Allir þekkja gátuna: Hvort viltu heldur það, sem yfir stökk, ofan í datt eða eftir sat? Öldruð og gáfuð kona hér frammi í firð- inum fann nýja ráðning þessarar gátu, þegar hún sá svar Hannesar Hafsteins til Norður- lands í síðasta blaði konsúlsins: Það, sem yfir stökk, er H. H. Það, sem ofan í datt, er loforðin hér á Akureyrar- fundinum. Það, sem eftir sat, er fyrirætl- anir hans, eins og þær koma fram í kon- súls-blaðinu. Óþörf hugulsemi. í skugga, þar sem sést ei sól, svipinn hans eg kenni; þar hefir inn í skálkaskjól skriðið lítilmenni. Óþörf hugulsemi er það af ýmsum mið- ur góðgjörnum mönnum, að ætla mér og jafnvel fullyrða, að eg hafi ort vísurnar í 15. tbl. „Gjallarhorns", þar sem þessar vísur auðskiljanlega meiða mann, sem eg hefi í fleiri ár reynt og þekt að mörgu góðu en engu illu. Akureyri 5. ntaí 1903. Magnús Einarsson. Bæjarsfjórnarfundur. Þriðjud. 5. maí. Allmikið rætt um stækkun barnaskólans. Ákveðið að útvega nýja áætlun og málinu annars frestað um viku. Sigurði Þórðarsyni heimilaður grunnur norður af Goodtemplarahúsinu, að minsta kosti 15 álnir frá því, 24 að lengd vestan við Hafnarstræti og 21 al. á breidd. í sóttvarnarnefnd kosinn J. V. Havsteen. Jóni Kristjánssyni á Birningsstöðum veitt aðsetursleyfi. Lagt fram bréf frá sýslumanni Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, þar sem krafist er 25 kr. meðlags með stúlkubarni. Ákveðið að neita að borga meira en 15 kr. með- lag. Verði hlutaðeigandi hreppur ekki á- nægður með það, óskast barnið sent hing- að. Bæjarfógeta falið að taka fyrir hönd bæjarins 2500 kr. bráðabirgðalán til girð- inga um Nausta- og Eyrarlands-land. Samþyktar tillögur Eyrarlandsnefndar um sölu á lóðum til garðræktar til handa Al- bert Jónssyni, Magnúsi Jónssyni og Lúðvík Sigurjónssyni, fyrir venjulegt verð. Ákveðið að kaupa af Jóni Sigurðssyni lóð í Skammagili, 360 ferhyrningsfaðma fyrir 36 kr. Hafísinn. Hvalabátur kom inn á Siglufjðrð utn miðja síðustu viku vestan að. Is hafði verið landfastur við Horn, en báturinn komst gegnum glufu á ísnum tvær mílur undan landi. »Skálholt« hafði legið á Isafirði, þegar skipverjar vissu síðast, og hafst ekki að. Síðar hefir borist fregn með fiskiskipinu »Otto Jakob« um, að ísinn sé farinn. Það kom vestan fyrir Horn, og sá þar íshroða fast við strendurnar, en varð að öðru leyti ekkert vart við ís. Hákarlaskipin, sem komu í gær, hafa ekki orðið neins íss vör. Vindstaðan úti í hafinu hefir, í allri þessari ferð þeirra, verið austan og suðaustan. þilskipin. Með Siglufjarðarpósti síðasta fréttist, að þessi hákarlaskip hefðu komið inn á Siglu- fjörð með afia, sem nú skal greina: »Henn- ing« 58 tn.; »Flink« 53 tn.; »Vonin« 50 tn.; »Siglnesingur« 48 tn.; »Fönix« 34 tn.; »Njáll« 31 tn.; »Áki< 30 tn.; »Latibrúnn« 18 tn. Hingað hafa þessi hákarlaskip komið, öil 8. maí: »Anna«, 107 tn.; »Kirstine«, 33 tn.; »Kristján«, 139 tn. Fiskiskipið »Otto Jakob« kom 7. maí með 14.000. Sigling. Seglskipið »Ingeborg« kom 4. þ. m. frá útlöndum með vörur til Höepfners og Gudmanns Efterfl. verzlana. 4 Fyrirspurnir. Hefir nokkur breyting orðið á þvi ákvæði í Tilskipun um veiði á íslandi 20. júní 1849: »Ef jörð liggur að sjó, á eigandi veiði í haf út, 60 faðma frá stórstraums- fjörmáli ? Nei, engin breyting, nema að því er snertir síldarnætur. Ótrúlegt en satt! Hljómfegri, ódýrari og end- ingabetri Orgel-harmonium en áður hafa fluzt til íslands útveg- ar nú Stefán Eiríksson, Refsstöð- um pr. Holtastaðir. Crawfords ljúffenga BISCUITS (smákökur) tilbúið af CRAWFORD & SONS Edinburgh og London stofnað 1813. Einkasali fyrir ísland og Færeyjar F. Hjorth & Co., Kjöbenhavn, K- Pprfppf u Hinn eini útsölu' „I Cl loUl. maðurá Akureyri fyrir skilvindur frá Burmeister & Wain selur hina ágætu endurbættu „Perfect" skilvindu ódýrar en nokk- ur annar Nr. 00 á kr. 88.00, Nr. 0 á kr. 98.00, Nr. 1 á kr. 108.00. Sigvaldi Pórsteinsson. Auglýsing. Hér með skora eg á pá, sem hafa átt ókláruð viðskifti við föður minn sál., Indriða Isaks- son, Keldunesi, að gefa sig fram sem allra fyrst, pví kröfur í bú hins látna verða ekki teknar til greina, nema komnar séu til mín fyrir 30. júli næstkomandi. Keldunesi 27. apríl 1903. ‘Björn Jndriðason. Qóöir trésmið ir geta fengið vinnu í sumar hjá j. Gunnarsson & S. jóhannesson, Akureyri. Samskotaloforð til sjúkraskýlis í Höfðahverfishéraði (í krónum). Fallið úr fyrri auglýsingu: Björn Jónsson, Syðragarðshorni, 2. — Jón Kristinsson, Yztabæ, 5; Sigurjón Arnason, Hrísey, 1; Pálmi Kristjáns- son, Hjalteyri, 1; Jón Jóhannesson, Götu, i; Gísli Jónasson, Lómatjörn, 2; Jóhann Jóhannsson, Ytra-Hvarfi, Svfdl., 50, (hlutabréf Gránufél.); Guðlaugur Jóakimsson, Höfða, 4; Friðleifur Jó- hannsson, Háagerði, 5; Jóhann Jóhanns- son, s. st. 1; Sigurður Þorkelsson, Upsabúð, 1; Kristinn Gunnarsson, Mið- koti, 1. Áður auglýst kr. 958.75 T~ kr. 302.00 (gjöfin frá íslendingum í Vestur- heimi). Samtals: kr. 1332.75. Allir sem loforðum hafa safnað eru beðnir að halda því áfram. Þeir, sem ekki hafa þegar borgað loforð sín, áminnast um að borga sem fyrst. Grenivík í aprílm. 1903. Sigurður Hjörleifsson. Jálka neftóbakið er bezta neftóbakið. SKANDINAVISK EXPORTKAFFE SURROGAT Kjöbenhavn. J. JCjorth & Co. Gott, íslenzkt saltkjöt selur Jóhann Vigfússon.

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.