Norðurland


Norðurland - 09.04.1904, Blaðsíða 4

Norðurland - 09.04.1904, Blaðsíða 4
JMorðurland. Enn má fá 3. árgang Norðurlands fyrir 2 krónur. Því kaupi fylgir fyrri hluti sögunnnar Spœjarinn“, 208 blaðsíður. Og peir, sem kaupa og borga 4. árgang blaðsins, fá ókeypis síðari hlutann. m. Fyrir 5 krónur,^ sem borgast á 2 árum, geta pannig nýir kaupendur fengið 104 arkir af Norðurlandi og um 400 pétttprentaðar sögublaðsíður. Betri blaða- og bókakaup eru ekki boðin hér á landi. Þeir, sem ætla sér að ná í upplagið, áður en pað prýtur, ættu að gefa sig fram sem fyrst. ETABLERET 1825 Lífsábyrsrðar-hlutafélasrið STANDARD Eignir................yfir 192 milj. kr. Árstekjur............. 24 » » Útborgaðar ábyrgðarfjár- hæðir................ » 399 » » Bónus tilheyrandi ábyrgð- arbréfunum............. » 127 » » Sfjórn fyrir Norðurlönd. Yfirpresident V. Oldenburg, (K1., DM.), formaður. - Hs. Ekscellence, Viceadmiráll N. F. Ravn (RE.*, SK.*. DM.). - Etazráð, stór- kaupmaður Claus L. Smidt, (K.2), meðliinur í stjórnarráði Handelsbanka Kaupmannahafnar. O. A. Kaae, framkvæmdarstjóri. Aðalskrifstofa fyrir Norðurlönd Kongens Nytorv 6 (eign félagsins). Fyrir þá, sem strax frá byrjun óska sér að fá lífs- ábyrgð med svo lágu iðgjaldi, sem hægt er, hefir „Stand- ard" komið á nýrri töflu, og eftir henni er hægt að fá lífsábyrgð með íægra iðgjaldi en i nokkuru öðru félagi, sem starfar hér eða í Danmörku, og ekkert félag býður þeim vátrygðu meiri tryggingu Vátryggið því líf yðar eða barna yðar í „Standard", þar sem menn einnig geta keypt sér lífrentu eða ellistyrk. '-:Umboðsmenn verða teknir. Aðalumboðsmaður fyrir Norður- og Austurland H. EINARSSON. dögum, er bölvunin hafði enn ekki yfir hann komið. Hann lyfti henni hátt upp yfir mann- þröngina., Blótinu og ragninu svaraði hann með skellihlátri eins og vitlaus maður; höggin dundu á andlitinu á honum, en hann hirti ekki meira um þau en hann væri laminn með hálmstrám. Konurnar réðu á hann, en hann hratt þeim frá sér og trampaði ofan á þær. Ástríða vitfirr- ingarinnar hleypti í hann tíu karimanna kroftum. Að lokum hörfaoi fólkið frá hon- um óttaslegið. Óhljóðin hættu og bareflin voru látin niour falla. Svo varð hann einn með stúlkuna, dró hana út í bát hennar og ýtti frá landi. Marian hafði látið aftur augun, þegar mannfjöldinn ruddist utan að henni. Hún hugði, að nú væri banastund hennar kom- in. Hún bjóst við, að eitthvert höggið mundi lenda á henni, og að þá losaðist hún burt frá þessum voðalegu sýnum og óhljóðum. Hún misti samt ekki máttinn, vissi alt af hvar hún var og hve mikil hætta var á ferðum. Hún heyrði glögt, hvernig vitfirringurinn ólmaðist, þegar hann var að verja hana, hún fanri heitan and- ann út úr honum á kinn sér, og hún kvaldist af því að finna, þegar hann kom við hana. En hún vildi ekki líta á hann. Hún fekk suðu fyrir eyrun og henni datt ekki í hug að óska þess, að hún mætti halda lífinu og verða frjáls aftur. Hún vonaði það eitt, að dauðinn mætti koma skyndilega. Þegar hún fann, að tökin urðu lausari á henni og hún rann út úr hönd- unum á honum, var hún sér þess enn meðvitandi, að hann var við hlið hennar. Loks opnaði hún augun og sá þá, að bát- urinn var kominn góðan spöl frá strönd- inni. Hún sá Ijóskerin færast fram og aftur uppi í brekkunni og heyrði söng prestanna, sem lét hærra en óp skrílsins. Maðurinn hafði bjargað lífi hennar; en ekki þorði hún að hugsa um það, hvert hann færi með hana í náttmyrkrinu. Holdsveiki maðurinn var hár vexti og ramur að afli. Hann reri fyrirtaks knálega, svo að báturinn barst óðfluga út til hafs. Hann virtist um stund hafa gleymt kon- unni, sem lá við fætur hans. Orð hans voru sitt úr hverri áttinni, en hann lét dæluna ganga í sífellu. Svo varð eyjan eins og ofurlítill blettur á sjónum og ljóskerin sýndust eins og blikandi stjörn- ur. Raddirnar heyrðust ekki lengur. Þögn næturinnar lá eins og ábreiða yfir vötn- unum. Marían héit, að nú væri verið að flytja sig út úr heiminum. Hrollur fór um hana af kulda og sævardropunum, sem skvettust framan í hana. Smátt og smátt fór hún að finna til nýrrar skelfingar — óttans við manninn, sem hafði bjargað henni. Hún var hrædd við að hreyfa sig, var ófús á að minna hann á návist sína. Þeg- ar hann hætti að róa, gat hún heyrt hjart- að slá í brjóstí sér. »Hann stóð grafkyr og var hugsi, starði inn að ströndinni, sem þau höfðu farið frá. Svo sneri hann sér skyndilega við og rak upp hljóð; hann hafði gleymt stúlk- unni, gleymt því, hvernig á því stóð, að hann var þarna í bátnum, og hvernig hann hafði orðið viðskila við félaga sína. En nú vaknaði aftur hvöt sú, er hafði komið honuin til þess að þrífa hana í faðm sér. Hann kraup á kné og hvíslaði að henni ástúðlegum orðum. Hann klappaði blíðlega á hönd hennar, eins og menn klappa dýrum. Hann strauk vott hárið frá enni hennar og sveigði höfuðið á henni aftur á bak, til þess að geta séð inn í augu hennar. Hann nefndi hana nafni, sem honum hefir að líkindum þótt vænt um fyrir mörgum árum. Hún leitaði við að færa sig undan honum með hryllingi, en þá urðu blíðmæli hans að hótunum og ókvæðisorðum. Hann þreif utan um báða úlnliði hennar og ætlaði sér að kyssa hana á munninn. Hún æpti af hræðslu og sleit sig af honum. Langar mínútur liðu, áður en þau hreyfðu sig aftur og litu út í náttmyrkrið. Marian kveinaði aumkvunarlega. »Páll,« sagði hún með ekka. »Ó guð minn góður, komdu til mín, PállN Oglögt svar barst utan af sjónum. Hún hélt fyrst, að það væri ekki annað en draumur, en vitfirringurinn Iagði við hlust- irnar. Kallað var eitt eða tvö skifti, og hún heyrði, að kallað var á ensku. Þegar henni skildist það, að þetta var ekki draumur, að hún hefði í raun og veru fengið svar utan af sjónum, var sem söng- ur frá himnum bærist að eyrum hennar. Hugrekkið lifnaði aftur. Hún spratt upp og steypti sér útbyrðis. Hún heyrði háan, djöfullegan hláíur um Ieið og særinn lukt- ist saman yfir höfði hennar. Það var vit- firringurinn, sem var að hiæja. Hann hafði gleymt henni á ný. Særinn var kyr eins og stöðuvatn á sumardegi. Tunglið var nýkomið upp og varpaði silfurslikju sinnj yfir sofandi eyj- arnar. Marian fann svalt vatnið á andliti sér. Hún hafði kunnað sund, síðan er hún var barn. Hún synti nú, eins og óvinir væru á hælum hennar, í áttina til radd- anna, sem hún hafði heyrt. Hún hélt, að guð ætlaoist ekki til þess að hún tortímd- ist, og henni fanst, sem hún væri þegar komin í faðm unnusta síns. Enn gat hún átt líf framundan sér, og það við hlið hans, sem hún hafði yfirgefið. Ekki var óhugsandi, að hún Iegði morguninn eftir höfuð sitt á öxl honum, og að þá gæti hún sagt honum, að nú skyldi ekkert framar skilja þau hvort frá öðru. Föt hennar voru rennandi og þung, en hún synti samt áfram og lét ekki hugfallast. »Eg vil til Páls!« sagði hún við sjálfa sig. >Ó, guð hjálpi mér, ekki get eg dáið hér!« Undirheimar virtust standa opnir til þess að svelgja hana, en stjörnurnar glömpuðu á himninum og hún þótúst sjá hlið him- insins björt og skínandi; hún sá í anda ókomna æfi sína fulla af ást og hamingju. »PáIl,« hrópaði hún. »Komdu til mín; eg vil ekki deyjaN Meðan hún var að hrópa þetta, fanst henni, sem kaldar hendur væru að draga hana ofan í djúpið; en í sama vetfangi kom bátur út úr myrkrinu, sterkir hand- Ieggir þrifu í hana, hún sá ástvin sinn lúta niður að sér, hún sá stjömubjartan himin, heitar varir kystu hana á ennið, örmum var vafið utan um hana ástúðlega og karlmaður faðmaði hana, eins og hann ætlaði aldrei að sleppa henni framar úr faðmi sér. »EIskan mín, það er eg, Páll! Guði sé lof, hún er lifandi!« Hún var skyndilega komin upp á þil- farið á »Esmeröldu«, og Páll bar hana ofan í káetuna. Hún hafði ekki þrótt til að tala, en hélt um báðar hendurnar á honum og sofnaði fast. I dögun komu mennirnir á »Esmeröldu« auga á eitt af herskipunum í Eystrasalts- flotanum. En Jón gamii togaði upp á sér buxurnar við þá sjón og mælti: »Fjandinn hafi þá! Nú eru þeir þeim megin við okkur, sem þeim kemur ver, piltar! Kl. 8 verðum við komnir til Stokk- hólms.« Og Jón gamli sagði það satt. XXII. / böndum ástarínnar. Að morgni hins 15. dags eftir flóttann frá Krónstað sat Páll við opinn gluggann í herbergi sínu í Strandstræti í Lundún- um. Klukkurnar voru nýbúnar að slá hálf- tíu. Gatan i'y.ír neðan gluggann hans kvað við af röddum og fótataki. Hann hafði koroið til Lundúna einu sinni eða tvisvar áður. En samt fanst honum nýtt og dásamlegt að sjá þennan aragrúa af mönnum halda í austurátt lil þess að vinna fyrir sér, eins og hann hefði slíkt aldrei augum Iitið. Hvílíkir sorgarleikar og gamanleikar gerðust á hverjum degi í lífi þessa mikla mannfjölda! Páll hafði heyrt talað um Lundúni sem hæli myrk- ursins, himinlausa borg, stórfelda höfuð- borg, sem alt af væri sveipuð þoku. En honum fanst annað þennan yndislega vor- morgun. Sólskinið var heitt, þó að apríl- mánuður væri að eins nýbyrjaður. Loftið var hressandi og milt, eins og það væri komið úr einhverjum ilmandi aldingarði. Og svo voru ensku herbergin, sem hann hafði leigt handa sjálfum sér og »systur« sinni Marian, svo einstaklega viðfeldin. Þau höfðu staðráðið, að hún skyldi ekki gera vart við sig hjá vinum sínum, fyr en framtíðin, sem þeim þótti mest gaman að tala um, væri orðin eitthvað annað en draumur elskenda. Þetta hafði hann vilj- að, og hún hafði látið að ósk hans, eins og hún væri sjálfsagt og ófrávíkjanlegt lögmál. Hér með tilkynnist ætt- ingjum og vinum nær og fjær að miðvikudaginn 30. f. m. andaðist minn hjart- kæri eiginmaður, cand. theol. Jóhannes Halldórsson, að heimili okkar, eftir tæpa 7 vikna legu. Jarðarförin ferfram þriðju- daginn 19. þ. m. kl. 11 f. h. Akureyri 7. aprílm. 1904. Ragnheiður halldórsson, fædd Thorarensen. Kvensvipa, nýsilfurbúin, með stöfunum S. P., týndist í vet- ur á leið frá Espihóli og fram fyrir Litlahól á brautinni. Finnandi skili henni á skrifstofu blaðs þessa,mót sann- gjörnum fundarlaunum. SsiTýWir, sem sku/da~&® »Norðurlandi«, áskriftargjöld eða fyrir auglýsingar, eru vinsamlegast beðnir að borga svo fljótt, sem þeim er unt. Sosdrykkjauerksmiðja Eggerts Einarssonar á Oddeyri hefir ætíð nægar birgðir af allskonar limonaðetegund- um, svo sem: Jarðarberjalimonaðe, Hind- berjalimonaðe, Appelsinlimonaðe, Ánanas- limonaðe, Grenadinlimonaðe, Vanillelimon- aðe, Sitrónvatn og Sódavatn. Gylling og forsilfrur) fæst hvergi ódýrari en í Hafnarstræti 21. JVIagnús Þórðarson. »*NorÖurlandt4 kemur út á hverjum laugardegi. 52 blöð um árið. Verð árg. 3 lcr. á íslandi, 4 kr. í öðruin Norðurálfulöndum, D/2 dollar í Vesturheimi. Ojalddagi fyrir miðjan júlí að minsta kosti (erlendis fyrir fram). Uppsögn sé skrifleg o§: bundin við ár?;angamót; ógild ncma komin sé til rítstjóra fyrir 1. júlí. Auglýsingar ieknar í blaðið eftir samningi við rit- stjóra. Afslattur mikil^fyrir þá, er auglýsa mtkið. Frentsmiðja Norðurlands.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.