Norðurland


Norðurland - 09.09.1905, Blaðsíða 3

Norðurland - 09.09.1905, Blaðsíða 3
207 Undirskriftamálið á þingi. Landsréítindi vor fyrir borð borin. Undirskriltamálið var rætt í neðri deild á þriðjudaginn var, 22, þ. m. Stjórnarmenn komu þar fram á sama hátt viðvíkjandi landsréttindum vor- um og afstöðu við danskt vald, eins og endrarnær á þessu þingi. Eftirfarandi Þingályktunartillaga var til umræðu: >Neðri deild alþingis ályktar að lýsa yfir því, að hún álltur það eitt rétt og í samrœmi við stjórnarskijmn vora, að íslansráðherra sé ski/mður með undirskrifl sjálfs hans, eða frá- farandi íslandsráðherra, en ekki með undirskrift forsætisráðherra Dana, og skorar á ráðherrann að gera sitt til, að svo verði framvegis.« Flutningsmenn voru Skúli Thorodd- sen, Stefán Stefánsson Skagf., Einar Þórðarson, Ólafur Ólafsson, Ólafur Briem, Björn Kristjánsson, Ólafur Thorlacius. Auðvitað var tillagan orðuð svona vægt í því skyni, að allir þingmenn gætu greitt atkvæði með henni, þeir er ekki væru þess albúnir að bera réttindi lands vors fyrir borð. Þar er varast að sakast um orðinn hlut, ekk- ert ámælisorð við haft í garð þess ráðherra, sem þegið hefir ólöglega em- bættisskipun sína. Að því einu var stefnt, að hér gæti ekki verið um neitt fordæmi að tefla á ókomnum tíma og að girt yrði fyrir lögleysuna eftirleiðis. En jafnvel þessi varúð nægði stjórn- armönnum ekki. Þeir reyndust gersam- lega ófáaidegir til að minnast á það með einu orði að þeir vildu fá neina breytingu á þessu ólöglega og hættu- lega fyrirkomulagi, að þeir vildu á nokkurn hátt sjá landréttindum vorum borgið í þessu efni. Umræður urðu langar. Af hálfu Fram- sóknarflokksins töluðu Skúli Thorodd- sen og Stefán Stefánsson. Af hálfu stjórnarmanna: ráðherrann, Lárus H. Bjarnason, Guðl. Guðmundsson og Guðm. Björnsson. Stjórnarmenn samþyktu eftirfarandi rökstuddu dagskrá: »Með skýrskotun til þess, að í feng- inni reynslu við síðustu ráðaneytisskifti í Danmörku í kveðju konungs til al- þingis í sumar felst full viðurkenning fyrir þingræði og um sérstöðu ráð- herra íslands og með þeirri yfirlýsingu að ráðherrann ber að sjálfsögðu fulla stjórnskipulega ábyrgð á útnefningu sinni, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskránni.« Með þessari dagskrá greiddu atkvæði þessir 16 þingmenn : Árni Jónsson, Björn Bjarnarson, Eggert Pálsson, Guðl. Guðmundsson, Guðm. Björnsson, Hannes Þorsteinsson, Hermann Jónasson, Jóhannes Ólafsson, Jón Jónsson, Jón Magússon, Lárus H. Bjarnason. Magnús Kristjánsson, Pét- ur Jónsson, Stefán Stefánsson Eyf., Ir. Gunnarsson, Þórh. Bjarnarson. Móti henni greiddu þessir 8 at- kvæði: Björn Kristjánsson, Einar Þórðarson, Magnús Andrésson, Ólafur Briem, Ól- afur Ólafsson, Ólafur Thorlacius, Skúli Thoroddsen, Stefán Stefánsson Skgf. Ráðherrann greiddi ekki atkvæði. Eins og margsinnis hefir verið gerð grein fyrir, fer því fjarri, að þau at- riði, sem skírskotað er til í dagskránni fullnægi nokkurum íslendingi, sem ant er um réttindi ættjarðar sinnar. Ekk- ert það hefir komið fyrir, og ekkert það getur komið fyrir, sem eigi að sætta oss við það, að danskir vald- hafar brjóti stjórnarskrá vora. Og það er brot gegn hentii, að danskur ráð- herra fáist við sérmál vor. Með síð- ustu ráðaneytisbreytingu í Danmörku hefir alls enginviðurkenningfengistfyrir þingræði voru, né heldur felst sú við- urkenning í kveðju konungs til alþingis. í hvorugu er fólgin nokkur bending um það, hvernig fara muni, er Islend- ingum verður hugleikið að fá fyrir ráð- herra mann, sem forsætisráðherra Dana vill ekki fá í þá stöðu. Og þó að því sé haldið á lofti, að ráðherrann beri stjórnskipulega ábyrgð á skipun sinni — sem stjórnarmenn nefna »útnefn- ingu*, til þess að tala heldur á bjag- aðri dönsku en á íslenzku — þá liggur það hverju barni í augum uppi, hver hégómi það er í því sambandi, sem hér er um að tefla. Hver íslenzkur ráðherra á svo sem að bera ábyrgð á þvf, að danskur ráðherra neitar að skipa þann mann Islandsráðherra, sem íslendingar æskja eftir? » Skírskotun « stjórnarmanna er ekkert annað en blekking og tál. Þeir hafa svikið þau landsréttindi vor í hendur dönskum valdhöfum, sem þeir áttu kost á að svíkja í þetta sinn, og fylt með því mæii synda sinna. Ábyrgðar- hlutinn er því þyngri, srm þjóðin hafði krafist þess ótvíræðlega á undan þingi og um þingtímann, að réttinda hennar væri gætt. Fjaflk. * Upplestur os: söng-ur. Erk. Elín Matthiasdóttir, sem dvalið hefir alllengi í Kaupmannahöfn, hefir í sumar dvalið hér hjá foreldrum sínum, en fer nú til Reykjavíkur með Skálholti. Áður en hún fór héðan bauð hún bæjarbúum Ivívegis að hlusta á söng og upplestur. Fyrra kvöldið las hún upp söguna »Ljóti andarunginn« eftir H. C. Andersen og gerði það með mikilli smekkvísi, en síra Matthías sagði kafla úr æfisögu skáldsins og ýmsar skrýtlur um hann. Auk þess söng fröken Elín ýms lög og mun það vera í fyrsta skilti að hún hefir sungið opinberlega hér í bæ. Söng hennar var tekið með dynjandi lófa- klappi, bæði kveldin og þó einkum hið síðara. Sfðara kveldið Ias hún enn upp sögur eftir H. C. Andersen og enn fremur kvæði eftir Pál Jónsson. Skemtunin þótti öllum hin bezta. \ Kennaraskólinn. Ekki er hægt að bregða þingmönnum vorum um mikið bráðlæti í því að koma alþýðumentuninni í þolanlegt lag. — Frumvarpið um kennaraskólann var loksins felt á þinginu og er því við barið, að þingmenn hafi ekki getað komið sér saman um, hvort hann ætti að vera í Hafnarfirði eða Reykjavfk. Hætt er við að mörgum þyki sú á- stæðan fremur veigalítil og haldi að hitt hafi fremur undir búið, að féð hafi verið lítið fyrir, eftir allar aðrar ráðstafanir þingsins og ef til vill hef- ir þingmönnum ekki þótt vanþörf á að hafa til nokkurar krónur, ef rit- símaáætlunin reynist ekki sem allra áreiðanlegust. Sjúkraskýlið á Brekku er nú að komast undir þak. Eins og kunnugt er er það gert að fyrirsögn Jón Þorlákssonar verkfræðings og er búist við að það verði fullgert á komandi vetri. Héraðsbúar skutu saman til þess um 2000 kr., landsjóður veitti 800, amtsráð Austur- amtsins 500 kr., sýslusjóðir N.-& Suður- múlasýslu 350 kr., pöntunarfélag Fljótsdals- héraðs 300 kr., Gránufélagið 200 kr., E'ljóts- dalshreppur (tombólusjóður hreppsins) 800 kr., Jökuldalshreppur 100 kr. Ennfremur hafa þessir útlendir auðmenn gefið til sjúkraskýlisins L. Zöllner 250 kr. og V. Tostrup fyrv. kaupm. á Seyðisfirði 500 kr. Þá hefir stórkaupmaður Sigurður Jóhann- esson í Khöfn Iofað að gefa alt að 2400 kr, til sjúkrahúsbyggingarinnar og auk þess hafa þau hjón heitið að gefa sjúkrahúsinu 300 kr. árlega í 5 ár til reksturskostnaðar sjúkraskýlisins. Oneitanlega hefir lofsverður dugnaður verið sýndur við að koma upp sjúkrahús- inu, þrátt fyrir það að landsjóður styrkti mjög lítið til þess. Því meiri verður sæmd þeirra héraðsbúanna, er lagt hafa á sig svo mikil gjöld til þess. Eftirtektavert og Iofsvert er það líka hve mikifl höfðingskapur hefir verið sýnd- ur þessu fyrirtæki af útlendum mönnum og þá ekki sízt af Sigurði Jóhannessyni stórkaupmanni Slysfarir. 2 drengir í Blönduhlíð í Skagafirði frá Úlfsstöðum og Uppsölum, annar fermdur, hinn ófermdur, drukknuðu nýlega í sílci úr Héraðsvötnunum. Piltarnir höfðu ætlað til berja í svonefndum »SteinsstaðahóIma" og fóru ríðatidi yfir síkið. Ófrétt er enn hvern- ig slysið að öðru Ieyti hafi viljað til. Bæði líkin fundust. Á Sigríðarstaðakoti í Fljótum vildi það slys til nýlega að 8-9 ára gamalt barn kveykti í fötum sínum. Hafði barnið verið eitt heima með öðru barni yngra og er ekki fuflljóst hvernig kviknaði í fötum þess. Kunnugt er að barnið hafði hlaupið út og eitthvað lítið vætt sig í læk, en haldið strax til foreldra sinna, er voru á engi skamt frá og sázt frá næsta bæ eins og gufumökk- ur liði áfram. Þegar það náði til foreldr- anna var það mállaust og með óráði. Barnið var mjög brent og dó á sama sólarhring. jVIannaláf. Andrés Qunnarsson hreppsnefndarmaður í Glæsibæjarhreppi andaðist úr lungnabólgu aðfaranóttina 3. þ. tri. Hann varð aðeins 37 ára gamall. Hildur Snorradóttir yfirsetukona í Braut- arholti andaðist 29. f. m. Komin yfir sjöt- ugt. Hafði verið yfirsetukona yfir 40 ár. „Hildur sál. var tápmikil og greind kona, en bjó alla æfi við fátækt og ýmsa aðra er- viðleika. Hún var afbragðs yfirsetukona og mun hafa tekið á móti hátt á annað þúsund börnurn. Hefir hún efalaust verið ein af þeinr ,fáu yfirsetukonum þessa lands, sem læknar hafa trúað fyrir að brúka verkfæri við barnafæðingar, í forföllum sínum, erida var sameinað hjá henni: kráftar, stilling, kjarkur og nákvæmni." Skipsfrönd. Frétt er komin um það af Siglufirði að f garði þeim sem verið hefir hér úti fyrir landi þessa viku hafi 7 skip rekið á land á Siglufirði, en eitthvað af þeim hafði náðst fljótlega út aftur. Þrjú af skipunum eru sögð mikið skemd, verða ef til vill að strandi. Eitt af þessum skemdu skipum er »Helena« hér af Eyjafirði. Rifsímasamningurinn. í efri deild var hann samþyktur með atkvæðum allra hinna konung- kjörnu og auk þess Guðjóns, Gutt- orms og Jóns Jakobssonar. Allir aðrir þjóðkjörnir þingmenn deildarinnar greiddu atkvæði rnóti honum. — Bætt var þar við álmu til ísafjarðar, sem sjálfsagt hefir verið samþykt í neðri deild. „Fjallkonan'‘ á að stækka mjög mikið við byrjun næsta árgangs. Áður voru blöðin 52 en eiga nú að verða 70 um árið. Verð blaðsins verður þó hið sama og áður. Sfefán Sfefánsson alþingismaður í Fagraskógi er kom- inn heim fyrir nokkurum dögum. Skiffing embæffis. Frumvarpið um skiftingu á Bæjar- fógetaembættinu í Reykjavík var felt á þinginu. Reykvíkingar mega því bíða eftir I.árus 2 árin enn. Jónas Krisfjánsson héraðslæknir á Brekku var hér á ferð fyrir nokkurum dögum. Með honum var Stefán Kristjánsson, skóggæzlu- maður á Hallormsstað. Skipkomur. »Skálholt« kom 4. þ. m. Með skipinu komu frú Sæmundsen frá Blönduós, Gróa Ólafsdóttir frá Víðidalstungu, frú Kristfn Guðmundsson frá Siglufirði, síra Bjarni Þorsteinsson frá Siglufirði, Páll Bergsson, kaupm. í Ólafsfirði og frú hans, síra Krist- ján E. Þórarinsson frá Tjörn o. m. fl. Með skipinu fara héðan frk. Sigríður Helgason og frk. Guðrún Aðalsteinsdótt- ir, sem dvalið hafa hér nokkurn tíma. »Modcsta« kom 5. þ. m. »Kong Inge« kom aðfaranóttina 6. þ. m Meðal farþega voru frk. Guðlaug Guðlaugs- dóttir, frk. Valgerður Vigfúsdóttir, Halldór Vilhjálmsson, ráðanautur, á leið austur að Eiðum, Guðmundur Vigfússon, skósmiður, Kristján Blöndal verzlunarstjóri, Kristján Sigfússon skólastjóri. »Laura« kom í morgun. Með skip- inu voru alþingismennirnir Guðl. Guð- mundsson og Pétur Jónsson, ennfrem- ur Cand. Jón Stefánsson frá Sauðár- krók o. fl. Oaumastofa. Frá 25. okt. hafa undir- ritaðar áformað að opna • h Saumastofu ►<* fyrir Kápusaum, Kjólasaum og línsaum í hinu nýja húsi kaupmann- anna Kolbeins og Ásgeirs á Oddeyri. Stúlkur, sem kynnu að óska eftir tilsögn í ofan- greindu, geta fengið hana með mjög góðum kjörum. Akureyri 8. septbr. 1905. Snjólaug Sigurðardóttir. Kristín Hafliðadóttir.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.