Norðurland


Norðurland - 16.12.1905, Blaðsíða 1

Norðurland - 16.12.1905, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. Akureyri, 16. desember 1905. 14. blað c. Hérmeð tilkynnistheiðruð- um viðskiftamönnum Carl Höepfners verzl- unar á Akureyri, að |eg hætti forstöðu nefndr- ar verzlunar 1. janúar 1906, og tekur Kristján Sigurðsson bókhaldari við forstöðu verzlunarinnar frá þeim tíma; jafnframt vil eg þakka viðskifta- mönnum verzlunarinnar fyrir traust þeirra og velvilja mér til handa, með- an eg veitti henni forstöðu. Virðingarfylst Akureyri, 15. desbr. 1905. Jóh. Christensen. Isambandi við ofanritaða aug- lýsingu skal þess getið, að Carl Höepfners verzlun á Akureyri mun jafnan framvegis, eins og hingað til, gera sér far um að hafa: Nœgar og góðar vörubyrgðir. Fljóta og áreiðanlega afgreiðslu. Oreið og sanngjörn viðskifti. Vona eg því, að viðskiftamenn verzlunarinnar sýni henni hið satna traust og velvild og áður, með fram- haldandi viðskiftum. Jafnframt skal eg þó geta þess, að verzlunin mun ekki keppa eftir viðskiftum J^eirra manna, er þurfa árlega að skulda mikið, með því að markmið verzlunarinnar mun fram- vegis verða það, að hönd selji hendi. — Þar á móti bíður verzlunin þeim mönnum, sem verzla skuldlítið eða skuldlaust, svo hagstæð skifti sem frekast er unt. Akureyri, 15. desbr. 1905. Xristján Sigurðsson. ■-•■ • ♦ ♦ » • 25 þúsunda lygin. Viljið þér, hr. ritstjóri flytja fyrir mig kveðju mína til ritstjóra »ísafold- ar«; hann hefir skrifað greinarstúf í 74. blaði »ísaf.< út af frétt, sem mér var skrifað úr Reykjavík um 25,000 kr. borgun til Marconi-félagsins fyrir tilraunastöðina við Rauðará. — Hann sýnir mér þá kurteysi, að nefna mig eigi fullu nafni, og auðkennir mig dá- lítið skökku marki, en frá minni hlið var honum alveg heimilt að hafa þetta eftir mér, ef að eins rétt var heimt frá mínum orðum. Það er rétt, að mér var skrifað það, að þetta væri »í al- mæli«, »á margra vitorði« og »talið áreiðanlegt«, lántakandinn nafngreind- ur (það var ekki B. J.), en aðrir ekki. Bréfritarann þekkjum við báðir og höf- um fram að þessu verið samdóma um, að hann væri meðal áreiðanlegustu og samvizkusömustu manna í Reykjavík. — Uppruni sögunnar, sem ritstj. »ísaf.« skýrir frá, var mér vitanlega allsendis ókunnur, hér f öðrum landsfjórðungi. Þetta áleit eg »frjálst framborið« og ekkert launungar mál, fremur en hver önnur afskifti manna af opinberum málum. Ekki dettur mér í hug, að draga það í vafa, að þetta sé ósönn frétt úr því hann lýsir því yfir í blað- inu, óhugsandi að slíkt hefði verið framkvæmt svo að ritstj. »ísf« ekki hefði hönd í bagga með, þótt ekki væri hann til nefndur, en hinsvegar — og þar skýtur dálítið skökku við í greininni — datt mér ekki f hug að telja þetta neinunv vansa, alveg þvert á móti. — Maðurinn, sem annaðhvort beint eða á aðra hönd skrifaði þetta til ritstj. »ísaf.« hefði gjarnan mátt láta fréttinni fylgja þau orð, sem eg bætti við, þegar eg var búinn að svara spurningu hans um bréfið til mín: »Þetta sýnir þó altjend, að þessir menn eru sannfærðir um máls- stað sinn og að þeir vilja leggja mikið í sölurnar fyrir sannfæring sína. Betur að fleiri hugsuðu svo í þessu landi« — og sú er mín skoðun, þó að eg líti öðrum augum, en ritstj. »Isaf.«, á efni þessa máls. Allan síðari hluta greinarinnar um »viðbótina við þessa sögu« tel eg ekki til mín talaðan — mundi heldur ekki hafa virt greinina svars, ef eg hefði litið svo á. Um hitt sem ritstjóri segir, að það land og sú þjóð sé illa farin, sem ekki eigi þá menn, sem leggja vilji fé og starfskrafta f sölurnar, þegar landsheill býður svo, jafnvel þó að þeir 'fái vanþökk og óvinsældir að launum — um það er eg honum al- veg samdóma; vonandi að þeim mönn- um fjölgi hér á landi, en fækki ekki og eg býst við, að við förum seint að brigzla hvor öðrum í alvöru um »kaupamensku«, ritstj. »ísaf.« og eg, þó að sitt kunni hvorum okkar að sýnast í einstökum málum. En það er líka önnur krafa, sem heill og framtíðarvelferð þessa lands og þessarar þjóðar gerir til allra þeirra manna, sem nú standa framar- lega í hinni pólitisku oriahríð, sem yfir landið gengur, hvern flokk sem þeir svo skipa. Hún er sú, að hafa betra taumhald á geði sínu og tungu. Betur að þeim mönnum fjölgaði í land- inu. Eg bið yður, hr. ritstj. fyrir þessar lfnur af því, að eg verð búinn að gleyma málinu, eigi það að bfða næsta pósts. En hinsvegar vildi eg svara greininni, af því að hún, að því leyti er mig snertir, er rituð í stillilegum orðum. Akúreyri 13. des. 1905. Guðl. Guðmundsson. * * * Ekki er það nema gleðilegt að, bæjarfógeti Guðlaugur Guðmundsson vill ekki draga það í vafa að fréttin um 25 þúsundirnar til Marconifélagsins sé ósönn eftir að ritstjóri ísafoldar hefir lýst söguna uppspuna einn og ósannindi. Vér viljum heldur ekki ve- fengja það, úr því hann segir það sjálfur, að hann hafi litið svo á, að það væri vansalaust fyrir þá menn, sem áttu að hafa þurft að borga fé- laginu þessar 25 þúsundir, að gera það. En hvað sem því líður, þá er það alveg víst, að ekki var sagt svo frá þessari lygasögn hér í haust, sem hún væri vansalaus fyrir þessa menn. Hún átti þvert á móti að sanna það að fylgi þjóðræðisblaðanna við loft- skeytin hefði stafað af því, að eig- endur þeirra og flokksbræður hefðu þurft að borga þetta fé, ef þeir fengju ékki þingið til þess, að ganga að samningi við Marconifélagið. Naumast þarf heldur sérlega gáfumenn til þess að sjá hvort sagan hafi verið smfðuð í því skyni að gera ritstjóra ísafoldar og félögum hans sæmd með henni. Vitanlega er frásaga þessi ekkert annað en ósvífið framhald þess róg- burðar, sera birtur var í málgagni ráðherrans í sumar, tilraun til þess að blása í hann nýju lífi eftir miður sæmilega útreið á þinginu. Ritstjóri. X !Frá Jíoregi. Frá fréttaritara Norðurlands. Khöfii 25. nóv. ’05. MÁKON 7. NOREOS- KONUNG UR. Eg hætti þar síðast, er Friðþjófur Nan- sen var hér f Kaupmannahöfn að semja við Carl Danaprins Friðriksson að gerast konungur Norðmanna. Allálitlegur flokkur hafði þá krafist þess, að það yrði ekki á- kveðið um, hvort Noregur skyldi vera konungsríki eða lýðveldi án þess, að því yrði skotið undir atkvæði þjóðarinnar. En ráðaneytið Michelsen var því mótfallið að einum manni undanskildum. En konungs- ættin danska krafðist þess þá, að almenn þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um, hvort Norðmenn óskuðu þess, að Carl prins yrði konungur þeirra. Varð þá ráðaneytið að Iáta undan síga. Bar það tillögu upp um, að kjósendur yrðu látnir greiða atkæði um, hvort þeir vildu, að Carl prins yrði kon- ungur Noregs. Þeir áttu að segja já, er vildu það, hinir nei. Lýðveldissinnar mæltu móti því, að greitt yrði atkvæði um það, en vildu í þess stað láta ganga til at- kvæðagreiðslu um, hvort Noregur skyldi vera konungsríki eða lýðveldi. En þeir urðu í miklum minni hiuta á þinginu. Var svo haldinn fjöldi funda um alt land og tóku helztu og mestu menn Noregs þátt í þessari kosningahríð, svo sem Björnson, Nansen, Sars, ráðherrarnir, skáldið Gunnar Heiberg, er hélt hverja ræðuna annari betri fyrir lýðveldinu Leikslok urðu þau, að Carl prins var kosinn konungur með eitthvað kringum 260 þúsundum atkvæða, eitthvað um 70 þús. sögðu nei. Laugardaginn 18. nóvember fór konungskosning fram á þingi Norðmanna með hinni mestu viðhöfn. Allir þingmenn voru skrautklæddir og hátíðablær á öllu. Tveir menn úr flokki Iýðveldissinna, vinstrimaðurinn Castberg og foringi jafn- aðarmanna, presturinn Eriksen, lýstu yfir því fyrir hönd flokka sinna, að þeir beygðu sig fyrír vilja þjóðarínnar í þessu móli. Var svo gengið til atkvæða um dagskrána, er hljóðaði svo: »Stórþingið kýs Carl prins frá Danmörk sem Noregskonung.< Var viðhaft nafnakall og sögðu 116 já, enginn nei. Eftir það var kosin 8 manna nefnd til þess að fara til Kaupmannahafnar og sækja Carl V. ár. prins. Var Berner stórþingisforseti, nafn- kunnur merkismaður, kjörinn formaður hennar. Samdægurs héldu þeir af stað til Kaupmannahafnar. í gær (mánudag 20. nóv.) fengu þeir áheyrn hjá konungi. Fór þar alt fram með hinni mestu dýrð og við- höfn, og var þar viðstatt fjöldi stórmennis. Hafði Berner forseti orðið fyrir nefndar- mönnum og bað Kristján konung 9. að veita samþykki sitt til, að Carl prins, sonarsonur hans, yrði konungur í Noregi. Svaraði konungur máli þeirra með stuttri ræðu og kvað já við, og óskaði Noregi allra heilla og hamingju. Eftir það ávarpaði hann sonarson sinn nokkurum orðum og áminti hann að gegna svo vandasamri stöðu með trúlyndi og réttlátu hugarfari, og árnaði honum alls góðs. — Var mikið um dýrðir dag þenna á »hæstu stöðunrw. Krónprins- inn gat þess f ræðu, er hann hélt, að hinn nýi konungur hefði numið það hér í Dan- mörku og á fósturjörðu konu sinnar, Eng- landi, að engin stjórn hefði krafta til að gegna byrgðarmikilli köllun sinni, nema hún hefði traust fylgi þjóðar sinnar. Mikill viðbúnaður í Kristjaníu að fagna konungi og drotningu og varið til þess ærnu fé. Sum frjálslynd blöð hafa bent á, að betra væri að hafa eitthvert hóf á því, því að nú væri harðæri mikið í Noregi, atvinnuleysi og hungursneyð, skattarnir háir o. s. frv. En orðum þeirra enginn gaumur gefinn. Carl prins hefir tekið sér nafnið Hákon (á norsku: Haakon) 7, en sonur hans, korn- ungur, sem nú er norskur krónprins, hefir verið kallaður Ólafur. Konungar Noregs heita því á víxl Hákon og Ólafur. Guðmundur Hannesson, héraðslæknir, hefir fengið tilboð frá íslendingum í Dacota um að flytja þangað; tilefnið auðvitað það, að það kom til orða að hann sækti héðan af Akureyri. Honum heitið 12 til 15 þús- undum kr. tekjum. — Vonandi þarf Nl. ekki að færa aðra sönnun en þessa fyrir því að G. H. mundi geta fengið læknisstörf sín betur borguð annarstaðar en hér, þó sú kenn- ing sýnist hafi hneykslað suma smæl- ingja hér í bænum. Húsbruni. í Reykjavík varð mikill húsbruni 9. f. m. Brann þar Félagsbakaríið og í- búðarhús, sem var eign sama félags. Húsin voru f vátryggingu fyrir 50 þús. kr., en óvíst þó hvort eigendur verða skaðlausir. Hinn almenni mentaskóli var lengi í mikilli hættu og alt út úr honum borið. Slökkvitól bæjarins reyndust ekki í góðu lagi. Rjómabúsfélag Möðruvalla hélt aðalfund sinn 3. þ. m. á Möðrttvöll- um í Hörgárdal. Búið starfaði að eins Iið- uga tvo niánuði í sumar, svo framleiðslan varð lítil, tæp 4 þúsund pund. Meiri hluti sntjörsins seldist allvel, en fyrsta sendingin, sent Faber í New-Castle seldi, náði 78 aura verði. Meðalverð smjörsins varð engu að síður að frádregnum kostnaði unt 74 aura með væntanlegum verðlaunum, og má telja það ágætt. Voru félagstnenn yfirleitt mjög ánægðir og taldist flestum svo til að þeir hefðu bæði fengið meira smjör og betra verð en nokkuru sinni áður. Ýmsir eru enn á fétagssvæðinu utan félags, en nú er von- andi að þeir sjái sér hag í því að ganga í félagið. Því fleiri sent eru í félaginu og framleíðslan er meiri, er arðurinn vissari, því kostnaðurinn er nálega hinn sami hvort búið er lítið eða stórt. - Bústýra er Helga

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.