Norðurland


Norðurland - 06.01.1906, Síða 1

Norðurland - 06.01.1906, Síða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 17. blað J Akureyri, 6. janúar 1906. j V. ár. J'lýir kaupendur að 5. árg. NORÐURLANDS fá allan árganginn fyrir $SIF einar 2 krónur og auk þess í kaupbæti hina ágœtu skáldsögu Sm ,,Spæjarinn“ 386 péttprentaðar bls. Skóli iðnaðarmanna á Akureyri er nú byrjaður aftur. Allir nemend- ur eru beðnir að mæta í skólanum mánudagskvöldið 8. þ. m. ekki seinna en kl. 8. Nokkurir iðnaðarmenn og iðnnemar geta enn fengið að njóta ókeypis kenslu í skólanum. • • • ♦ » • • • • • • • • • ♦ ♦ • ♦- Táki) tímanna. Árið sem leið er eitt af merkisár- unum í sögu hins mentaða heims og þá ekki sízt í sögu þeirrar heims- álfu er vér teljumst til. Það hefir verið þrungið af örlögum þjóðanna Stormur hefir farið yfir löndin og guð var í þeim stormi. Alstaðar eru hreyfingar þjóðanna runnar af sömu rót, þó ólíkt sé á- statt; alstaðar er það réttur hins veika, er rís upp gegn hinum sterka, réttur þjóðanna til þess að ráða sjálfar fyrir sér, æfi sinni og örlögum. Og svo er að sjá sem þessi réttur ætli alstaðar að verða sigursæll, þó mikið vanti á víða að fyrir endann sjái. Norðmenn hafa sagt sig úr lögum við hálfu mannfleiri þjóð og vold- ugri, losað af sér óeðlileg bönd út- lendra yfírráða, án þess að það hafi kostað þjóðina nokkurn blóðdropa. Finnlendingar hafa aftur fengið stjórnarskrá sína, er svo þrælslega hafði verið af þeim tekin og þegn- um Rússaveldis hefir verið heitið viðunandi stjórnarskrá, þó lengstum hafi litið út fyrir að Rússland og stjórnarskrá yrðu ekki nefnd saman; svo hefir Rússland og einveldið runnið saman í hugum manna. Vonir Póllands um sjálfstjórn eru nú miklu meiri en þær hafa áður verið og nærri hefir legið að Ung- verjar segðu sig úr lögum við Austurríkismenn. Hvernig stendur á þessu ? Er þetta að eins tilviljun ein? Eða liggja ekki að þessu söguleg og eðlileg rök. Hjá því getur ekki farið. Eins og kunnugt er hefir alveldis- hugsjónin (Imperialismen) verið sú hugsjón, sem einna skírast hefir vakað fyrir drotnendum þjóðanna. Henni hafa allar aðrar hugsjónir orðið að Iúta. En sú óhamingja hefir fylgt þessu að hver stórþjóðin fyrir sig hefir skoðað sig eina sem arftaka allrar veraldarinnar og því hefir það verið talið heimilt að hin- ar voldugri þjóðirnar brytu smá- þjóðirnar undir sig, gengju á þann rétt er þær höfðu bæði að lögum og eftir öllum sanngirnisreglum. Og svo hafa smáþjóðirnar apað þetta eftir og þó það stundum hafi verið fremur broslegt en hitt, hefir þeim fundist sjálfsagt að tolla í tízkunni. Svo hefir t. d. verið með alveldishugsjónir Dana, enda fengu þeir sárlega að kenna á þeim er þeir mistu hertogadæmin. En þrátt fyrir þetta hefir sá eld- ur aldrei dáið, sem haldið hefir líf- inu í hugsjónum þeirra þjóða, er smáar voru og undirokaðar. Einna skírast kom það fram í óvildinni hér í álfu til Breta, er þeir brutu Búa undir sig. Frá þeim tíma hefir sú alda sí- felt stækkað hér í álfunni, sem bar uppi sjálfstæðisvonir smáþjóðanna. Okkar litli þjóðlífsbátur hefir líka borist upp á þessari öldu. Það eru þessar hugsjónir er hafa gripið hugi hinna ungu mentamanna vorra er- lendis, þó mörgum landanum heima fyrir hafi veitt svo kynlega örðugt að átta sig á því að skoðanir þeirra og kenningar stæðu í lífrænu sam- bandi við rás viðburðanna og stefnu tímans. Þjóðirnar færast að sönnu sífelt hver nær annari, eftir því sem sam- göngurnar aukast og samgöngufærin batna. En þó renna þær ekki saman, heldur þvert á móti. Sundurgreining þjóðanna hefir ef til vill aldrei verið skírari en nú. Þær fylgja lögum að- greiningarinnar en ekki sameiningar- innar, og þessi sannleiki virðist aldrei hafa náð eins almennri viðurkenn- ingu eins og nú; því nú liggur mönnum fremur við að skoða hvern þann þjóðlíkatna sjúkan, er settur er saman af mörgum þjóðum; fæturnir sem hann stendur á eru gerðir úr brothættum leir. Því frjálslegra sem sambandið er milli þeirra þjóða, er lúta sama stjórnara, því tryggari þykir mörgum framtíð sambands- ins. Þessvegna er það líka að veldi Breta þykir bezt grundvallað, þó mörgu sé áfátt, af því þeir hafa unt nýlendum sínum svo mikillar sjálfsstjórnar. Á því sem hér hefir verið sýnt, þó lauslega sé, byggist það að jafnvel Danir eru farnir að tala um að unna oss meiri sjálfstjórnar og sjálfræðis, en þeir hafa nokkuru sinni áður verið fáanlegir til; þess- vegna er fundurinn, sem skýrt var frá í síðasta tölublaði Norðurlands, svo merkilegur og eftirtektaverður fyrir oss; þessvegna er það líka skylda vor að taka hann til ná- kvæmrar íhugunar. Danir hafa auð- sjáanlega fengið þeim mun meira stjórnmálavit en íslenzki prófessor- inn, sem nú er að prédika auðmýkt íslendinga við Dani út um öll Norðurlönd, í óþökk þjóðar sinnar, að þeir sjá, að vér erum ekki enn þá seztir í höfn, þykjumst ekki hafa náð því sjálfstæðismarki, er oss er sett. Þessvegna eru þeir farnir að hafa það á orði að gefa oss færi á að greiða atkvæði vort um ný stöðu- lög íslands í danska ríkinu. Þeirri skoðun hefir áður verið haldið fram hér í blaðinu, að það mundi vera mest komið undir vitur- leik og ráðfestu sjálfra vor, hvern- ig færi um sjálfstæði þjóðar vorr- ar. Aldrei hefir oss virzt þetta augljósara en nú. Efalaust eigum vér nú kost á meira sjálfstæði, ef vér viljum það og getum orðið sammála um það. Vér eigum nú að ráða fram úr því, hvort báturinn okkar á aftur að berast ofan í öldu- dalinn, án þess að þess sjáist nokkur merki, að hann hafi nokkurn tíma komist upp á ölduhrygginn. % Crúin á landið. Hún hófst snemma deilan um lands- kosti á íslandi og staðið hefir hún frá dögum þeirra Hrafna-Flóka og Þórólfs smjörs alt fram á þennan dag. Þó ættum vér eftir þúsund ára reynslu að fara nærri um kosti og lesti lands- ins. Vér ættum úr þessu að hafa fulla þekkingu á landi voru og landskostir þess ekki að vera neitt trúaratriði. Það sem fyrst sést af landinu af hafi utan eru fannhvítir jöklar og ó- frjósamt hálendi, alsendis óbyggilegt mestan hluta árs. Ekki getur verið að tala um ærna landskosti á þessu svæði, að minsta kosti ekki í samanburði við byggileg lönd og þó er mestur hluti landsins slíkar auðnir. Þegar vér komum nær landinu, þá blasir fyrst við Reykjanesskaginn, (ef farin er fjölfarnasta leiðin til Reykja- víkur): svart, ófrjótt, eldbrunnið hraun með fannhvítum drynjandi brimgarðin- um umhverfis. Það liggur í augum uppi, að það er ekki frjósemi Iandsins, sem myndað hefir þéttbýlar sveitir við sjóinn þar. En þó vér siglum umhverfis alt landið, þá höfum vér líka sögu að segja. Sæbrött fjöll, ber og nakin, eða ófrjóir brunasandar, blasa við auganu mestan hluta leiðarinnar, þó grösugar sveitir og blómlegir dalir sjáist Hka. Að sjálfsögðu má þó ekki dæma landið eingöngu eftir því, hvernig það kemur fyrir sjónir ferðamönnum, sem sigla meðfram ströndunum. En þó vér lítum á blómlegri hliðina, frjósömustu sveitahéruðin, þá er margt við hana að athuga. Blómlegustu blettirnir eru auðvitað túnin. Þau geta gefið svo mikla upp- skeru at dagsláttu hverri, að góð væri talin í hverju landi sem væri. Samt sem áður eru allar jurtirnar auðsjáanlega dvergvaxnar og ná ekki helming þeirrat stærðar, sem þær ná í hlýrra loftslagi. Grösin sem ættu að vera alin á hæð, eru að eins nokkurir þumlungar, en þau standa þétt og eru kjarngóð; þess vegna verður uppskeran furðu mikil. Ánægjan yfir frjósemi túnanna rýr- ist þó stórum, þegar þess er gætt, hversu dýrkeypt hún er. Hún er framleidd með svo geysimiklum á- burði, að engar þjóðir hafa efni til að rækta lönd sín á þann hátt. Allur áburður sem til felst á heimilinu geng- ur á þennan litla blett. Auk alls annars, þá gleypir túnið alt það, sem ræktunar- lausu engin gefa af sér, og þó hrekkur ekki áburðurinn nema á fáeinar dag- sláttur til þess að þær fari ekki í hálfgerða órækt. Eflaust getur góð nýting áburðarins aukið túnin mikið fram úr því sem nú er, en um veru- lega ræktun landsins er tæpast að tala á þennan hátt. Eigi að rækta stærri fláka t. d. heilar sveitir og gera þær að túni, þá hlýtur það að mestu leyti að byggjast á tilbúnum aðfluttum áburði. Móarnir eru börn kuldans og ó- blíðu náttúrunnar. Frost og vatn hefir þýft þá (þúfur sjást hvergi í hlýrra loftslagi), og jafnvel grasið hefir gefist upp í baráttunni við norðannæðinginn. Að sunnan lita harðgjörvustu grasteg- undirnar þúfurnar grænar en að norðan skín í bert flag eins og kalsár, sem aldrei vill gróa. Á hverju vori plægir holklakinn það vatidlegar en nokkur plógur, moldin grisjast í sundur milli klakaströnglanna langt niður í jörðina og loftið leikur um hana án þess að hún verði nokkuru frjóari* Þegar mórinn þrýtur tekur við mýrin. Þar vex mýrgresið og eltingin í köld- um vatnsaganum, jurtir sem annar- staðar eru ekki taldar sérlega kjarn- gott fóður, en íslenzku dýrin gera sér að góðu og þrífast á. Þarna safnast jurtaleyfarnar saman án þess að fúna, en mynda með tíð og tíma súrt, mó- kent jarðlag undir grassverðinum, sem er seigur eins og flóki, því öll efna- breytingin er svo lítil í kuldanum, að ekkert getur fúnað og breyzt í frjóv- andi áburðarefni. Þó vér nú vildum skera mýrinaUram og þurka hana, þá er það sjaldnast út af fyrir sig mikill' hagur. Mýrin breytist þá óðar í mó og verður eigi sjaldan enn ófrjórri en fyr. Einna arðvænlegust eru þó góð engi, einkum flæðiengi. Vatnið í ýmsum ám flytur talsvert af næringarefnum og ber á jörðina kostnaðarlítið. Slík engi eru nokkurs konar nægtabrunnur, sem aldrei verður upp ausinn — en þau eru ekki fyrir hvers manns dyrum. * Þetta vil eg benda þeim á, sem halda að plæging á jarðvegnum út af fyrir sig auki til muna frjósemi hans.

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.