Norðurland


Norðurland - 06.01.1906, Qupperneq 3

Norðurland - 06.01.1906, Qupperneq 3
skiftaupphæð margra mánna nú er þrévetur hross eða jafnvel yngri. Hér þarf því að fara gætilega, til þess að orsaka ekki viðsjárverða röskun á hætti og hagsmunum einstakra manna og sveita, en annars vegar er full nauð- syn til að vinna þegar í áttina, þá áttina, er veit til framfara og bóta í þessu máli. Eg vil skjóta því til kunn- ugra, hugsandi manna, hvort eigi mundi vera ráðlegt, og eigi verulega tilfinnan- legt neinum, að taka gersamlega fyrir útflutning á tvævetrum hrossum. Það gæti verið byrjun, dálítið spor í réttu áttina. Það ætti að vera hægt að framkvæma þetta með samtökum, eða ef það ekki tækist, þá með lögum, annaðhvort lögum, sem bönnuðu út- flutning tvævetra hrossa, eða með lögheimiluðum samþyktum. Eg kasta þessu fram til íhugunar. Þetta er all-mikilsvert fjárhagslegt mál, og þess vert, að alvarlega sé rætt um það og ritað. Vænti eg að flestir verði mér samdóma um það tvennt, að happasælast verði að ræða um það með gætni og stillingu, en forðast dylgjur allar og aðdróttanir, og að það erum vér, Islendingar sjálfir, sem eigum að lagfæra það. Eg get fullvissað menn um, að Z. er ljúft að styðja sérhverja endurbóta viðleitni landsmanna í þessu efni. Skrifað í Des. 1905. JÓN JÓNSSON, frá Múla. X Jfýjar fréttir af ntsímaráðsföfunum stjórnarinnar. Einn flrðritunarneminn kominn heim aftur. Ensln ritsímastöð á Akureyri. OrSheldni stjórnarinnar. Fyrir fám dögum barst Nl. sú fregn norðan úr Þingeyjarsýslu, að einn af þeim mönnum, er stjórnin veitti í haust styrk til þess að nema firðritun, væri aftur kominn heim. Þessir firðritunar- nemendur áttu upphaflega að vera 5, en þingið færði tölu þeirra niður í 4; nú eru þeir menn að eins orðnir 3, hvort sem þeim fækkar enn þá. Nemandi þessi er Benedikt Sigtryggs- son í Kasthvammi í Þingeyjarsýslu. Er hann að kunnugra manna sögn maður vel gefinn og hefir fengið góða mentun; talar t. d. enska tungu mjög vel og hefir numið hana í Vesturheimi. Stjórnin hafði veitt Benedikt styrk- inn eins og hinum öðrum með því skilyrði, að hann skuldbindi sig til þess að afloknu námi að gegna firð- ritunarstörfum í þjónustu landsins um 5 ára tíma. Enn fremur var hann bundinn því skilyrði, að því er námið snerti, að hann sigldi til Danmerkur á síðastliðnu hausti og stundaði námið á þeim stað og undir umsjón þeirra manna, er stjórnarráðið ákvæði og var honum í því efni vísað til skrif- stofustjóra konferenzráðs Ólafs Hall- dórssonar. Önnur skilyrði voru honum ekki sett. Það er og skýrt tekið fram í bréfi stjórnarráðsins til Benedikts að styrkurinn sé 1000 kr. Nú segir ekki af ferðum Benedikts fyr en hann er kominn til Kaup- mannahafnar og fer á fund skrifstofu- stjórans. Þótti honum þá sem ýmislegt 69 Nl. væri æði mikið öðruvísi, en hann hafði búist við. Hann hafði átt von á því, eins og reyndar líklega flestir sem lesið hafa um afdrif hraðskeytamáls- ins á þingi, að ritsímastöð yrði sett upp á Akureyri, og hafði í umsókn sinni til stjórnarráðsins getið þess að hann mundi sækja um að verða við stöðina á Akureyri. Pétur Jónsson alþingismaður á Gautlöndum hafði og styrkt hann í þeirri trú að hér ætti að verða ritsímastöð, enda verður ekki annað séð af me.ðferð málsins á þingi, en að þingið hafi ætlast til þess að svo yrði, og engum efa er hreyft um það í styrkveitingarbréfi stjórnarinnar. En þegar Benedikt kem- ur á skrifstofu stjórnarinnar fær hann þær upplýsingar að engin ritsímastöð verði sett upp d Akureyri og að laun firðritunarmanna verði ekki 2000 kr. eins og búist hafi verið við og Pétur Jónsson hafði sagt honum, heldur eigi þau ekki að fara fram úr 1400 kr. Aftur var það heimtað af honurn, að hann væri að 4 mánuðum liðnum orð- inn svo vel að sér í tungumálum — auk telegraffræðinnar — að hann skildi ensk, dönsk, þýzk og frönsk skeyti, er töluð væru í talsíma, gæti breytt þeim í ritsímaskeyti og ritað þau rétt upp. Skildi hann sjá sjálfur fyrir allri kenslu og fá þó ekkert útborgað af styrknum fyr en eftir nýár. En til þess að kór- óna alt þetta var hann og Iátinn vita, að hann fengi alls ekki þenna 1000 kr. styrk, er honum hafði verið heitið, heldur að eins 750 kr. Sömu kjör höfðu líka verið boðin hinum firðritunarnemendunum og munu þeir hafa þózt vera svo venslaðir stjórn- inni, að þeir treystust ekki til annars en að beygja sig í auðmýkt fyrir ráð- Stöfun hennar. Þessa auðmýkt hefir Benedikt ekki haft til að bera og sneri hann því aftur heim og mæltist til þess við stjórnina að hún borgaði sér ferða- kostnaðinn með 300 kr. Það lítur nærri því út eins og skröksaga að hann skyldi ekki heimta neinar gabbs- bætur, og þó mundi oss hafa þótt það sennilegast í allri sögunni, ef vér ekki hefðum séð óyggjandi skilrfki fyrir öllu því, sem sagt er hér að framan. X »Norðri«. Svo heitir nýtt blað, sem farið er að gefa út hér í bænum undir um- sjón þeirra alþingismannanna Guðlaugs Guðmundssonar, Jóns Jónssonar og Magnúsar Kristjánssonar. Leturrúm blaðsins er álíka og Nls. en spássíurnar töluvert stærri. Ytri frágangur blaðsins er sæmilegur. Blaðið hefir þegar í upphafi göngu sinnar unnið það nytsemdarverk að >hvolfa pottit ekki að eins yfir >Stefni«, sem örðugt veitti að gefa upp andann, heldur lika yfir >Gjallarhorn«. Blaðið tjáir sig >öllum flokkum óháð« og segist heldur ekki ætla að >mynda neinn nýjan deiluflokk«. Þó segir það svo frá afstöðu sinni til hinnar núver- andi stjórnar, að það álíti að stjórnin >hafi haft og hafi réttari málstað, en andstæðingar hennar í hinum helztu deilumálum, og stjórn landsins ætlar það að styðja að >hverju þörfu verki«. Blaðið segist vilja forðast brigzl og getsakir, og ræða málin með rökum. Sé það alvara, sem naumast þarf að efa, er það mikið gleðiefni og ekki sízt Norðurlandi, sem jafnan hefir kappkostað það af fremsta megni. En því miður hefir þetta ekki tekist nú í fyrsta sinn. T. d. má benda á þessi ummæli blaðsins: >Vér stöndum engu nær þeim, sem með ofstopa vilja bæla niður allar að- finningar við stjórnina og hennar gjörð- ir, heldur en hinum, sem með van- hugsuðum ærslum og frekju vilja * æsa alþýðu manna til að umhverfa, ekki einasta þessari stjórn, heldur öllum grundvelli réttlátrar stjórnar í landinu.« »Fáir eru smiðir í fyrsta sinn.« Ollu stóryrtari sleggjudóm munum vér ekki að vér höfum séð nýlega um nokkurn mann í landinu, hvað þá nokk- urn flokk, en að hann vilji umhverfa öll- um grundvelli réttlátrar stjórnar í landi. Verði áframhaldið líkt þessu sjáum vér ekki hversvegna Gjallarhorn þurfti að lenda undir pottinum. B«jarsfjórnarkosning fór hér fram 3. þ. m. og skyldi kjósa 2 bæjarfulltrúa. Höfðu kjósend- ur sett upp þrjá fulltrúalista. A A-listanum voru þeir kaupmaður Otto Tulinius og kaupmaður Jónas Gunnarsson. A B-listanum kaupmaður Jónas Gunnarsson og skipasmiður Bjarni Einarsson. A C-listanum kennari Stejdn Stefáns- son og verzlunarstjóri Lárus Thorar- ensen. A kjörskrá voru 310 kjósendur en atkvæði voru greidd 235. Af þeim urðu 12 ógild. Kosningar fóru svo að C-listinn fekk 108 atkvæði, A-listinn 61 og B-listinn 54. Þeir Stefán Stefánsson kennari og Otto Tulinius kaupmaður voru því kosnir fulltrúar bæjarins til næstu þriggja ára. * Leturbreytingin gerð af oss. Aðsfoðarlæknissföðuna á Akureyri hefir Sigurður læknir Hjör- leifsson aftur tekið að sér fyrst um sinn. W | * * X á Litla-Ár- jsiiusio rrr: A strax. Húsið er 17x8 álnir á stærð, með lofti og gólfi og dálitlum skúr við. Húsið er alt tvö- falt og stoppað með 6—9 þumlunga þykku stoppi, og portbygt. — Lyst- hafendur snúi sér til þeirra Jóhann- esar Davíðssonar eða Björns Jörunds- sonar í Hrísey. Læknisvottorð. Samkvæmt tilmælum til mín hefi eg reynt China-Lifs-Elixir þann, er herra Waldemar Petersen hefir búið til, við ýmsa af sjúklingum mínum og hefi orðið var við heilsusamleg áhrif af honum. Eftir er mér hefir verið gert kunn- ugt um samsetning Elixirsins get eg vottað, að jurtir þær, er notaðar eru í hann, eru rojög gagnlegar og hafa alls ekki skaðsamleg áhrif. Caracas, Venezuela 3. febr. 1905. J. C. Luciani, Dr. med. Biðjið berum orðum um ekta China- Lifs-Elixir Waldemars Petersens. Fæst hvarvetna, flaskan á 2 kr. Varið yður á eftirlíkingum. Góðar vörur! Goít verð! % lbbii, Æ3&TWXI BEaRirefty.THwpsagw™*P|!ltMW Jlíklega hoergi betra að kaupa en í oerzlun Davíðs Sigurðssonar, Aðalstrceti 54. rúgur pd. á 0.07V2 klofnar baunir pd. á 0.14 rúsínur - - - 0.22 rúgmjöl — - 0.08 haframjöl — - 0.15 sveskjur - - - 0.28 bankabygg — - 0.11V2 maismjöl — - 0.08 döðlur — - - 0.25 baunir 0.13 sagó — - 0.15 munntóbak - - - 2.10 heilrís — - 0.13 kaffi — - 0.58 — - - - 2.20 flórmjöl 0.13 melis — - 0.28 neftóbak - - 2.00 hveiti gott — - 0.10 í heil. toppum eða kössum 0.27 export - - - 0.46 fínt salt 0.03 strausykur pd. - 0.26 8teg.kex0.20- —o.öopd. laukur — - 0.14 púðursykur — - 0.24 flesk á 0.70— -0.80 pd. Vindlar og reyktóbak af fleiri sortum, tóbakspípur, margskonar álnavara svo sem alklæði 3.25 al., kjóla- og svuntutau einbreið og tvíbreið á 0.35, 1.35 hálfklæði tvíbreitt 1.10, flauel mislitt 0.75> patent 1,00, silkiflauel 2.80, kápu- . tau tvíbreitt 1.60—1.75, Astrakan hvítt 3.90, tvisttau, fleiri sortir, 0.35—0.80, fóður margskonar 0.20—0.60, flonel, rautt, hvítt, bleikt og röndótt 0.35, hvít léreft 0.20—0.30 tvibreið 0.52, silki 4 sortir 2.60—4.00, sjöl 14.00 sjal- klútar 2.50, kvenslifs 2.75, silkiborðar í slifs 0.80—,1.00, hálstau, slaufur, vasaklútar frá 0.12—0.25, leggingabönd af ýmsum sortum, blúndur, milliverk, tölur, krókapör, axlabönd, vestishringjur, húfur og vetlingar handa börnum, skinnhúfur handa körlum og konum 2.00—4.00, silkitvinni af mörgum sortum og litum, handsápa 0.12—0.25, grænsápa 0.20, sódi 0.06, ýmsar emailleraðar vörur, svo sem: katlar, könnur mjólkurfötur, kasserollur, vaskaföt, kökuformar o. fl., stórar og góðar hakkavélar á 5.25—6,25, gólfkústar, strákústar, skrubbar, fægiskúffur, koladunkar, vatnsfótur og margt fleira mjög ódýrt, galvaniséraðir járnþvottabalar 3.75 — 5.50, saumur margar sortir ódýr, leirtau svo sem: bollapör, skálar, diskar, könnur, föt, vasahnífar, skæri, skóhorn, fatabustar, skeggburstar, gler, peningabuddur, hárgreiður, maskínuolía, fægiduft, ofnsverta, almanök, markskonar pappír og umslög, blek, pennnar, blýantar, margskonar krydd, kartöflumél 0.15, sæt saft Vi fl, i.OO^ edikssýra pt. 0.80, skotfæri, regnkápur handa konum og körlum 11.00—ið.oo, skótau vandað en ódýrt, íslenzkar kartöflur, tunnan á 8.00 og ótal margt fleira sem of langt er upp að telja. Verð á þessum vörurn er miðað við peninga út í hönd, íslenzkar vörur keyptar bæði fyrir peninga og vörur eftir samkomulagi. Bœjarbúar! Sveitamenn! Sjómenn! Lítið pið inn hjá mér um leið og pið komið í aðrar búðir; pað kostar ekki neitt Akureyri, 5. janúar 1905. DAVÍÐ SIQURÐSSON.

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.