Norðurland


Norðurland - 11.04.1906, Blaðsíða 3

Norðurland - 11.04.1906, Blaðsíða 3
125 Nl. Glímur þessar er einn vottur þess ný- græðings, sem er að lifna í landinu, þrátt fyrir alt, sem á móti blæs, og er þess að óska, að hann lifi. q. p. X „Nýja Kirkjublaðið“. (5 bi.) Loks kom grein, 10. f. m. fullkomlega sæmileg íslenzkum prestum. Vér eigum við greinina: „Kristindómurinn og andatrúin". Þesskonar greinir sjá menn sjaldan í þjóð- kirkjublöðum annara landa, sízt á Norður- löndum. Kemur þar fram — þó seint sé - merki þess, að höfundurinn er kynborinn íslendingur, eins og göfgir prestar í hinni fyrri íslenzku kirkju voru kallaðir, menn sem sögðu: „Vera má að páfinn sé vitur maður, en eigi er hann vitrari en vort for- eldri". Því greinin sýnir, hvað íslenzkur kennimaður á enn hjá sér, þegar hann fer að gleyma, að hann „dependerar af dönsk- unni", og er afkomandi frjálsustu og feg- urstu kirkju miðaldanna - þegar hann fer að hugsa sjálfur og finna, að hann og hver annar íslendingur hefir nokkurra alda kúlt- úr að baki, umfram aðrar norrænar þjóðif! Greinin er fyrirtaks frjálslega og viturlega rituð, og óskum vér hinu nýja kirkjuriti til stórrar framtíðar, um leið og vér þó furðum oss á,aðsama blað skuli flytja svo bernskulega grein, sem greinina um „Heiðingjatrúboðið", sem lýsir ákaflegri fáfræði, því vér eigum ekki að spilla góðum blöðum með útlendu trúarboðsvingli. Núum stýrurnar úr augun- um fyrst og lærum hér hewta að rísa af svefni. En það er annað trúboð, sem kirkublað- ið mætti vel reyna til að styðja, og nota nussíónsfólkið til að útbreiða. Það er Krist- indóms/é/ag ungra manna. Það félag er tíma- bært og á eflaust langt og merkilegt líf fyrir höndurn - eftir að það hefir slept kredd- um og trúarjátningadeilum. Það er dreng- skapur og göfuglyndi, sem stórum virðast hallast í landinu, og um það mál má segja: Hic Rodos, luc salta ! M. X Bréfkafli úr Þingeyjarsýslu. Unglingaskólar hafa verið haldnir í vet- ur á tveim stöðum hér í sýslu, annar að Ljósavatni og hinn að Skútustöðum, og hafa þeir staðið frá miðjum vetri og fram á einmánuð. Kent hefir á. Ljósavatnsskól- anum Jónas Jónsson í Hriflu en Sigurður Jónsson frá Helluvaði kendi í Skútustaða- skólanum. Báðir eru þeir gagnfræðingar með ágætiseinkunn og báðir ágætis kenn- arar. Þinghús úr timbri eru á báðum bæj- unum og gott húsrými. Nemendur munu verið hafa nær 20 á hveijum stað, piltar og stúlkur. Félagsfæðsla var á báðum stöðum, og fæddu nemendur kennarana og gjalda þeim kaup — 1 kr. fyrir daginn, að því er eg hefi heyrt. Námsgreinarnar eru þær sömu sem í Akureyrarskólanum, nema eitthvað undanfelt. Þessir skólar hafa og verið suma undanfarna vetur og er góðs af þeim að vænta. X Hús allmikið er Ræktunarfélagið að byggja í tilrauna- stöð sinni samkvæmt ályktun aðalfundar í fyrra vor. Húsið er 16 ál. á lengd og 12 á breidd, tvíloftað með háum kjallara, sem eingöngu er ætlaður til geymslu og sýn- ingar á jarðyrkjuverkfærum. í húsinu verð- ur fyrirlestrasalur, dálítil efnarannsókna- stofa, skrifstofa félagsins, herbergi til fræ- þurkunar og frægeymslu, íbúð fyrir aðal- starfsmann félagsins, borðstofa og svefnher- bergi fyrir jarðyrkjunemendur að vorinu.— Húsið á að vera fullbúið í júnímánaðarlok. Á sumardaginn fyrsta ætla Eyfirðingar að halda samkomu á prund. — Prófastur síra Jónas Jón- asson ætlar að flytja guðsþjónustu í kirkjunni og Guðmundur skáld Frið- jónsson hefir lofað að flytja fyrirlestur á eftir. Sjálfsagt má búast við því að þar verði fjölmenni saman komið. • Góður er blessaður batinn« segja allir nema stauramennirnir, sem ekki hafa lokið flutningnum. Er það ó- fyrirgefanlegt hve sumir hafa frestað flutn- ingnum að þarflausu. Auðvitað ætti það að vera þeim sjálfum verst. En hvernig ter ef staurarnir verða ekki komnir á lín- una í tæka tíð? Auðvitað verður að koma þeim á sinn stað, hvað sem það kostar. En hver borgar ef mennirnir, sem flytja áttu, eru félausir? — Vonandi er að þetta komi ekki fyrir. »Helgu« fiskiskip O. Tuliniusar kaupmanns hafði „Mjölnir" í eítirdragi hér inn fjörðinn. Skipið hafði hrept veður mikið fyrir vestan land og brotnaði töluvert ofan af því og síðan kom að því leki. Mun skipinu ekki verða haldið út aftur til fiskiveiða í sumar. Ólafur Jóhannsson, einn af skipverjunum á Helgu, datt út af skipinu í f. m. og druknaði. Hann var ungur maður og að sögn einkabarn foreldra sinna, er búa í Hraukbæ í Kræklingahlíð. Úr bréfi frá ungri stúlku á Suðurlandi til kunn- ingja hennar á Norðurlandi 'sh '06. Kæra þökk fyrir blöðin. Það varð heldur en ekki gleði hjá okkur, þegar þau komu. Við sjáum nú orðið flest sunnanblöðin, en við stúlkurnar erum held eg allar samvaldar með það, að þykja „Norðurland" skemti- legasta blaðið og því verðum við svo fegnar þegar við sjáum það. Eg man ekki eftir að eg hafi langa Iengi lesið nokkura blaðagrein, sem eg hefi orðið jafn hrifin af eins og grein eftir Guðmund Hannesson í „Norður- landi" um algerðan skilnað Dana og ís- lendinga. Mér finst það góðs viti að blöðin eru nú, ófeimin, farin að ræða um slíkt. Eg minnist þess ekki að eg hafi fyrri séð nokkurt blað dirfast að flytja ritgerð um þetta efni, en Fjallkonan tekur strax í sama strenginn. Það er hætt við að það eigi æði langt í land enn að við getum losast, en það er mín fylsta sannfæring, að það sé vilji meiri hluta þjóðarinnar að losast úr öllu satnbandi við Dani og það sem allra fyrst. Bara að menn gætu tekið höndurn saman í baráttunni, þá væri vel. — X Veðurathuaranlr á Möðruvöilum 1 Hörgárdal. Eftir Sigtr. Þorsteinsson 1906. Febr. Um miðjan dag (k . 2). •f'l 6 bJD-—« 11 «4- 3 2& u in ÍJ '< ■§5 > íSkýmagn 1 1 B 2 V- 10 -'O £ -3 (/) rv syj Fd. 1 74.5 -f- 6.0 0 10 - 7.2 Fd. 2 76.o -r- 5.6 0 5 - 7.9 Ld. 3 76.7 -=- 7.5 0 8 -12.0 Sd. 4 75.o 6.0 sv 3 8 - 13.3 Md. 5 74.o — 0.8 NAU 1 10 S - 1.5 Þd. 6 75.o 4- 5.0 VSV 2 10 - 5.0 Md. 7 75.o -7-10.0 0 10 - 14.5 Fd. 8 75-s -7-10.5 NV 1 10 S - 14.5 Fd. 9 75.8 -f-14.6 NV 1 2 - 14.r Ld. 10 76.2 -f- 9.5 NV 1 8 s - 15.s Sd. 11 76.4 ■4-15.0 SN 1 2 - I6.0 Md.12 75.2 4-14.5 0 7 - 23.0 Þd. 13 74.9 4- 2.2 0 10 - 20.o Md.14 74.9 1.5 0 10 R - 6.8 Fd. 15 73.o 1.5 0 9 - lO.o Fd. 16 72.7 1.5 NAN 1 10 R - 6.0 Ld. 17 74.3 -f- 1.0 vsv 0 1 - 5.5 Sd. 18 74.1 1.5 1 10 S - 6.0 Md.19 74.4 -f- 6.0 0 0 -11.1 Þd. 20 75.5 4- 0.5 0 5 - 13.5 Md.21 76.4 4- 3.5 0 8 - 6.5 Fd.22 76.. 1.5 0 0 - lO.o Fd. 23 75.4 O.o 0 0 - 7.9 Ld. 24 74.6 4- 0.5 0 8 - lO.c Sd. 25 74.3 ~ 1.5 0 10 - 10.7 Md.26 74.8 4- 3.0 0 5 - 4.0 Þd.27 74.2 — 1.5 NV 1 6 S - 9.1 Md.28 75.3 4-10.5 NV 2 8 s - 9.2 X Til sölu er býlið Nýibær við Akureyrimeð rajögaðgengi- legum kjörum. Semja má við Odd Björnsson bóksala á Akureyri. fást í verzlun Jósefs Jónssonar. \ Hringnæfur (Snurpe-Nöter) reknef (Drivgarn) og öll önnur áhöld Hil fiskiveiða fást hjá netauerksmiðjunni ,,2)an- markí‘ á }(elsingjaeyri. Deildarstjórar $ $ Ræktunarfélagsins, sem enn hafa ekki sent félags- stjórninni leiðrétta félagaskrá eru beðnir að senda hana sem allra fyrst til undirritaðs. Akureyri 5to’ 06. Stefán Stefánsson p. t. formaður. NAUT á fæti og nautakjöt keypt hæsta verði FYRIR PENINQA í KJÖTBÚÐINNI. Semjið sem FYRST við V. Xnudsen. Sterkasta buxnatau sem til er á Akureyri, fæst hjá 9áli Jónssgni. 3 8 < ■t ca C 3 Cð a c n / TRUSGQTT-MOTQR H. a. Þyngd. Verð. 3 180 pd. kr. 656 5 260 - - 844 7 330 - - 1070 9 360 - - 1312 10 425 - - 2156 14 515 - - 2719 18 635 - - 3187 24-64 kosta frá kr. 3375 -7500. Finnið Barna Einarsson eða mig. Aðalumboðsm. f. ísland. 9áíi ‘Bjarnarson. steinoíumotor Sa n Sö 3 o rf O “t fa 3‘ o g undirskrifaður bið menn að nefna og skrifa mig framvegis P. Q. Eydal. Hafnarstræti 91. Pétur Gunnlaugsson. 9 lega. Og þér getið vel sofið hér í nótt, því eg er hér einn. Takið þér á yður náðir, þá skal eg strax setja upp teketilinn.« »Þakka yður fyrir,« sagði hann með ánægjusvip. Eg vil gjarnan vera, fyrst þér bjóðið mér það. En fyrst verð eg að koma hnakkpokanum mínum undir þak, því fólkinu hérna í þorpinu hættir til að hnupla, einkum Tatörunum. Hann gekk út og kom að vörmu spori inn aftur með stóran poka. Upp úr honum tók hann töluvert af matvælum og lagði þau upp á hyllurnar hjá mér; svo kastaði hann af sér loðfeldinum og settist fyrir framan ofninn; var hann í rauðri skyrtu innanklæða. »Já, nú skal eg vera hreinskilinn og segja yður eins og er, herra minn«, sagði hann og lyfti höfði brosandi. »Þegar eg kom hérna að hliðinu hugsaði eg með sjálfum mér. Hver veit nema eg fái að vera hér í nótt? — Því eg veit vel að þeir eru margir af mínu tægi, sem menn kæra sig ekki um að hýsa. En eg geri engum mein, og það vitið þér víst líka, því ef eg tók rétt eftir sögðuð þér að þér hefðuð heyrt mfn getið.« »Já, eg hef heyrt yðar getið.« »Svo það hafið þér. Já, mér er óhætt að stígja að eg lifi heiðvirðu lífi. Eg á eina kú og einn uxa og svo hestinn sem eg reið á. Og svo á eg lítið hús með dálitlum garði við.« Umrenningurinn horfði fram fyrir sig hugsandi um leið og hann sagði þetta. Því var líkast sem hann undraðist sjálfur að það skyldi vera hvert orð satt og rétt í því sem hann sagði. »Já,« bætti hann við ( sama málróm, »eg vinn eins og aðrir, eða með öðrum orðum að segja, eg lifi eins og guð hefir fyrirskipað. Og eg skil það líka vel, að það er miklu betra en að stela og ræna á vegum úti. Dæmið núna er deginum ljósara: Eg kem hingað ríð- andi í náttmyrkiinu, sé eldinn og brýzt umsvifalaust inn til yðar, og þér sýnið mér strax kurteisi og virðingu og setjið upp teketilinn. llefi eg þá ekki ástæðu til þess að vera ánægður, eða hvað?« 0 Fundur í Skjaldborg síðasía vetrardag.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.