Norðurland - 19.05.1906, Síða 2
Nl.
144
þessara prentvillna leyfi eg mér líka
að skipa öðru eins og því að Island
hafi gengið undir Danmörku á 15. öld
í stað 14. (bls. 1), Baggesen hafi verið
15 árum eldri en Oehlenschlaeger í
stað 25 (bls. 103), Rask hafi dáið
1838 í stað 1832 (bls. 118), Maraþóns-
orusta í stað Salamisorustu (bls. 98 — 99)
o. m. fl. Andlistamálari á (bls. 128) á
líklega að vera andlitamálari (Portræt-
maler).
Prátt fyrir alt þetta er bókin samt
eiguleg, og ættu sem flest lestrarfélög
að eignast hana. Verðið er 3 kr. 50 a.
/•/•
X
Brot úr ferðasögu.
m.
Viö Jótlands Fremur sýnist hún lág
skaza. * * í lofti Danmörk, þegar
komið er norðan frá íslandi og Nor-
egi. Þar sjást ekki jöklar eða fjöll
langt á haf út, en örlágt, ófrjótt nes
gægist nyrzt upp úr hafinu. Þar heitir
á Skaganum og er það nyrzti hluti
Jótlands. Þó víðast megi með sanni
segja að Danmörk sé kostaland og
ágætlega fallið til ræktunar, þá sér
það ekki á hér. Landræman á Skag-
anum er mestmegnis sandur, annað-
hvort ber og blásinn eða vaxinn
brúnu gæðasnauðu lyngi, en þarna
hafa þó Danir bygt reisulegt þorp
hálfu stærra en Akureyri og jafnvel
þarna hamast þeir og rækta sandinn
þangað til að upp úr honum vaxa
bæði tré og annað góðgæti. Þarna
hafa þeir bygt mikinn vita, 74 álna
háann, en norður á rifi því, sem
gengur neðansjávar norður af Skag-
anum hafa þeir vitaskip, enda veitir
ekki af að leiðbeina sjófarendum, því
hér er skipaferð mikil allan ársins
hring, og þrátt fyrir alla vita og vita-
skip þá stranda hér skip oft og ein-
att. Nýlega hafði hér strandað stórt
gufuskip og stóðu siglurnar upp úr
sjónum. En þeir standa ekki eins ráða-
lausir Skagabúar og vér gerum vesa-
lings íslendingarnir þó sli'kt vilji til.
Hér hafa menn öll björgunaráhöld eft-
ir nýustu tízku, ágætan björgunarbát
og úrvalslið, sem er þaulæft í öllu sem
að björgun lýtur. Mundi þeim Skaga-
búum þykja það fyrn mikil ef þeim
væri sögð strandsagan síðasta frá
Reykjavík og þykja hún talandi vott-
ur um lágt menningarstig íslendinga.
Eru margar sögur af afreksverkum
björgunarliðsins hér. Einu sinni var t.
d. skipshöfn bjargað í slíku aftaka-
veðri að 8 fórust af björgunarmönn-
unurn, en engum kom til hugar að
gefast upp og fyr var ekki hætt en
öllum skipbrotsmönnum var bjargað.
En af hverju lifa þeir Skagabúar?
kynnu menn að spyrja. Það var auð-
ráðin gáta, þegar vér fórum fram
hjá Skaganum, því vér sigldum fram
hjá sæg af fiskibátum. Þó nokkurir
voru mótorbátar, en fiestir almennir
róðrarbátar.
Fæstum íslendingum mun vera það
ljóst hve miklir fiskimenn Danir eru,
en sannleikurinn er sá, að fiskiveiðar
eru mjög þýðingarmikill atvinnuvegur
hjá Dönum, sem lætur þeim engu
síður en sveitabúskapurinn. Nú selja
sjómennirnir á Norður-Jótlandi eigi
að eins fisk til Hafnar og annara
danskra bæja, heldur flytja þeir hann
alla leið til Noregs og selja sjálfum
Norðmönnum glænýja soðningu. Eg
teldi margt ólíklegra, en að Danir
færu áður langt um líður, að verða
oss skæðir keppinautar á sjónum og
nota landhelgi vora betur en verið
hefir til þessa. Þeir þykjast hvort
sem er hafa jafnan rétt til hennar og
vér.
Nú eru Danir að byggja mikla
höfn á Skaganum. Hefi eg getið þess
fyr í Nl. Það eru allar horfur á því,
að innan skamms hafi þeir bygt á-
gætis hafnir í öllum útvegsplássum
sínum. Því miður verður þess langt
að bíða, að vér getum sagt hið sama
íslendingar, en hafnir vorar og lend-
ingar eru svo mikið nauðsynjamál, að
tími væri kominn til að taka það á
dagskrá áður en fleiri fara í sjóinn
og drukna í lendingunum en orðið er.
Víða er til þess tekið, hve
Höfn. . ....._ . ,
ínnsiglmgin inn Eyrarsund sé
fögur, hvernig þar skiftast á »borgir
og skrúðfagrir skógar*, en eg skal
ekki fjölyrða um það. Einkennilegt er
það, að enginn skyldi hyggja að Höfn
væri eins mikil borg og hún er, þegar
siglt er inn á höfnina. Borgin er ekki
mjög víðlend á þá hliðina, en flat-
neskjan veldur því, að lítið sést nema
næstu húsaraðirnar sem vita að sjón-
um. Það eru að eins kirkjuturnar,
hæstu skrautbyggingar og reykháfar
verksmiðjanna, sem rísa hingað og
þangað upp úr kafinu; alt annað hylzt
í blárri borgarmóðu.
Fyrsti maðurinn sem úr landi kemur,
er hér sem annarsstaðar hafnsögumað-
urinn. Hann er engú síður einkenni-
legur hér en í Noregi og gefur nokk-
ura hugmynd um hve ólík löndin eru
og þjóðirnar sem þau byggja. Hann
er ekki að ómaka sig hér langt út á
haf í dálitlum seglbát, ekki harðsnú-
inn sjómaður í olíufötum, sem sí-
felt hættir lífinu í stórsjó og illviðri
— nei, hérna er hafnsögubáturinn
dálítið snoturt gufuskip, sem kemur
á móti oss rétt við hafnarminnið. Eg
veitti því eftirtekt, að hafnsögumað-
urinn og skipverjar hans töluðu ærið
mynduglega til skipstjóra og skipverja
á Mjölni, þegar hafnsögubáturinn lagð-
ist að skipshliðinni og var öllu óðara
hlýtt. Fyrsta verkið hafnsögumannsins
var að ávíta skipverja fyrir það, að
bjóða sér svo lélegan stiga, þar sem
ein rimin væri ótraust. Treystist enginn
inóti að mæla. Það var auðséð á öllu,
að þessi herra var góðu vanur og
þóttist mikið undir sér eiga. Hann
var heldur ekkert smásmíði þessi
hafnsögumaður, hár maður vexti og
að því skapi vel í skinn komið, með
væna ístru og klæddur vandaðri,
hlýrri yfirhöfn, sem tæpast hefði verið
hentug til harðræða og sæfara. — Það
var eins og skini út úr hafnsögu-
manninum að hér byggi rík þjóð, sem
nú ætti góða daga, sem bæði hefði
efni, smekk og tómstundir til þess
að skreyta sig og njóta lífsins. Sama
sýnir höfnin og öll hin háreystu vöru-
hús meðfram henni. Það er ekki ein-
göngu að alt sé haganlega og vel
úr garði gert, að alt sé rambyggilegt
og hvergi til sparað, heldur er auð-
sjáanlega lögð mikil áherzla á, að
flest sé fagurt og skrautlegt. Bygg-
ingastfllinn á einföldum vöruhúsum er
víða svo íburðarmikill, að vel mætti
sæma risulegum íbúðarhúsum efnaðra
manna. Gömlu vöruhúsin stinga mjög
í stúf, með jsléttu óálitlegu íburðar-
lausu múrveggjunum og segja frá
þeirri öld, þegar nytsemin réði öllu
og efnin hrukku ekki til þess að
skreyta yfir þarfir fram, en við hlið-
ina á þeim prédika nýju húsin um
velmegun, menningarþroska og list-
fengi.
Þetta finnur hann sjálfsagt hafn-
sögumaðurinn og þessvegna er hann
svo dríldinn. Þessvegna sagði eittsinn
Norðmaður nokkur við mig:
»Ja Danskerne de er jo stolte, de!«
Ouðm. Hannésson.
X
Sigurjón á Sandi
(d(ðog þjóðræðið.
Herra ritstjóri! — Ekki tnegið þér
halda, þegar þér sjáið fyrirsögnina fyrir
þessum pistli, að eg ætli að fara að
svara eða fjölyrða um Iöngu þjóð-
ræðisgreinina hans Sigurjóns míns í
»Norðra«. Fyrri hluta hennar álít eg
ekki svo vaxinn, að eyðandi sé að
honum orðum og því síður rúmi í
blaði. Þar er að eins þessi margtugna
og marghrakta blekkingarþvæla stjórn-
arblaðanna út af »undirskriftunum«,
sem Sigurjón, að mínu áliti, er altof
góður til að taka sér í munn. En það
er niðurlag greinarinnar, sem eg vildi
leyfa mér að benda lesendum Norður-
lands á.
F*á mun reka minni til þess að í
1. tölublaði þessa árgangs Norðurlands
16. sept. f. á., er löng grein um »þjóð-
ræði íslendinga«. Þar er bent á helztu
ráðin til þess að efla þjóðræðið »tryggja
yfirráð þjóðarinnar yfir Iandinu«, eins
og þar er að orði komist. Ráðin voru
þessi:
1. Afnám konungkjörinna þingmanna.
2. Fjölgun kjösenda með því að Iög-
leiða almennan kosningarétt fyrir
karla og konur. (o: lækka aldurs-
takmarkið og gefa öllum stéttum
kosningarétt, án tillits til opinberra
gjalda.
3. Stytting kjörtímans, þó það reynd-
ar hefði nokkura ókosti í för með
sér.
4. Alþýðuatkvœði (referendum) um lög
frá þinginu.
5. Frumkvaðarréttur þjóðarinnar —
sem er í því falinn, að ákveðinn
fjöldi kjósenda getur heimtað af
Iöggjafarþinginu að taka til með-
ferðar þau mál, er þeir vilja.
ÖII þjóðræðisblöðin hafa haldið fram
fleiri eða færri af þessum atriðum.
Lítum nú á ráðin, sem Sigurjón á
Sandi bendir á, í áminstu »niðurlagi«
27. apríl þ. á., til þess að »efla þátt-
töku almennings í meðferð landsmál-
anna svo sem fremst má verða«:
1. Afnám konungkjörinna þingmanna
og fjölgun þjóðkjörinna þingmanna
að sama skapi.
2. Stytting kjörtimabilsins.
3. Fjölgun þinganna: þing á hverju
ári.
4. Alþýðuatkvœði, »mundi það hafa
mikil mentandi áhrif á þjóðina«,
en getur ekki samrýmst við kon-
ungsveldi!
5. Útfœrsla kosningarréttarins. 0: fjölg-
un kjósenda með því að takmarka
ekki kosningaréttinn við útsvars-
upphæð, færa niður aldurstakmark-
ið og auka hluttöku kvenna og
vinnufólks í almennum málum.
Þessi telur hann helztu ráðin til
»að styrkja alþýðuvaldið, bæði til
góðra áhrifa á þingið yfirleitt, og til
tryggingar því, að þeir kraftar komist
upp á yfirborð þjóðiífsins, sem skilja
þjóðina bezt og mestan hafa viljann
og máttinn til að rýmka skóinn og
græða sárin«.
Hér er sannarlega ekki margt né
mikið sem á milli ber.
Eg get ekki betur séð en Sigurjón
á Sandi sé orðinn einlægur þjóðræðis-'
maður, því eg efast ekki um, að hann
mæli þetta af einlægum hug.
En hvað getur þá aftrað honum og
öðrum gömlum heimastjórnarmönnum
sömu skoðunar frá, að taka höndum
saman við oss hina þjóðræðismennina
og vinna af alefli að voru sameigin-
lega marki: eflingu þjóðrœðisins, hvað
sem stjórninni líður?
Það getur tæplega verið annað en
flokksfylgi annarsvegar og kali til hinna
fornu andstæðinga hinsvegar, er hamlar
þeim frá að skipa sér þar í fyikinguna,
sem skoðun þeirra býður þeim.
Norðurlandi hlýtur að vera það
gleðiefni að sem flestir hugsandi menn
í landinu fallist á skoðun þess á mikils-
verðum málum, þó þeir vilji ekki við
það kannast, hvaða flokki sem þeir
fylgja.
Og svo mikinn drengskaparmann
hygg eg Sigurjón á Sandi, að hann
fylgi fram þessum skoðunum sínum,
ef hann kæmist á þing, hvort heldur
konungkjörinn eða þjóðkjörinn, og
hvort sem stjórnin væri þeim and-
stæð eða eigi. Mundi eg þá fylgja
honum einbeittlega að málum sem
einlægur Þjóðræðismaður.
X
Síra Þorvaldur Björnssorj
presfur á Melsfað
er dáinn, druknaði fyrir skömmu í
Hnausakvísl. Var hann á heimleið
utan af Blönduósi og af fundi þar.
Hafði hann teymt hest sinn út á
Kvíslina á sama stað og hann hafði
farið daginn áður. Maður var með
honum en gat ekki hjálpað. Líkið
fanst strax og var flutt heim að Mel-
stað.
Þessa merka gáfumanns verður síð-
ar getið hér í blaðinu.
X
Slysfarir strönd og
^ druknanir syðra.
Kolageymsluskip frá Edinborgarverzlun
sökk á Reykjavíkurhöfn um mánaðamótin
síðustu með 300 smálestum af kolum.
Skipið var mannlaust.
Um sama leyti strandaði á Stokkseyri
kaupfar með fullfermi af vörum til Ólafs
Árnasonar kaupmanns. Eitthvað bjargað-
ist af vörum.
»Agnes« flutningsskúta frá Thomsens
magasíni strandaði við Búðarhraun; var
með trjávið, járn og matvöru. Tveir menn
voru á skipinu og björguðust báðir.
Mótorbátur fórst og um þetta leyti suður
í Leiru. Bátinn átti Gunnar Gunnarsson
kaupmaður í R.vík; var hann óvátrygður,
4000 kr. virði. Hitt þó miklu meira um
vert að þar druknuðu tveir menn og var
annar þeirra Guðmundur Einarsson í Nesi.