Norðurland


Norðurland - 26.05.1906, Page 1

Norðurland - 26.05.1906, Page 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 37. blað. Akureyri, 26. maí 1906. Iðnaðarsýninqiri á Akureyri 1906. Sýningarnefndin óskar eftir að henni verði gerður kostur.á að kaupa nokkra íslenzka iðnaðarmuni, sem hafa á til sýnis á sýn- ingunni. Er svo gert ráð fyrir að leitað verði leyfis til að halda »lotteri« á mununum, til ágóða fyrir sýninguna. Verðmæti mun- anna mætti vera frá 25—100 kr. Skrifleg tilboð um muni þessa eru menn beðnir að senda sem fyrst til undirritaðs formanns nefndarinnar. Akureyri 23/s ’oó. Sigurður Hjörleifsson. ,Tryg.‘ ,Tpyg.‘ ,Tryg.‘ Um 80 manns hafa nú fyrir skemstu druknað við strendur íslands, og hafa að minsta kosti 25 af þeim verið kvæntir og haft fyrir fjölskyldu að sjá; sumir af þessum mönnum hafa sjálfsagt verið svo hygnir og skyldu- ræknir að tryggja líf sitt, en fráleitt allir. Þessvegna er nú tvöföld eymd og fátækt á heimilum þeirra, og verður það nú hlutverk góðra manna, að hjálpa þessum bágstöddu, en þess hefði varla gerst þörf, ef þeir hefðu allir verið vátrygðir. Sjómenn ! Takið því bendingarnar í tíma og tryggið þ-e-g-a-r líf yðar í „Tryg“. Umboðsmenn: Hallgr. verzlunarstjóri Daviðsson, Akureyri. Björn prestur Björnsson, Laufási. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ » » ♦>#-# # # » # ♦ ♦ ♦ ♦ ♦-# » ♦ Fjárkláðinn. Ekki verður annað sagt en að út- lit væri fyrir það nú um áramótin síðustu, að vel horfðist á með að út- rýma þessum voðagesti úr landinu. Skoðanirnar í desembermánuði höfðu sýnt það, að tóbaksbaðanirnar höfðu gengið svo nærri kláðamaurunum, að slíks maurafalls hafði aldrei áður heyrst getið í því hálfrar aldar stríði, sem háð hefir verið gegn fjárkláðanum hér á landi og niðurskurðurinn er frá talinn. Á stöku bæ voru þó enn þá einstöku maurar Iifandi, en veru- legan ótta gerðu þeir mönnum ekki. Menn vissu hvernig átti að útrýma þeim og voru farnir að trúa því að »seinasti maurinn« mundi ekki verða mikið »lífseigari« en þeir fyrstu; þeir mundu allir loks verða að Iáta Iíf sitt fyrir brögðum Myklestads. En þessi fögnuður stóð ekki lengi í hugum manna. Þegar fór að líða fram á útmánuð- ina, fóru enn að koma fregnir af því að maurar hefðu fundist á stöku bæjum og eftir því sem Iengra leið á vetur- inn urðu sögurnar fleiri. Skoðunar- mennirnir fundu í marzmánuði víða lifandi maura og svo ramt kvað að þessum ófögnuði í sumum héruðum, að talið var að kláða hafði orðið vart á flestum bæjum sveitarinnar. Margir urðu sem höggdofa. Átti þá þessari landplágu aldrei að létta af? Voru þessir maurar þá ódrepandi? Var þessi þjóð því ekki vaxin að Frú Rannveig D. Laxdal, kona Eggerts Laxdal, kaup- manns á Akureyri, andaðist að- faranótt þess 20. þ. m., eftir langvarandi þjáningar af inn- vortis meinsemd. Hún var dótt- ir hjónanna Hallgríms Tómas- sonar frá Steinstöðum og Mar- grétar Einarsdóttur Thorlacíus frá Saurbæ, sem lengi bjuggu sæmdarbúi í Miklagarði og síðan á Orund í Eyjafirði. Hún fæddist í Miklagarði 13. sept. 1854, og giftist árið 1875 eftir- lifandi manni sínum. Frú Rannveig sál. var greind og vel að sér, flestum konum fríðari og hin híbýlaprúðasta, góðhjörtuð og göfuglynd. Still- ing hennar og geðprýði var jafnan viðbrugðið, og átti hún þó við þungbært heilsuleysi að stríða mikinn hluta æfi sinnar, og reyndi oft sáran ástvina- missi. Hennar mun jafnan minst með ást og virðingu af öllum, þektu hana. yfirstfga þenna óvin sinn? Svona hugs- uðu menn og svona töluðu menn. Skipanirnar fóru að koma frá land- stjórninni um nýjar baðanir í harðind- unum, en bæði bændur og yfirvöld stóðu ráðþrota og vissu ekki hvað til bragðs skyldi taka. Trúin á baðan- irnar var á förum. Náttúrlega slapp kláðalæknirinn ekki hjá ásökunum. Kenningar hans um kláðann áttu að vera meira en lítið varhugaverðar, meira og minna til- búningur og heilaspuni. Alþingismað- urinn í Strandasýslu, sem lært hafði kláðafræði sína hjá einum af lærisvein- um Myklestads, var alt í einu orðinn miklu kláðafróðari en hann og fann hjá sér köllun til þess, að segja honum til syndanna, en láta ljós sitt skína fyrir þjóðinni. Við þetta æstust hugir manna víða enn meira. Norðurland getur þó nú fært les- endum sínum þær fréttir, að mikið af þeim ótta er slegið hefir á fólk út af þessu hefir við lítil rök að styðjast. Einna mest hefir kveðið að þessum fréttum um kláða í nokkurum hluta Skagafjarðar- og Eyjafjarðarsýslu. í Fljótunum fundust maurar á fé á 46 bæjum. En þrátt fyrir það að maur- arnir fundust, voru engin útbrot á skepnunum og var það þegar mjög eftirtektavert og því var nauðsynlegt að maurarnir væru rannsakaðir vand- lega, enda var Myklestad það strax Ijóst, að hér gæti ekki verið að ræða um fjárkláða. Sú rannsókn hefir farið fram hér á Akureyri undanfarna viku með góðum sjónaukum, fyrst og fremst af Myklestad sjálfum, en auk þess eftir ósk hans af Stefáni Stefánssyni kennara, Ouðmundi Hannessyni héraðs- lækni og ritstjóra þessa blaðs. Mykle- stad er sannfærður um að maurar þessir eru ekki kláðamaurar og að útliti eru þeir líka töluvert frábrugðnir kláða- maurunum, svo nokkurnvegin vissa er fyrir því, að þeir eru ekki af sama kyni og kláðamaurinn. Öll þau einkenni, er á þeim hafa fundist, benda til þess, að maurar þessir heyri til félagsmaurakynsins (Sym- biotes) en af þeim eru til ekki færri en 4 tegundir, þeir maurar stinga ekki niður í húðina eins og kláða- maurinn gerir, en lifa í vissum stöðum á húðinni af húðflösunni og orsök til fjárkláða geta þeir aldrei orðið. — Norðurland vonast eftir, að það geti síðar minst á þessa maura og gefið nákvæma lýsingu á þeim og hvað það er sem einkennir þá frá kláðamaurnum. En eins er þó vert að geta nú þegar. Maurar þessir eru miklu líf- seigari en kláðamaurarnir, geta Iifað lengi eftir að þeir eru teknir af skepn- unni. Ennþá þessa dagana hafa þeir verið með fullu fjöri og skríða miklu hraðar en kláðamaurarnir. Myklestad hyggur að ástæðan til þess að sumir hafa talað um að kláðamaurinn gæti lifað lengi annarstaðar en á fénu sé sú, að menn hafi tekið þessa maura ár. Jarðarför frú Rann- veigar Laxdal er á- kveðin föstudaginn þ. 31. þ. m,. d hddegi. fyrir kláðamaura. Auk þess eru maur- arnir miklu minni en kláðamaurinn. Allir þeir maurar er hér hafa verið skoðaðir eru þessir svonefndu félags- maurar en ekki kláðamaurar, eins þeir maurar er fundust á fé í Hörgárdaln- um. Auðsætt er, að það var ekki til lítillar hamingju fyrir landið að herra O. Myklestad er enn þá hér í landi. Hefði það ekki verið, má ganga að því vísu, að þessir maurar sem fund- ist hafa hér nyrðra, yrðu teknir fyrir góða og gilda kláðamaura. Við það hefði alt komist á ringulreið og trú manna á baðanirnar horfið en kostn- aðurinn aukist og margfaldast. »Skattar vanþekkingarinnar« verða oft þyngstu skattarnir. * * * Svo að menn geti gert sér hugmynd um hvernig ástatt var með kláðann hér í Iandinu áður en byrjað var á böðunum haustið 1903, hefir Norður- land ieitað upplýsinga hjá herra Mykle- stad um hvað margt fé hafi þá fund- ist með kláða á öllu Iandinu og á hve mörgum bæjum hann hafi þá verið. Eftirfarandi skýrsla sýnir hvernig þessu var ástatt í flestum sýslum landsins: Sýslur. Bæir. Kláðafé. Múlasýslur (kláði á stöku bæjum). Þingeyjarsýsla 47 632 Eyjafjarðarsýsla 50 224 Skagafjarðarsýsla 83 644 Húnavatnssýsla 191 2025 Strandasýsla 23 85 Dalasýsla 44 122 (skýrslu vantar úr 2 hreppum). Snæfellsnessýsla 27 87 Barðastrandarsýsla 33 162 Mýra- og Borgarfj.s. 78 339 Kjósarsýsla 7 24 Rangárvallas. (grunað) 12 36 Vestmannaeyjasýsla 1 2 Árnessýsla 62 326 Skaftafellssýsla 3 3 Þessi skýrsla nægir til þess, að gera sér hugmynd um útbreiðslu kláð- ans, en aðgætandi er, að sjálfsagt hefir kláðinn verið miklu útbreiddari um haustið, áður en menu fóru að lóga fé sínu. En hvernig er þá ástatt nú, að því er menn vita réttast um kláðann. 1 Strandasýslu hefir hann fundist á 5 bœjum á 15 kindum alls, i Húna- vatnssýslu á 5 bœjum alls, í Skaga- fjarðarsýblu á 2 bæjum á 4 kindum alls, i Kjósarsýslu á 1 bœ á 1 kind og i Borgarfirði á 1—2 bœjum. Þetta (

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.