Norðurland


Norðurland - 26.05.1906, Blaðsíða 2

Norðurland - 26.05.1906, Blaðsíða 2
Nl. 148 er þó orðið úr kláðanum að því er menn vita og á öllum þessum stöð- um hefir kláðaböðun farið fram eftir því sem þörf þótti á. * * * En þó að horfurnar séu alt annað en álitlegar með útrýmingu fjárkláð- ans, mega menn alls ekki ætla, að nú megi leggja árar í bát. Fyrst og fremst ríður á því, að fé sé vandlega athugað við rúningu í vor og að tilkynt verði hvenær sem grunur er á kláða, svo hægt sé þegar að gera nauðsynlegar ráðstafanir. En þó nú ekki verði kláðavart við rúningu fjárins á þessu vori, sýnist oss það væri mjög viturlega ráðið að alt fé væri enn baðað úr tóbaksbaði í haust og allrar hinnar sömu varúð- ar gætt sem við hinar fyrri baðanir. Menn þurfa hvort sem er að baða fé sitt og þó tóbaksbaðið sé eitthvað dýrara en alment þrifabað, virðist full ástæða til þess að líta á alt það voða- tjón, sem fjárkláðinn hefir bakað land- inu og hve það er afarmikilsvert, ’að honum verði nú útrýmt með öllu. Surnar sýslunefndir hafa þegar afráð- ið að fyrirskipa baðanir, en þetta þyrfti helzt að vera gert um alt Iand, en þó einkum á því svæði, sem mest hefir borið á kláða á áður, og gæti þá ef til vill nægt að baðað væri frá Pjórsá og hingað norður að Jökulsá á Fjöll- um. S BÆKUR. Úr dularheímum I. Fimm æfintýri. Ritað hefir ósjálfrátt Guðm. Jónsson. Rvk. 1906. Fátt hefir ísiendingum orðið jafn- tíðrætt um síðustu mánuðina, bæði utanlands og innan, og hin miklu Reykjavíkurundur, sem góðar horfur eru á, að ætli ekki að standa hinum fornu Fróðárundrum að baki. Eg get ekki láð mönnum, þó þeim finnist nóg um sumar sögurnar t. d. Iækn- ingatilraunir, sem sýnilega vantar allan traustan grundvöll, þó gárungarnirhendi gaman að þessum ósköpum og þó fjöldi manna dragi þá ályktun, að fyrst sumt ,af »fyrirbrigðunum« reynist hégóminn einber, þá sé sama að segja um þau öll. Slíkir sleggjudómar eru svo al- gengir. Paðan af síður er það að undra, að pólitískir mótstöðumenn grípi fegins hendi við þessu nýja vopni gegn þeim er við tilraunirnar fást. Minna hefir nú verið notað í íslenzkri pólitík til þess að rægja og ófrægja andstæðinga sína. Að nokkuð sé fært þeim til betri vegar er svo sjaldgæft hjá oss. En það er svo gott að vita, að málstaður þeirra, sem mest hneykslast á þessum tilraunum, er engan vegin eins góður og þeir ætla. Kverið, sem hér er nefnt að ofan, er ein sönnunin fyrir því. Eg er nokkurn veginn viss um, að hverjum þeirra sem væri hefði brugðið í brún, ef hendin á honum, þegar hann settist niður að skrifa eitthvað, hefði tekið á rás og skrifað ósjálfrátt 'alt annað en hann hafði ætlað sér, skrif- að ef til vill á útlendu máli snotran skáldskap í stað háðgreinar um þá »öndunga« og maðurinn hefði enga hugmynd um hvað hendin skrifaði fyr en hann las það úr pennanum. Rað er einmitt svipað sem viljað hefir til í Rvk. Ungur skólapiltur hefir skrifað 5 æfintýri ósjálfrátt í viðurvist margra votta, og Björn Jónsson hefir gefið þau út, án þess að fullyrða nokkuð hvernig á þessu standi. Eg sé enga ástæðu til þess að rengja það, að æfintýri þessi séu tll orðin á þennan hátt og þau eru svo vel sam- in, að þeir hlaupa ekki að því að skrifa jafngóð æfintýri mennirnir sem mest fárast yfir »öndungum«. Sem skáldskapur á bókin meira en skilið að vera gefin út og uppruni hennar gerir hana að merku sönnunarskjali. Auk þessa bendir kverið á nýtt óþekt skáld á íslenzka tungu, sem vel má vera að geti sér góðan orðstír. Eg skal ekki fara út í efni æfintýr- anna. Rau eru svo ódýr að allir geta aflað sér þeirra. En hvaða ástæða er til að ætla, að höfundurinn hafi ekki vel vitað, hvað hann skrifaði? er von að menn spyrji. Eg skal ekkert um þetta fullyrða, nema að það er svo afarauðvelt að ganga úr skugga um það, hvort ó- sjálfrátt er ritað eða ekki, að eg geri ráð fyrir því, að tilraunamennirnir hafi gengið úr skugga um það. T. d. getur sá er ritar talað um öll önnur efni eða lesið meðan hendin heldur stans- laust áfram að skrifa ósjálfrátt og undar- lega hiklaust. Slíkt er nærfelt ómögu- legt að sjálfráðu, þó allur vilji væri til þess að blekkja aðra. Að menn skrifi ósjálfrátt er ekki nein nýlunda í heiminum. Eg veit ekki betur en að allir fróðir menn séu sammála um að það sé hafið yfir allan efa. Pað sem þannig er ritað ósjálfrátt getur verið ágætis sönnunar- gagn um ýmislegt viðvíkjandi undir- vitund manna, því að líkindum er það hún sem hendinni stýrir og leggur orðin í pennann; að þessu leyti er kver þetta næsta merkilegt, og útgefandinn á þakkir skilið fyrir að hafa komið því á prent. En nú bætist það við, að undir æfintýrunum standa nöfn dáinna manna, H. C. Andersens, Jónasar Hallgríms- sonar og — Snorra gamla Sturlusonar! Ekki dettur mér í hug að svo komnu að eigna sögurnar þessum mönnum. Ressi nöfn hafa fyrir mér sömu þýð- ingu og þó ritað hefði verið undir æfintýrin: efnið stælt eftir H. C. A. og málið eftir J. H. Lang sennilegast er að pilturinn, sem æfintýrin skrifaði, hafi samið þau og undirvitund hans stýrt pennanum. Hann er þá skáld eða efni í skáld, þó engan veginn sé víst að hann geti nokkuru sinni haft not þeirrar gáfu öðruvísi en ósjálfrátt. Útgefandanum vil eg benda á, að hann tekur ekki fram eina skýring á samningu æfintýranna: hugsanaflutning. Við tilraunirnar er gott skáld, sem vel var trúandi til þess að skrifa æfintýr- in. Hugsanir gátu gengið frá undir- meðvitund skáldsins til undirmeðvit- undar piltsins, sem þá hefði að eins verið verkfæri í hendi skáldsins. Svo er sagt að slíks séu dæmin, þó engin svik séu í tafli. En þakkir eiga þeir allir skilið fyrir kverið sem að því hafa unnið. Ró ekkert annað hefði hafst upp úr til- raunum þeirra, þá er það allmerkilegt. G. H. Herra 0. Myklesfad fjárkláðalæknir kom hingað til bæjarins á laugardaginn var og dvelur hér þangað til í miðjum júlímánuði. Hversvegna drekka menij áfenga drykki? i. Spurningu þessari svara menn á ýmsa vegu og er ekki ófróðlegt að heyra álit merkra manna um hana. Prófessor Bugge í Basel hefir svarað henni á þessa leið: »Fysrta aðalorsökin til drykkjuvanans er hin mannlega tilhneiging að herma eftir öðrum. Fyrsta glasið er ekki betra á bragð- ið en fyrsti vindillinn, sem unglingurinn reykir, en menn leiðast til að drekka af því að aðrir drekka. En þegar menn hafa einu sinni vanið sig á það. skortir þá aldrei tilefni til þess að halda því áfram. Menn drekka þegar þeir skilja, og þeir drekka þegar þeir hittast aftur; þegar þeir eru svangir drekka þeir til að sefa hungr- ið, og þegar þeir eru saddir drekka þeir til að auka matarlystina; þegar kalt er drekka þeir til að hita sér, og þegar heitt er drekka þeir til að svala sér; þegar þeir eru syfjaðir drekka þeir til að halda sér vakandi, og þegar þeir þjást af svefnleysi drekka þeir til að geta sofnað. Þeir drekka þegar liggur illa á þeim, og þeir drekka þegar að liggur vel á þeim. Peir drekka þegar barn er skírt, og þeir drekka þegar þeir gifta sig, og þeir drekka þegar vinir þeirra og vandamenn eru greftraðir, til þess að gleyma áhyggjum, sorgum og neyð, og þeir drekka til að afla sér hug- rekkis til að svifta sjálfa sig lífi!« * * * Samkvæmt nýlegum skýrslum verður Bakkus árlega 40,000 manna að bana á Stórabretlandi, 100,000 á Rússlandi, 20,000 í Niðurlöndum, 40,000 á Frakklandi, 40,000 áÞýzkalandi, 10,000 á Norðurlöndum, 10,000 í Sviss. Pað verður samtals 250,000 á ári, eða á 30 árum 7V2 miljón manna, og er það hér um bil jafnmargt og talið er að fallið hafi í öllum styrjöldum 19. aldarinnar til samans. Flestum hlýtur að ógna hvílíku ógrynni fjár þjóðirnar verja til herkostnaðar, en þó er það talsvert minna en það, sem þær fórna Bakkusi. Þjóðverjar veittu árið 1898—99 nálega 660 miljónir kr. til hermálaefna, en sama árið létu þeir 2,700 miljónir fyrir áfenga drykki. Svíar veita árlega 35 miljónir til hersins, en 80 miljónir eru beinir skattar til Bakkusar og er þó bindindishreyfingin öflugri þar, en í flestum öðrum löndum. Heraflinn danski kostaði Dani árið 1901 18 miljónir krónur, en sama árið fórnuðu þeir Bakkusi 62'/2 miljón króna. Hvar stöndum vér íslendingar? Hver getur sagt hve marga Bakkus leggur ár- lega í gröfina af okkar fámennu þjóð? Um það eru engar skýrslur til. En svo mikið er víst, að það áfengi fyrir nálega 500,000 kr., sem vér kaupum árlega, er nóg til að eyðileggja líf fjölda manna. Það er undravert að þjóðirnar hrynda ekki af sér þessari áfengisplágu. Hvernig geta vinir Bakkusar stuðlað að því, að svo margir tugir þúsunda manna verða ófar- sælir vegna drykkjuskapar? Þeir sporna á móti því, að bindindisvinir geti yfirstigið þenna óvin mannkynsins. Það er margra alda rótgróinn vani og þroskaleysi þjóð- anna, sem stenjdur í vegi fyrir gjörbreyt- ingu á þessu. Bindindishreyfingin ryður sér nú alstaðar til rúms í öllum menn- ingarlöndum veraldarinnar, en það tekur langan tíma að útrýma drykkjuskapnum, þó sleitulaust sé unnið, sérstaklega í þeim Iöndum, þar sem menn hafa atvinnu við tilbúning áfengisins. Þrátt fyrir alla mót- spyrnu verður unnið áfram af miklu kappi að Iosa þjóðirnar við þessa bölvun áfengis- nautnarinnar, og enginn vafi er á því, að sá tími kemur, að það verður talið hin mesta skömm að láta sjá sig ölvaðan. Sig. Sigurðsson. % Athugasemd. í hinum skynsamlega dómi um bók mína »Frá Danmörku« í síðasta tbl. Nl. er tek- ið fram, og með réttu, að lítið sé sagt frá sögu og kjörum Dana hinn síðasta manns- aldur. En aðgætandi er, að eg fekk ekki meira af handriti mínu prentað í einu; verður hitt að bíða (margt af því varla hálfsamið enn). í ár eða næsta ár fæ eg það líklega útgefið, ef eg lifi til. Reýndar höfum vér réttgóðar ritgerðir þessa efnis; fyrst og fremst grein H. Ussings >Um nú- tíðarbókmentir Dana«, — þar vantar þó illa í þýðinguna sýnishorn af kveðskapar- lagi skáldanna í Ijóðum, og vantar þá ná- lega alt. Þá er góð grein eftir Einar Helga- son »Um gróðrarrækt í Danmörku«, Tíma- rit Bókmfl. 19. ár. Loks hefi eg áður fyrri ritað smágreinir um hina grundvígsku lýð- skóla, og þeir Jón sagnfræðingur og síra Þórhallur lektor hafa samið ágætar æfiminn- ingar eftir hina fyrstu alþýðukennara Dana, þá Kold og Fjord eða fleiri. En að vísu segir J- J- það satt, að oss skortir enn þá tilfinnanlega lýsingu — og það samstæða — á síðari tíma uppgangi og afreksverkum hinnar dönsku þjóðar, svo og dæmi dregin fram, sem einkenna nægilega danska og einkum jótska alþýðu. Danir, það er bænda- lýður þeirra, er mjög svo misskilinn enn hér á landi. Er og alhægt að 'sýna og sanna að Danir eru alment allólíkir þeirri mynd, sem lengi hefir verið á lofti haldið fyrir alþýðu vorri. Þeir eru yfirleitt hóg- værir menn og hrokalausir, þollyndir og þrautseigir, sanngjarnir í viðskiftum, gest- risnir í góðu meðallagi, ekki örlátir eða óspilsamir og ekki sérlega kurteisir eða heflaðir, heldur látlausir og meinlitlir, litlir fræðimenn, en vel heima í öllu er að bún- aði lýtur. í hernaðinum sýndu þeir þá þegjandi rækt og elsku við ættjörð sína, að varla má líkja þeim við nokkura aðra lifandi þjóð en Finna Fandriks Stáls (hjá Runeberg). Mundu þeir sem læsu ofan í kjölinn bækur Vaupells um ófrið Dana við Þjóðverja, finna það vottorð mitt ófalsað. Að dönsk alþýða ann oss íslendingum allshugar alls þess frelsis og frama, sem vér sjálfir kunnum að kjósa, er handvist og ætti úr þessu oss öllum augljóst að vera. Alt annað hjal sprettur af gömlum inngrónum hleypidómum; því miður megn- ar tíminn einn að lækna þesskonar fyrir- munanir, séu það ekki dauðamörk ættler- anna, sem læknast ekki fyr en á aldurtila- stund. * Margt í þessa átt hafði eg ritað til viðbótar og skýringar við hinn fáorða samanburð á vorri þjóð og Dönum í bók minni. Villurnar í bók minni eru leiðar, en sumar þeirra eru víst að kenna heimildum mínum. 21/5 ’06. Matth. Jochumsson. * Sé það rétt, sem vel má vera, hjá síra M. J., að „dönsk alþýða ann oss Islend- ingum alls þess frelsis og frama, sem vér sjálfir kunnum að kjósa", þá er sfzt lítið úr því gerandi á þessari lýðveldisöld, en aðjitlu haldi kemur oss þó þetta, nema því aðeins að þeir menn, sem með völd- in fara fyrir alþýðuna, séu líka samá sinn- is. Að svo hefir ekki verið ætti að vera „handvíst" hverjum þeim fslendingi, er fylgt hefir ineð sögu þjóðar vornar síð- asta mannsaldurinn og enn mun ,á það reyna, hver breyting er orðin á llugum þeirra. En þar sjáum vér mest merjki um „dauðamörk ættleranna" ef oss skortitf sjálfa dáð og samheldni til þess að gangú eftir þessu frelsi. Rikstj.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.