Norðurland


Norðurland - 26.05.1906, Síða 3

Norðurland - 26.05.1906, Síða 3
149 Nl. Utan úr heimi. Rússland. Svo er að sjá sem enn megi vænta stórtíðinda þaðan. Óspektir og morð eru þar enn þá tíð; nýlaga var myrt- ur hátt settur lögreglustjóri í Péturs- borg og annar í Varschau. Þingið rússneska heimtar allmennan kosning- arrétt, ásakar stjórnina harðlega fyrir alt stjórnarfarið, og krefst nýrrar stjórn- ar af keisaranum, er valin sé að vild þingsins, heimtar að allir þeir póli- tískir bandingjar, er nú fylla fangelsi Rússlands, séu látnir lausir, krefst sam- vizkufrelsis, funda- og félagsfrelsis, prentfrelsis o. s. frv. Sagt er að Witte sé því hlintur að allir pólitískir af- brotamenn séu náðaðir. Danmörk. Kosningabaráttan til þingsins er byrjuð þar og útlit fyrir að hún verði sótt af afarmiklu kappi. % „Undarlegf var það með fíkina“. Eg var svolítill drengur þá. „Það var sólskin og sunnudagur, á sumr- inu hátíðabragur". Kirkjan var troðfull af fólki og fólkið var troðfullt af sumargleði og sálarfriði. Eg man svo vel eftir birtunni í augunum hennar ömmu minnar þá. Hvers- dagslega ellimóðan var horfin. Eg er viss um, að það var ekki ský á himninum henn- ar það augnablikið. Ómar söngvanna fyltu kirkjuna. Þeir svifu yfir höfðum mannanna eins og eldlegar tungur heilags anda og það birti svo mikið yfir öllu við það. „Hljóðbjarmans huliðsljómi dýpkaði og víkkaði" sjónir mannanna. Alt í einu heyrðist skerandi hljóð. Það þaut eins og skuggi gegnum hreimbjörtu hljómana og truflaði samræmið eins og ill ur andi meðal engla. Allir litu upp og með- hjálparinn hraðaði sér fram kirkjugólfið. Hann þreif i hnakkann á mórauðu dverg- tíkinni hans Hannesar heimaríka og snaraði henni út úr kirkjunni. Hún hafði setið fram við dyrnar og gólað að guðsþjónustunni — eins og siður er ættingja hennar og líka. Svo komst alt í samt lag aftur inn í kirkj- unni. En tíkin mórauða hélt norður fyrir kirkju- vegginn. Þar settist hún - í skuggann og gólaði lengst af, meðan sungið var. Þangað komu og fleiri hundar og gerðu slíkt hið sama. Varð að þessu óhljóð mikið og trufl- aðist mjög messugjörðin. Margir yngri og óþroskaðri litu oft út um gluggana og þótti kátlegt athæfi tíkarinnar. En við því varð ekki gert, fyr en Hannes sjálfur gekk úr kirkjunni og fór heim í bæ með tíkina. Létti þá þessum ófögnuði, og kunnu marg- ir Hannesi þökk fyrir tiltækið. « * * Að vísu er þetta lítill alburður og ekki merkur. En þegar eg las greinina: „Af inn- héraði Eyjafjarðar" í Norðra 4. maí s. 1., datt mér strax í hug tíkin hans Hannesar - mórauða dvergtíkin, sem sat gólandi í skugganum utanvið kirkjuvegginn, þegar hún fékk ekki að góla í kirkjunni sjálfri - eða þorði það ekki lengur. En hver mundi vænta þess, að orð og áhrif Guðm. Friðjónssonar og annara at- gervismanna vorra verði góluð í hel á þann hátt, sem höf. þessarar greinar og aðrir jafnokar hans eru að reyna? Mundi það ekki húsbændunum hollast, að leiða — slíka í bæinn og láta hana þegja. Geysir. \ 22 vesfurfara flutti Vesta nú héðan til England með forsjá Sigfúsar Eymundssonar; og einhver tíningur af þeim kvað bætast við á öðrum höfnum landsins. Til Knúfs í Hlíð. Eg get ekki betur séð en að þér mis- skiljið hrapallega ritdóm minn um Skírni og þess vegna sé eg ekki til neins að mót- mæla grein yðar. Eg vil biðja yður að lesa ritdóminn betur og ef þér ekki getið skilið svo einfalt mál, þá er mér ánægja að útlista það fyrir yður munnlega. Guðm. Hannesson. Frá ísafjarðardjúpi er ritað 18. þ. m. „Sumar hefir maður ekki séð hér enn, óslitinn norðanfrostgarð- ur síðan á suinarrnálum, en snjókoma eng- in að kalla. Skepnuhöld góð víðast hvar, en nú byrjar heyleysi hjá almenningi ef þessu fer fram. Óminnilegur fiskafli í öllu djúpinu og árferði að því leyti hið bezta. Símaslif. Samkvæmt skýrslu Suensons, formanns Mikla norræna ritsímafélagsins, slitnuðu í fyrra 9 fréttaþræðir félagsins hér í álfu 15 sinnum og 5 þræðir í Austurálfu heims 13 siunum. Símaslitin þó minni síðastliðið ár en árið næsta þaráður. Lagakennari á nú sýslumaður Snæfellinga, Lárus Bjarna- son að verða. Síðasta þing veitti 5000 kr. styrk úr landssjóði „til. lögfræðings til að búa sig undir að verða kennari við laga- skólann" fyrirhugaða. Ráðgjafinn hefir veitt Lárusi styrkinn og verður fögnuðurinn yfir því vali líklega einna mestur í Snæfellsnessýslu. Messað verður hér á hvítasunnudag kl. 12 á há- degi. Safnaðarfundur verður haldinn eftir messu. Tíðarfarið er enn óbreytt. Alla þessa viku norðan- kuldar með þokulofti. Sólfar því nær ekk- ert en úrkomulaust. í gær austanþræsingur. Ekki hefir enn frézt um felli hér úr nær- sveitunum. Borið er fil baka að hross hafi verið skotin 1 Skagafirði og sagt að fátt hafi fallið þar af hrossum enn sem komið er, sem betur fer. Skipkomur. »Egill« kom hingað 24.þ.m. Hafði hann flutt um 160 norska verkamenn hingað til landsins, sem stjórnin ætlar að hafa til þess að setja niður hraðfréttastaura og komu um 50 þeirra hingað til bæjarins. »Vesta« kom 25. þ. m. Komst ekki fyrir Horn og fór suður fyrir land og komst ekki lengra vestur en á Sauðárkrók. Far- þegar: Óiafur Eyjólfsson skólastjóri, Sig- fús Eymundsson bóksali í útflutningserind- um, ívar Helgason verzlunarstjóri Edin- borgarútbúsins hér, frú Katrín Einarsdótt- ir, fröken Þóra^ Matthíasdóttir, frk. Anna Friðriksdóttir og Ágú?ta Gunnarsdóttir yfirsetukona frá Torfum í Eyjafirði. >Kong Helge« kom í nótt. Samskot eftir matmskaðann við Faxaflóa. Af- hent ritstj. Norðurlands. Sig. Hjörleifsson kr. 10. Jónas Jónasson prófastur kr. 5. Frú Pór- unn Stefánsdóttir Hrafnagili kr. 5. Sigurður Sigurðsson skólastjóri kr. 5. Samtals kr. 25. y\ðalfundur hinnar „Norðlenzku bindindissamein- ingar“ verður haldinn á Svalbarðseyri laugardaginn 16. júní. Fundurinn byrj- ar á hádegi. Svalbarðseyri, 12/s 1906. I umboði stjórnarnefndarinnar Suðm. tPéfursson. Taugaviðkvœmni og magakvef. Þrátt fyrir stöðuga læknishjálp hefir mér ekki batnað, en aftur fekk eg heilsuna við að brúka Elixírinn. Sandvík, marz 1903. Eiríkur Runóltsson. Meltingarslœmska, svefnleysi og and- þrengsli. Við það að brúka nýja seyðið f vatni, þrjár teskeiðar þrisvar á dag, er mér mikið farið að batna og mæli því fram með þessum ágæta elixir við meðbræður mína, því hann er hinn bezti og ódýrasti bitter. Kaupmanna- höfn, Fa. Eítirmaður stórkaupmanns L. Friis. Engel. Jómfrúgula. Elixírinn hefir algjörlega læknað í mér jómfrúgulu. Meerlöse. septemb. 1903. Marie Christensen., Viðloðandi magakvef. Sjúkdómurinn versnaði, þrátt fyrir alla læknishjálp og reglubundið matarhæfi, en við að brúka elixírinn hefi eg fundið að mér hefir batnað og get nú borðað allan mat Kaupmannahöfn aprír 1903. J. M. Jensens, erindreki. KÍNA-LÍFS-ELIXÍR er því að eins ekta að á einkunnarmiðanum standi vörumerkið: Kínverji með glas 1 hendi og nafn verksmiðjueigandans: Valde- mar Petersen. Frederikshavn—Köben- hafn og sömuleiðis innsiglið^í^ í grænu prentfrelsis o. s. frv. Sagt er að Witte lakki á flöskustútnum. Hafið ávalt eina flösku við hendina bæði innan og utan heimilis. Fæst hvarvetna fyrir 2 kr. flaskan. Meira enn m smjórgerdarmenn vrtna pað, að Alfa Laval aje bezía skilvindan Áktiebolaget Separators Depot Álfa Lavai. Kaupmannahofn Enn ein sönnun fyrir gæðum Alfa Laval skilvindunnar er sú, að hún hefir hlotið hæstu verðlaun (gullmedalíu) á sýningunni, sem haldin var í »Tivoli« í Kaupmanna- höfn frá 20. apríl til 1. maí fyrra ár. Snúið yður til undirritaðra ef þér þurfið að kaupa skilvindu og leitið upplýsinga. Við sendum skilvindur og Alfa Laval strokka án þess að reikna flutningsgjald á næstu hafnir. Akureyri ,5/s 1906. St. Sigurðsson & E. Gunnarssoa. i5 °g járngrindum til beggja handa og innan þessara grinda liggja fang- arnir á hörðum trébekkjum. í ganginum er lýst upp á nóttunni með mörgum ljóstýrum, en varðmennirnir standa þar með stýrur í augum og halla sér fram á byssur sínar. í þessu óvistlega búri lifa fangarnir sínu gleðisnauða lífi. Þarna liggja mennirnir niðri hundruðum saman, hvort sem geislar bruna- beltissólarinnar steikja þiljurnar eða stormurinn lemur bylgjurnar, svo hriktir í öllum greypingum skipsins. Eins og það komi þeim nokkra lifandi vitund við hvað gerist fyrir ofan þá, eða hvert þetta fljótandi fangelsi flytur þá? Fangarnir á skipinu eru miklu fleiri en hermennirnir, en eftirlitinu með þeim er komið fyrir með svo mikiili nákvæmni og eftir svo föstum reglum, að engum getur dottið uppreist f hug og dytti einhverjum fáráðlingi í hug í örvæntingu sinni að reyna til að brjóta járnbúrið, þá hefir umsjónarmaðurinn óbrygðult ráð f hendi sér: að hleypa sjóð- heitri gufu á fangana og brenna þá eins og skorkvikindi. En þó fangarnir lifi við harðan aga á skipinu, lifa þeir þó sínu eigin lífi á bak við járngrindurnar. Þessa nótt fór þar fram f kyrðinni ljótur leikur: bandingjarnir háðu þar dóm og lögsókn gegn nokkurum iélögum sínum, er höfðu svikið þá. Morgunin eftir þegar kallað var á fangana, svöruðu þrír af þeim engu þegar kallað var á þá, og þó kallað væri til þeirra ógnunaryrðum risu þeir ekki upp að heldur. Og þegar hermennirnir fóru inn fyrir grindurnar og lyftu upp kápunum, sem ofan á þeim lágu, urðu þeir þess brátt áskynja að þessir bandingjar mundu aldrei rísa upp framar eða svara einu orði, þó kallað væri á þá. Meðal fanganna er öllum hinum stærri málum ráðið til lykta af einstökum, útvöldum mönnum. Þeir einir hafa áhrif á félaga sína og völdin yfir þeim, en allur þorrinn skiftir sér ekkert af því er gerist,

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.