Norðurland - 02.06.1906, Page 2
Nl.
152
hátt. Mig hafði oft langað til að sjá
ýmsa þeirra og kynnast þeim; þeir
eru hvort sem er teljandi íslending-
arnir, sem þora að hugsa sér þau
undur að ísland geti lifað án Danmerk-
ur, en hér voru þó fáeinir menn sem
gátu hugsað svo hátt og ekki lögðu
mér það út á versta veg, að láta slíka
Danagá í ljós.
Framfarir eru sv0 miklar og marg-
Hafnar*# breyttar síðasta áratuginn
að eg get að eins minst á örfá atriði.
Rafmagnsvagnarnir eru eflaust það sem
flestir reka fyrst augun í. Það er eins
og einhver menningarinnar kónguló
hafi ofið þéttan stórgerðan vef yfir
fjölfarnari göturnar. Vefur þessi er úr
gildum eirþráðum og hanga á háum
járnsúlum, sem standa hingað og þang-
að á götunum. Ettir þráðunum er raf-
magni veitt, sem knýr götuvagnana
áfram, en aflið er leitt niður í hreyfi-
vélar þeirra eftir stöngum, sem ganga
upp úr vögnunum og snerta eirþræð-
ina. Þessir nýju vagnar eru hin mesta
samgöngubót, ódýrir og fljótir í ferð-
um, en ekki get eg sagt að eirkaðl-
arnir sem hanga yfir götunum séu til
prýðis. í raun og veru óprýða þeir
göturnar stórum, en maður venst þessu
fljótt og veitir því eftir fáa daga enga
eftirtekt.
í engu sýndist mér framfarirnar
jafnmiklar og í iðnaði. í útjöðrum borg-
arinnar er verksmiðja við verksmiðju
og hvervetna standa reykháfarnir upp
í loftið. Það er ekki eingöngu að Danir
smíði flest, sem þeir þarfnast sjálfir,
heldur flytja þeir mikið af hverskonar
varningi til útlanda og sumt til hinna
miklu iðnaðarlanda heimsins. Er þetta
einkennilegt og næsta ótrúlegt, þegar
þess er gætt að hvorki hafa þeir kol
né járn og verða að flytja alt inn í
landið, en hafa úr engu hreyfiafli að
spila nema aðfluttum kolum. Landið
er sannarlega ekkert iðnaðarland af
náttúrunni, en mennirnir hafa verið
svo slyngir að þeir hafa gert það að
iðnaðarlandi þrátt fyrir alt. Sézt það
hér sem annarstaðar, hve mikið er
undir mönnunum komið, sem landið
byggja. Vér þyrftum að læra af Dön-
um að verða sem mest sjálfbjarga í
iðnaði. Eigum vér þar auðveldari að-
stöðu en þeir. Vanþekking, efnaskortur
og framtaksleysi vort veldur því, að
vér sækjum flestan iðnað til Danmerk-
ur og borgum hann óþarflega dýru verði.
Það mundu vera góð skifti, ef nokk-
urir af mentamönnum vorum lærðu
iðnað í stað bóklegra fræða, bæði
fyrir sjálfa þá og landið.
í húsabyggingum eru breytingarnar
miklar, en aðallega snerta þær þó fá
atriði, sem koma fram í öllu stóru
sem smáu. Elztu húsin í bænum eru
flest einföld og viðhafnarlítil, með
sléttum múrveggjum og litlu skrauti.
Síðar var tekið að slétta veggina með
kalk- eða cementsblöndu og mynda úr
henni alskónar veggjaskraut, súlur,
bönd og lista, sem í fljótu bili leit
mjög ríkmannlega út, en í raun og
veru hékk utan á húsunum eins og
hvert annað svikið, ótraust tildur.
Húseigendurnir og húsasmiðirnir höfðu
fæstir efni á því að skreyta húsin með
dýru smíði úr ósviknum efnum, en
reyndu til að bæta úr því með tildr-
inu. Þetta brann víða við fyrir to ár-
um. Nú hefir vaxandi auður og lista-
smekkur breytt þessu stórum. Veggja-
skrautið er víða (burðarminna en fyr,
en það er líka ósvikið. í stað cements-
og kalkhúðarinnar utan á múrhleðslunni
er nú hvervetna ósvikið forngrýti traust
og óslítandi, að svo miklu leyti sem
ber múrsteinninn kemur ekki 1' ljós.
Einföld' og ósvikin en þó ríkmannleg
og smekkleg — þannig eru þau mörg
nýju húsin, sem Danir hafa bygt síðari
árin og þeir hafa bygt ótrúlega mörg.
Mikið mundi íslenzkum sveitamönn-
um bregða í brún ef þeir væru komn-
ir í eitthvert af helztu skrauthýsum
stórborganna. Hann er t. d. ekkert
smásmíði stóri salurinn í hinu nýbygða
ráðhúsi Hafnarbúa: 30 faðmar (stignir)
á lengd en 15 á breidd* og hæðin
mjög rífleg í samanburði við flatarmál-
ið. Þegar þess er gætt að alt bygg-
ingarefni er hið vandaðasta og frá-
gangur allur, þá má geta nærri hve
dýrir slíkir kofar eru. Mér var sagt
að hinar miklu hurðir sem liggja út
úr salnum á ráðhúsinu kostuðu hver
1000 krónur. Þær voru úr mahogní og
með myndskurði. En það þarf ekki að
fara í ráðhúsið til þess að sjá skraut-
byggingar. Hús prívatbankans er t. d.
að sínu leyti eins vandað, tröppurnar
úr marmara, gjörðar af mestu snild
og alt annað eftir því. Hvað bygg-
ingarstíl snertir þá sjást þýzk áhrif
hvarvetna.
Götur og torg hafa stórum fríkkað.
Fjöldi gatna er nú jarðbikaðar, raf-
magnsljós hvervetna, myndastyttur, gos-
brunnar og annað skraut hefir aukist
til muna og auk þess hefir öll fram-
ræsla borgarinnar verið aukin og endur-
bætt.
X
Xjósaskifti á oeðramófum
Og loksins er þá vorið komið!
Eg hefi hlustað og starað og þráð og
vonað og viljað, en ekkert fundið — neina
aflleysi minnar eigin veru. Og það var
ekkert nýtt. Eg þekti það áður.
Þó hafa dagarnir altaf verið að lengjast
og lýsast. En þeir voru allir svo fölir og
fjörvana, kaldir og kærulausir eins og börn
ástlausrar móður og ómáttugs föður. Og
víst var það von. Lífdaggir ungu blóm-
anna, sem áttu að gróa í geislum hækk-
andi vorsólarinnar, þœr nærðu ilmvana
hélurósir. Eg sá þær spretta á rúðunum —
í maí. Og það lagði af þeim kæruleysiskulda
tælninnar eins og uppgefnum æskuvonum.
Eg fann, að þetta voru helfrosnar vonir
vordaganna ungu. Það er ekkert undarlegt,
þó slíkir dagar gangi til grafar fölir og
fótþungir.
Og þegar eg fann ískaldan arnsúginn
næðingsins, þar sem hann flaug með freðn-
ar daggirnar í köldum klónum, þá skildi
eg hversvegna hreiðrið var svona autt og
ungasnautt undir bringu vorsins.
En vorþráin — hún óx og dafnaði. Hún
nærist líka bezt á næðingi og kulda.
Meðan úfnar öldurnar vöfðu feður barn-
anna, menn mæðranna og bræður systranna
köldum óminnisörmum og fleygðu reiða-
rofnum skipunum upp á ískaldar eyði-
strendurnar, meðan seinasta sinustráið bar
aflvana útigangshestum og kulvísum kind-
um hinstu kveðju lífsins, meðan lömdin
litu heiminn hálfbrostnum augum — að
eins til að loka þeim strax aftur fyrir fult
og alt, og meðan nýkomnir farfuglarnir
þrýstu stirðnandi vængjunum í síðasta sinn
að kólnandi brjóstunum, — þá stóð hún,
vaxandi vorþráin, og mændi þegjandi yfir
* Töiur þessar set eg eftir minni en á-
byrgist ekki að þær séu réttar.
leiði lífsins — á dauðann, sem hún sjálf
var að bíða eftir. Og aldrei var hún fegri
en þá.
En nú er hún dáin, því vorið er komið.
* *
*
Og vorgolan líður og þíðir og þýtur —
svo þagnar hún og þrýtur.
Og Iækirnir niða og suða, þeir fyllast
og — falla. Alt er þrungið óró æskunnar
og vorsins. Hún titrar eins og tíbrá yfir
uppsprettum lífsins. Hún svífur eins og
andinn forðum yfir auðum vötnunum.
Og veröldin víkkar, því himininn hækk-
ar. Hann dýpkar og hlýnar eins og augu
þess, sem ann í fyrsta sinn. Og nú er líka
vorið að vakna til lífsins.
Vorhiminn! Vorhiminn — spegill vor-sál-
arinnar! Gegnum þig leiftra langanir vors-
ins.-----Og jörðin roðnar og þegir. En
hún brosir grænum grösum og grætur
blæfögrum blómum, þegar þroskaða —
líðandi, hverfandi vorið vefur hana líf-
hlýju Ijósörmunum.
Og þá réttir dagur degi hlýja hönd yfir
gröf næturinnar norrænu — vetrarnætur-
innar í hvíta kjólnum, með draumljúfu,
tindrandi æfintýraaugun og mjúkhlýja rökk-
urhárið, sem dagarnir földu sig í, rneðan
þeir voru litlir.
Og lífið vaknar, og grasið grær — grær
til að fölna og deyja----eins og vetrar-
nóttin------eins og vorþráin.
En vonirnar vaka, og minningin mænir
til baka. Og ótal dauðlegar þrár leika sér
brosandi á leiðunum. „
Geysir.
X
Úr ýmsum áttum.
í fyrra mánuði tók hið ný-
Kosningar á kosna þing Rússa til starta
Rússlandi. # „ ,
og hefir það fram ur morgu
vöndu að ráða. Mikið hvað bresta á að
stjórnarfyrirkomulagið sé sæmilega frjáls-
legt, en sennilega er þó þetta þýðingarmik-
ið skref í rétta átt frá einveldinu sem áður
var. Víst er um það, að rússneska alþýðan
Iiefir sýnt hina mestu alvöru og áhuga við
kosningarnar. Á undan þeim söfnuðust
menn víða saman til bæna og gengu til
kirkju. Fjöldi manna baðst fyrir áður en
þeir greiddu atkvæði og sungu sálma.
Margir signdu sig um leið og þeir iögðu
kjörseðilinn í atkvæðakassann.
Ekki er það ósennilegt að slík alvöru-
gefni spái góðu um framtíð lýðstjórnar á
Rússlandi. Gætu þeir menn lært af Rúss-
um, sem nota kosningardaginn til þess að
fá sér í staupinu og miða atkvæði sitt
við bankalán og úttekt í búðum.
Blaðið »Kysten«, sem gefið
Eftlrmaöur
Andrés. # *
er út í Kristjaníu, segir frá
því 1. f. m. að til Englands
sé nýkominn maður frá New York, Walter
Wellman að nafni. Ætlar hann að freista
að ná til norðurheimsskautsins á loftskipi.
í þessum mánuði ætiar hann að fara til
Spitsbergen og sitja þar um tækifærið til
þess að leggja upp í þessa glæfraför. Skip
sitt hefir hann látið smíða í Parísarborg
og verður það útbúið með áhöldum til
þráðlausrar firðritunar. Búist er við að
hann leggi upp frá Spitsbergen í júlí- eða
ágústmánuði. — Hann er þá þeirrar trúar
að hægt sé að nota þráðlaust samband
svona norðarlega á hnettinum. Hefir auð-
sjáanlega ekki lært hjá Krarup.
Stórveldln xFátt er jafn faIlvalt 0g stór-
n » o* @ « veldin, fátt eins fast á fótum
bióöernlð. sérstakt þjóðerni.« (W.
T. Stead i Indep. Rev.)
X
Jarðarför
frú Rannveigar Laxdal fór hér fram
á fimtudaginn var, að viðstöddu mjög
miklu fjölmenni. Ailan fyrri hluta dags-
ins streymdi að fólk hér úr Innfirðin-
um til jarðarfararinnar og margt fólk
var þar úr nálægum héruðum, bæði
úr Öxnadal, Svarfaðardal og Höfða-
hverfi. Meðal annars voru þar allir
þjónandi prestar sýslunnar nema Siglu-
fjarðarprestur og einn úr Þingeyjar-
sýslu. Húskveðjur fluttu síra Matthías
Jochumsson og síra Kr. E. Þórarins-
son á Tjörn. En í kirkjunni fluttu ræð-
ur Geir prófastur Sæmundsson og síra
Björn Björnsson í Laufási. Við gröfina
talaði síra Matth. Jochumsson nokkur
orð og flutti kvæði, en annað kvæði
eftir hann var sungið á undan hús-
kveðjunni. 2 silfurkransar voru á kist-
unni, annar frá kvenfélaginu en hinn
frá ýmsum konum bæjarins, auk fjölda
blómkransa.
Fiskafli
er nokkur kominn fyrir Ólafsfirði. Hafa
menn fengið mest 300 á skip af stútungi
og kóðum, en stærri fiskur enginn. Ekki
er þetta talinn ágöngufiskur af sjómönn-
um, en hitt líklegra, að hann hafi flögrað
undan sel, því fisklaust sé úti fyrir.
Hafnarbryggjan
verður að öllum líkindum ekki fullgerð
í sumar, því efniviður hefir ekki fengist
til hennar í vor fyrir það verð sem áætlað
var. Bryggjubyggingunni verður því að
fresta til næsta sumars.
Leikhúsið
hefir Sigtr. Jónsson timburmeistari keypt
af Gleðileikafélaginu fyrir 6000 kr. Er í
ráði að ritsímastöðin verði þar uppi á Ioft-
inu, þar sem bæjarþingstofan er nú, enda
er hún hvergi betur sett í bænum — í
þessu húsi ætti og póststofan að verða með
tímanum. Færi ve! á því.
Ranghermi Reykjavíkur.
Norðurland hefir spurt þá Guðm. Hann-
esson og cand mag. Þorkel Þorkellsson,
hvort þau ummæli á stúdentafundinum
í Höfn, sem Reykjavík hefir eftir þeim,
séu rétt hermd. Báðir hafa þeir neitað
því.
Veður
hefir verið gott þessa síðustu viku og
snjó hefir leyst svo að öríst má heita á
láglendi hér innan til, en mikil fönn enn í
útsveitum. Víða Iiggja þó fannir enn niður
undir sjó og hafa sumir orðið að moka
hér ofan af görðum sínum til þess að geta
farið að stinga þá upp — í fyrra dag brá
snöggvast til sunnan áttar. í gærmorgun
þoka, heiddi þegar á deginn leið og gekk
aftur til suðurs með kveldinu.
í dag suðvestan þíða. Er vonandi að
sumarið sé nú loksins komið.
Fellir
hefir ekki orðið hér í nærsveitum að því
er spurzt hefir. Allmargir hafa verið af-
lögu færir og svo hafa menn víða gefið
korn óspart tii þess að bjarga skepnum
sínum. Auðvitað er fé sumstaðar orðið
grant og lambadauði alivíða, jafnvel þar sem
fé er í góðu standi.
Bœjarfalsíminn.
Nefnd sú er kosin var á síðasta bæjar-
stjórnarfundi (þeir bæjarfógeti, consúll O.
Tulinius og kennari Stefán Stefánsson), til
þess að hafa á hendi framkvæmdir í því
máli, hefir leitað álits Forbergs verkfræð-
ings um kostnaðinn við talsímalagning-
una, og með hvaða kostum landstjórnin
mundi leyfa bænum að koma samband-
inu á og starfrækja það. Eftir áætlun sem
hann hefir gert fer stofnkostnaðurinn ekki
fram úr 10 þús. krónum og árskostnaður
með rentum og afborgunum verður um
2000—2500 kr. Búist er við að miðstöð