Norðurland


Norðurland - 02.06.1906, Qupperneq 3

Norðurland - 02.06.1906, Qupperneq 3
149 Nl. Edinborg Akur- eyri Verzl- uí/i^ a unin Mr er opnuð í dag. Hún hefir meðal annars á boðstólum: Allskonar álnavöru, svo sem léreft, flónel, tvisttau, Oxford-sirz, silkitau o. fl. Einnig tilbúinn fatnað, sjöl, hatta og húfur. Kornvörur: Hrísgrjón, bankabygg, klofnar baunir, kurlað haframjöl, hveiti nr. 1 og nr. 2, sagó stór og smá, semolegrjón, kartöflu- mjöl o. fl. Kaffi, kandís, melís, höggvinn og í toppum, export, púður- sýkur chocolade og confect, sveskjur, rúsínur, döðlur. Margskonar niður- soðin matvæli og ávexti. Syltetau. Svínslæri reykt, ágæt. Leirvörur og glysvarning. Margar tegundir af sápu. Ritföng. Línur, kaðla, segldúk, lóðaröngla. Ljáblöð, brýni og ótal m. fl. Verzlunin býður alla velkomna til viðskifta, og mun hún af frerasta megni leitast við að ávinna sér traust og hylli viðskiftamanna og um leið fylgja megireglu verzlunaririnar: Lítill ágóði. Akureyri, 1. júní 1906. Fljót skil. Virðingarfylst I. Helgason. sambandsins verði í landsstöðinni, landið leggi til skiftiborð og starfræki hana fyrir ákveðið verð. Leyfi fæst að líkindum ekki lengur en 10 ár í senn, en að þeim liðn- um ætti bærinn að fá framlengingu á leyfinu, að minsta kosti um 5 ár, svo framarlega að landið taki þá ekki sam- bandið að sér og reki það á sinn kostnað. Hámark gjaldsins fyrir hvert talsímatæki er ætlast til að sé 36 kr. Ausfanpóstur kom 28. f. m. sagði skepnuhöld í Þing- eyjarsýslu fremur ill, einkum vegna skitu- pestarinnar, sem töluverð brögð séu að. Lambadauði með mesta móti. Snjór miklu meiri þar eystra en hér. Hafísinn. í miðri fyrri viku, segir Siglufjarðarpóstur hafísinn 3 mílur norður af Siglunesi. Hvala- bátur lá þá inni á Siglufirði með 2 hvali, er hann komst ekki með vestur vegna íss- ins. Sá bátur sagði óvenjulega mikinn ís í hafinu. Skarlafsóff gengur enn í Ólafsfirði. 3 börn lágu á Kvíabekk, þegar Siglufjárðarpóstur fór um síðast. Mannaláf. Nýdáinn er hér á sjúkrahúsinu Jónas Jónatansson bóndi í Hrauni í Öxnadal 76 ára gamall; varð bráðkvaddur. Hafði hann verið hreppstjóri um 30 ár, fyrst í Akra- hreppi í Skagafirði og síðan í Skriðuhreppi. 4 hákarlaskip komu í fyrri viku upp á Siglufjörð og Haganesvík, sögðu hákarl nógan, en skipin urðu sífelt að hörfa undan ísnum og aflinn því minni. Siglunesingur hafði 60 tn., Flink 50, Óskar 50 og Víkingur 20 tn. Bækur sendar Nl. Þyrnibrautin. Skáldsaga eftir Hermann Sudermann. Þýtt hefir Sigurður Jónsson (frá Álfhólum) Útgefendur Kr. H. Jónsson og Sigurður Jónsson. ísafjörður 1906. Friðþjófssaga. Norræn söguljóð eftir Esa- ias Tegner. Matthías Jochumson íslenzkaði, III. útgáfa. Útgefendur Kr. H. Jónsson og Ólafur Oddsson. ísafjörður 1906. Islands Skovsag 1905. Af C. E. Flensborg. Leiðréffing. í síðasta Nl. stendur að horfurnar fyrir útrýmingu fjárkláðans séu alt annað en á- litlegar. En eins og efnið annars ber með sér, átti að standa „alt annað en óálitlegar". Samskot effir mannskaðann við Faxaflóa. Af- hent ritstj. Norðurlands. Ólafía Einarsdóttir 0.50. Brynjólfur Jóns- son kr. 2. Stefán Skagfjörð 2 kr. Jórunn Þorkelsdóttir 0.50. ísleifur Oddsson kr. 3. Jón Stefánsson, smiður kr. 2. Gísli Magnús- son kr. 2. Guðlaugur Sigurðsson kr. 2. Hermundur Jóhannsson kr. 2. Kolbeinn Árnason kr. 10. Stefán Jónasson, skipstjóri kr. 2. Jón Bæring Rögnvaldsson kr. 10. Pétur Ásgeirsson kr. 1. Þorsteinn Ás- geirsson kr. 1. Helga Ásgeirsdóttir 0.50 Guðbjörg Björnsdóttir kr. 1. Anna Jóns- dóttir kr. 2. Jón Ásgeirsson kr. 1. Páll Ásgeirsson kr. 1. Búi Ásgeirsson kr. 1. Anna Tómasdóttir kr. 3. Páll Hrútfjörð kr. 3. Guðlaug Þórðardóttir kr. 1.50. Hall- dór Jónsson, smiður kr. 3. Katrín Gísla- dóttir 0.50. Kristín Stefánsdóttir 0.50. Áður augl. kr. 25. Samtals kr. 83. Margar tegundir af mjög ódýrum, en sterkum faíaefnum í verzlun Sig. Sigurðssonar. Kina Lifs Elixir er að eins ekta frá Waldemar Peterserj, Frederikshavn — Köbenhavn. Á þeim tíma, er siðgæðið er svo rangsnúið, að jafnvel verzlunarmenn, sem annars eru áreiðanlegir og í miklu áliti, skirrast ekki við að hafa á boðstólum eftirlíkingar eftir vör- um, sem hafa verið viðurkendar og vinsælar um marga áratugi, að eins í ofurlítils ávinningsskyni, þá verður aldrei nógu vandlega brýnt fyrir neyt- enduin, hve varkárir þeir eiga að vera þegar þeir kaupa vörur sínar. Verðið er ávalt sett svo hátt á falsvöruna að gróðinn verður miklu meiri en á upp- runalega vörunni, en það er mismun- andi eftir gæðum falsvörunnar, með öðrum orðum eftir því, hvað þessir menn láta sér sæma að bjóða almenn- ingi, en hvort sem verðið er hátt eða lágt, verða kaupendur fyrir blekkingu og falsvaran er seld þeim á kostnað áreiðanlegu vörunnar. Að því er Kína Lífs Elixírinn snertir, er það vara, sem hinum er allsendis ómögulegt að eftir- líkja hið allra-minsta, og falsvöruna óska neytendur alls ekki að fá, og jafnframt er hún vara, sem þeir hafa ekki það gagn af, sem þeir sækjast eftir að fá fyrir peninga sína, er þeir hafa oft unnið sér inn með súrum sveita. Þessi er mín dýrkeypta reynsla, því að fyrir neytandann verður tjónið þrátt fyrir alt aldrei eins mikið eins og fyrir þann, sem búið hefir til hina upprunalegu vöru, er hann hefir varið mestu af lífi sínu til að framleiða, og krefst ekki meiri ágóða en samsvar- andi því verki, sem hann hefir unnið til þess að framleiða vöruna. Eg verð því að brýna fyrir neyt- endum að vara sig á öllum eftirlíking- um og gæta þess ávalt, að á flösku- stútnum sé grænt lakk með innsiglinu 0g að á einkennismiðanum sé Kínverji með glas í hendi yfir nafni verksmiðjueigandans, Waldemars Pet- ersens, Frederikshavn — Köbenhavn. Fæst hvarvetna fyrir 2 kr. flaskan. Beizlisstangir, Keðjur, ístöð langbezt og ódýrust í verzlun Sig. Sigurðssonar. JVý Klæðskerastofa. Eg undirritaður tek að mér að sauma allan karlmannafatnað. Einn- ig að pressa gömol föt. Alt vel af hendi leyst. Vinnustofa mín verður fyrst um sinn í leikhúsinu, uppi á lofti. Tvær stúlkur geta fengið að sauma á vinnustofunni fyrir kaup eftir því sem um semur. Virðingarfylst Akureyri 1. júní 1906. Steinn Sigurðsson. 17 Mál þitt er komið í óefni og þér geta þótt afleiðingarna óþægi- legar.c »Svo, en hversvegna?« »Ekki finst mér það svo flókið mál. Er þetta í fyrsta skifti að þú kemst undir hendur laganna?« »Nei, því miður er það ekki.« »Jæja, þá veiztu líka að refsingin verður harðari. Og hver var það sem hann Fjodka sálugi kærði fyrir að hafa flutt brennivín út á skip- ið f óleyfi. Var það ekki þig sem hann kærði, og þessvegna máttir þú ganga í heila viku með járnhlekki um úlnliðina. Er það ekki rétt sem eg segi?« »Jú, satt er það.« »Jæja, og hafðirðu ekki í hótunum við hann í áheyrn hermannanna?« Bæði Vasilj og aðrir áheyrendurnir skildu nú að því fór fjarri, að alt væri ugglaust. »Já, hugsaðu útí það, sem eg hefi sagt við þig,« sagði Buran að endingu, »Og vertu við því búinn að þú verðir skotinn.« bað fór að rymja heldur óvingjarnlega í sumum föngunum. »Vertu ekki að þessu ruglil* sagði einn þeirra hryssingslega. »Þetta er tóm lygi úr karlinum,« sagði annar. »Hann er að verða barn í annað sinn,« sagði sá þriðji. »Nei, þetta er ósatt,« sagði Buran og spýtti út úr sér í bræði. Það eruð þið, sem eruð heimskingjar! Þið ályktið eins og þið séuð heima á Rússlandi, en það geri eg ekki, því eg veit hvernig þeir hafa það hérna, og það er rétt, sem eg segi þér, Vasilij. Málið verður borið undir landstjórann f Amur, og annaðhvort verður þú skotinn, eða þú verður hýddur til bana, og ekki er það betra. Því þú verður að gæta að því, drengur minn, að þetta hefir farið fram úti á skipi, og á sjónum eru lögin helmingi harðari en á landi.« En svo bætti

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.