Norðurland

Tölublað

Norðurland - 16.02.1907, Blaðsíða 2

Norðurland - 16.02.1907, Blaðsíða 2
Nl. 98 öllu og gera hvað sem hver vill. Peim getur enginn maður sýnt þann yfirgang, að þeir styggist við. Mér kemur til hugar saga eftir Mark Twain'. Hann verður ritari hjá þingmanni. Kjósendur senda þing- manninum ýmsar málaleitanir. Ein sveitin biður um póstafgreiðslustað. Mark Twain svarar fyrir hönd hús- bónda síns á þá leið, að þeir hafi lítið að gera með póstafgreiðslu, sem ekki séu læsir á skrift. Þeir mundu hafa meiri þörf á að koma sér upp betrunarhúsi. Öðrum málaleitunum svaraði Mark Twain á sama veg. Húsbóndi hans bjóst ekki við endur- kosning eftir þessar bréfaskriftir! Mark Twain ritar um Bandaríkja- menn. Hann gerir ekki ráð fyrir, að landar hans taki því með þökk- um, ef sanngjörnum málaleitunum þeirra er tekið með svívirðingum og brigzlum. Nú er eftir að vita, hvernig íslend- ingar taka þessu svari frá frægasta manni Danmerkur, þeim manninum, sem langmest áhrif hefir haft á hugi Dana á síðari áratugum, og sjálfsagt getur betur talað í þeirra nafni en flestir menn aðrir. þeir hafa nú að minsta kosti feng- ið vitneskju um það, hvernig litið er á sjálfstæðiskröfur vorar, þar sem frelsisöldurnar rísa hæst með dönsk- um mönnum. Meðan Brandes vissi ekki annað en að vér teldum oss danska menn, vorum vér „aðalsmenn Norðurlanda". Dönum var sýnilega sæmd að því, að hafa drottinvald yfir þjóð, sem svo var glæsileg í andlegum skilningi, þó að hún væri fámenn og fátæk. En nú, þegar vér afneitum dönskunui, viljum fá sýni- legt tákn þess með íslenzkum fána, og gerum oss líklega til þess að standa við það, að vér séum ekki annað en frjálst sambandsland Dati- merkur — nú erum vér alt í einu orðnir að óhreinum lúsablesum, sem ekki er talandi um nema í megn- asta háði. Og venji Danir oss ekki af öllum þvergirðingi, þá er það eingöngu fyrir það, að þeir eru meinleysis-ræflar, sem hafa má í frammi við hvers konar ósvífni að ósekju! Hver áhrif hefir nú þetta á þjóð vora? Lætur hún kúgast af hrópinu og lítilsvirðingunni? Til þess er sýni- lega stofnað. Eða stælist hún? Oerir hún sér það nú Ijóst, að annaðhvort verða Danir með öllu að hætta að hugsa um Islendinga sem danska undir- tylluþjóð, verða að sætta sig við það, að vér högum oss sem alís- lenzkir menn, eða að öðrum kosti er alt samband við þá gersamlega óþolandi oss? Hér í Reykjavík virðast frjálslynd- ir menn ekki vera í neinum vafa um áhrifin. Þeim kemur víst eng- um til hugar, að þjóðin svíki nú sjálfa sig og land sitt. Og sumir þeirra óska þess, að Danir haldi á- fram að sýna hug sinn sem ósleiti- Iegast, svo að engum íslendingi geti hann úr minni fallið. En vandlega er þess að gæta, að þó að Danir séu ósanngjarnir við oss, þá eigum vér að sýna þeim þá sanngirni, sem vér getum. Alt hefir sína orsök — líka misskilning- ur Dana á málstað vorum. Og senni- lega megum vér sjálfum oss um kenna að nokkuru leyti. Oss finst, að Dönum ætti að liggja það í augum uppi, að vér séum ekki danskir — að þjóð, sem aldrei hefir talað dönsku, hefir komist í samband við Dani sem frjáls sam- bandsþjóð og aldrei afsalað sér sjálf- stæði sinni, geti með engu móti verið dönsk. Oss finst, að ekki þurfi yfirnáttúrlegar gáfur til þess að sjá það, að við höfum ekki orðið dansk- ir við það, að Danir hafa kúgað okkur og féflett um margar aldir. En svona er það samt. Dönum skilst það ekki. Og eg ætla ekki að gera ráð fyrir, að þeir vilji ekki láta sér skiljast það. Og þá verðum vér að gæta þess, að vér höfum mjög lítið gert til þess að vekja hjá þeim skilning á vorum málstað. Síðan er Jón Sigurðsson leið, höfum vér að kalla má alveg lagst jj'að undir höfuð; en aldrei sótt það af miklu kappi. Og síðan cr »heimastjórnin" var sett á lagg- irnar, hafa verið meiri kærleikar með stj(>rn vorri og Dönum en svo, að vér höfum staðið vel að vígi í þessu efni. Vér verðum áreiðanlega að haga oss annan veg eftirleiðis en hingað til, ef nokkur von á að vera þess, að vér getum komið Dönum í skiln- ing um, að vér eigum rétt á að vera alfrjáls þjóð. E. H. v Or ræðu Stefáns Stefánssonar í „Skjaldborg“ 1. febr. . . . Fyrst ætla eg að lesa upp kafla úr riti Guðm. Hannessonar »í afturelding «, kaflann um endurskoðun stjórnarskrárinnar 1903, þótt flest af ykkur hafi sjálfsagt lesið þetta ný- lega og sum oftar en einusinni. En góð vísa er aldrei of oft kveðin. Hér á landi hefir tíðkast og tíðkast enn í dag að lesa húslestra. Sömu hugvekj- urnar hafa lesnar verið ár eftir ár. Bók Guðmundar eru gagnorðar hug- vekjur um sjálfstæðismál vort. Menn ættu að lesa hana, hafa hana til póli- tískra húslestra um land alt, svo al- menningur fái Ijósan skilning á því mikilsverða máli, sem þar er um að ræða. Af öllu því sem ritað hefir verið upp á sfðkastið um stjórnmál hér á landi veit eg ekkert, sem er betur fallið, en þessi litla bók, til þess að dreifa þokunni, sem lagst hefir um sjálfstæðismál vort í hugum manna og glapið þeim sýn . . . I kafla þeim sem ræðumaður las upp er meðal anna^s komist svo að orði um stjórnarbreytinguna 1903. »Eflaust hafa íslendingar aldrei sýnt meiri fávizku í stjórnmálum en kom fram í þessari stjórnarskrárbreytingu hvað það snerti að íslenzki ráðherrann ætti sæti í hinu danska ríkisráði« . . . »Danskir stjórnmálamenn höfðu með þessu náð því takmarki, sem þeir höfðu lengi barist fyrir: að fá Islend- inga til þess að afsala sér fornu sjálf- stæði í hendur dönsku þjóðarinnar, að innlima íslenzka ríkið í danska ríkið« . . . »Höfum vér nokkuru sinni glatað sjálfstæði voru og rfkisrétti þá er það árið 1903« . . . »En ekki hefir skipulag þetta (ríkisráðsseta ráð- herrans) náð enn þá meiri hefð, en svo að oss sé ofvaxið, ef vér færum vel að ráði voru, að losna við þenn- an ófögnuð.« . . . En þessi „ófögnuður“ er og hefir verið mörgum manni fögnuður síðan hann gekk í gildi 1. febrúar 1904. Pann dag hafa stjórnarliðar kallað menn saman til dýrlegs fagn- aðar víðsvegar um land, að minsta kosti í höfuðstað landsins og stærstu kaupstöðum og svo er enn í dag. I dag eru fánar dregnir á stöng og er það vel til fallið að þeir eru flest- ir danskir. Ekkert getur betur mint oss á innlimunar-glapræðið 1903, en að sjá Dannebrog blakta yfir höfðum vorum, hann er sýnilegt tákn þeirrar viðurkenningar vorrar að vér séum dönsk hjálenda. Nei, það er fremur ástæða til þess að hryggjast en fagna yfir stjórnar- breytingunni 1903, því réttarglötun sú er hún hafði í för með sér vegur fyllilega á móti kostum hennar, og meira til. En hvernig stendur á því að þeir menn, sem kalla sig »heimastjórnar- menn« fagna og eru glaðir á afmæli innlimunarinnar? Ekkert ætti að vera þeim fjarlægara. En þó eg eigi örðugt með að átta mig á sumum orðum og gerðum »heimastjórnarmanna« og koma þeim í samræmi við hið fagra flokksheiti þeirra, er aflað hefir þeim svo mik- illar hylli, þá þykist eg mega full- yrða að þeir gleðjast ekki vísvitandi yfir glötun sjálfstæðis vors — það gerir að mínu áliti enginn íslending- ur — en í gleðinni, fögnuðinum yfir því að flokkur þeirra náði í völdin hér heima, sézt þeim yfir þá sorg- legu raun, að þetta vald hafa þeir þegið af aldönsku stjórnarvaldi, að /ze/möráðherrann þeirra er aðeins brot af danska ríkisráðinu, og það sem út yfir tekur, að þetta er samkvæmt lög- formlegu samþykki alþingis 1903. En nú býst eg við að einhver kunni að beina þeirri spurningu til mín: »Samþyktir þú ekki og flokks- bræður þínir ásamt stjórnarliðum stjórn- arskrárbreytinguna 1903 með ákvæð- inu um flutning sérmála vorra í ríkis- ráðinu danska? Jú, því miður, og þess iðrar mig sárann eins og eg tók fram á síðasta þingi, og svo mun verða meðan eg lifi. — Auðvitað gat eg eða flokksbræður mínir engu ráðið um það, hvað samþykt var á því þingi, því meiri hlutinn var staðráðinn í því, að samþykkja stjórnarskrárbreytinguna þrátt fyrir ákvæðið um að ráðherra vor skyldi ,flytja mál vor fyrir kon- ung í ríkisráðinu danska. Áður höfðu reyndar sömu mennirnir brugðið okkur um landráð fyrir þá sök, að ekki var skýrt tekið fram í stjórnarskrárfrum- varpi því er við fylgdum, að íslands- ráðherrann skyldi ekki bera mál vor upp í ríkisráðinu; nú samþyktu þeir sjálfir einum munni að svo skyldi vera. En þótt samþykt þessi sé svart- asti bletturinn á allri sjálfstæðisbaráttu vorri, þá er þó ekki vert að gera hann svartari en hann er í raun og veru, ekki rétt að fella þyngri áfellis- dóm á þingið enn það á skilið eftir öllum atvikum — nóg er samt. Skal eg í fám orðum rifja upp fyrir ykkur hversu málinu vék við á Hér með tilkynnist ætt- ingjum og vinum, að 15. þ. m. þóknaðist al- góðum guði að burt kalla héðan okkar hjartkæra tengdaföður og föður Jónas Jónsson barnakennara. Jarðarförin er ákveðin frá heimili okkar laugardaginn 23. þ. m. og hefst kl. 11. f. m. Norðurgötu 3, Oddeyri 1907. Ólöf Þorsíeinsdóttir. Þórarinr) Jónassorj. þinginu 1902, þegar stjórnarskrár-breyt- ingin var fyrst samþykt, og mun þá verða ljóst, að þinginu var nokkur vorkunn, þó það léti ginnast til þess að ganga að frumvarpinu eins og það kom frá stjórninni og eins og hún útlistaði það. Á þinginu 1901 hafði flokkur sá, er eg hefi talist til, meiri hluta at- kvæða. Þá samþyktum við frumvarp til stjórnarskrárbreytingar, sem að öllu leyti var samhljóða frumvarpi því sem varð að lögum 1903 að því undan- skildu að þar var ósagt látið hversu mál vor skyldu borin upp fyrir kon- ungi, ríkisráðið ekki nefnt á nafn, og þar var ekki ákveðið neitt um bú- stað ráðherrans. En í ávarpi til kon- ungs var skýrt tekið fram að æskilegt væri að ráðherrann væri búsettur hér á landi. Þar stendur »að sú skoðun sé enn ríkjandi hjá þjóð vorri að stjórnarskipun íslands sé þá fyrst kom- in í það horf, er fullkomlega sam- svari þörfum vorum, þegar œðsta stjórn landsins i hinum sérstaklegu málefnum þess ER BÚSETT HÉR Á LANDI.“ * í boðskap konungs 10. jan. 1902 er því svo heitið að leggja fyrir auka- þingið 1902 frumvarp samhljóða þing- frumvarpinu, að viðbættu því ákvæði að ráðherrann sé búsettur á íslandi. Boðskapur þessi var beint svar upp á ávarp hins þáverandi meiri hluta og búsetuákvæðið var tekið upp til þess að verða við þeim óskum íslendinga, sem lýst var í ávarpinu. Boðskap þessum var tekið með hinum mesta fögnuði af báðum flokk- um og á þingmálafundunum og kjör- fundunum, um vorið, voru menn á einu máli um það, að taka heldur hinu væntanlega frumvarpi stjórnar- innar — búsetufrumvarpinu — en frum- varpi þingsins og þeir einir þingmenn voru kosnir, er lofuðu því eindregið og tvímælalaust að greiða þvi at- kvæði sitt. — Kosningarnar féllu svo, að þeir sem stutt höfðu frumvarp þingsins 1901 urðu í minni hluta, mest fyrir þá sök að andstæðingar þeirra, hinn núverandi meiri hluti — stjórnarliðið — og blöð þeirra höfðu með iátlausum blekkingum og land- ráðabrigzlum talið meiri hluta þjóðar- innar trú um, að okkur væri ekki trúandi, við mundum þegar á þing kæmi samþykkja frumvarp okkar. Við værum »Hafnarstjórnarmenn« fjand- samlegir allri »heimastjórn«. Og þetta leyfðu mennirnir sér að segja þrátt fyrir þá skýlausu yfirlýsingu um bú- setuna í ávarpi voru til konungs, er eg áður gat um og sem meðal ann- ars varð til þess að búsetuákvæðinu * Leturbreytingin gerð af oss. Ritstj.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.