Norðurland

Tölublað

Norðurland - 27.03.1907, Blaðsíða 2

Norðurland - 27.03.1907, Blaðsíða 2
Nl. 122 og skall á snjóbylur, fyrst bleytukend- ur, síðan með megnu frosti, er hélzt þann dag allan og nóttina og fram á næsta dag. Þótti nú höldum heima á Ljósavatni eigi byrja vel og töldu lítt sennilegt, að menn riðu um héraðið til málfunda í illviðri því, en gestir sáu þá för sína að litlu marki orðna. Er leið að hádegi tók þó fólk að drífa að hvaðanæva og var þess skamt að bíða, að allir voru komnir, er von var um að létu sjá sig á þeim mannfundi. Fyltust þegar öll hús bónda, hátt og lágt — íbúðarhús og skepnuhús, af mönnum og málleysingjum. Þó eru húsakynni mikil á_,Ljósavatni. Nálægt xoo manns var þarna sam- an komið. Fundurinn var haldinn í þing- húsi Ljósvetninga, sem er áfast við bæjarhúsin. Mun sú vistarvera ill til Iangsetu í vetrarhörkum. Húsið var fult og í það þjappað sem síld í tunnu; voru margir blautir eftir volkið í hríð- inni, svo upp af rauk, er menn höfðu setið um stund. En þó var húsið svo opið öllum vindum, að kuldinn nísti fundarmenn mitt inni í þvögunni. Lá sumum við hrolli, enda fenti inn um glugga, þótt í væri troðið og fyrir þá tjaldað. Samt létu fundarmenn það eigi á sig fá, en sátu að alvarlegum umræðum um landsmál og lýðheillir, í stryklotu að kalla mátti, nærfelt 16 tíma. Veit eg enga, sem mundu leika það eftir Þingeyingum. Margir tóku til máls um þau efni, er ræða skyldi; fleiri sátu þó auðvitað sem áheyrend- ur eingöngu, en hlustuðu svo grand- gæfilega á það, sem fram fór og sagt var, að engum duldist sá áhugi, er hver einstakur maður hafði á því, að málin væru rædd og rakin. Fram við dyrustaf höfðu konur náð sér bólfestu og veittu athygli orðum manna. Er andartaks hlé varð, hörf- uðu menn á náðir þeirra og þágu kaffi og annan viðurgerning. Var það helzt til hressingar sál og líkama, er hætta var á að léti yfirbugast í landsmála- hríðinni! — Þingeyingar bera mjög fyrir brjósti mentun og menning karla og kvenna; hafa þeir flestir ákveðnar skoðanir um það, hvernig öllum mentastofnunum verði bezt fyrir komið. Úr þeirri rás, er þeir hafa myndað sér í því efni, verður þeim ekki auðveldlega ekið. í kirkjumálum eru þeir, eftir því sem ráða mátti, í rauninni allir skiln- aðarmenn — vilja stefna að því tak- marki, að rfki og kirkja flytji sundur og eigi ekkert saman að sælda. En ráðlegt þykir þeim að fara ýmsar króka- leiðir að þvf miði og styðjast að ein- hverju við það hrófatildur, er meiri hluti kirkjumálanefndarinnar hefir reist og ætlast er til að verði klerkalýð til viðreisnar í landinu; einn af prestum þeirra lýsti þó allgreinilega yfir því, að hann teldi hennar ekki fyr von en kirkjan losnaði frá ríkinu — og væri hann um það »samdóma vantrúarmönn- um«. Fjárhagsmál ræddu þeir með mikl- um fjálgleik og af óvanalegri kunn- áttu. Eru þeir hvergi smeykir að gefa stjórn landsins áminningar. Þeir eru »Georgistar« o: fylgja fram þeirri kenn- ingu, sem kend er við Ameríkumann- inn Henry George og í stuttu máli fer í þá átt að sameina alla skatta í þeim einum er gjalda ber af lóðum og lóðaverði. Þeir vilja fá akvegi um héruðin. Og gripnir eru þeir af símasótt þeirri, er nú fer um landið meðal málsmetandi manna. En Þingeyingar eru menn ráð- vandir. Svo að engum verði á að ætla, að þeir hugsi aðeins um sjálfa sig, orða þeir samþyktir sínar þannig, að umönnun komi fram gagnvart öllum landsfjórðungum. Seinast var sambandsmálið á dag- skrá. Það nefndi einn fundarmanna »sjálfstæðismálið«, í varadagskrá, er hann kom með, og er það réttnefni. Var stungið upp á því, að það yrði tekið til umræðu fyrst mála, en eigi fekk það framgang. Komið var mið- nætti, er menn hófu stjórnmálaræður, er héldust með einstöku fjöri til miðs morguns. Þingmenn Þingeyinga grund- valla skoðanir sínar um sambands- og samningamálið á »sérmálasjálfstæðinu« — ennþá, og hyggja þjóðinni sigurs auðið á því svæði — ennþá. En fjarri því að viðurkenna, að því að eins er- um við sjálfstæðir — f »sérmálunum« eins og öðru — að við höfum fult vald (æðsta valdið) í öllum okkar mál- um, eru þeir þó sjálfsagt ekki. Og kurteisi og alúð sýndu þeir gestum þeim, er ræddu málið frá þessu sjónar- miði. Óhætt er og að fullyrða, að Þingeyingar munu brátt fallast á það, við íhugun málsins, að okkur sé það affarasælast í samningum við Dani, að koma sem hreinlyndastir til dyra, enda þótt hinum mikilsvirta konung- kjörna þingmanni hryti orðskviðurinn »slægir sem höggormar og einfaldir sem dúfur«. Danir hafa mætur á málshættinum: »Hreinlyndið lifir lengstL Gestur. % Hraðskeyti til Nls. Reykjavík 27/3 '07 kl. 3.30. Frá útlöndum. Friðrik biskup í Árhúsum dáinn. Hœgrimenn hafa í landsþinginu tilnefnt Goos og Matzen í sambandsnefnd. Enska stjórnin mótfallin göngum undir Ermarsund. Bergenfélagið til eflingar fiskiveiðum Norðmanna mœlir með 10,000 kr. styrk úr rikissjóði Norðmanna til Watnesfé- lagsins til póstflutninga milli Noregs og íslands, tuttugu ferðir árlega og 5000 kr. styrk til vestlenzka Lloyds fyrir tólf ferðir árlega. Berlingatiðindi segia að íslandsför konungs hefjist 24. júlí. Að sunnan. / sunnanofviðri 20. og 21. þ. m. tðk út þrjá skipstjóra úr Hafnarfirði. Egil Egils- son, Siguið Jðnsson og Jðhann Jónsson. Flestöll þilskipin vís. Enskur botnvörpungur hefir forist suður í Höfnum. Mannbjörg varð ekki. Sexœring af Miðnesi vantar. Aflalaust vegna ðgœfta. Sigurður Árnason, roskinn trésmiður í Reykjavík, beið bana undir húsgðlfi. Þýðviðri, mikið tekiö upp snjð. % Glímur æskulýðs. Gleðilegt er það hve áhuginn hefir vaknað fyrir glímunum og er vonandi að framhald verði að, en gleðilegast þó að hann sýnist allríkur hjá yngstu piltunum að minsta kosti hér í bæ. Er það mest og bezt að þakka þeim Karli Sigurjónssyni og Jóhannesi Jó- sefssyni, er hvor um sig hafa tekið að sér að kenna ungum sveinum glímur og lagt mikla stund á. Flokk- ar þeirra reyndu sig í gær opinber- lega og mátti það vera hin bezta skemtun öllum þeim sem hughaldið er um að nýja og upprennandi kynslóðin fái meiri andlegan og líkamlegan þrótt en sú sem nú er á fullorðinsskeiði. Líkamsæfingarnar eru aðalleiðin til þess. — Flokkur J. vann. ElmreiOin XIII. i. h. kom með skipunum sfð- ast, fjölbreytt að efni eins og vant er. í heftinu eru þessar ritgerðir: Handan yfir landamœrín eftir Guðm. Friðjóns- son, Kjrkjan og kristindómurínn eftir Matth. Jochumsson, Norrœnar þjóðir á víkingaöldinni og öndverðum miðöld- um eftir Dr. A. Olrik, Pestin eða »Enski svitinn« eftir Steingrím Matthíasson, Þorsteinn og Þyrnar eftir Sigurð Guð- mundsson og svo Ritsjá og íslenzk hringsjá eftir ritstjórann og ýmsa fleiri. Skrill heitir Ieikur sá er nokkurar konur og karlar hér í bænum hafa æft og leikið og skyldi ágóðinn renna til húsbyggingar Templara. Eiga leikendurnir þökk skiiið fyrir það, eins og allir sem að því styðja að þetta samkomu- hús bæjarins geti orðið sem bezt útbúið. Leikurinn er töluvert erfiður viðfangs fyrir óvana Ieikendur, en þó leikið eftir öllum vonum og jafnvel vonum fremur og mun mörgum hafa þótt skemtunin góð. Einn leikandinn að rninsta kosti (Guðm. Guðl.) sýndi mjög góða hæfileika og leysti hlut- verk sitt mjög vel af hendi. Jarðarför ungfrú Maríu Stephensen fór hér fram á mánudaginn var í viðurvist hins mesta fjöl- mennis. Vesta kom í dag til Reykjavíkur. Sagði ákafan sjókulda við Horn, en varð ekki vör við ís. Slys. Jóhannes frá Miðhúsum, til heimilis í Möðrufelli fanst í morgun meðvitundarlaus og eitthvað meira skemdur skamt fyrir sunnan Stokkahlaði. Er álitið að hann.hafi dottið af hesti; hafði verið eitthvað öifaður. Cina-Lifs-Elíxir. Undirskrifaður hefir í 2 síðastliðin ár þjáðst mjög af taugaveiklun; hefi eg leitað margra lækna, en enga bót á þessu fengið. Síðastliðinn vetur fór eg að brúka hinn heimsfræga Kína- Lifs-Elixir frá hr. Valdemar Peter- sen í Friðrikshöfn. Er mér sönn gleði að votti það, að mér hefir stórum batnað, síðan eg fór að neyta þessa ágæta bitters. Vona eg að eg fái aftur fulla heilsu með því að halda áfram að taka inn Kína-Lifs-Elixir. Feðgum Magnús Jónsson. í fyrravetur varð eg veik, og snerist veikin brátt upp f hjartveiki með þar af leiðandi svefnleysi og öðrum ónot- um; fór eg því að reyna Kína-Lits- Elixir herra Valdimars Petersens, og get eg með gleði vottað, að eg hefi orðið albata af þremur flöskum af téð- um bitter. Votumýri, húsfreyja Guðrún Eiríksdóttir. Eg hefi um io ár þjáðst af maga- og nýrnasjúkdómum og leitað margra lækna, án þess að fá bata. Mér hefir batnað af því að neyta Kína-Lifs-El- ixirs, og liðið einstaklega vel að stað- aldri, og fyrir því ætla eg að neita hans stöðugt. Stenmagle. Ekkja J. Petersens timburmanns. Biðjið berum orðum um ekta Kína- Lifs-Elixir Waldemars Petersens. Fæst hvarvetna fyrir 2 kr. flaskan. Varið yður á eftirlíkingum. Kappglíma um Islandsbelti íélagsins »QRETTIS" verður háð á Akureyri, eins og áður heíir verið auglýst, mánudaginn 1. april, kl. 5. e. h., i Goodtemplarahúsinu. Húsið opnað kl. 4V2. Aðgöngumiðar verða seldir laugardaginn þ. 30. þ. m. á Hótel Oddeyri og Hótel Akureyri og við innganginn eftir að húsið er opnað, ef pláss leyfir. Stjórnarnefndin. Verzlun Guðl. Sigurðssonar. Mikið úrval af sjóstígvélum (hálfstígvéluin), sterkum verkámanna" skóm og allskonar útlendum skófatnaði, enn fremur talsvert af nýrri og góðri álnavöru og kramvöru. Prentsmiflja Odds Björnssonar.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.