Norðurland - 29.06.1907, Síða 1
NORÐURLAND.
Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, Iæknir.
52. blað. j Akureyri, 29. júní 1907. {
Til kaupmanna!
Hér með leyfum við okkur að tilkynna heiðr-
uðum kaupmönnum á íslandi að innan skamms
munum við hafa steinolíu »á Lager« í Reykjavík
og á Eskifirði. Seljum við því bráðlega steinolíu
til allra hafnarstaða á íslandi, þar sem gufuskipin
koma við.
Með mikilli virðingu
Det danske Petroleum Aktieselskab.
Minni fánans.
Flutt af Karli Finnbogasyni 17. júní
á Akureyri.
(Ágrip.)
. . . Hérna um kvöldið kom lítið
skip utan fjörðinn og Iagðist við hafnar-
bryggjuna. Við þekkjum það öll. Pað
var hún »Gunna litla«. Gangandi,
ríðandi, akandi, hlaupandi og hjól-
andi komu mennirnir fram á bryggj-
una. Peir áttu von á »Grímseyjareggj-
um« með Gunnu. En það kom lítið
af eggjunum. Bezti »fuglarinn« þeirra
Grímseyinga hafði hrapað úr bjarginu
og var dauður. Allir skildu það. Það
var mjög eðlilegt, þó eggin kæmu fá.
í hverju landi gengur alt vonum ver,
þegar bezti »bjargvætturinn« er dauð-
ur — þegar vaðurinn hans hefir slitn-
að eða hrunið að honum banvæni úr
bjarginu . . .
Þessi atburður minti mig á sögu,
sem eg hefi einhverntíma heyrt, um
Guðmund biskup góða og Grímsey-
ing einn. Sá Grímseyingur var fugl-
ari. Og hann er einn þeirra, sem eg
veit bezt hafa búið um sigvaðinn sinn.
Á þeim árum bjuggu tröll og illvætt-
ir í björgunum víða og seildust löng-
um fingrum og loðnum eftir lífi þeirra,
sem í björgin sigu — einkum eftir að
sól var sezt. Orð lék á því, að þann-
ig væri háttað bjargi einu, sem Gríms-
eying þennan langaði til að ganga í
eftir fugli og eggjum. Hann hugsaði
vandlega ráð sitt og réð það af að
fara til Guðmundar biskups góða og
fá hann til að vígja einn þátt í sig-
vaðinn sinn. Petta gerði biskupinn.
Fuglarinn snéri nú sigvaðinn saman
af átta þáttum óvígðum og þeitn ní-
unda, sem biskupinn hafði vígt. Síð-
an gekk hann í bjargið og varð vel
til með fugl og egg. Hélt hann áfram,
þangað til sól var sezt. En er hann
tók eftir skuggum í bjarginu, þótti
honum tími til að fara heim og hélt
á stað upp vaðinn. Veit hann þá ekki
fyrri til en svört hönd og loðin mjög
réttir skálm eina mikla út úr berginu
og sker á vaðinn. Skálmin beit á ó-
vígðu þættina átta. Peir hrukku allir
í sundur, sem fúnir væru. En niundi
þátturinn, vígði þátturinn — hann hélt.
Á hann beit ekki skálmin bergbúans.
Og fuglarinn komst úr bjarginu með
allan aflann sinn.
* *
*
Lífsþræðir einstaklinga og þjóða eru
spunnir og samanvafðir úr ýmsum þátt-
um. Sumir þættirnir eru vígðir en aðrir
óvígðir. Því fleiri sem vígðu þættirnir
eru, þess betur trygð eru líf og gæfa
þeirra, sem eiga þá, þegar svörtu
hendurnar seilast út úr berginu til
að skera þá sundur.
Pessir vígðu þættir eru ástin og
lotningin. Sá, sem engu ann og ekk-
ert virðir af hlýju hjarta og heilum
huga; sá, sem á ekkert, sem honum
er heilagt, og hann vill lifa og deyja
fyrir, hann á engan vígðan þátt í lífs-
þræðinum sínum. Eggjar óhugs og
örvæntingar skera hann sundur, þegar
sólin gengur undir — þegar svartar
hendur vinleysis og vonbrigða seilast
að honum úr hverri klöpp. Hann hrap-
ar úr berginu með allan aflann sinn.
En hinn, sem bundinn er böndum
ástar og virðingar, hann klífur bergið
þar, sem aðrir hrapa. Vígðu þættirnir
hans halda honum uppi.
Að vekja ást á og lotningu fyrir
hverju því, sem vert er ástar og virð-
ingar, það er að vígja þætti í lífsþráð-
um mannanna. Peir sem það gera eru
sannir helgimenn og dýrðlingar þjóð-
anna.
* *
*
»Hver þjóð, sem í gæfu og gengi
vill búa, á guð sinn og land sitt skal
trúa«, því sú trú er einmitt helgasti
og sterkasti þátturinn í lífsþráðum
margra manna. En mennirnir eru
gleymnir. Með ýmsu móti verður að
minna þá á það, sem þeim er lífs-
skilyrði að muna — einstaklingana jafnt
og þjóðirnar. Petta er ein ástæðan til
þess, að fánar eru til.
Við fána hverrar þjóðar er bundin
meðvitund hennar um sjálfa sig, við
þjóðarmeðvitundina þjóðernistilfinning-
in — ættjarðarástin. Par, sem fáninn
blaktir, er minnt á þjóðernið og hlúð
að ættjarðarástinni. Pessvegna eru fán-
arnir dýrðlingar þjóðanna. Peir vígja
helgustu og haldbeztu þættina í lífs-
þráðum þeirra.
VI. ár.
Petta á fáninn okkar að gera.
Lengi hefir blásið kalt á norðan, en
nú er skift um átt. Þarna blaktir hann
í hlýjum sunnanblænum! Móðir okkar
allra — það er eins og hún vilji taka
mjúklega á móti honum. Hann er svo
ungur enn þá. Og eldast á hann.
Nú er hann eins og nýfætt barn.
Hann á engar minningar en margar
vonir, og ótal óskir ættu að fylgja
honum. Enginn bjartur sigurglampi
er um hann og ekki heldur neitt
vonbrigðamyrkur. En hann blaktir í
vonabjarma æskunnar. Hann á enga
sögu. Hana eigum vér og þeir, sem
eftir oss koma, að sk oa. Pað er á
okkar ábyrgð, og þeirra, hvernig hún
verður, sagan sú. Fáninn okkar hefir
aldrei verið borinn til sigurs. Við eig-
um að gera það. Hann á enga frægð.
Hana eigum við að vinna honum. Hann
er óflekkaður. Við eigum að halda
honum hreinum.
Og eg efast ekki um að í brjósti
hvers íslendings Iifi löngunin til þess,
að bera hann hátt og bera hann hrein-
an og vinna honum sögu og sigur
og frœgð.
Pað er í valdi þessarar þjóðar, hvort
undir þessum fána verði barist móti
mannréttindum með morðvopnum kúg-
arans, eða fyrir þeim með vöpnum
vits og mannúðar. Og við skulum
heita á allar góðar vættir, að þær
styðji oss og styrki til þess að bera
hann og fylgja honum jafnan að bar-
daganum fyrir öllu því, sem fegurst
er og bezt með manninum, fyrir hverju
40
sinn var hann með hvíta gúttaperka-kápu. En þeir
gengu jafnan í gömlum og slitnum fötum með gamalt
Iín eða gulan klút um hálsinn.
Allir höfðu þeir þuklað um kápuna og þefað af henni;
allir höfðu spurt um verðið og allir höfðu þeir fengið
að vita það.
Sem kennari hafði hann þessa meginskoðun og grund-
vallarstefnu: »Mennirnir skiptast í tvo flokka, þá, sem
geta lært stærðfræði, og þá, sem alls ekki geta lært
hana. Og eg skal æfinlega geta úrskurðað eftir einn
mánuð, hvort einhver getur lært stærðfræði eða ekki.«
Samkvæmt þessari kenningu komst hann greiðlega
áfram með þá, sem duglegir voru; hina gaf hann upp
á bátinn með góðri samvizku.
Kennarinn þurkaði ryk af borðinu með silkiklútnum
sínum áður en hann settist. Hann leit um stund í vasa-
bókina og á meðan var alt kyrt og hljótt. Maríus skalf
á beinunum.
En svo var Broch »tekinn upp«. Maríus ætlaði ekki
að trúa sínum eigin eyrum og augum; en það leit
helzt þannig út, að Abel ætlaði að byrja efst, og þá
var ekki óhugsandi, að hann kynni að sleppa í þetta
sinn.
Þeir höfðu byrjað fyrir skömmu á líkingum á fyrsta
stigi með einni óþektri; og Meríus Iitli hafði þolinmóður
reynt að verða þeim samferða í mörgum dæmum til að
finna þetta x.
Hann hafði heyrt þá segja, að nú væri það fundið,
og séð þá stryka út af töflunni, — meira að segja,
hann átti öll dæmin sjálfur, því hann hafði skrifað þau
í bókina sína, og þá var þessi »eina óþekta« alt af
jafn fjarri honum og ókunn.
37
þar nokkuð um það að troða fullan ofninn, — hvaðf
Sýnist þér það?«
Við hverja spurningu togaði hann fastara og fastara
f eyrað á Marteini upp á við, svo hann varð að tylla
sér á tá svo mikið sem hann gat.
Allir í bekknum hlógu og Marteinn snautaði í sæti
sitt.
Meðan þessu fór fram hafði sá efsti fengið piltum
stílabækur þeirra og leit um leið í hverja bók til að
sjá vitnisburðinn.
Maríus hafði fengið 4V2, og var það heldur verra
en vant var. Þetta urðu í raun og veru hálfgerð von-
brigði fyrir hann; honum hafði getist svo vel að stíls-
efninu af því að það var svo langt, að hann gat fylt
nálega fjórðung blaðsíðu með því að skrifa þó fremur
ódrjúgt; honum veitti það jafnan svo örðugt að skrifa
nógu langa stíla.
Stílsefnið var þannig: »Samanburður á Noregi og
Danmörku með hliðsjón af landsháttum, einkennum
þjóðanna og atvinnugreinum.«
Skólastjóri byrjaði neðst. »Þú skrifar ógerðar-stíla,
Maríus! Það er ljóti hrærigrauturinn, sem þú hefir skrf-
að núna. Hlustaðu nú á sjálfur: »Þegar maður ber
saman Noreg og Danmörku, þá sér maður mikinn mis-
mun á þessum löndum. Noregur er fjall-lendi, en Dan-
mörk aftur á móti sléttlendi. í Nóregi er málmnám, af
því að þar eru fjöll, en það er ekki f Danmörku, af
því að þar eru engin fjöll. Jafnframt eru nærri því
æfinlega dalir í fjöllóttu landi,« — ojæja, Maríus minn
góður, — Það er hverju orði sannara — hverju orði!
En heldurðu nú að það sé nauðsynlegt að segja okkur
frá þessuf Þetta er svo mikið þroskaleysi — svo hörmu-