Norðurland - 29.06.1907, Side 2
Nl.
180
því, sem gott er og fagurt og satt og
göfugt. Pá mun það engan góðan dreng
særa, að við eigum hann og berum
hann og fylgjum honum. Pá getum
við öruggir komið fyrir hvern, sem
vera skal, og sagt eins og Gunnar á
Hlíðarenda við Njál, ef einhver okkur
sterkari bróðir kynni að vilja rétta
okkur hjálparhönd, eða bera sinn fána
fyrir okkur: »Góðar þykja mér gjafir
þínar, en betri þykir mér vinátta þín
og sona þinna.«
Margt þarf að gera. Fyrir mörgu
er að berjast. Víða þarf að bera fán-
ann okkar. En eitt er víst: Undir
þessum fána eigum við að berjast á
þann hátt, að hvar sem hann er bor-
inn og hvort sem honum fylgja fáir
eða margir, þá fylgi honum virðing
og aðdáun allra, sem sjá hann, og
hver góður drengur taki ofan fyrir
honum með einlægri lotningu og
segi: „Pennan fána vildi eg eiga —
undir honum vildi eg berjast.«
Pað er í minnum haft og verður
lengi munað, hvernig Þórður Fálason
skildi við merki Ólafs konungs í
Stiklastaðaorustu. Pegar hann fekk
banasárið, þá vissi hann vel, hvað
hann átti að gera við merkið konungs-
ins: Hann átti ekki að fleygja því flötu
og láta traðka á því og saurga það.
Hann átti að láta það standa, þó hann
félli, svo aðrir gætu borið það ó-
saurgað, þaðan sem hann var kominn.
Og hann neytti síðustu kraftanna sinna
til að stynga niður stönginni, að merkið
mætti bjargast. Svo segir skáldið:
»Með hetju mundu
hann hóf upp stöng
og skaut í grundu
svo skaftið söng.
Og sagan segir:
Hann seig í blóð
á mistarvegi —
en merkið stóð.
Og þetta sama
skal sérhver gera,
ef merkið frama
vill maður bera.
Ef bila hendur,
er bættur galli,
ef merkið stendur,
þó maðurinn falli.«
Parna eigum við eftirdæmið, íslend-
ingar! Og við ættum að skilja það
fullvel, því Snorri Sturluson íslend-
ingurinn, hann bjargaði sögunni um
Pórð Fálason frá gleymsku. Parna eru
heilræði, sem hver merkisberi hefir
gott af að þekkja, fyrir hverju sem
hann berst.
Já, berum merkið hátt, meðan aflið
endist, skiljum vel við það, þegar
kraftarnir þrjóta. Ætíð og æfinlega
hljómi oss við eyru þessi orð:
>Og — íslands-mer/c/,
þú muna átt,
þó falli hinn sterki,
skal standa hátt.«
Óskum þess að endingu — heitt og
innilega, að nýi fáninn okkar verði
dýrðlingur þessarar þjóðar, dýrðling-
ur, sem vígi þættina í lífsþræði henn-
ar, svo hann verði aldrei sundur skor-
inn, þó svartar hendur seilist að hon-
um úr berginu.
X
Þingmálafundur
Reykvíkinga.
Hraðskeyti til Nls.
Reykjavík þ. ’07 kl. 8.45 / h>
Á þingmálafundi i gœrkvöldi og nótt,
hér i bœnum, unnu stjórnarandstœðingar
sigur í öllum málum. Sambandstillaga
þeirra var svohljóðandi:
Fundurinn krefst þess að vœntanlegur
sáttmáli um samband íslands og Dan-
merkur byggist á þeim grundvelli einum
að ísland sé frjálst sambandsland Dan-
merkur með fullveldi yfir öllum sínum
málum og haldi fullum fornum rétti sín-
um samkvœmt gamla sáttmála, en mót-
mœlir harðlega allri sáttmálsgerfy, er
skemra fer. — Sjálfsagða afleiðing þessa
telur fundurinn að íslenzk mál verði ekki
borin upp fyrir konungi í rikisráði Dana.
Tillagan samþykt með 144 atkv. gegn
33. Tillögur þingmannanna áður feldar
með minni atkvœðamun. — Fáninn sam-
þyktur einróma með 133 atkv. og frestun
millilandanefndar samþykt með mjög mik-
lum atkvæðamun.
X
Hófdrykkja.
Oft heyrist talað um hófdrykkju og
hófdrykkjumenn hér á Iandi; en efa-
samt er, hvort margir hafa gert sér
glöggva grein fyrir, hvað hófdrykkja
í raun og veru er, eða hvar merkja
línan sé í milli hófdrykkju og ofdrykkju.
Þessu hafa vísindin svarað skýrt og
ákveðið. Hófneyzla í hverju sem er
getur ekki annað kallast en neyzla sú,
er ekki er í stærri stíl en svo, að hún
geri engan skaða. I sama bili og á-
fengis er neytt svo, að það hafi skað-
legar afleiðingar í för með sér, er
ekki lengur um hófdrykkju að ræða,
heldur ofdrykkju.
Til þess nú að geta heitið hóf-
drykkjumaður, útheimtast þrjú skil-
yrði samkvæmt ítarlegri rannsókn fræg-
ustu lækna og vísindamanna. Pau eru
þessi:
1. Þú mátt aldrei neita áfengis svo,
að þú finnir til nokkurra áhrifa af
völdum þess, hvorki að þér virðist
þú fjörgast eða hitna o. s. frv.
2. Pú mátt aldrei neyta þess fyr en
síðari hluta dags.
3. Pú mátt aldrei neyta þess, nema
þú sért fullkomlega heilbrigður.
Fylgirðu þessum skilyrðum, gerir
áfengisnautnin þér engan skaða; þá
ertu hófdrykkjumaður. Farirðu út fyrir
þessi takmörk, bakar vínnautnin þér
tjón; þá ertu ofdrykkjumaður.
Hve margir menn á landi voru skyldu
nú vera hófdrykkjumenn eftir þessum
3»
legt þroskaleysi,« sagði skólastjóri alvörugefinn, gekk
stundarkorn um gólf og var hugsi. Maríus þóttist skilja
að hann væri að hugsa um vorprófið, og hvernig það
mundi ganga.
»En guð stjórni okkur, — skárri er það hitinnU æpti
skólastjóri og gaf Marteini dálítinn snoppung um leið
og hann gekk fram hjá honum.
Því næst tók hann aftur að fást við stíl Maríusar:
»Noregi er mikil vörn að fjöllum sínum; og ef í ófrið
skyldi slást, þá er ekki gaman að komast yfir Kjölinn
með fallbyssur, sízt að vetrarlagi.* — »Það er annars
skrítinn hermennskubragur altaf á þér, Maríus litli!
Hverir heldurðu muni kæra sig um að fara yfir Kjöl
með fallbyssur? Svíar eru bræður okkar og vinir, eins
og þú veist. Nei, — en það er betra, sem einhver ann-
ar hefir skrifað, að nú væri ástæða til að óska að
Kjölurinn , væri allur á burt svo bræðraþjóðirnar gætu
blandast og runnið saman tálmunarlaust. — Hver ykkar
skrifaði það nú annars?«
»Það var eg,« svaraði sá efsti ofur kurteislega.
»Já, alveg satt, — það varst þú, Broch, — já, það
er mjög vel sagt. Maríus lítur á alt með ófriðaraugum.
Hlustaðu nú ennfremur á:
»Þegar maður ber saman þjóðirnar, þá sézt það, að
Danir eru kveifarlegri en Norðmenn.« — »Já, hvað á
nú þetta að þýða?« sagði skólastjóri gremjulega og
klóraði sér í höfðinu, — honum gerðist nú heitt í meira
lagi, — enda var hitinn víst orðinn um 30 stig. — »Það
eru fleiri í bekknum, sem hafa talað um kveifarskap
hjá Dönum; hvað á það eiginlega að þýða? það er
fallegt að elska ættjörð sína; en ættjarðarást verður
mikill ókostur þegar hún verður að þjóðardrambi, svo
39
maður lítur smám augum á [aðrar þjóðir en hefur til
skýjanna sína eigin þjóð. Sérstaklega er það hlægilegt
hjá eins lítilli og fátækri þjóð og við erum, — þjóð,
sem hefir í sannleika ekki mikið að stæra sig af.«
Snildarstíllinn hans Brochs var ekki lesinn upp, þvi'
hitinn varð að lokum svo mikill, að skólastjóri skipaði
í ofboði að opna dyrnar og alla gluggana. Nú varð
svo ákafur súgur í bekknum, að hann lét alla fara út
í garðinn nema Martein Krúse; hann skyldi sitja kyr
inni í hegningarskyni.
Úti var hætt að rigna; en kalt var í veðri og blautt
í garðinum, svo hið langa stundarhlé varð þeim til lít-
illar ánægju. Maríus var hljóður og hugsaði með hryll-
ingi um stærðfræðina. Því hann vissi það upp á sínar
tíu fingur að nú yrði hann áieiðanlega »tekinn upp«.
Abraham hafði reynt að hjálpa honum, og Maríus
þóttist skilja það. Hann vissi nú líka dálítið í þessu.
En hann var nálega samfærður um það, að þegar hann
stæði gagnvart svörtu töflunni, þá gæti hann ekki einu-
sinni reiknað '/2XV2.
Abel yfirkennari kom nú inn, og gluggunum var
lokað. Hann bar nýja regnkápu á handleggnum og raul-
aði vísu; var það ávalt örugt merki þess að hann
væri í góðu skapi. Samt sem áður varð Maríusi það
til lítillar huggunar, því þegar yfirkennarinn var í góðu
skapi, þá var hann jafnan albúinn að henda gaman af
mönnum.
Abel yfirkennari var ókvæntur og mestur oflátungur
meðal kennaranna. Honum þótti jafnan vegsauki að þvf
að ganga meðal embættisbræðra sinna í nýjum og fá-
séðum fötum. Stundum var hann með rauðröndóttan
hálsklút, stundum í nýjum Ijósieitum buxum; í þetta
mælikvarða? Og allir aðrir mælikvarðar
eru rangir. Þessi er sá eini rétti.
Og hve margir skyldu þeir vera,
sem þykir nokkur slægur í að vera
hófdrykkjumenn, samkvæmt þessum
reglum? Alkunnugt er það, að menn
neyta víns að eins vegna áhrifa þess,
hófdrykkjumennirnir er svo kallast líka
og eru þarafleiðandi ofdrykkjumenn í
raun og sannleika.
Þetta hefðu þeir gott af að athuga,
sem eru að prédika ágæti hinnar svo
kölluðu hófdrykkju.
Vertu hvorki ofdrykkjumaður eða hóf-
drykkjumaður, vertu bindindismaður.
X
6kkert Cinhversson.
Landið var kalið, blásið og brent,
burtu var frelsi’ og dáð.
Pað var hann Ekkert Einhversson,
hann athugar vel sitt ráð.
Pað var hann Ekkert Einhversson,
ætlaði að fara í stríð.
En fyrst varð að sjá um bú og börn
og bíða — eftir skárri tið.
„Nóg er að gera,“ garpurinn kvað,
„grimmilegt hefjum strið.
Pó er ei vert að þjóta strax,
þvi þetta’ er ei hentug tíð.“
„Pað er svo margt, sem þörf er á.
Pjóðin er veik og ung,
ógœtin mjög og óþroskuð,
en ábyrgðin nokkuð þung.“
„Biðið þið, vinir, bara með ró,
betra er seinna en nú.“
Pað var hann Ekkert Einhversson,
hann átti nú þessa trú.
* *
*
Pað var hann Ekkert Einhversson,
átti’ ei land né sjó,
kendi ei löngun, kviða né von,
hann hvorki lifði né dó.
x.
X
Konurnar á þingi Finna
eru víða umtalsefni sem vonlegt er.
Það er í fyrsta sinni í sögu síðari
alda, að konur sitji á löggjafarþingi.
Við kosningarnar síðustu í Finnlandi
náðu 19 konur kosningu. Af þeim er
1 talin til sænska flokksins, 3 til gamia
finska flokksins, 6 til unga finska flokks-
ins, en 9 eru jafnaðarmenn. Ein af kon-
um þessum er gift ráðherra, ein er
bóndakona, nokkrar saumakonur, kenn-
arar og vinnukonur.
Hætt er við að íslendingum þætti
það kynlegt fyrst í stað að sjá konur
ferðast um og halda þingmálafundi
og standa fyrir svörum um Iandsmál-
in, enda mundu fæstar þeirra treysta
sér til þess. Þeim varð þó ekki skota-
skuld úr því, finsku konunum. Þær
voru bæði lægnar og einbeittar að
koma ár sinni fyrir borð og hafði
mörgum hverjum sagst ágætlega. Sú
er flest atkvæði fekk var kosin með
27i58s atkvæðum. Sumstaðar voru
kjörfundirnir betur sóttir af konum
en körlum, t. d. í Helsingfors. Þar
greiddu 16000 konur atkvæði en að-
eins 12000 karlmenn. Hvergi varð þess
vart að gert væri gys að kvenmönn-
unum, eða þær á nokkurn hátt lítils-
virtar. Framkoma þeirra var og að öliu
hin sómasamlegastá. Höfðu kvenfélög