Norðurland

Ataaseq assigiiaat ilaat

Norðurland - 29.06.1907, Qupperneq 3

Norðurland - 29.06.1907, Qupperneq 3
Nl. landsins einnig undirbúið alt sem bezt og meðal annars sent hæfar konur um landið þvert og endilangt til þess að leiðbeina kvenmönnunum í öllu því, er að kosningunum laut. X Bindindissameining Norðurlands hélt aðalfund að Svalbarði þ. 16. júni s. I. Fundarstjóri var kosinn Kristján Jónsson sýslunefndarmaður á Olaesibæ en skrifari Helgi Eiríksson á Eyrarlandi. 11 fulltrúar og aðstoðarmaður »Samein- ingarinnar« sxðastliðið ár, Karl Finnboga- son, voru mættir á fundinum. þessi voru störf fundarins: 1. Lesin upp síðasta aðalfundargerð »Sam- einingarinnar«. I sambandi við hana skýrði Þorsteinn bóndi Oíslason á Svínárnesi frá bindindisboðunarferðum sínum um Ar- skógsströnd, Svarfaðardal og Hrísey á næstliðnu ári. Karl Finnbogason skýrði frá ferð sinni um Skagafjörð og Húna- vatnssýslu síðastliðið sumar. Hafði hann ferðast þar um 5 vikna tíma og talað fyrir aðflutningsbanni sérstaklega — á fundum, þegar því varð við komið, en annars við einstaka menn. Víðast var því máli vel tekið, jafnvel af þeim mönnum, sem alls ekki vildu fara í bindindi og voru því mótfallnir. En þó höfðu allmargir ýmislegt móti að mæla aðflutningsbanninu. Algeng- astar voru þessar mótbárur: 1. Landssjóður má ekki missa áfengistollinn. 2. Það er ósanngjarnt að ráðast á einn óþarfa frekar en annan (mint á kaffi, tóbak o. fl.). 3. Það er ómögulegt að koma á tryggilegu aðflutningsbanni — verður farið á bak við lögin. 4. Bannlög eru ósanngjörn og skað- leg, af því þau skerða persónulegt frelsi manna. Ekki taldi sögumaður nema 4—5 stúkur og 5 bindindisfélög í Húnavatnssýslu og 3 stúkur og 2 bindindisfélög í Skagafjarðar- sýslu. Þó hefir verið óvanalega vel unnið að bindindismálinu í Húnavatnssýslu í vetur, samkvæmt bréfum þaðan, sem lesnir voru kaflar úr. Bindindisfélagið »Baldurs- brá« í Langadal með 23 félaga, alla í lífs- tíðarbindindi, og bindindisfélagið »Til- reyndin« í Óslandshlíð með 58 félaga höfðu gengið í »Sameininguna« á þessu ári. Ákvað fundurinn að senda þeim al- úðarkveðju sína undirskrifaða af öllum mættum fulltrúum. Fundarstjóri skýrði frá því, að stjórnin hefði átt tal við vínsala á Akureyri um það, hvort þeir myndu fáanlegir til að hætta vínsölunni, ef viðskíftamenn þeirra óskuðu þess almennt. Höfðu þeir, hver um sig gefið í skyn, að þeir mundu ekki hætta vínsölunni nema hinir gerðu það líka, það yrði að eins til að gefa þeim, sem áfram héldi, einkaleyfi, og við það væri ekkert unnið. Stjórnin sá sér þess vegna ekki til neins að gangast fyrir almennum áskor- unum um þetta, því engar horfur virtust á, að allir vínsalarnir hættu í einu. 2. Lesnar upp og ræddar skýrslur frá deildum »Sameiningarinnar«. Nokkurar at- hugasemdir voru gerðar um það, hve fáa fundi sum félögin höfðu haldið. En þær ástæður, sem fulltrúar þessara félaga færðu fyrir því, tók fundurinn gildar. Sum fé- lögin höfðu ekki sent skýrslur né árgjöld og var stjórninni falið að kippa því í lag hið allra bráðasta. 3. Jafnaðarreikningur »Sameiningarinn- ar« fyrir árið 1906 var lagður fram, endur- skoðaður (Kristján Jónsson Veisu og Bene- dikt Sveinbjarnarson Grund), athugaður og síðan samþyktur í einu hljóði. Útgjöld »Sameiningarinnar« á árinu 1906 voru kr. 341.32 en tekjur (með sjóði) kr. 602.74. 4. Kosin stjórnarnefnd fyrir næsta ár. Kosnir voru: Kristján Jónsson á Glæsibæ, Stefán Stefánsson á Varðgjá og Helgi Ei- ríksson á Eyrarlandi. 5. Starf „Sameiningarinnar“ á næsta ári. Um það urðu langar umræður, en þessi varð niðurstaðan: Fundurinn felur stjórn- inni: a. að láta framkvæma bindindisboðun, eftir því sem efni og kringumstæður leyfa (einkum var talað um að senda bindindis- 181 boða í Norður-Þingeyjarsýslu og svo um »Sameiniugar«-svæðið), b. að sjá um að skrifað verði um að- flutningsbann í blöð eða sérstök rit (flug rit), sem dreift yrði sem víðast, c. að hvetja félögin til að heimsækja hvert annað sem oftast og fjölmennast. 6. Fjárhagur. Eftir nokkurar umræður var stjórninni falið: a. að skrifa öllum fé- lögum í »Sameiningunni« rökstuddar til- lögur um það, að hvert félag gjaldi fram- vegis úr sjóði sínum 15 aura árlegt gjald til »Sameiningarinnar« fyrir hvern gjald- skyldan félaga, b. að sækja um alt að kr. 1000.00 styrk af landssjóði á næsta fjár- hagstímabili. Tillaga frá Karli Finnboga- syni um að stjórn »Sam.« gengist fyrir hlutaveltu til ágóða fyrir »Sam.« var feld með 6 : 3 atkv. En málinu vísað heim til deildanna. 6. Aðflutningsbann. Samþykt að starfa af alefli að framgangi þess. Kristján Jóns- son frá Glæsibæ, Stefán Stefánsson á Varð- gjá og Karl Finnbogason kosnir til að mæta á fundi Stórstúkufulltrúa á Akureyri til að ræða um samvinnu Templara og bindindismanna að aðflutningsbanni. 7. Bindindisskylda embœttismanna. Eftir nokkurar umræður var því máli vísað til deilda »Sam.« og fulltrúum falið að hreifa því þar. 8. Breytingartillögur við deildalög »Sam.« frá Bindindisfélagi Reykhverfinga. Þær voru þessar: a. Að hvert félag megi sjálft ákveða til- lög félaga sinna. b. Að fundatala sé látin óákveðin. c. Að hvert félag megi ráða, hvenær það heldur aðalfund sinn. Eftir alllangar umræður var samþ. með 6 : 3 atkv. svolátandi ályktun: Fundurinn leyfir þeim félögum, sem óska þess, að ráða innanfélagstillögum sínum og funda- höldum þetta ár. Hann ætlast til, að á- kvæðin um þessi atriði verði tekin til nákvæmrar athugunar í deildunum o^ síð- an ráðið til lykta á næsta aðalfundi. 9. Aðalfundarkostnaður samþ. kr. 20.00. 10. Fulltrúakaup samþ. kr. 48.00. 11. Stjórnarnefndinni falið að ákveða fundarstað næsta aðalfundar, birta útdrátt úr fundargerð þessa fundar í Akureyrar- blöðunum og senda öllum deildum »Sam.« afrit — eða prentun — af fundargerð þess- ari. 12. Fundargerðin lesin upp og samþykt. Útdrátt þennan samdi Karl Finnboga- son að tilmælum stjórnarinnar. 4 Óróinn í Austurlöndum. Margt bendir á það að Austurálfan sé að taka stakkaskiftum. Hún hefir nú um langan aldur verið nokkuskon- ar þræll eða þjónn Evrópuþjóðanna, þó margföld sé hún að víðáttu og og mannfjölda. Það var hnefarétturinn sem muninn gerði, en alkunnugt er. það að Austurálfubúar flestir hötuðu og fyrirlitu Norðurálfumenn og oft ekki að ástæðulausu. Indverjar reyndu að gera uppreist gegn Englendingnm en biðu lægri hluta. Fyrir Kínverjum fór hvað eftir annað á sömu Ieið. Austur- álfubúar voru farnir að halda að Norð- urálfumenn væru óumflýjanlegt böl, sem ekki yrði rönd við reist. Austræni ófriðurinn milli Japana og Rússa hefir leyst mennina úr álögum. Austurlandabúar hafa séð það með eigin augum, að Norðurálfumenn eru ekki ósigrandi og meðvitundin um þeirra eigin mátt hefir vaknað á ný. Þeir sjá það nú í hendi sér, að þeim er það í lófa lagt, að ráða sjálfir öllu þar eystra og tala um það hvarvetna að Austurálfan skuli vera fyrir Austur- álfubúa eina. Uppreistarinnar f Kfna hefir verið getið áður hér í blaðinu. Það er ekki séð fyrir endann á henni, en hvernig sem hún fer þá er það érmeð tilkynnist öllum okkar heiðruðu viðskiftavinum, að þar sem rúgur hefir nú hækkað í verði til muna, sjáum við oss eigi annað fært en að hækka rúgbrauð úr 0.35 upp í 0.40 aura frá 1. júlí þ. á. Oddeyri og Akureyri 28. júní 1907. Olgeir Júlíussoi). Axel Schiötþ. víst að innan fárra ára eru Kínverjar vígbúnir til að mæta hverjum er vera skal. — Þá er og órói mikill sem stend- ur í Indlandi og kemur óvildin til hins enska valds berlega fram. Englend- ingar veita þessu mikla eftirtekt, en að líkindum komast þeir hjá uppreist í þetta sinn. Veita ef til vill landinu fyllra stjórnfrelsi en verið hefir og komast af með það í bráðina. \ Skírn trúaðra. í síðustu 3 vikur hefir töluvert mikið verið talað og ritað um skímarathöfn þá, er fram fór í Glerá þ. 6. þ. m. Með því eg sé að mikið af því, sem bæði hefir verið sagt og á prent látið ganga, ekki að eins er ranghermt, heldur einnig beinlínis ósatt, þá leyfi eg mér hérmeð, í fjarveru hr. Gooks, að leiðrétta nokkuð af þessu. Sagt var í síðasta Norðurlandi að „þeir, sem skírðir voru, tryðu því fastlega að þessi skírnarat- höfn sé þeim sannur sáluhjálparvegur." Hver segir svo? Við sem erum skírðir segjurn í eitt skifti fyrir öil, að í skfrnarathöfninni er ekki frekar vegur til sáluhjálpar, en ef einhverjum auðnaðist að finna Norðurheim- skautið og hann þar með teldi sig sálu- hólpinn. Áður en maðurinn lætur skírast, verður hann að hafa eignast þá sönnu sálu- hjálp, með því að hafa meðtekið Drottinn sem sinn persónulega Lausnara, með öðrum orðum, að hafa endurfæðst af Guðs anda. Þessi endurfæðing veitir honum nýtt eðli, og ritningin heimtar, að hann „afklæðist sínum gamla manni, og hans háttalagi" og skírnin er að eins til að sýna að þetta sé skeð. Eftirfylgjandi orð postulans í Róm. 6. 3—6. taka fram þýðing skírnarinnar og öll ritningin er í samræmi við þau. „Vitið þér ekki, að vér, svo margir sem skírðir erum til Jesú Krists, vér erum skírð- ir til hans dauða? vér erum því „greftraðir" með honum fyrir skfrnina til dauðans, svo að eins og Kristur uppreis frá dauðum fyrir dýrð Föðursins, svo eigum vér einnig að ganga í endurnýungu lífsins. Því séum vér, orðnir samgrónir líkingu dauða hans, mun- um vér einnig verða samgrónir líkingu upp- risu hans; þvi að vér vitum þetta, að vor gamli maður er með honum krossfestur, svo að líkami syndarinnar eyddist og vér þjónum ekki syndinni framar." Af því Norðurland hefir annað aðalhlut- verk með höndum en að ræða um kristin- dóminn, finst mér ekki vera vel til fallið að segja meira um skírnarathöfnina, en við ætl- um (ef Guð lofar) seinna að gefa út bók' sem efalaust gefur skírar upplýsingar um það efni og þýðing þess. Eg ætla að nota þetta tækifæri til að leið- rétta það, sem stóð í „Norðra" fyrir skömmu. Þar stóð að trúboði einn I bænum hefði skírt nokkrar kerlingar í Glerá, sem „hann" hefði „umvent". Eg ætla að eins að geta þess, að meðalaldur þessara „kerlinga" er Auglýsing. Páll Hallgrímsson frá Möðrufelli hefir umboð til að innkalla útistand- andi skuldir fyrir mig. Davíð Sig- urðsson kaupmaður á Akureyri talar við þá sem þurfa að finna mig til síðasta september þ. á. Akureyri 20. júní 1907. Jakob Gíslason. 32 ár og meðal þessara „kerlinga" var einn 24 ára gamall karlmaður. James L. Nisbet. % Ur ýmsum áttum. Hundakjötsát 1 Þýzkaland’ er kíöt af ýms- í Þýzkalandi. um ástæðum dýrt °S tæP' ast svo mikið á boðstólum sem þarf til þess að fullnægja þörfinni. Er þetta af því sprottið að hátt innflutn- ingsgjald er Iagt á kjöt og gripi til slátr- unar. Lögin leyfa að kjöt af hestum, ösn- um, múldýrum og hundum sé selt til mann- eldis og hundakjötsát fer þar í vöxt ár frá ári og hefir jafnvel verið komið upp sérstökum slátrunarhúsum fyrir hunda. í Saxlandi er t. d. talið að slátrað hafi verið: 1868: 468 hundum; 1900: 1260; 1901: 2502; 1902: 2869. Að sjálfsögðu er það kjötleysið sem knýr menn til að hagnýta sér hundakjötið. Það er annars talið léleg fæða, tiltölulega nær- ingarlítið og það sem er enn verra, mjög oft sýkt af hættulegu sóttnæmi, berklum og tríkinum. Ekki sverfur þó enn þá svo að oss ís- lendingum, að vér verðum að lifa á hunda- kjöti. Þetta hundakjötsát Þjóðverja sýnir það hve bágborið ástandið er víða, jafn- vel í löndunum, sem talin eru máttarstólpar heimsins. SýslumaOur 0« bæiarfóKetl er hér settur cand. jur. Björn Lín- dal í fjarveru Guðlaugs Guðmunds- sonar. Ávarp það, er »Verkamannafélagið« sendi Guðm. lækni Hannessyni og prentað var í síðasta blaði, var með uppdrætti af bústað læknisins hér á Akureyri, sjúkrahúsinu og grendinni. Efst var litmynd af hinum íslenzka fána. 1— Uppdrátturinn er eftir Stefán Björns- son kennara og þykir prýðisvel gjörður. Sundkennsla byrjaði hér í hinum nýja sundpolli upp af Torfunefi, á mánudaginn var, sem ákveðið er að standi yfir í 6 vikur. Nemendur eru margir, bæði full- orðnir menn, unglingar og börn. Kenn- arinn er Lárus J. Rist, efalaust ein- hver hinn færasti sundmaður hér á landi. Sundkunnátta er þýðingarmikið menningaratriði hjá hverri þjóð.

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.