Norðurland

Eksemplar

Norðurland - 06.07.1907, Side 1

Norðurland - 06.07.1907, Side 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 53. blað. j Akureyri, 6. júlí 1907. VI. ár. Ritstjóri Norðurlands er ekki væntanlegur heim fyr en 25. þ. m. Til þess tíma hefir undirritaður útgáfu blaðsins á hendi. Akureyri Ah ’07. Ingimar Eydal. Christensen & Wedel Islandsk Kommissionsforretning Köbenliavn K. Telegramadresse Wedelchrist. Frá alþingi. Þessir eru embættismenn þingsins: Forseti sameinaðs þings: Eiríkur Briem. Varaforseti: Lárus H. Bjarna- son. Skrifarar: Hannes Porsteinsson, Guðmundur Björnsson. Forseti efri deildar: Júlíus Havsteen. Varaforsetar: Jón Jakobsson, Guðjón Guðlaugsson. Skrifarar: Sigurður Jensson, Björn OI- sen. Forseti neðri deildar: Magnús Steph- ensen. Varaforsetar: Magnús Andrésson, Tryggvi Gunnarsson. Skrifarar: Jón Magnússon, Árni Jónsson. Nefndarkosningar. í neðri deild: Fjárlaganefnd: Tryggvi Gunnarsson. Jón í Múla. Skúli Thoroddsen. Eggert Pálsson. Pórh. Bjarnarson. Stefán kennari. Árni Jónsson. Landsreikninganefnd: Ólafur Briem. Guðl. Guðmundsson. Magnús Kristjánsson. Skattanefnd: Lárus Bjarnason. Björn Kristjánsson. Guðm. Björnsson. Hermann Jónasson. Ólafur Ólafsson. Ólafur Briem. Pétur Jónsson. Læknamálanefnd: Guðm. Björnsson. Stefán í Fagraskógi. Ólafur Thorlacius. Jóhannes Ólafsson. Guðl. Guðmundsson. Ellistyrksnefnd: Björn Bjarnason. Lárus Bjarnason. Magnús Andrésson. Pétur Jónsson. Hermann Jónasson. Veð i skipum: Guðl. Guðmundsson. Skúli Thoroddsen. Magnús Kristjánsson. Veganefnd: Jón Jónsson. Björn Kristjánsson. Hannes Porsteinsson. Jón Magnússon. Ólafur Ólafsson. Skógrœktarmálanefnd: Þórh. Bjarnarson. Ólafur Thorlacius. Eggert Pálsson. í efri deild: Kirkjumálanefnd: Eiríkur Briem. Guttormur Vigfússon. Pórarinn Jónsson. Sigurður Stefánsson. Sigurður Jensson. \ Hraðskeyti til Nls. Reykjavík 5/7 '07. kl. 9,55 /. h. Frá útlöndum. í föruneyti konungs i sumar verða Richelieu aðmíráll, forstjöri „Samein- aða gufuskipafélagsins “, Andersen, for- stjóri „Asiufélagsins“, Fredriksen, yfir- maður við Ritzaubureau, prófessor Troels Lund, Lueher sœmyndari og Lauritsen fiskikaupmaður frá Esbjerg. — Ríkisþingsmennirnir, 30 að tölu, koma á „Atlanda“, skipi Asíufélagsins, er það hefir keypt í Englandi. t Tiflis var 26. júní 8 sprengikúl- um kastað á peningaflutningsvagn og rænt úr honum 341 þúsundi rúbla. 2 menn biðu bana, 50 sœrðust. Konungurinn i Siam hefir verið i kynnisför i Danmörk; fór þaðan 1. júli. Vilhjálmur Pýzkalandskeisari kom 3. júlí til Kaupmannahafnar. Mikil hirð- veizla í fyrrakvöld. Hjartanleg rœðu- höld milli keisara og konungs. Keis- arinn fer til Noregs. 620 hermenn i vinhéruðum Frakk- lands mynduðu óhlýðnissamsæri; voru teknir fastir og sendir til Tunis. Stórþingið norska hefir veitt fé til veðurfræðishraðskeyta frá íslandi og 10000 kr. til gufuskipaferða Vathnes- erfingja milli íslands og Noregs. Dómsmálaráðherrann hefir visað frá kæru Petersens á hendur Möller. Veðrátta vætusöm i Kaupmannahöfn. Morðingi Petkows dæmdur til dauða. Að sunnan. Landsdómurinn ruddur af efri deild, er hefir nefnt úr honum tvennar tylftir. Par af eru 10 stjórnarmenn, 14 stjórn- arandstæðingar. Stúlka frá geðveikrahœlinu á Kleppi drekkti sér. Mislingar eru í Stykkishólmi. Land- læknir fór þangað með Vestu til að gera ráðstafanir; kom aftur i gær. Jón Jónsson á Skeiðholti í Árnes- sýslu dáinn; varð 93 ára. X Bækur. Jðn Trausii: Leysinsf. Kaupstaðarsaga. Rvík. 1907. Bók þessi þarfnast hvorki minna með- mæla eða annara til þess að ganga út og verða lesin. Frumsamdar tslenzk- ar skáldsögur eru eins kær-komnar öllum þorra manna eins og þurkdagur í rigningatíð. Þær hafa verið svo fáar til þessa, að alls konar útlent sögu- hrafl hefir verið keypt í vættatali og sumt þýtt á íslenzku til þess að seðja lestrarfýsnina. Sagan Halla eftir sama höfund, sem kom út í fyrra, mun hafa átt góðum viðtökum að fagna, þó ekki væri hún eins veigamikil eins og Leysing og tæplega eins skemtileg. I þetta sinn brestur mig tíma og tækifæri til þess að skrifa rökstuddan ritdóm um bók þessa, en í stuttu máli finst mér hún hafa einn kost og einn löst. Kosturinn er sá, að hún lýsir þýðingarmiklu atriði í þjóðlífi voru síðustu áratugina, sem öllum er kunn- ugt og allir tala um (gömlu selstöðu verzluninni og kaupfélögum), og lýsir því að mörgu leyti vel. Lýsing höf- undarins er vekjandi, og gæti eg trúað, að hún hefði hreint og beint áhrif á hugsunarhátt manna, að fólk beinlínis græddi fé á þvf að kaupa bókina og verður þetta sagt um fæstar sögur. Annars er það hreinasta þjóðarnauðsyn að skáldin sýni oss við og við þjóð- lífið, breytingar þess og byltingar, sjálfa oss og nágrannana í spegli, stundum sléttum og réttum, stundum í laglega íbjúgum spéspegli. Gott skáld er einhver sá bezti kennimaður, sem nokkur þjóð getur átt, betri og áhrifa- meiri en nokkur prestur eða prédikari. Hver þjóð þarf að eiga skáld, er stöð- ugt fylgist með flestum þýðingarmikl- um breytingum í hugum manna og háttum, sem refsi því, er miður fer, með lasti eða háði, og ýti undir hitt. Tæpast er höfundurinn óhlutdrægur í lýsingu sinni. Dönsku verzluninni er borin sagan helzt til vel og hallað á kaupfélagið, en þetta skiftir litlu. Helzti galli bókarinnar er sá, að í þessari lýsingu á lífi og hugsunarhætti alþýðu er ekki óvfða yfirgefinn alþýð- unnar einfaldi brotalausi hugsunarhátt- ur. Eg held, að áhrif kaupstaðarlífsins séu farin að villa höfundinum sýn. Sumt í lýsingu höfundarins á Þorgeiri verzlunarstjóra er ágætt en tæpast hin miklu heilabrot hans t. d. í kafl- anum >lágnætti« eða för hans upp til fjalla síðar í bókinni. Slíkt líkist hvorki hugsunarhætti alþýðu eða þeirra manna, sem hafa lifað heilan mannsaldur í ör- litlu kauptúni. Brenna kaupfélagshús- anna er ekkert ólíkleg á þann hátt, að Einar hefði kveikt í þeim til þess að þóknast Þorgeiri, launa honum brenni- vfnsflöskuna, eða hefna sín fyrir tor- tryggni Friðriks, en sennilega hefði alt þetta verið mjög óbrotið og ein- falt. Að Þorgeir hefði gjörst sá glæpa- maður sem hann varð, er tæpast hugs- andi. Mér virðist líf og hugsunarháttur alþýðu einkennast hvað helzt af þvf hve blátt áfram og einfaldur hann er. Hann sést glöggt á þjóðsögum, þjóð- lögum, alþýðukvæðum o. fl. Að hafa næma tilfinningu fyrir þessu er fyrsta skilyrðið fyrir því að geta lýst lffi og hugsunarhætti alþýðu svo vel sé, að geta fundið ótæmandi yrkisefni og allskonar fegurð í hversdags orðum og viðburðum, sem aðrir skilja ekki að geti verið yrkisefni. Eg sakna ein- hvers í þessa átt hjá höfundinum. Mér finnst honum ekki veita allskostar létt að skilja alþýðuna og lýsa henni án þess þó að halla á hana. Eg gæti bezt trúað, að ekkert bætti skáldsagna- gjörð hans eins og eins árs vera upp í sveit hjá íslenzkri alþýðu, til þess að rifja upp gamlar endurminningar, eða leiðrétta þær. Annars er engum blöðum um það að fletta, að vér íslendingar höfum eignast mjög álitlegan skáldsagnahöf- und þar sem höfundur Leysingar er (Guðm. Magnússon). Þó hann sé mikil- virkur, þá er ekki að lasta það. Nóg eru yrkisefnin, og það eru sumir en ekki allir, sem bæta sig á yfirlegunni. Auk þess fer höfundinum sífelt fram við hverja bók, svo allir mættu óska, að hann ritaði sem mest. Q. H. X Aðalfundur Ræktunarfélags Norðurlands var haldinn á Blönduós og stóð yfir frá 20. til 22. fyrra mán. — í sam- bandi við fundinn héldu Húnvetningar einnig búfjársýningu á öðrum degi fundarins, þann 21. Sigurður kennari Sigurðsson frá Hól- um hefir góðfúslega látið »N1.« í té upplýsingar þær um fundinn er hér greinir. (Fundargerðina sjálfa hafði hann ekki): Undirbúningur undir fundinn halði verið hinn prýðilegasti; hafði sýslu- nefndin kosið sérstaka nefnd til þess starfa, er hún hafði leyst frábærlega vel af hendi og gert alt, er í hennar valdi stóð, til þess að gestunum ■ liði sem bezt, meðan á fundinum stóð. Auk formanns félagsins, Stefáns kennara Stefánssonar, höfðu þessir fulltrúar sótt fundinn: Gísli ísleifsson sýslumaður á Blönduós. Jónatan Líndal bóndi á Holtastöðum. Magnús Þorláksson bóndi á Vestur- hópshólum. Magnús Jónsson bóndi á Sveinsstöðum. Sr. Eyólfur Kolbeins á Melstað. Sigurður Pálmason búfr. á Æsustöðum. Valdimar Baldvinsson í Helguhvammi. Björn Jónsson bóndi á Veðramóti. Sigurður Sigurðsson kennari á Hólum.

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.