Norðurland


Norðurland - 15.02.1908, Blaðsíða 3

Norðurland - 15.02.1908, Blaðsíða 3
io7 ingu, að vinnumenn, sem að sjálfsögðu vilja gjarnan hafa atkvæðisrétt, verða að skifta um stöðu til þess að geta öðlast hann. Val hinna konungkjörnu béndir einn- ig á kosningamisréttið. 6. Þeir, sem vilja bera saman það fé, sem gengur úr landssjóði í Reykja- og til Rangárvallasýslu, og athuga öll þau hlunnindi, sem sú vík nýtur um- fram sýsluna, munu sjá eitt hið stór- feldlegasta misrétti í þeirri grein. Stjórn með ioo þús. króna kostnaði (á fjár- hagstímabilinu, miklu fleiri kr. en fólk- ið er á landinu) og þing, sem einnig er mjög margment og dýrt að tiltölu við fólksfjöldann, ætti þó að vera fyrir alt landið, en ekki vissa hluti þess. 7. Rangárvallasýsla leggur kaup- túnunum til árlega mikið af uppkomnu fólki ekki síður en önnur sveitahér- uð. í Frey 3. tbl. f. á. er gert ráð fyrir, að árin 1891 —1901 hafi land- búðaðurinn lagt öðrum atvinnuvegum, aðallega fiskiveiðunum, 1,383,000 kr. í uppkomnu fólki á ári. En eftir landshagsskýrslunum frá 1906 er það orðið miklu meira með sama útreikn- ingi, því árið áður (seinasta árið sem manntalsskýrslurnar ná yfir) er talið, að fólkið í sveitunum hafi að líkind- um fækkað um 1000 manns, en fjölg- að í kauptúnunum mikið meira. Ekki er að sjá, að stjórn eða þing komi auga á þessa ástæðu; því ann- ars væri tæplega hugsandi, að verið væri að flytja vegabyrðar landssjóðs yfir á sveitirnar, og sízt á Rangár- vallasýslu, eins og farið er með hana að öðru leyti. Fólkið í Rangárvallasýslu fækkar meira en víðast annarsstaðar, ekki að eins af búlausu fólki, heldur og af bændum; þannig hefir bændunum (búendunum sem jörð hafa) fækkað af ýmsum orsökum á næstliðnum 26 ár- um um 116. Nú eru þeir að sins 513. Með sömu fækkun á næstu 115 árum verður enginn bóndi eftir í Rangár- vallasýslu. Af því að fólksflutningarnir úr sveit- unum eru að aukast, verða þær lagð- ar í eyði fyr en þetta, ef að eins er miðað við síðastliðnu árin. Þannig er, ef fólkið í sveitunum fækkar um 1000 manns árlega samkvæmt áður sögðu, skamt að bíða eyðingarinnar. Enginn maður yrði þá eftir í sveitum íslands að liðnum 60 árum hér frá. Arangur- inn af gerðum síðasta alþingis á fólks- flutninga er þó ekki kominn í ljós enn þá. Hvenær skyldu sveitirnar fá þetta alt endurgoldið? 8. Verndartoll eða aðflutningsbann hefir landbúnaðurinn ekki fengið á neitt, er keppir við afurðir hans á markað- inum, sem á sér þó stað í flestum nálægum löndum. Islenzki landbúnaður- inn þolir þó illa að vera undanskilinn í því efni. Styrkurinn til smjörbúanna er að vísu sama sem tollur á aðflutt smjör (ekki smjörlíki), þó hann sé tek- inn úr landssjóði, en miklum mótmæl- um sætir hann á þinginu og hin mink- andi fjárhæð hans bendir til þess, að hann verði innan skamms afnuminn. 9. Styrkurinni, sem veittur er til fræðslu barna, er að miklu leyti mið- aður við skólaveru þeirra; af því verða sveitirnar fyrir halla, þær sem ekki geta vegna strjálbygðar, og þess að börnin eru hjúin, látið þau fara í skóla, nema lítinn hluta vetrarins. Almenni mentaskólinn svo nefndur er ekki lagaður eftir þörfum allrar þjóð- arinnar, vegna þess, að nemendurnir fá ekki að ganga inn í hann nema í 1. og 4. bekk; að aldurstakmark þeirra er að eins 12—15 í íyrsta bekk og 18 ár í 4. bekk, og að þeim er gert því nær ómögulegt að lesa utan skólans. Skólanum er þess vegna lokað fyrir flestum sveitabændabörnum, nema þeir (þ. e. bændurnir) flytji sig til Reykjavíkur. Þau börn, er sjálf ryðja sér braut í mentuninni, sem oftast er eftir 15 ára aldur, og einatt verða nýtustu mennirnir, eru rekin á braut Nl • frá skólanum, ef þau leita mentunar- innar þangað. IO. Fátækralögin og fleiri lög eru svo úr garði gerð, að sveitirnar, sem fólksstraumurinn er úr, sitja eftir með fátæklingana, þótt aðrir hafi flúið. En þær skulu einnig taka við þeim, sem flytja sig burtu, ef þeir geta ekki séð fyrir sér sjálfir io ár eftir flutninginn, og annast þá úr því; en sumum verða sveitirnar að taka við aftur, hvenær sem þeir þurfa með, svo lengi sem þeir lifa. A þessu hefir Rangárvalla- sýsla oft fengið að kenna sáran, en verður þó betur vör við það síðar, með sömu stefnu og nú er, þegar ekki verður eftir f sýslunni annað en nokk- urir efnalitlir einyrkjar og ómagar. Fleira mætti benda á til að sýna misréttið, en þessi dæmi munu nægja öllum sanngjörnum mönnum, sem með góðvild vilja athuga kjör þau, er vér eigum við að búa. Eins og vér (eLjum það hina helg- ustu skyldu þings og stjórnar, að vaka yfir velferð landa sinna, og annast um, að hver og einn fái að njóta réttar síns, eins vonum vér, að bætt verði að nokkuru leyti úr misréttinu, sem þvingar Rangárvallasýslu og allan land- búnað Islands, og óskttm að löggjöfin gefi ekki tilefni til þess, að vissir hlutar landsins eyðist, eða verði neydd- ir til þess, að segja sig úr lögum við aðra hluta þess. Hinar minstu kröfur, sem vér get- um sætt oss við í bili, eru þær, að vér fáum aðallínu talsímans ein- uugis á landsins kostnað, þegar hún verður lögð hér austur um sýslurnar; og að vagna ferðir og báta til Suður- landsins verði slyrktar sra mikið, að það geti komið að einhverju gagni, eða ekkert að öðrum kosti. En þó einkum, að nauðsynleg vegabót á aðalpóstleið- inni um hafnarlausu liéruðin sunnan- lands verði kostuð af landssjóði að öllu leyti. Vér skorum því hér með á hið háa stjórnarráð íslands, að láta ekki Ieggja talsímann hingað austur fyrir næsta alþingi með því móti, að krefjast til- lags til hans frá Rangárvallasýslu. En sérstaklega skorum vér alvarlega ánœsta alþingi, að breyta vegalögunum frá síðasta þingi í þá átt, að landssjóður kosti umbœtur og viðhald á allri aðal- póstleiðinni í Rangárvc llasýslu, og jafn- framt viðhald á aðalpóstleiðinni í Ar- nessýslu, að minsta kosti að þeim hluta, sem vér eigum að fara að bera. Rangárvallasýslu í desbr. 1907. (Undirskrifað hafa 493 bændur af 513, sem eru í sýslunni). Hraðskeyti til Nls. Reykjavík w/2 ’08, kl 5 e k. Hörmulegt slys. Níunda þ. m. druknuðu i Hvitá tveir lœrisveinar Hvanneyrarskólans, Páll Guttormsson frá Stöð i Stöðvarfirði og Sigurbergur Arngrímsson úr Hornafirði og tvœr vinnustúlkur frá Hvanneyri, Sigríður Benjaminsdóttir og Soffía Sigurðar- dóttir. Miljónafélag Thorsteinsons hefir keypt allar Grams-verzlanir á Vestur- landi. Lœknispróf við háskólann hafa tekið Skúli Bogason og Páll Egilsson. Ceres ókomin. Ceres fór héðan að morgni hins 11. þ. m. Með henni fóru þeir millilandanefndarmennirnir Stefán Stefánsson og Steingrímur Jónsson héðan að norðan. Einar Gunnarsson ritsjóri í Reykjavík var með skipinu á heimleið frá úflöndum. Héðan fórn enn fremur Nic. Midthun stöðvarstjóri til útlanda, alfarinn að sögn héðan af Akureyri og Jón Stefáns- son ritstjóri Norðra til Hafnar. Bréf til Fjallkonunnar. Á Gamlaárskvöld 1907. »,Eldgamla ísafold Ástkæra fósturmold Fjallkonan fríð-'1 Astkæra móðir! Hjartans þökk fyrir gamla árið og alt sem þú hefir verið mér. í mörg ár hefi eg ætlað mér að ávarpa þig þetta kvöld. En eg hefi blygðast mín að koma fram fyrir þig vegna þess hve sáralftið eg hefi getað atborgað af skuldinni miklu við þig. Ait hefir þú látið mér í té, sem eg hefi kunnað og viljað nota, en þér hefi eg sýnt vanþökk og ræktarleysi í verki. En eg hefi elskað þig frá blautu barnsbeini. Söguna þfna skiidi eg betur en barnafræðin mfn. Yfir henni ýmist fagnaði eg eða grét. Baráttan fyrir frelsi þfnu hefir hing- að til verið háð af sonum þínum ein- um, en dæturnar hafa staðið á bak við þöglar en hugsandi. Var svo litið á að hlutverk þeirra væri það eitt að »koma ull í föt og mjólk í mat«, þótt þær um allan aldur hafi haft það há- leita starf með höndum að leggja und- irstöðuna undir framtíð hinna upprenn- andi kynslóða. Innan skamms áttu í vændum að sjá dætur þínar, olnbogabörn fortíðarinnar, rísa úr öskustónni. Mikill meiri hluti þeirra hefir þegar beint þeirri áskorun til löggjafarvaldsins að láta þær njóta fulls jafnréttis við bræður sfna. Allir drenglyndir bræður vorir fylgja oss að málum. Vér ætlum ekki að skor- ast undan skyldunum — en vér ætlum, öll börnin þín, að vinna í sameiningu af öllum kröftum að velferð þinni. A morgun heilsar oss nýtt ár. Eg óska þess af hjarta að læðingur sá er lagður var á þig fyrir öldum og fast- ar og fastar reyrðar öldum saman losni á hinu nýbyrjaða ári og eigi líði tvö ár áður en hann er með öllu leystur og þú standir aftur sjálfstæð og al- frjáls. Þá mun ný gullöld upp renna yfir höfði þínu móðir og Sökkvabekkjar dísin fræga mun sem forðum rita sögu þína gullstöfum. Þá hugsum við dæt- ur þínar oss til hreyfings. Nú dugir ei lengur dauða-mók. Ef við eigum að verðskulda það að heita dætur þínar þá verðum við að vaka og vinna. — Við stöndum líka allvel að vígi. Við höfum ritfrelsi og málfrelsi og starfsvið okkar út á við getum við víkkað takmarkalaust. Umfram allt verðum við að vinna með bræðrum okkar að því að efla og styðja allan þann félagsskap sem þegar er hafinn til þess að verja þig, ástkæra móðir og fá heimt aftur frelsi þitt og fullt sjálfstæði sem þér ber að guðs og manna lögum. Oss ríður lífið á að leggja allt kapp á það að auka og efla líkamlega og andlega at- gervi hinna yngri systkina okkar, svo þau taki okkur langt fram í öllu góðu verki, þér til hagsældar og trama og sjá í því sinn eigin hag og barna sinna. — Efling alþýðumenntunarinnar er vissasti vegurinn til þessa. Góðir lýðháskólar mundu reynast drjúgastir til þess að hrynda menntun alþýðu á- leiðis eftir reynslu annara þjóða að dæma. Ef við konur tökum höndum saman og neituðum okkur um ýmis- legt, sem okkur væri skaðlaust án að vera, gætum við auðveldlega komið upp slíkum skóla og það heldur fleir- um en einum. Góður vilji margra er nær því almáttugur. — Auðgum um- fram allt anda vorn. Hann á að skipa hásætið en ekki líkaminn með öllum sínum holdlegu fýsnum og nautngirni. Aramótin eru reikningsskapartími. Um áramótin er sjálfsagt að gera sér ljóst hve mikið maður skuldar og hvað maður hefir af mörkum látið, svo séð verði hversu hagurinn stend- ur. Því miður er enn sem fyrri út- tektin margfalt meiri en innleggið í reikningi mínum kæra móðir. Vildi eg að þær systur mfnar er þetta bréf sjá athuguðu nákvæmlega reikninga sína hver um sig, og reyndu af fremsta megni að jafna mismuninn, sem hver- vetna mun allmikilt. Astkæra móðir. Við stöndum á tíma- mótum. Það roðar af degi. Ný gull- öld mun bráðum upp renna. Hin ó- ritaða saga þín mun og á að verða f engu síðri en hin ritaða, sem þú ættir að segja okkur börnum þínum upp aftur og upp aftur. — Sá tími mun koma og nálgast óðfluga að við börnin þín borgum þér alla skuldina miklu með rentum og rentu rentum.— Þér lifum við og deyjum. Fram, fram þið frægu konur fram, fram, að starfi réttu. Fram, fram og fylkið liði fram, fram að marki settu. Ein afdœtrum hinnar eldgömlu ísafoldar. X Barnaskólinn á Ákureyri. Nýju fræðslulögin gera þá kröfu til bæjanna, að hafa húsrúm handa börn- um á 10—14 ára aldri og er þá barna- skólinn hér orðinn alt of Iítill. Sem stendur eru hér í bæ rúm 150 börn á þessum aldri, en sé litið á barna- fjöldann í bænum, þá má búast við miklu fleiri börnum framvegis á skóla- skyldu aldrinum. Börnin á 8—10 ára aldri eru sem sé ekki færri en börn- in á 10—14 ára aldrinum. Þegar skólinn var reistur vildu nokk- urir hinir framsýnustu menn bæjarins, svo sem þeir Klemens Jónsson land- ritari og Páll Briem amtmaður að skól- inn yrði reistur uppi á brekkunni milli bæjarhlutanna, af þvf að þar var nóg rúm fyrir skólann framvegis, þó við hann þyrfti að bæta, en þetta rúm er af alt of skornum skamti neðan undir brekkunni. Þeir fengu þessu þó ekki ráðið, af því mejri hluti bæjarbúa vildi láta setja skólann fyrir neðan brekkuna. Mál þetta hefir verið til umræðu í skólanefndinni undanfarið og sömuleiðis á mörgum bæjarstjórn- arfundum. Skólanefndin var öll sam- mála um það, að rétt væri að flytja skólann upp á brekkuna og varð sá endir á þessu að bæjarstjórnin sam- þykti 5. þ. m. að byggja nýtt skóla- hús uppi á brekkunni, á þeim stað sem skóla- og byggingarnefndum bæjarins kæmi saman um. Ejy helzt talað um að setja hann lftið eitt fyrir utan Gagn- fræðaskólann. Þar er landrými nóg en land ódýrt, skólinn hæfilega afskektur og þó auðvelt að sækja hann, ekki sízt þegar Barðsstígurinn verður gerð- ur að alfaravegi, sem óhjákvæmilegt er engu að síður. X íslendinsar taka hátt í olympiskum lelkum. Sfmfrétt er komin um það hingað að stjórnarráð íslands hafi veitt Ung- mennafélagi Islands 2000 kr. styrk til þátttöku í olympisku leikunum í Lundúnum á næsta sumri uppá væntan- legt samþykki þingsins. Búpeninarssýningru hafa Eyfirðingar komið sér saman um að halda á næsta vori, seint í júním. á Grund, svo frarharlega að nauðsynlegt fé fáist til þessa þarfa fyrirtækis. Sýningin verður þá vænt- anlega haldin rétt á undan eða eftir fundi Ræktunarfélags Norðurlands. í framkvæmdarnefnd sýningarinnar hafa þessir verið kosnir: Kristján H. Benjamínsson bóndi á Ytri-Tjörnum (formaður), Jóhann Jóhannsson bóndi á Möðruvöllum, Júlíus Ólafsson bóndi í Hólshúsum og Magnús Sigurðsson kaupmaður á Grund.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.