Norðurland - 20.06.1908, Blaðsíða 3
Nl.
Áskornn
til norðlenzkra kvenna.
Við sem ritum nöfn okkar hér und-
ir leyfum okkur að skora á hina norð-
lenzku kvenþjóð að fara nú þegar að
ihuga og undirbúa atkvceðagreiðslu þá,
sem fram á að fara 10. sept. n. k.
um aðflutningsbann áfengra drykkja
til landins. Eru það vinsamleg tilmœli
okkar, að hver sú kona, sem hefir
opin augun fyrir því ógagni og þeim
hörmungum, er leiða af áfengisnautn-
inni, leggi fram alla sina krafta, til
þess að hafa áhrif á menn sina, brœð-
ur eða syni, svo að þeir greiði atkvœði
sitt með aðflutningsbanninu.
Konur drykkjumannanna eru allra
kvenna vesælastar. Sé maðurinn ekki
drukkinn heima fyrir, mega þœr bú-
ast við þvi að hann drekki sig drukk-
inn, hvenœr sem hann fer eitthvað út
af heimilinu og lifa þœr í sífeldum
ótta vegna þess. Litlu betur eru þœr
konur farnar, sem eiga drykkjumenn
fyrir brœður eða þœr mœður, sem
horfa uppá að synir þeirra verða drykk-
feldir.
Hér er þvi að rœða um eitt af allra
mestu velferðarmálum kvenþjóðarinn-
ar engu síður en karlmannanna.
Vinið er og verður bölvun mann-
kynsins, ungra og gamalla, meðan
það er haft um hönd. Petta hefir
verið sýnt og sannað margsinnis bæði
frá hagfræðislegu, siðferðislegu og
læknisfrœðislegu sjónarmiði og er þvi
óþarft að fara út í það hér. En þess
œtti hver kona að minnast að þó mað-
urinn hennar, bróðir hennar eða son-
ur hennar sé nú talinn hófdrykkju-
maður, þá getur hann orðið ofdrykkju-
maður.
Pessvegna skorum við á allar kon-
ur á Norðurlandi að taka höndum
saman til þess að greiða götu alls
áfengis út úr landinu, til þess að gera
alt það er í þeirra valdi stendur til
þess að atkvœðagreiðslan sýni það,
að mikill meirihluti þjóðarinnar óski
þess að vinið sé gert landrækt.
Pó við konur höfum ekki atkvœðis-
rétt i þessu máli, megum við ekki
hugsa til þess með köldu blóði að
synir okkar verði drykkjumenn.
Pessvegna vonum við þess og treyst- ■
um þvi, að kvenþjóðin á A orðurlandi
sýni rögg af sér og geri það sem í
hennar valdi stendur, til þess að afla
þessu mikla velferðarmáli þjóðarinnar
hins glœsilegasta sigurs.
Akureyri 18. júní 1908.
Guðfinna Antonsdóttir.
Hólmfríður Knudsen.
Karolína Guðlaugsdóttir.
Lilja Kristjdnsdóttir.
Puríður Hjörleifsson.
X
HeilsuhœliO.
Samþykt hafði verið á fundi félags-
stjórnarinnar io. þ. m. að byrja
skyldi á því í sumar og á að hafa
það úr steinsteypu. — Húsagerðar-
meistari Rögnvaldur Ólaísson er ráð-
inn til þess að gera teikningu af húsinu
og sótt hefir verið til landstjórnarinn-
ar um að fá Jón Þorláksson verkfræð-
ing að láni til þess að annast verk-
fræðingsstörf.
Heilsuhælið á um 24 þús. kr. í sjóði.
Hrapallegt slys
varð 4. þ. m. vestur á Grundarfirði.
Þar var vélarbátur á heimleið úr fiski-
róðri. Þrír skipverjar af 5 alls gengu
til svefns niður í mannbyrgið undir
þiljum, en hinir tveir voru annar við
stýri, en hinn við vélina. Þegar á
land kom voru þeir spurðir um hina
þrjá.
— Þeir sofa svöruðu þeir.
Þá var farið að vekja þá. En þeir
voru þá örendir allir þrír.
Þeir höfðu haft hjá sér steinolíuvé!
til matreiðslu og hlýinda, En nýdreg-
in skata hafði lagst yfir opið á reik-
pípunni upp úr því, svo enginn tók
eftir og þeir kafnað fyrir það.
Húsbruni
Snemma í þessum mánuði brann
geymsluhús á Syðsta-Mói í Flókadal
í Vestur-Fljótum. Hafði verið hvass-
viður og kviknað í frá röri í baðstof-
unni. Þetta var um hádag og var fólk
úti á túni við vorverk og kom svo seint
að, að ekki var hægt að bjarga nema
einni kistu. Mikið hafði verið í skemmu
þessari af fatnaði, hirzlum, reiðtýgjum
og matvælum og brann það alt til kaldra
kola. Ein stúlka hafði átt 40 kr. í kistu-
handraða og fóru þær líka í brunanum.
Um Ólafsvíkurprestakali
sækja síra Vilhjálmur Briem á Staða-
stað, síra Jóhannes L. Lynge á Kvenna-
brekku, síra Sigurður Guðmundsson
aðstoðarprestur í Ólafsvík og Guð-
mundur Einarsson cand. theol í Reykja-
vík.
Jón Þórarinsson
er skipaður umsjónarmaður fræðslu-
mála landsins frá I. þ. m.
Páil Binarsson
borgarstjóri í Reykjavík er væntan-
legur hingað bráðlega, landveg.
Agder
heitir gufubátur sá, sem hér geng-
ur um fjörðinn í sumar og til nær-
liggjandi verzlunarstaða. Hann kom
hingað frá Noregi 18. þ. m. og er
vonandi að vel takist með útgerðina.
Ymsir menn á Akureyri bundust í fé-
lag til þess að útvega bátinn og koma
ferðunum á og væri illa farið ef sú
raun yrði á að menn vildu ekki nota
bátinn, en slíkt þarf varla að óttast.
Báturinn er margfalt stærri en
»Gunna< var og að öllu miklu ásjá-
legri, farþegarúm er þar nokkurt, en
reynist þó líklega helzt til lítið og
uppi á dekki er lokað skýli fyrir 6
menn að sitja í.
Jóhann Sisurjónsson skáld
las hér upp fyrir nokkutu hið nýja
leikrit sitt, »Bóndinn á Hrauni< í ís-
lenzkri þýðingu. Sjálfsagt kemur það
út á prenti áður en langt um líður
og verður þá tækifæri til þess að
minnast á það, en óhætt er að full-
yrða, að leikurinn fari vel á leiksviði
og í leiknum er gnótt af fögrum hug-
myndum og skáldlegum tilþrifum.
Stefán Stefánsson kennari
þingmaður Skagfirðinga lagði af stað
16. þ. m. vestur í Skagafjörð til þess
að halda þar þingmálafundi. Hann gerði
ráð fyrir að vera um 10 daga í burtu.
Ratcnar Ólafsson
verksmiðjustjóri, fór og vestur í
Skagafjörð 16. þ. m. í erindum verk-
smiðjufélagsins og mun vera væntan-
legur heim aftur að rúmri viku liðinni.
181
Bindindisúfbreiðsla.
Ungfrú Gunnþórunn Halldórsdóttir
leikkona f Reykjavík og frú Vilborg
Guðnadóttir í Reykjavík eru hér á
ferð í erindum Stórstúku íslands. Á
Isafirði stofnuðu þær f þessari ferð
kvennastúku með 32 félögum.
Aðaltilgangur ferðar þeirra er að
vekja kvenþjóðina til athugunar og
starfsemi fyrir bindindismálið.
Viðvíkurbrauð
er veitt síra Þorleifi Jónssyni á
Skinnastað.
Nýlegt, ^„„^1 er til sölu nú þegar.
vandað
orgel
Ritstj. vísar á seljanda.
Sokkar
hanskar
hálslín
höfuðföt
og allur
annar
fatnaður,
bezt og
ódýrast í
Vefnaðarvöruverzluninni.
Kaupendur Norðurlands
sem skifta um heimili eru vinsamlega
beðnir að tilkynna það svo fljótt sem
kostur er á.
VEFJMAÐARVÖRUVERZLUJM
Gudmanns Efíerfl. á Akureyri,
selur áreiðanlega lang-beztar og fal-
legastar vörur.
Stoerst úrval. - Lœgst vera.
Bezta bókakaupið gera þeir sem
kaupa mánaðarritið
„Nýjar kvöldvökuru.
Þær flytja ágætar sögur, og má þar
til nefna »BEN HUR< (bókhlöðuverð
kr. 3.00), »Á FERÐ OG FLUGI<, á-
gæta skemtisögu, mjög langa, og marg-
ar smærri sögur; enn fremur kvæði,
skrítlur og bókmentaþætti.
Aðalútsölumaður:
Sveinn SigUrjónsson,
Brekkuzötu 7, Akureyri.
•jjitstjon Norðurlands
skreppur, að öllu forfalla-
■dL lausu, suður til Reykja-
vikur með Vestu 22. þ.
m. og er hann væntanlegur heim aft-
ur um miðjan júlímánuð. Blaðið kem-
ur þó út eins og áður, en færi svo
að ekki yrði gefin út nema V2 örk
af blaðinu i eitthvert skifti, eru kaup-
endur beðnir að afsaka það. Pað
verður þá bætt upp aftur fljótlega,
þegar ritstjórinn er kominn heim.
Auglýsingum i blaðið verður veitt
móttaka i prentsmiðjunni, meðan rit-
stjórinn er ekki heima.
Vönduð vinna.
Fljót afgreiðsla.
Gott tækifæri.
Vegna þess, að eg ætla að
dvelja um tíma í útlöndum, er
til sölu ný og falleg dragkista
og Chaislongue (sófa, sem hægt
er að nota sem rúm handa
einum eða tveimur), og góðtir
reiðhestur 7 vetra gamall. Nán-
ari upplýsingar fást á Sjónar-
hæð.
James L. Nisbet.
Regn-
Kápur,
Regn-
þlífar,
Skó-
hlífar
í
V efnaðarvöruverzluninni.
Steðja o, Ljáahlöppur
í verzl
Sig. Sigurðssonar.
Slátfumenn!
Ef þið hugsið til að slá í sumar teig á dag, þá þurfið þið að fá ykkur ljái í
KAUPFÉLAGSBÚÐINNI.