Norðurland - 29.08.1908, Síða 1
NORÐURLAND.
Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson. læknir.
2. blað. | f Akureyri, 29. ágúst 1908. j VIII. ár.
8. árgangur
NORÐURLANDS
kostar að eins
mr 1 krónu 25 aura. 18W
J'Jýir Kaupendur.
gefi sig fram sein fyrst.
Til viðskiftamanna.
Háttvirtir viðskiftamenn blaðsins eru
beðnir að borga skuldir sínar sem fyrst.
Sérstaklega er skorað á þá
menn, sem veitt hafa blaðinu móttöku
til margra ára, án þess að borga það
og án þess að endursenda það, að
borga skuld sfna, eða í öllu falli
eitthvað f henni í bráð.
Slíkt er ekki góðra manna háttur,
að Iáta senda sér blaðið ár frá ári,
en borga ekkert.
Sammúla.
Hvenær ætli vér íslendingar verð-
um sammála um eignarrétt vorn yfir
þessu Iandi og þær kröfur er sá eign-
arréttur þarf að hafa f för með sér?
Aldrei segja sumir.
En slíkt er ekki annað en ástæðu-
laust vonleysishjal.
Þrátt fyrir alt það sem á það hefir
brostið fyr, er það þó samhug þjóð-
arinnar að þakka að vér erum komnir
það áleiðis sem vér erum, til þess að
ná vorum forna rétti. Oft hefir á það
brostið að þessi samhugur væri nógu
ríkur, oft þá, þegar mest reið á, en
svo er guði fyrir þakkandi, að aldrei
hefir þessi samhugur kólnað svo, að
ekki hafi aftur tekist að glæða hann.
Samhugurinn er hið eina vopn þess-
arar þjóðar. Með því vopninu höfum
vér höggvið þau skörð f múrveggi and-
stæðinga vorra, sem þegar eru högg-
in og þau skörð eru orðin svo stór,
að sjá má þegar inn fyrir múrana.
Oft hefir þó brandurinn verið altof
deigur. Vopnið hefir ^ekki bitið. Ekki
er þvf að leyna að stifidum hefir mót-
stöðumönnum vorum tekist að deyfa
vopnið með ýmsu móti, en hitt hefir
þó reynst hættumest, er það hefir
dignað fyrir það, að þvf hefir verið
brugðið í eld ósamlyndis og tvídrægni.
Hefir þá viljað takast misjafnlega að
finna þá herzluna á eftir, er bezt henti.
En þrátt fyrir það hefir þó nærri
legið oft og tfðum að þjóðin væri öll
með einum hug, að hún væri satnmála.
Og skemst er á að minnast. Þetta
kom líka fyrir á síðasta vori. Þá mátti
svo heita sem allir væru sammála, þó
sá tírni væri of stuttur. Menn voru
sammála um það að nokkuð hefði á-
unnist við starf millilandanefndarinn-
ar, en jafnframt um það, að ekki
mætti ganga að frumvarps-uppkastinu
óbreyttu. Skoðanirnar voru að vísu
skiftar um það hve miklar þessar
breytingar þyrftu að vera, þó allir
vildu fá þær mjög verulegar. En varla
heyrðist nokkur rödd f þá átt, að rétt
væri að ganga að frumvarpinu óbreyttu.
Þessi var hugsunin, sem greip hugi
manna við lestur frumvarpsins, hvort
sem þeir hétu þjóðræðismenn, land-
varnarmenn eða heimastjórnarmenn.
Undantekningarnar voru svo fáar,
að þeirra gætti í raun réttri alls ekk-
ert.
Og sérstaklega má segja það um
heimastjórnarmennina, að þeir voru í
þessu engir eftirbátar manna úr öðr-
um flokkum.
Þeir mundu blátt áfram margir hafa
talið það móðgun, ef þeim hefði verið
borið á brýn að þeir vildu ganga að
Uppkastinu breytingalaust.
En því miður stóð þetta samlyndi
aðeins örstuttan tfma.
Það stóð frá því frumvarpið birtist
og þangað til að það varð að flokks-
máli. Það er ráðherra íslands sem
gerði það að flokksmáli, strax á þeim
degi sem hann lýsti yfir því að hann
»stæði og félli með frumvarpinu«.
Sá dagur var óheilladagur.
Málið var þess eðlis, að á því reið,
öllu fremur, að það yrði ekki flokks-
mál, heldur sameiginlegt mál allra
flokka, sem öll þjóðin gæti athugað í
bróðerni og með stillingu.
Með því að ganga fram fyrir merk-'
ið og segja hingað og ekki lengra,
tók ráðherrann ekki aðeins upp merki
frumvarpsins, en hann tók líka upp
merki Dana móti íslendingum. Með
því kunngerði hann það, að á þessu
sumri ætlaði hann sér að flytja mál
Dana en ekki landa sinna, kenna oss
að sætta oss við það, sem Danir vildu
veita oss.
Frá þeim tíma gerðist mikil og
merkileg breyting á tali margra heima-
stjórnarmanna.
Þeir eru auðmjúkir í anda. Fyrst
ráðherrann vildi ekki láta þá fá meira,
þá var svo sem sjálfsagt að vera ekki
að biðja um meira.
Þó þeir hefðu áður kallað það, sem
frumvarpið bauð, grímuklædda innlim-
un og afsal sjálfsagðra réttinda, þó
þeir jafnvel hefðu kveðið svo skýrt að,
að tala um að fara af landi burt, ef
frumvarpið yrði samþykt óbreytt, þá
skipuðu þeir sér strax í fylkingu,
þegar þeir þóttust sjá að tign ráð-
herrans væri f veði.
Það er að vísu mikil sæmd fyrir
ráðherrann að flokksmenn hans meta
völd hans svo mikils, en þeirri veg-
semd fylgir meiri vandi, en hann fær
undir risið.
Þessi er ástæðan til þess og önnur
ekki, að nú fylgir talsverður hluti þjóð-
arinnar frumvarpinu óbreyttu.
Því engar þær skýringar, sem fram
hafa komið af hálfu frumvarpsmanna,
hafa orðið því að verulegu haldi. Þær
hafa ýmist reynst ófullnægjandi eða
þá villandi.
Að líkindum verður frumvarpið aldrei
samþykt óbreytt, þó ekkert sé hægt
að segja um það ákveðið; en víst ætti
þetta að verða þjóðinni kenning fram-
vegis, bending um að lfta meira á mál-
efnið en mennina. Þá fyrst þegar vér ‘
gerum það, getum vér vonast eftir
að binda heillavænlegan enda á stjórn-
máladeilu vora. .
Og engin ástæða er til þess að ef-
ast um að þjóðin nái bráðlega þessu
þroskastigi; þó sumum heimastjórnar-
mönnum gangi þetta nokkuð treglega,
vissra orsaka vegna, þá hefir þeim þó
miðað töluvert áfram líka síðustu árin.
Vér efumst ekki um að heimastjórn-
armennirnir séu eins skynsamir menn
og aðrir íslendingar, en það er átrún-
aðurinn, sem bindur þá.
En einhverntíma komast þeir iíka
að markinu; hjá því getur ekki farið
og þá má Iíka búast við því að vér
verðum allir sammála um kröfur vorar.
Þá fyrst eigum vér von um fullan
sigur. Þá fyrst höfum vér það vopnið
sem vér þurfum, samhug allrar þjóð-
arinnar og þá má líka treysta því að
hvorki tekst að deyfa það með út-
lendum gjörningum, né að það digni
í eldi ósamlyndisins.
Sundurlyndið er ósigur, samhugur-
inn sigur.
Feröapisflarnir.
Vér getum glatt lesendur Norður-
lands á því, að ennþá er talsvert mikið
eftir af Ferðapistlum Einars Hjörleifs-
sonar. Aframhald væntanlegt í næsta
blaði.
\
i88
»Æ, — viltu nú ekki koma hingað og halda við
stiganum fyrir mig, Abraham, og rétta mér svo tftu-
prjónana smátt og smátt.
Hún stóð uppi f eldhússtiganum og nældi upp
gluggatjöld.
Abraham fór þangað og hjálpaði þeim; konurnar
reyndu hver í kapp við aðra að láta hann hafa nóg að
gera og þuldu upp úr sér langar lofræður um það, hve
röskur hann væri og lipur í snúningum. Og svona leið
dagurinn fram að miðdagsverðartíma.
Nú skildi Abraham hvernig á matreiðslukonunni stóð.
Því nú var breitt á langborð í stóru stofunni; þar áttu
allar konurnar að borða, sem komið höfðu til að hjálpa.
Abraham settist í gamla sætið sitt; en þegar hann
leit upp og sá frú Bentzen sitja hjá sér og ausa ket-
súpu á disk, þá brast hann alt í einu í ákafan grát
og varð að hlaupa burtu.
Þá fyrst Iosnaði um harminn og sorgin hlóðst á hann
svo þung sem úthafsöldur, — stærsta og bitrasta sorg-
in, sem ekki getur fundið huggun í svona ungu hjarta,
— ákafa, eldheit æskusorgin, sem fullorðnir segja að
batni svo fljótt, af því að svo fljótt grær þar yfir sárin.
En með lifandi beiskju, sem hvergi á sinn líka, býr
þessi sorg um sig inst f djúpi sálarinnar, og alt það,
sem þróast kann í hjartanu síðan, sprettur upp af þess-
ari heilögu sorg.
Lífið og tíminn geta smámsaman beygt hugann og
valdið breytingum. En sameiginlegar menjar, sameigin-
legur sársauki hlýtur ávalt að búa í hjarta þeirra, sem
einmitt hafa nýfengið sálarþroska til þess að skilja og
lfða, en verða svo alt í einu fyrir afarþungum missi —
þeim einasta missi, sem aldrei verður bættur.
185
að eg er stiltur; þú verður að bera þetta eins og mað-
ur, þó að þú sért ungur. Æ-já! Drottinn hefir lagt
okkur á herðar þunga reynslu; móðir þín varð alt í
einu veik í nótt — það var hjartaslag, sem enginn mann-
legur máttur gat afstýrt, og nú — nú líður henni vel,
og við erum tveir einir eftir.t
Abraham hafði ekki áttað sig fullkomlega enn þá;
hann þreif fötin sín í hálfgerðu fáti, til að komast á
fætur og inn til móður sinnar.
»Nei, nei, Abraham, ligðu nú kyr í rúminu! Það er
of snemt að fara á fætur, og tíminn verður nógu lang-
ur fyrir þig, veslings drengurinn minn.!«
»En pabbi — pabbi! Er þetta þá alveg víst?« Abra-
ham brast í ákafan, ekkaþrungin grát og grúfði sig
ofan í koddann.
Lengi sat faðirinn við rúmið hans og klappaði á
kollinn á honum. En þegar gráturinn tók að réna, stóð
hann á fætur.
»Nú skaltu liggja þangað til bjart er orðið, Abra-
ham, — eða svo lengi sem þú vilt; þú ferð ekki í
skólann þessa dagana; eg skal bráðum koma inn til
þín aftur.«
Þetta var svo undarlegt, — ómögulegt að botna í
því, að móðir hans skyldi vera dáin, — gersamlega
horfin honum og dáin, — »dáin!« mælti hann hálfhátt
við sjálfan sig.
Hann sat uppi í rúminu og starði á rauða blettinn
á ofnhurðinni, þangað til gráturinn tók hann á ný og
hann bældi sig niður með ekka. Hann þurfti ekki að
fara í skólann, og það var þó gott; hann grét þangað
til hann sofnaði og svaf lengi.
í hvert skiíti sem hann rumskaðist, fanst honum alt