Norðurland - 21.11.1908, Síða 1

Norðurland - 21.11.1908, Síða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson. læknir. i 16. blað. j Akureyri, 21. nóvember 1908. J VIII. ár. Skjaldborg heldur íund í stóra sal Templarahúss- ins næstkomandi laugardag h. 28. þ. m. kl. 8V2 eftir hádegi. Nýjum félagsmönnum veitt inntaka. mr Gjalddagi -m á 8. ÁRGANGI Norðurlands var fyrir lok október- mánadar þ. á. Ný grein eftir dr. Kq. Berlin- Ýmsar raddir hafa um það heyrzt, einkum þetta síðasta ár, að hver svo sem réttur vor hafi verið eftir Gamla sáttmála forðum, þá hafi slíkt enga þýðingu nú. Dönum virðist ant um það að halda þessum skilningi fram og svo liafa nokkrir íslenzkir menn orðið til þess að taka þetta uþþ eftir þeim. Danir töluðu fagurlega í nefndar- áliti millilandanefndarinnar. Þeir kom- ast þar svo að orði: „að þeim sé ljúft að verða við óskum hinnar ís- lenzku þjóðar um þjóðlegt og stjórn- legt sjálfstæði, og það sé vilji þeirra að sýna á þennan hátt virðingu hinn- ar dönsku þjóðar fyrir þjóðernisrétt- inum, svo að enginn þurfi það að ótt- ast á íslandi, að Dönum sé í mun að þröngva landinu ánokkurn hátt, beint eða óbeint, undir forræði sitt". Væri þessi orð sönn, mætti segja að Danir hafi rétt fyrir sér. Bæru þeir þá virðingu fyrir þjóðernisrétt- inum, að þeir vildu, hvorki beint né óbeint þröngva landinu undir for- ræði sitt, þá gerði minst til, hvernig samningarnir féllu iyrir 650 árum. Séu þessi tilfærðu orð sönn, þá var það sannarlega óþarfi af Dön- um að vera að taka það fram í nefndarálitinu, rétt á undan, að þeir láti þess getið, að þeir fallist ekki »á skoðanir íslendinga um hinn sögu- lega og ríkisréttarlega rétt íslands". En sambandið milli þessara setn- inga er svo náið, að það verður grunsamlegt, að ummælin um virð- inguna fyrir þjóðérnisréttinum séu ekki sem ábyggilegust. En svo er um samninga vora við Dani, sem alla aðra samninga milli tveggja málsaðila. Séu þeir sammála um öll samningsatriðin, gerir hitt ekkert til, hvernig fyrri samningar hafa verið, en geti þeir ekki orðið sammála, þá hafa fyrri samningarn- ir líka mikla þýðingu. Nú virðist örðugt að halda því fram, að Gamli sáttmáli hafi verið numinn úr gildi á nokkurn lögfull- an hátt, og sé svo, hlýtur hann enn að vera þýðingarmikið réttarskjal. Danir geta deilt við oss um það, hvort þetta réttarskjal sé til orðið á þann hátt, er forfeður vorir hefðu helzt kosið, og fleira því viðvíkj- andi, en hitt tjáir þeim ekki að segja oss, að sáttmáli, sem aldrei hefir verið löglega uþþhafinn, hafi enga þýðingu. Eldri sáttmálar hafa að sjálfsögðu því minni þýðingu sem minna ber á milli um nýja sáttmála, og því meiri þýðingu, sem ágreiningurinn er meiri. Ágreiningurinn við Dani hefir ver- ið mikill og enn er deilan ekki út- kljáð. Á meðan svo er köstum vér ekki Gamla sáttmála á eldinn. En þetta vilja sumir ráðhollir land- ar vorir fá oss til að gera og það vilja Danir. líka Að þeir þó ekki meti Gamla sátt- mála að vettugi, sýna þeir bezt með því, hvert kapp þeir leggja á það að færa rök fyrir því, að hann sé oss að engu nýtur. Knud Berlin, aðalforvígismaður Dana gegn kröfum íslendinga, ligg- ur ekki á liði sínu. í fyrra vetur rit- aði hann langa grein þar sem hann taldi kenningar Jóns Sigurðssonar um Gamla sáttmála ekki aðeins rangar, heldur líka settar fram gegn betri vitund. Nefndarmennirnir ís- lenzku þögðu við því ámæli á helzta forvígismann þjóðarinnar. Lárus með lagavitið treysti sér ekki til þess að svara honum neinu. Og enn hefir Dr. Berlin ritað grein í októberhefti danska tímarits- ins ,/TiIskueren", út af grein pró- fessors Olsens »Um upphaf kon- ungsvalds á íslándi". Alt það, sem hann þykist finna í þessari grein Ólsens máli sínu til stuðnings, notar hann mjög fegin- samlega og lofar Ólsen mjög fyrir upplýsingarnar. En hitt i þessari rit- gjörð, er styður mál íslendinga, tel- ur hann aftur bábyljur einar. Á þann hátt kemst Berlín að sömu niður- stöðu sem áður. Enn má þó telja það óvíst, að hann sleppi eins vel úr höndum Ólsens, eins og hann slapp hjá lagaskólastjóranum. B. byrjar grein sína með þakkar- ávarpi til Boga Melsteðs fyrir grein hans í „Lögréttu" 15. júlí þ. á. og endar hana með áskorun til laga- skólakennaranna um að vera ekki með^ neina útúrdúra í kenningu sinni, frá því sem danskir vísinda- menn ætlist til að þeir kenni læri- sveinum sínum. GulUð I Reykjavík. Sveinbjörn Guðjohnsen er aftur far- inn til Vesturheims 18. þ. m. Samn- ingar komust ekki á milli hans og fé- lagsins »Málmur«. Álitsskjöl skattanefndar. Tillögur skattanefndarinnar eru nú komnar út á prent, en þó þær hafi verið sendar eitthvað út um land, vantar þó að sjálfsögðu mjög mikið á að þær fái þá útbreiðslu, sem vert er, til þess að þetta þýðingarmikla mál fái þann undirbúning hjá þjóðinni, sem þörf er á. Lagafrumvörp nefndarinnar eru 17. x. Um fasteignarskatt. 2. Um tekju- og eignaskatt. 3- Um skattanefndir. 4. Um jarðamat. 5. Um verðlag 6. Um hrepp- skilaþing. 7. Um laun hreppstjóra. 8. Um stimpilgjald. 9. Um ankatekjur landsjóðs. io. Um erfðafjárskatt. 11. Um vitagjald. 12. Um breyting á toll- lögum. 13. Um- sveitargjöld. 14. Um breyting á sveitarstjórnarlögum. 15- Um breyting á vegalögum. 16. Um sóknargjöld. 17. Um aukatekjur presta. Framan við þessi nefndarfrumvörp og athugasemdirnar við þau hefir nefndin ritað nokkrar ritgerðir. Má líta svo á, sem þar sé að finna þá undirstöðu, sem nefndin hafi bygt a. Þykir því rétt að láta Norðurland flytja þessi álitsskjöl, svo sem rúm blaðsins frekast leyfir. Úr fyrstu greininni, eða inngangi nefndarinnar skal þetta til fært. »Áður en langt væri farið út f ein- stök atriði málsins, þótti nauðsynlegt að taka til ítarlegrar athugunar, hve miklar tekjur landssjóðs þyrftu að vera til þess, að jafnvægi héldist milli tekna og gjalda, með hliðsjón til þess, hve mikil gjöld landsmenn væru færir um að bera. Að öllu at- huguðu kom nefndinni saman um gjaldaáætlun, er nemur 1400 þús. kr. Ef þessi upphæð er borin saman við mannfjölda, koma rúmar 17 krónur á hvern mann að meðaltali, en þess ber að gæta, að fyrir utan hina eiginlegu skatta hefir landssjóður talsverðar ár- legar tekjur, er koma til frádráttar gjöldunum, svo sein afgjöld af jarð- eignum, leigur af innstæðufé viðlaga- sjóðs o. fl., og ennfremur er það vitan- legt,* að nokkuð af gjöldunurn kemur niður á útlendingum, t. d. allmikið af vínfangatolli, útflutningsgjaldi, vitagjaldi m. m. Með því að umrædd gjaldaáætl- un er undirstaða undir tillögum nefnd- arinnar, að því er snertir upphæð nýrra skatta og hækkun á eldri gjöldum og tollum, hefir nefndin fundið sér skylt að sundurliða nákvæmlega og rökstyðja téða áætlun. Ennfremur hefir nefndinni þótt við eiga, í sambandi við hinar auknu álögur, að lýsa allítarlega áliti sínu um gjaldþol landsmanna. Um þessi atriði skal skírskotað til II. og III. kafla nefndatálitsins. í fjárlögunum fyrir árin 1908 og 1909 eru árstekjur landssjóðs áætlað- ar rúmlega 1160 þús. króna. Þessari áætlun finnur nefndin ekki ástæðu til að breyta. Þó skal þess getið, að á þingi 1907 voru samþykt ný lög um gjöld til landssjóðs, um vitagjald, um útflutningsgjald, um gjald af innlendri vindlagerð og tilbúningi á bitter. Enn- fremur má búast við, þegar lengra tímabil er haft fyrir augum, að tekjur af póstferðum og símum landsins fari vaxandi. Fyrir því þarf naumast að gera ráð fyrir, að tekjurnar lækki í heild sinni, jafnvel þó áraskifti geti orðið á einstökum tekjuliðum. Ef allar tekjur landssjóðs eftir núgildandi lög- um, að meðtalinni tollhækkun sam- kvæmt lögum 31. júlí 1907, eru tald- ar til jafnaðar 1160 þús. króna á ári, vantar 240 þús. króna til þess, að tekjurnar jafnist á við útgjöldin, eins og þau eru talin hér að framan. Tekju- auki sá, er þannig verður nauðsynleg- ur í viðbót við tollhækkun þá, sem nú eru í gildi, ætlast nefndin til að fáist á þann hátt, er hér segir: Kr Kr. 1. Fasteignarskattur . . 60000 2. Tekjuskattur.......60000 3. Eignaskattur.......60000 180000 Þar frá dragast skatt- ar, er nefnast: a, Ábúðarskattur . . 17000 b, Lausafjárskattur. 26000 c, Húsaskattur .... 10000 d, Tekjuskattur . . . 18000 71000 Mismunur 109000 4. Stimpilgjald.............. 25000 5. Hækkun á aukatekjum . . . 15000 6. — - erfðafjárskatti . 3000 7. — - vitagjaldi...... 10000 8. — - tollum.... 78000 Samtals . . . 240000 í sambandi við áætlun þessa skal það tekið fram, að eins og bent er til í athugasemdum við einstök frum- vörp, hefir nefndin ekki átt kost á á- reiðanlegum skýrslum eða öðrum full- nægjandi tækjum til þess að áætla nákvæmlega ýmsa af þeim tekjuliðum, sem hér eru taldir, og á þetta eink- um við hina nýju föstu skatta, sér i lagi tekjuskatt og eignarskatt. Af þessu leiðir, að auðveldlega getur svo farið, að téðir skattar reynist fyrst um sinn lægri en gert er ráð fyrir. Aftur á móti eru meiri líkur til, að aðrar tekjugreinir, svo sem stimpilgjald og aukatekjur fari jafnvel fram úr því, sem áætlað er. Að vísu er örðugt að dæma um þetta með vissu, meðan reynsluna vantar, en þangáð til hún er fengin, mun vera óhætt að treysta því, að áætlunin í heild sinni fari ekki mjög fjarri réttu lagi. Önnur greinin er um útgjöld landssjóðs og hljóðar svo: »Nefndin hefir fyrst af öllu orðið að gera sér grein fyrir því, hverju væntanleg útgjöld landssjóðs mundu nema árlega á næstu 10—20 árum. Hefir netndin miðað við skynsamlega og gætilega stjórn fjármálanna, en verður þó jalnframt að gera ráð fyrir, að öll þau verkefni sem löggjafar- og fjárveitingarvaldið hefir þegar tek- ið sér fyrir hendur, verði rækt áfram með eigi n]inni áhuga en nú, og hún álítur eigi heldur rétt, að hindra eða fyrirgirða það, að sum þessi verkefni aukist að umfangi og kostnaði, og að einhver ný bætist við. Þá er byggja skal upp skattalöggjöfina til lengri tfma er því um tvent að gera, annað- hvort: að gera þegar ráð fyrir hinum vaxandi fjárþörfum svo ríflega, að ekki lendi bráðlega í tekjuþrotum, eða haga svo sköttum, að sem auðveldast sé að auka þá eftir vaxandi þörfum, á sömu skattstofnum og án breytinga á skattalögunum sjálfum. Og hjá því fyrra verður eigi komist til fulls, nema þeir skattar (og tollar) sem megintekj- urnar veita, væri færanlegir. Að vísu hefir nefndin einnig at- hugað það, hvort hægt mundi að spara að verulegum mun gjöld þau, er lands- sjóður hefir nú. Þau eru aðallega tvennskonar. Fyrst og fremst útgjöld, sem ákveðin eru með sérstökum lög- um og telst þar til að mestu 9., 10., 11., og 12. gr. Ennfreuiur 14. gr.

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.