Norðurland - 21.11.1908, Síða 3

Norðurland - 21.11.1908, Síða 3
59 NI. heppilegt að eyða af honum, ef hjá verðnr komist. Þessvegna verður einn- ig að ætla fyrir árlegum útgjöldum í þessa átt, þótt þau verði auðvitað næsta misjöfn, og stundum máske eng- in ár og ár í bili. Sé nú til þessa ráðgert 50 til 60 þús. kr. á fjárhags- tímabili (25 — 30 þús. kr. á ári), þá verður öll gjaldaáætlunin að því með- töldu um 1,400,000 kr. á ári. Minni upphæð virðist nefndinni eigi ráðlegt að leggja til grundvallar. Nefnin byggir á því, að gagnvart þessari gjaldaáætlun sé sett gœtileg te\í)xiácetlun. Það eru skiftar skoðanir um það, hve gætileg tekjuáætlun al- þingis hefir verið hingað til. En hvað sem því líður, þá hefir reynslan orðið sú, að tekjurnar í heild sinni hafa jafnan reynst umfram áætlun, meira eða minna. Hefir sá tekjuauki mætt tekjuhalla á fjárlögunum, sem oft hef- ir verið allmikill, ennfremur fjárveit- ingum utan fjárlaga og ýmsum óvænt- um útgjöldum, og loks skapað viðlaga- sjóðinn og peningaforða landssjóðs. Tekjuaukar þessir hafa numið, að frá- dregnum nýjum tollum og tollaukum, sem ekki voru teknir á áætlun : fyrir fjárhagstímab. 1890-91 191 þús.kr. — — 1892-93 142 — — 1894-95259-------- — — 1896-97329— — — — 1898-99188 — — — — 1900-01 174 — — — — 1902-03 528 — — 1904-05 530------- og nú síðastliðið fjárhagstímabil lang- mestu. Sé nú framvegis gerð eigi ó- gætilegri tekjuáætlun en hingað til, rná vænta þess, að tekjurnar verði sjaldan undir áætlun, en oftast nokk- uru hærri. Nú er framanrituð gjalda- áætlun svo úr garði gerð, að þótt hún sé hærri en gjöld landssjóðs hafa verið að jafnaði undanfarin ár, þá er þó í henni gert ráð fyrir tiltölulega lítilli hækkun á komandi 10—20 ár- um í samanburði við það, sem út- gjaldahækkunin hefir numið undanfar- in 10—20 ár, og alls eigi gert ráð fyrir neinum verulegum nýmælum, sem mikið fé kosta. Hún er aðallega miðuð við þetta: allrífleg útgjöld fyrstu árin, en þegar fram líða stundir við það, sem komast má af með, þegar sparast verður haldið á sökum árferðis, svo sem þá er tekjur landssjóðs hafa reynst eigi yfir, eða jafnvel undir áætlun. En verði nú að öllum jafnaði, og þegar vel lætur í ári og framsóknarhugur er mestur, talsverður tekjuauki fram yf- ir áætlun, þá getur hans eins og að undanförnu mætt að allmiklu leyti fjárþörfum þeim, sem ekki er hægt að spá fyrir um, eða óvæntar koma. Ef svo þar að auki er hagað svo sköttum, að þeir séu hreyfanlegir, þá má telja allvel séð fyrir því, að fjár- hagsáætlunin ekki verði til neins kyrk- ings á framfarahug þjóðarinnar ( fram- tíð. X Hraðskeyti til Nls. 1 Reykjavík 20/11 ’08 Danski rithöfundurinn Herman Bang ritar vingjarnlega um sambandsmálið i Kjöbenhavn (stjórnarblað sem ekki hefir verið íslandi velviljað.) Kínakeisari og ekkjudrotningin í Kína eru bœði dauð. Bulow ríkiskanzlari kyr i embætti. Rikisþingið óskar eftir orðgœini keis- ara. Enskur botnvörpungurjapan, strand- aði fyrir brunasandi 4. þ. m. Mann- björg varð, en 2 menn urðu úti í sandinum (Fréttirnar frá Þýzkalandi eru ó- ljósar. Ekki verðui séð vegna hvers útlit var fyrir að Búlow ríkiskanzlari færi frá embætti. Töluverðum tiðindum mun það ann- ars þykja sæta að ríkisþingið óskar Aiiar tóbakstecjundir ódýrastar í tóbaks- °s vindlaverzlun Jóh. Ragúelssonar. Hafnarstrœti 35. Uppboð verður haldið í Goodtemplara- húsinu mánudaginn p. 30. p. m. og hefst kl. lO'/z f. h. Seldar verða ýmsar meubler, innanstokksmunir, nýjar og vel inn bundnar bækur, drykkjarföng, byssur, skotfæri, leirtau og nærri nýr hjólhestur og margt fleira. Langur gjaldfrestur eftir orðgætni keisarans. Slíkt mun ekki hafa komið fyrir fyr þar í landi, og hefir þó víst oftar en einu sinni þótt ástæða til þess. Hver ástæðan hafi verið f þetta sinn, til þessarar yfirlýsingar, er enn ókunnugt.) X Þimrmálafundi. Hafa þingmenn Arnessýslu haldið nýlega á Selfossi og Húsatóftum. A Húsatóptum var þessi ályktun í sam- bandsmálsins samþykt. »Fundurinn leggur áherzlu á, að sambandsmálið verði ekki samþykt af þingsins hálfu á öðrum grundvelli en þeim, að engum fornum réttindum landsins verði afsalað, en felur að öðru leyti þingmönnum kjördæmisins að ráða fram úr því máli á sem hagkvæmast- an hátt fyrir sjálfstæði landsins. En vilji Danir ekki unna íslendingum fulls sjálfstæðis, leggur fundurinn til, að þjóð og þing leggist á eitt, að leysa landið sem mest úr fjárhagslegu við- skiftasambandi við Danmörku. A Selfossfundinum var samþykt á- lyktun, er að efni til var samhljóða þessari, nema hvað síðasti liður henn- ar (En vilji Danir o. s. frv.) fylgdi eigi með.« « „Skuggamyndir. “ Þegar eg leit á rit þetta, sem er alls ekki ólögulegt að máli og skipu- lagi, sá eg að mér var efnið gamal- kunnugt og teldð úr sorpskrínum út- lendra bókmenta, það er að segja kirkjulegra. Eða er höfundurinn ekki evangelisk-lútherskur?—Stendur heima! Og prestlingur? — Stendur heima! Mér duttu ýmsir orðskviðir í hug, og ekki sfzt eða síðast þessi: >Líttu þér laxmaður nær, liggur í götunni steinn!« Það eru oftast nær píslingar og gríslingar ungu kirkjuflokkanna, sem áfjáðastir eru í að klóra hið breiða bak móður vorrar, kathótsku kirkj- unnar. Og það eru oftast ófiðruðu ungarnir — eins og í æfintýri Ander- sens — sem ódælastir eru og mest boðnir og búnir til þess að glepsa í »ljóta ungann«. Það eru gríslingarnir, sem verstir og óþakklátastir eru við móður sína, gömlu gyltuna, sem kom þeim fyrst á spenann og gaf þeim — eða foreldri þeirra — það litla af göml- um merg, sem þeir standa á. Vei slíkum ættlerum; Vei slíkum hugs- unarhætti og rithætti! Ærið nóg er annað til — ekki sízt í vorri eiginni kirkjudeild — af hlutum og hleypidóm- um til að halda kynslóðunum bundn- um með við heimskuna, hráann og lastið, sem sér »flfsina« og gleymir »bjálkanum«! Vei Odium et rabies theologorum, þ. e. trúaræði blindra of- stækistrúmanna! Þeir eru sjálfdæmdir nú á dögum, þegar »æðið« eitt og illgirnin situr eftir, en trúin sjálf er dauð! Vei þeim, þegar óvinir allrar trúar og upprunalegs kristindóms hafa sett herbúðir öllu megin umhverfis hina fornu Zíons múra og hóta því, að ekki skuli steinn yfir steini standa! Vei, þegar kærleikur og réttlæti, upp- lýsing og umburðarlyndi er á förum og gamlar ofsóknir, níð og rógmælgi sezt í sæti Hans, sem sagði: »Dæmið ekki, heldur elskið hver annan.« Eða vitið þið ekki, gríslingar, að skekinn, troðinn og fleytifullur mælir synda og svfvirðinga liggur á baki allra trúar^ flokka, sem nokkuð að ráði hafa troðið líka langelda og móðir vor tróð, hin mikla og heilaga fornkirkja, sem sið- aði hina heiðnu veröld barbaranna, forfeðra vorra? Auðvitað er, að þið, gríslingarnir, hafið ekki lesið, því síð- ur skilið sögu þjóðanna. Og auðvitað er, að höfundur þessa níðrits um ka- thólsku kirkjuna þekkir ekki annað af hennar lífssögu en níðritin og klám- sögurnar um páfa, klerka og klaustra- lýð. En slík djöfulleg heimska og hrekk- vísi á ekki að þolast hjá vorum lýð, eða í vorri kirkju, þótt ómynd sé og megi skammast sín, ef hún kynni að bera sig saman við hina eldri kirkju — móðurkirkju vora — þrátt fyrir öll henn- ar lýti. Það var þó hún, sem fóstraði í skauti sínu gullaldarmenn Islands — hvern og einn; það var hún, sem gaf þjóð vorri þær næðis- og friðarstund- ir, sem hún naut á II. og 12. öld, þær friðarstundir sem skópu fyrir kraft hennar hina, því miður ýktu gullöld bókmenta þessa lands, löghlýðni og hei- lagleiks. Það var hún, sem ól Islandi þá mestu heiðursmenn, sem landið hefir átt og borið: hina elztu biskupa(með þremur dýrlingum), stórmennin Sæmund, Mar- kús, Ara, Snorra, Sturlu og ótal fleiri. Það var hún, sem prestastétt landsins á enn í dag að þakka annanhvern brauðbita, sem hún nærist á! Því þeir Þorlákur helgi og Árni biskup gátu þó að því leyti höggvið sér braut, gegnum aldarspillinguna, að kirkjan náði, eftir geisilangt stríð, tökum á þeim fjárráðum, sem hélt stéttinni uppi líkamlega. En hvaða kristni hefð- um við ella átt við að nærast? Að kirkjur firnist, eða nálega af- kristnist með köflum, má ekki n^ita, því að þær eiga í tvöföldu stríði, öðru vi? umheiminn, en hinu við sig sjálfa — þrályndi sitt og dauðahaldið í kreddur sínar, er þær kalla lífskilyrði sín, en verður þeim ólyfjan til bana þegar þær stríða of lengi í þrá við framrás tímanna. En að níða kirkjur, sem helga köllun hafa í lífsstríði þjóð- anna, er glæpsamlegt og óvita-æði. Hvað var ásatrúin orðin á Norður- löndum þegar kristnin kom? þeir ein- ir skilja það, sem bezt þýða Völuspá —« og sögubrot vor hin elztu. Sú trú var öll komin á ringulreið. Aldrei hefði hin kristna trúin orðið lögtekin hér á landi árið 1000, hefði verulegur dug- ur verið eftir í hinni eldri. Þar er bezti lykillinn að lögsögugátu Þor- geirs Ljósvetningagoða. Og hvað ka- thólsku kirkjuna snertir, er löngu kom- \ inn tími til að kveða niður hleypidóma, lygi og lastmæli þjóðar vorrar í henn- ar garð. Og þótt leyfilegt sé, að segja sögulega satt og rétt, eins frá löstum sem kostum einstakra manna, eða stofn- ana vorrar eldri kirkju er löngu tími til kominn að endurvekja forna rækt og þakklæti til þeirrar kirkju, sem var þjóðkirkja lands vors hálfa sjöttu öld. Enn gnæfa stórvirki hennar ná- lega í fullri dýrð, stórvirki heilagra manna og píslarvotta, sem ná til yztu endimarka jarðarinnar með útbreiðslu kristinnar trúar og siðmenningar, — stórvirki í ótal fornhelgum stofnunum, í ótal furðuverkum listanna, í æfisög- um, söngvum, og ritum ótal guðs- manna og skörunga — stórvirki þeirr- ar kirkju, sem beygði hálsana á hin- um grimmustu þjóðhöfðingjum, beygði svírann á blóðhundum Asíu og Evrópu og kendi hinum tryltu víkingum að »geifla á saltinu« (o: gera bót og betrun), tók kórónur af höfðum keis- ara og þjóðlönd frá rfkustu konung- um; — þeirrar kirkju, sem bygði þús- undir óvinnandi griðastaða í löndum, sem flutu í blóði barna og kvenna, en hélt þeim opnum handa þeim, sem leituðu líknar og hælis með sund- urkrömdum hjörtum, þegar hvergi var grið eða friðland að finna, þeirrar kirkju, sem reisti hið veglegasta must- eri á Norðurlöndum, Kristskirkju Ólafs konungs í Niðarósi, reisti hana með- an hæzt stóð óaldar- og spillingar- tími Norðmanna, og ól á sama tíma Sverri, þann konung, er eins bar höfuð yflr aðra Noregskonunga, sem Kristskirkjan bar turna sína hærra en aðrar kirkjur landsins, þeirrar kirkju, sem vor síðasta fornhetja og biskup, Jón Arason, hneigði hryggur og fegin við höggstokkinn — fagnandi í anda samneyti heilagra, en harmandi fall frelsis og kirkju fósturjarðar sinnar, meðan svipir óvina hans, grámunksins í Wittenbergi og Kristjáns þriðja vöfr- uðu yfir aftökustað hans og sona hans. Hver sá er hvergi þykist finna fangamark forsjónarinnar í sögu ka- thólsku kirkjunnar, munu miklu síður finna það mark í sögu Gyðinga gamla- testamentisins — enda ekki heldur í sögu vorrar eigin »evangelisk-lúth- ersku« kirkju. Og hve miklu síður þá í sögu hinna 300 smáflokka, sem skifta milli sín kristni mótmælend- anna og sí og æ tönlast og tyggj- ast innbyrðis um þýðing þeirra lær- dóma, sem þeir skilja ekki sjálfir! »Nema yðar réttlæti taki fram skrift- lærðra og Farisea, munið þér allir jafnt farast«. Eg hygg að meiningin sé sú, að öll trúarbrögð — einnig kathólska kirkjan — þurfi yfirbótar og endurfæðingar við. Engin kirkja hefir nokkuru sinni komist yfir allan sannleikann, heldur gefst hann oss í molum. »Vér sjáum hann gegnum »dauft gler og ráðgátu.* Verum því þakklátir fyrir hverja sannleiksmola, sem oss bjóðást, umburðarlyndir við aðra, en strangastir við sjálfa oss. Vér þykjumst hafa lögleitt trúar- frelsi, en á það vantar þó mikið, því enn erum vér bundnir bæði kreddum og hleypidómum. Og hvar er sá jöjn- uður réttinda hjá oss hið ytra, sem er lífsskilyrði fullu frelsi? Af prestum þjóðkirkjunnar er heimtuð skólament- un margra ára, próf og prestaeiður, en útlendum trúboðum er leyft eftir- lita- og skilyrðislaust að vaða sem

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.