Norðurland - 28.11.1908, Qupperneq 1
NORÐURLAND.
Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir.
17. blað. J Akureyri, 28. nóvember 1908. J VIII. ár.
Skjaldborg
heldur fund í Ooodtemplarahúsinu
í kvöld kl. 8»/2.
ht Gjalddagi -m
á
8. ÁRGANGI
Norðurlands
var fyrir lok október-
mánaðar þ. á.
Eign þjóðarinnar.
í blöðum landsins hefir stundum
verið minst á það, hve mikil hún
væri og hafa menn ekki verið fylli-
lega samdóma um það. Fyrir meira
en ári síðan gerði ísafold ráð fyrir
því að þjóðareignin mundi vera um
50 miljónir króna. Alþingismaður
Jón Jónsson í Múla ritaði á móti
þessú. Honum taldist övo til sem
þjóðareignin væri 56—60 miljónir.
Hvorki ísafold né J. J. bygðu áætl-
un sína á ákveðnum tölum og var
því ekki hægt að dærna um þessar
áætlanir með fullum rökum.
Eins og sjá má á öðrum stað hér
í blaðinu, gerir skattanefndin ráð
fyrir því að hvert mannsbarn í Iand-
inu eigi að meðaltali, 650 kr. og
séu landsmenn taldir 81 þúsund ætti
öll þjóðareignin að vera 52,650,000
krónur.
Þessi áætlun skattanefndarinnar
byggist aftur á útreikningum herra
Indriða Einarssonar og þykjumst vér
vita, að.lesendum Norðurlands þyki
fróðlegt að heyra sagt frá þeim nokk-
uð nákvæmar.
Hann skiftir þjóðareigninnni í 8
flokka.
1. Jarðarhundruðin. Þau eru alls
talin 86,189.3, en af þeim voru ekki
í byggingu árið 1906 nema 84,634.9.
Hvert þessara jarðarhundraða metur
hann 150 kr. virði til jafnaðar og
er það fráleitt of lágt og eftir því
ættu þau að kosta um 12,700,000 kr.
2. Húseignir í kaupstöðum og kaup-
túnum eru talin 15,000,000 kr. virði
en við það bætist bygð og óbygð
lóð í kaupstöðunum og er hún talin
í Reykjavík 2280,000 kr. virði á ísa-
firði 300,000 kr. virði, á Akureyri
175,000 kr. virði og á Seyðisfirði
42,000 kr. virði. Þá er enn bætt við
erfðafestulöndum í Reykjavík og lóð-
um í 15 kauptúnum með meira en
30 íbúum og eru þau talin 300,000
kr. virði.
Þá eru bryggjur og hafnir, sem
eru mannvirki og eru metnar sem
hér segir: í Reykjavík kr. 30,000 í
Viðey 50,000, á Þingeyri 30,000, á
Falteyri 50,000, á ísafirði 100,000 á
Akureyri 100,000, á Seyðisfirði 25,000
og á Eskifirði 25,000 kr. virði.
Eftir því ættu bæirnir með hús-
um, lóðum og mannvirkjum að kosta
nálægt því þriðjungi meira en hitt
landið alt, eða um 18,498,000 kr.
3. Lausafjáreignin. Verð hennar er
talið svo: Nautpeningur 2,071,000
kr., sauðfé og geitur 7,641,000, hross
2,979,000. Lausaféð er því álíka mik-
ils virði og öll jarðarhundruðin í
landinu, talin að kosta 12,691,000 kr.
4. Verzlunar- og fiskiflotinn. Qufu-
skip eru talin 45, með 6346 smálest-
um. Hver smálest talin 350 kr. virði.
Qufuskipin kosta þá kr. 2,221,000.—
Seglskip er talið 190 með 8000 smá-
lestum, en jhver smálest virt á 135
kr. Seglskipin kost þá 1,080,000 kr.
— Mótorbátar er taldir 250 og hver
þeirra 4000 kr. virði. Ættu þá að
kosta 1,000,000 kr. — Opnir bátar
eru taldir 234,000 kr. virði. — Verzl-
unar- og fiskiflotinn er þá metin á
4,535,000 kr.
5. Vélar og verkfæri. Tóvinnuvélar
taldar 168,000 kr. virði, smíða- og ljós-
vélar 150,000 kr., skilvindur 240,000
kr., sauma- og prjónavélar 100,000
kr. Allar vélar þá kf. 658,000, —Verk-
færi, plógar, herfi sláttuvélar, orf, ljá-
ir, hrífur o. fl. (handa 6000 heimil-
um) 400,000 kr. Þessi liður er því
talinn 1,058,000 kr.
6. Vörubirgðir íslenzkra kaupmanna
í nóvemberm, eru metnar 3,000,000
króna-
7. Fatnaður og innanstokksmunir.
Fatnaður á mann er talinn 50 kr.
virði og innanstokksmunir á mann
(sængurföt, stólar, eldhúsgögn o. s.
frv.) aðrar 50 kr. en landsmenn taldir
81 þús. þessi liður hleypir þvf áætl-
uninni fram um 8,000,000 kr.
8. Peningar í umferð, í bönk-
um, í landssjóði og hjá almenningi
(fyrir utan seðla) 700,000 kr.
Þessir 8 liðir saman lagðir verða
kr. 61,182,000.
En svo er eftir að draga frá skuld-
irnar og er hæpið að öll kurl komi
þar til grafar. Höfundinum farast
svo orð:
„Móti verzlunarskuldum, sem ís-
land stendur í við önnur lönd á
hverju ári, koma útfluttar vörur frá
landinu þ. e. a. s., að aðfluttar og
útfluttár vörur hljóta að mætast á
vissu tímabili. Ekkert land getur ár
eftir ár safnað verzlunarskuldum hjá
viðskiftalöndum sínum.
Skuldirnar e^u nú það sem bank-
arnir standa í skuld um erlendis.
í Landsbankanum eru það veðdeild-
arbréf, sem nú eru seld erlendis um
2,000,000 og skuld við Landmanns-
bankann 1,500,000 kr.
Við íslandsbanka hlutafé og veð-
deildarbréf 4,000,000, aðrar skuldir
2,000,000 kr.
Þetta verður samtals 9'/2 milj. kr.
En af þessum bréfum er talið að
landsmenn sjálfir og opinberar stofn-
anir eigi um .1 milj. kr. Verður þá
skuldin við önnur lönd l^r. 8V2
miljót).
Sé þessi upphæð dregin frá eign-
arupphæðinni kr. 61,182,000, verður
þjóðareignin kr. 52,682,000 og er
þá eign hvers manns í landin sem
allra næst 650 kr.
Líklega fer þessi áætlun nærri
lagi. Og varla er það rétt að telja
eign hvers manns í landinu 700—
750 kr. eins og alþingism. Jón Jóns-
son gerði. Fremur hætt við hinu að
fullmikið sé gert úr sumu, t. d. 6.
lið. Hætt við að nokkuð af vöru-
birgðum íslenzkra kaupmanna sé
veðsett erlendis fyrir skuldum.
%
Stórfengleg ráðagerð
Zuider-sjórinn verður þurkað-
ur upp.
Hollendingar er.u mestir afreksmenn
allra þjóða í því að þurka upp vötn
og sjó. Land þeirra var fyr á tímum
nokkurskonar óskapnaður, hafið og
fasta landið í óreglulegum graut. Þeir
hafa bætt úr þessu með frábærri at-
orku, elju og hyggindum og gert landið
sér undirgefið. Því segir gamalt mál-
tæki: Guð gerði hafið, en Hollendingar
fasta landið (»Dens mare, Batavus li-
tora fecit«)
A árunum 1840—53 þurkuðu þeir
upp Haarlemervatnið og gerðu um
200 ferrastir, sem áður voru vatni
huldar, að þurru landi. Á þessu landi
lifa nú 17 þúsundir manna góðu lífi.
En nú hefir þjóðin ráðist f ennþá
stórfenglegra fyrirtæki, en það er að
þurka upp mestan hlutann af Zuider-
sjónum.
Hann gengur sem kunnugt er norð-
an í landið inn frá Norður-sjónum, en
getur þó ekki talist flói inn úr hon-
um. Náttúran hefir hlaðið stíflugarð
fyrir framan hann, þó ekki sé hann í
einu lagi. Eyjarnar Texel, Vlieland og
Terschelling mynda garðinn. Sundin
milli eyjanna cru bæði þröng og djóp
og eru þar því straumar miklir um
flóð og fjöru. En flóðgáttir þessar eru
svo þröngar að sjávarvatnið streymir
tiltölulega skamt inn. Seltan í vatninu
er því lítil, ekki nema V2 %, en 3 %
út við eyjuna Texel.
Um miðbik síðustu aldar var fyrst
farið að hreyfa því að loka þessum
flóðgáttum. Gerði það verkfræðingur
sá er Digelen hét. Vildi hann hlaða
stíflugarða frá Helder til Texel, svo
á milli eyjanna og þaðan upp að
ströndum Fríslands. Ur þessari tillögu
varð þó aldrei neitt. Þegar hún var
athuguð betur, var það talið óvinnandi
verkað loka sundunum; straumþunginn
í þeim svo mikill. En auk þess var
litið svo á, sem ekki mundi svara kostn-
aði að breyta hinum nyrðri hluta Zui-
der-sjósins í þurt land.
Árið 1866 kom því fram sú tillaga
að hlaða stíflugarðinn miklu innar, milli
bæjanna Kampen og Enhuizen. Með
því var það líka unnið að Ijissel-
fljótið hefði fallið til sjávar fyrir norð-
an stíflugarðinn.
Eftir þetta fór mönnum að lítast á
hugmyndina, þó hægt gengi að fram-
kvæma hana. En sfðan 1886 hefir
málinu miðað áfram. Þá var stofnað
allsherjarfélag til þess að rannsaka
málið og hrinda því áfram sem kost-
ur var á, en auk þess hefir annað
sjálfstætt félag starfað að því að und-
irbúa iðnaðarfyrirtæki í sambandi við
þetta stórvirki.
Loksins er nú málinu ráðið til lykta,
eftir meira en hálfa öld. Stíflugarðinn
á að byggja yfir Zuider-sjóinn, reynd-
ar miklu innar en Digelen lagði til í
fyrstu, en þó töluvert utar en gert
var ráð fyrir 1866, frá Ewijk á Norð-
urhollandi til Piaam á Fríslandi. Eyjan
Wieringen verður þá notuð í stíflu-
garðinn. Mestum hluta Zuider-sjósins
fyrir innan þennan garð á að breyta
í þurt land, en þó ekki öllum, gert
ráð fyrir breiðu og vatnsmiklu síki,
sem Ijissel-fljótið rennur í og skurð-
um til áveitu út frá því, auk þess
skipakvíar og hafnir. Alt síkið, sem
reyndar er réttara að nefna vatn,
verður skipgengt og á því heljarmiklar
gáttarstíflur vestan við eyna Wier-
ingen.
Áætlað er að aðalstíflugarðurinn kosti
41V2 miljón hollenzkra gyllina* en
189 miljónir gyllina muni þetta stór-
virki kosta, þegar það er komið upp.
Gert er ráð fyrir að 8 ár þurfi til
þess að byggja mikla stíflugarðinn,
en verkinu verði ekki lokið að fullu
fyr en eftir 33 ár.
Með þessu móti á Holland að bæta
við sig 211,830 teigum** (hektare)
lands. Nýja landið verður því stærra
en fylkin Drenthe, Utrect eða Zee-
land. Fylkin í Hollandi eru 11 en nú
segjast Hollendingar bæta við sig 12.
fylkinu.
Á þessu nýja lancli, sem talið er
að verði að mestu frjósamt land, eiga
að geta lifað full 200 þúsund manna,
en verður þó líklega töluvert meira,
þegar tíminn líður lengra fram.
Fyrstu snjóar.
Lengi hafði gott gengið; fyrstu snjó-
ar, svo teljandi væri, kom í þetta sinn
mánuði fyrir jól og er næsta fátítt.
Væg norðanhríð hér á mánudaginn og
snjókoma töluverð í gær af austanátt.
Mannalát.
Þorlákur Þorláksson bóndi á Vest-
urhópshólum í Húnavatnssýslu er ný-
dáinn. Varð bráðkvaddur.
Ráðherrann
fór utan með Lauru frá Reykjavík
um miðja þessa viku.
* Hollenzkt gyllini er rúmléga 1V2 króna.
** Einn teigur er 100 reitir (are), en einn
reitur er ferhyrndur flötur, 10 stikur
/ (metar) á hvern veg.