Norðurland - 28.11.1908, Page 2
Nl.
Trúmála-deilan
vestan hafs.
Mætti eg biðja yður, herra ritstjóri!
að lána línum þessum rúm í »Norð-
urlandi« ?
Sumar- og haustannir eru nú á
enda. Næðið er því orðið betra til
þess að hugsa og ræða um mál þau,
er almenning varða, en áður. Síðast-
liðið sumar gekk mestur tíminn í um-
hugsun um alþingiskosningar og laga-
uppkastið sæla, svo að ýmsum málum
var síður gaumur gefinn, er vér ættum
þó að láta oss varða.
í deilu þeirri, er vér höfum átt í
við frændþjóð vora Dani út af stjórn-
málum, hafa landar vorir í Vesturheimi
tekið drengilegan þátt. Þeir hafa sýnt
það, að þeir unna hinni fornu ættjörð
sinni af alhug, og bera heill henn-
ar fyrir hjarta. í því máli studdu þeir
oss rækilega með góðum leiðbeining-
um og hollum ráðum. Það er því sjálf-
sögð skylda, að vér íhugum þeirra mál
og látum þau einnig til vor taka.
Nú er það mál á dagskrá meðal
Vestur-íslendinga, er ritað er um af
meira kappi í blöðum vestra og þá að
sjálfsögðu einnig rætt, en nokkuð ann-
að. Mál þetta, sem varðar oss alla á
ýmsan hátt, er deila Vesturheimsprest-
anna um það, sem þeir nefna hina ‘nýju
guðfræði1. Deila þessi nær og því frem-
ur til vor, er annar málsaðili, síra Jón
Bjarnason, fyrverandi forseti kirkjufé-
lagsins, og fylgifiskar hans, virðast vilja
láta deilu þessa berast hingað heim,
og varða æðstu menn kirkju vorrar;
gefa þeir í skyn, að undirróður all-
mikill berist héðan að heiman.
Það er því rétt að athuga, hvað á
milli ber. Deila þessi er risin á milli
síra Friðriks Bergmanns annars vegar
og síra Jóns Bjarnasonar og fylgifiska
hans hins vegar, eins og framar er
minst á. Og um hvað er svo deilan ?
Hún er risin út af því, að síra Frið-
rik Bergmann hefir haldið þeirri skoð-
un fram í Breiðablikum og víðar, að
ekki sé rétt að takmarka eða hefta
rannsóknar- og skoðunarfrelsi manna
yfirleitt, og þá ekki fremur í trúar-
efnum, og , ekki heldur svívirða þá
menn, er beitast fyrir slíkum rann-
sóknum. Síra Jón vill á hinn bóginn
enga slíka rannsójcn leyfa.
Síra Friðrik vill leyfa ljósi vísinda-
legra rannsókna að skína á heilaga
ritningu, eins og hvert annað ritverk,
telur það affarasælast fyrir kristin-
dóminn.
Síra J. Bjarnason telur slíkt óhæfu
og svæsnustu vantrú.
Síra Friðrik vill leyfa rannsókn á
ritsmíð heilagrar ritningar, þar sem
henni verður við komið, greina hið
guðlega frá hinu mannlega, sem þar
kynni að hafa slæðst inn, og gera þeim
bókum, sem eingöngu eru saga Gyð-
inganna, skör lægra undir höfði, en
hinum, sem jafnframt fjalla um hin
guðlegu sannindi, og ráðsályktun drott-
ins, mönnunum til frelsis og sáluhjálp-
ar. Hann vill leyfa leiðréttingu, eins
á þeirri bók sem hverri annari, ef sýni-
legt sé, að mannshendin hafi valdið þar
skekkju.
Síra Jón bannar alt slíkt, virðist telja
aílar bækur ritningarinar jafn-réttháar,
þær séu allar innblásnar.
En hér lætur síra Jón ekki staðar
numið, hann gengur feti framar. Hann
62
bannar ekki að eins að hrófla við nokk-
urri setningu ritningarinnar, þótt auð-
sjáanlega sé úr lagi færð, heldur tel-
ur hann það jafnmikla óhæfu, að víkja
um hárs-breidd frá játningarritum kirkj-
unnar í nokkuru atriði. Lög þau, er
hann eitt sinn samdi fyrir kirkjufélag-
ið vestra, telur hann og jafgild guðs-
orði að því leyti, að þeim megi ekki
breyta, þau séu óhagganleg og ófrá-
víkjanleg, og þá alla »varga í véum«
innan þess félagsskapar, er víkja vilji
frá þeim í nokkurri grein.*
Síra Friðrik telur á hinn bóginn
réttilega öll játningarrit kirkjunnar og
lög kirkjufélagsins mannaverk, er vel
megi breyta. Þau sýni að eins hvern-
ig litið hafi verið á kirkjuleg mál á
ýmsum tímum, og standi því til um-
bóta, eins og hvert slíkt verk. Manns-
andanum fari stöðugt fram; þekkingin
vaxi óðum, lýsi upp það, sem áður
var myrkt, og leiði sannleikann betur
og betur í Ijós. Játningarrit og kirkju-
félagslög verði að fylgjast rneð tím-
anum, sannleikanum og þekkingunni.
Stefnu síra Friðriks í guðfræðinni munu
flestir sannmentaðir guðfræðingar í Ev-
rópu innan lúthersku kirkjunnar fylgja,
þótt síra Jón beri brigður á það, og
mun engum koma til hugar, sem
ekki er blindaður af trúarofsa, eða
öðru verra, að halda því fram í fullri
alvöru, að þeii séu allir vantrúarsegg-
ir og úlfar í sauðarklæðum, er eins-
kis mundu fremur æskja, en að guðs-
trúin líði undir lok.
Hér hefir þá deiluefninu verið lýst
með fáum orðum. Hitt er eftir að at-
huga, hvort síra Friðrik hafi nokkuru
sinni ráðist á nokkura kenningu kirkj-
unnar sérstaklega. Fjarri fer því. Mér
vitanlega hefir hann hvergi gert slíkt.
Að vísu virðist hann hafa dálítið frjáls-
legri skoðun á innblásturskenningunni
en síra Jón og hans fylgifiskar. Síra
Friðrik stendur í líkum sporum gagn-
vart síra Jóni og skoðanabræðrum hans,
eins og öldungurinn Gamalíel forðum
gagnvart ráði Gyðinga. Hann ræður
síra Jóni og hinum svæsnu flokksbræðr-
um hans þetta heilræði: Hættið árás-
um yðar á guðfræðinga þá, sem beit-
ast fyrir rannsóknum hinnar »nýju guð-
fræði«. »Hætlið við þessa menn, og
látið þá vera. Því ef þetta áform eða
fyrirtæki er af mönnum, fellur það
sjálfkrafa; en sé það frá guði, þá
megnið þér ekki að kæfa það.« Þessi
áminning virðist mér vera næsta góð-
gjarnleg og skynsamleg og hverjum
kristnum kennimanni samboðin, því
illdeilur og árásir hafa jafnan haft
illar afleiðingar, en friðsamleg og
bróðurleg orð gagnstæðar. Þau hafa
jafnaðarlega leitt til sátta, leiðrétt-
ingar og sigurs sannleikans.
En hvað hefir svo þessi sanngjarna
og mannúðlega breytni bakað síra
Briðrik? Hvorki meira né minna en
embættismissi: Síra Jóni Bjarnasýni,
og hinum æstustu skoðanabræðrum
hans, hefir tekist, að æsa svo upp
hugi meiri hluta kirkjuþingsmanna síð-
astliðið sumar gegn síra Frikrik, út af
umgetnum skoðanamun, að síra Frið-
* Út af þessum ummælum greinarhöfund-
arins, leyfum vér oss að benda á þau
ummæli Haralds Níelssonar prestaskóla-
kennara, sem tilfærð voru f Norðurlandi
7. þ. m. Af þeim er að sjá sem síra J.
B. vilji herða á lögum kirkjufélagsins,
svo að kenningin sé ekki aðeins bundin
við ritninguna eina, heldur líka við játn-
ingarrit kirkjunnar. Ritstj.
rik hefir verið sviptur kennarastöðu
sinni við »Westley College«. Þegar
eg las þetta í Sameiningunni, féll mér
allur ketill í eld. Eg trúði tæpast
mínum eigin augum. Að þetta gseti
komið til mála á tuttugustu öld eftir
hingaðburð drottins hafði mér aldrei
komið til hugar, og því síður meðal
landa minna, sem án vafa eru allflest-
ir góðir drengir. Eg gat hugsað mér,
að síra Jón Bjarnason hefði í augna-
bliks-bræði farið fram á eitthvað slíkt,
þótt sú bræði hans væri í mesta máta
óréttlát, en mér gat ekki komið til
bugar, að kirkjuþingið féllist á slíkt,
heldur miðlaði málum.
Eins og mörgum mun kunnugt,
þjónaði síra Friðrik ágætu brauði
suður í Bandaríkjum í Dakota, áður
en hann tókst kensluna á hendur fyr-
ir kirkjufélagið við »Westley College*.
Þar var hann mikils metinn, eins og
réttlátt var, sökum gáfna sinna og
kennimannlegra hæfileika, og sóknar-
börn hans báru hann á höndum sér.
Þessa góðu stöðu hafði hann lagt í
sölurnar fyrir kirkjufélagið. A því
hvíldi því siðferðisleg skylda að láta
sér farast vel við síra Friðrik, en
svipta hann ekki kennarastöðunni án
allra orsaka. Frjálsleg skoðun síra
Friðriks í trúarefnum verður aldrei
talin gild ástæða. Hvað koma trúar-
skoðanir við íslenzku-kenslu og ís-
lenzku-kensla trúarskoðunum ? Alt var
komið undir því, að síra Friðrik væri
góður kennari, og það þótti hann
með afburðum.
En svo er ekki látið staðar numið
við það, að svipta síra Friðrik kenn-
arastöðunni. Nú er hafinn enn ljótari
leikur, bein ofsókn gegn honum í
Sameiningunni, með þeim ókvæðisorð-
um og munnsöfnuði, að furðu gegnir.
Þeim, sem á einhvern hátt hafa stutt
mál síra Friðriks, er þar líkt við illa
anda, Glám, Þórólf bægifót og slíka
kumþána. í greinum þessum reyna þeir
herrar, að telja kirkjufélagsmönnum trú
um, að síra Friðrik hafi haldið fram
og gert sig sekan í ýmsum vantrúar-
skoðunum, án þess þó að geta bent
á eitt einasta atriði frá hendi síra
Friðriks í þá átt, því ekki vitna þeir
til orða eða ummæla hans sjálfs, held-
ur eru þeir nú farnir að bera aðra
fyrir sig, er eitthvað hafa minst á
síra Friðrik; og spinna svo heilan vef
út úr orðum þeirra. Og ekki lætur
Sameiningin sér nægja að ofsækja síra
Friðrik. Nú á að leiða deiluna á nýj-
an leik hingað heim. Nú fær biskup
landsins, kennarar prestaskólans og
íslenzka prestastéttin yfirleitt snarpa
kveðju að vestan. Þeim er kent um
undirróður við kirkjufélagið og illan
vilja í þess garð. í greinum þessum
er prestastéttinni hér á landi bórin á
brýn hin svartasta vantrú og skeyt-
ingarleysi í trúarefnum yfirleitt. Það
eru þessar ómaklegu árásir á presta-
stétt vora, sem meðfram hafa komið
mér til að grípa pennann, og eg tel
eigi mega ómótmæltar standa, því eg
tel þær ósannar og órökstuddar og
talaðar út í bláinn. Hér heima munu
engu síður rétttrúaðir prestar, en vest-
an hafs, þótt þeir æði ekki fram með
báli og brandi gegn hverjum þeim, er
þá kann að mismuna eitthvað við í
trúarskoðunum. Það er von mín, að
ættjörð vor verði svo hamingjusöm,
að ofsóknir, hvorki í trúarefnum, né
öðrum greinum, nái framar að festa
hér rætur, því veraldarsagan, og þá
einnig annálar þessa lands, geyma
svo biksvört viðvörunardæmi í þá átt,
að oss hryllir við að lesa. Þetta ættu
og landar vorir vestra að hafa hug-
fast, og stemma stigu fyrir slíku með-
an tími er til, því það er gamall og
góður málsháttur, sem segir: »At ósi
skal á stemma«. Þótt síra Jón reyni
að verja framkomu sína í skólamálinu
með þeim orðum Krists »að hann sé
ekki kominn með frið á jörðu, heldur
sverð«, þá álít eg, að hann misskilji
þau orð frelsarans með öllu. Lausnar-
anum mundi aldrei hafa komið til
hugar, að hefja stríð út af öðrum
eins smámunum og deiluefni síra Jóns
gegn sfra Friðrik, því hvað sem Sam-
einingin segir, þá hefir síra Friðrik
aldrei unnið sér annað til óhelgi en
það, að hann heldur því fram, að
mannsandinn sé frjáls, og þoli enga
ánauð. Og hvorum mundi nú »sann-
leikurinn guðlegi« fremur fylgja, sfra
Friðrik eða síra Jóni, er lengra er
ekki gengið?
Eg Iæt hér staðar numið að sinni,
en hef í hyggju, að senda »Norður-
Iandi« stuttar athuganir við hinar ein-
stöku greinar »Sameiningarinnar« með
næsta pósti.
Leikmaður.
Bækur.
Utan frá s|ó. Smásögur
eftir Teódór Friðriks-
son. Akureyri. Bóka-
verzlun Odds Björns-
sonar 1908
Síra Jónas Jónasson hefir búið bók
þessa undir prentun, víða lagfært mál-
ið á sögunum og auk þess hefir hann
ritað formála fyrir þeim.
Hann skýrir þar frá því að smásög-
ur þessar, 9 talsins, hafi ritað ungur
maður vestur í Skagafirði. »Hann hefir
aldrei verið til neinna menta settur
og alla tíma orðið að vinna fyrir sér
og engi tæki haft á því að lesa út-
lend skáldrit eða höfunda, þá er geta
auðgað anda mannsins. Hann hefir
ritað þær mest á nóttunni, þegar hann
þurfti að hvíla sig frá vinnu sinni.
Hann hefir samið þær eftir því, sem
lífið og atvikin hafa birzt fyrir augum
hans og tekist það furðanlega, þegar
allra atvika er gætt, enda þótt þær
á hinn bóginn hafi ekki mikið skáld-
legt gildi.«
Enginn vafi mun á því vera að lýs-
ing síra J. J. er rétt, það sem hún
nær og þá er líka sanngjarnt að gera
ekki háar kröfur til höfundarins og
þessa frumsmíðis hans. Og sé litið á
þessar sögur frá því sjónarmiði, sem
formálinn bendir til, þá má finna eitt-
hváð gott í þeim öllum, eða þá sæmi-
lega vel sagt. Höfundurinn hefir auga
til Þess að sjá sér út söguefni, en
augað vantar næmleik til þess að sjá
hvar miðdepill frásagnarinnar þarf að
vera og þann skarpleik sem þarf til
þess að velja og hafna, svo vel sé.
Viðvaningsbragurinn er of mikill.
Rétt til dæmis skal það tilfært að
í einni sögunni óskar móðirin barni
sínu dauða og sú ósk verður að á-
hrínsorðum. Af sögiinni má sjá það,
að barnið er fætt í meinum og vegna
þess verður hjúskapur hjónanna kaldur
og þyrkingslegur. Þessu er lýst, ekki
ólaglega, í fám orðum. En fyrir því
er engin skáldleg ástæða færð fyrir