Norðurland - 28.11.1908, Qupperneq 3

Norðurland - 28.11.1908, Qupperneq 3
63 Nl. Til viðskiftamanna. Háttvirtir viðskiptamenn blaðsins eru beðnir að borga skuldir sínar sem fyrst. Sérstaklega er skorað á þá menn, sem veitt hafa blaðinu móttöku til margra ára, án þess að borga það og án þess að endursenda það, að borga skuld sína, eða í öllu falli eitthvað í henni í bráð. Slíkt er ekki góðra manna háttur, að láta senda sér blaðið ár frá ári, en borga ekkert. því, að móðirin óski dóttur sinni dauða. Slíkt er svo fjarri mannlegu eðli, að ef á annað borð átti að lýsa því, þurfti að gera ljósa grein fyrir því hvernig sálarlíf móðurinnar var komið út á svo klökuga braut. Sagan gæti rétt- lætt það, að móðirin vildi sjálfa sig feiga, en ekki barnið sitt. En þrátt fyrir alla þá galla, sem finna má á þessu frumsmíði, benda sögur þessar á að höfundinum gæti tekist töluvert betur, ef hann fengi meiri æfingu og þekkingu á sögugerð. Bókin á því skilið að henni sé tekið vingjarnlega. X }(eiðvirð blaðamenska. Eins og kunnugt er var hinn góð- kunni íslandsvinur Ragnar Lundborg í Uppsölum lengi þeirrar skoðunar, að vér íslendingar mundum gera réttast í því, að samþykkja frumvarp milli- landanefndarinnar óbreytt, þó ekki væri hann fyllilega ánægður með það fyrir vora hönd. Hann var enn þeirrar skoð- unar 14. ágúst í sumar, er hann rit- aði grein til Isafoldar, þar sem þessu er haldið fram. Greinin var prentuð í Isafold 31. f. m. og nú prentar Norðri greinina upp orðrétt eftir ísafold, nátt- úrlega án þess að láta athugasemda hennar getið. — En hitt er þó verra, að blaðið hefir látið þess ógetið og lætur þess enn ógetið, að Lund- borg hefir breytt skoðun sinni síðan, telur nú ekki hægt fyrir oss að ganga að frumvarpinu óbreyttu, eins og les- endum Nprðurlands er kunnugt. Norðri flytur þó inngang að grein- inni, en þar er ekkert að finna um þessa skoðanabreytingu, ekkert nema fúkyrðin, með þessum fyrirsögnum : Dýpra og dýpra. — Ný óheilindi. — Botnlaus blekkingahylur. Fyrirsagnirnar sýnast ekki eiga svo illa við —svona einstaklega »heiðvirða blaðamensku*. '4 Álitsskjöl skattanefndar. iii. Um gjaldþol landsmanna. Þá er nefndin hefir gert sennilega áætlun urn útgjöld landssjóðs, virðist liggja næst fyrir hendi, að athuga gjaldþol landsmanna eða skattþol, ekki einungis til landssjóðs, heldur skatt- þol til allra opinberra þarfa, lands- sjóðs, sveitarsjóða og kirkju. Það væri að minsta kosti mjög æskilegt að geta rannsakað þetta; því hvorttveggja er óheppilegt, að ofreyna gjaldþolið í blindni, með of háum sköttum og eins hitt, að ætla það mikið minna en það er, og treysta sér eigi til neins. En til þessarar rannsóknar hefir nefndin engin áreiðanleg tæki. Hér hefði þurft að vera fyrir hendi hagfræðislegar AUar tóbaksteflundir ódýrastar í tóbaks- vindlaverzlun Jóh. Ragúelssonar. Hafnarstrœti 35. skýrslur um eignir og skuldir lands- manna, og einkum skýrslur um, hve miklu árlegar tekur landsmanna næmi til jafnaðar, að kostnaði frádregnum, og þá jaínframt, hve miklu þeir verðu til framfæris sér að meðaltali. Síðan væri samskonar skýrslur frá öðrum þjóðum til samanburðar. Eftir þeim tilraunum, sem gerðar hafa verið, til þess að komast fyrir um þjóðareign hér á landi, þá mun hún nú, að frádregnum skuldum eigi fara yfir 650 kr. á mann eftir virð- ingarverði. Fyrir nærfelt 20 árum voru þjóðar- eignir taldar á mann í þessum lönd- um 1. þannig: England . . . 4446 2. Frakkland. . . . 4032 3- Þýzkaland. . . . 2520 4- Rússland . ... 990 5- Austurríki. . . . 1782 6. Ítalía . . . . 1800 7- Spánn . . . 2664 8. Portúgal . . . . 1566 9- Svíþjóð . . . 2250 10. Noregur . . . . 2196 11. Danmörk . . . . 4140 12. Holland . . . 3888 13- Belgía . 3006 14. Sveitz . . . . 2970 15- Bandafylkin . ■ ■ • 378o 16. Australía . 6660 Síðan þetta var, hafa þjóðareignir í þessum löndum vafalaust aukist tölu- vert og sézt þá glögglega, að vér Islendingar stöndum lang-lægst allra þjóða, að þjóðareign, ef farið er eftir matsverði eignanna. En eignir þjóðanna geta eigi verið eini mælikvarðinn fyrir hagsæld þeirra og gjaldþoli. Tekjur hverrar þjóðar hljóta að hafa þar enn meira að þýða, og það er víst, að vér íslendingar stöndum eigi eins lágt í samanburð- inum við aðrar þjóðir, þegar litið er á tekjurnar, eins og þegar litið er á eignir. Þetta er náttúrlegt af því, að auðsuppsprettur vorar, land og sjór eru svo lítt numdar og notaðar. Þær vega því lítið í þjóðareigninni, en mikið, þá er til framleiðslunnar kemur. Jarðeign í Danmörk t. d., sem fram- færir álíka fjölskyldu og meðaljörð á íslandi, en margfalt dýrari (hærri sem þjóðareign), en tekjur af henni í raun réttri eigi stórum meiri, því sveita- fólk Danmerkur eyðir sennilega ekki stórum meira til framfæris sér að meðal- tali, en á íslandi. En þó munar hitt meiru, hve lítið fé tiltölulega hvílir á sjávarútvegi vorum í samanburði við árlegar tekjur. Meðalfiskafli á þilskip mun nema þriðjungi meira verði, en skipið sjálft með veiðarfærum. Svipað mun vera um mótorbáta, þar sem þeir heppnast vel. En á róðrarbát, sem haldið var úti allar vertíðir í góðri verstöð, hefir viðunanlegur árs- afli numið margfalt meira verði, en bátur og veiðarfæri. Sjómenn vorir bera líka áreiðanlega fult eins góðan hlut frá borði að jafnaði, eins og sjó- menn í nágrannalöndunum, og vinnu- laun til sveita hér, eru eigi lakari en þar, þegar á alt er litið. Þetta alt, færir sönnur á, að vér stöndum mikið ofar með tekjur en eignir í samanburðinum við aðrar þjóð- ir. En skýrslur vantar til þess að sýna þetta nánar, eins og áður er sagt, og verður þetta atriði eigi rannsakað til neinnar hlítar, og er það þó undir- staða gjaldþolsins. En þótt þessi undirstaða gjaldþols- ins væri rannsökuð til hlítar, þá er gjaldþolið eigi full athugað að heldur. Það er önnur hlið þessa máls, sem gjaldþolið, eða skattþolið veltur mjög á, og hana eigum vér hægra með að athuga. Það veltur sem sé mjög á því, hvernig umráðum hins opinbera fjár er fyrir komið, hversu Hósa meðviiund gjaldþcgnarnir hafa um tilgang og nauð- syn skattanna, og hvernig sköltunum (hinu opinbera fé) er varið. Urnráðum hins opinbera fjár er svo varið hjá oss, eins og kunnugt er, að flestir gjaldþegnar hafa þar um atkvæði, jafnt fátækir og ríkir, ef þeir eru komnir til lögaldurs og eru í sjálfstæðri stöðu. A hinu virðist meiri misbrestur, að þorra gjaldendanna sé ljóst, hve mikil- væg þau verkefni eru, sem hinu opin- bera fé er varið til. Öllu sem varið er til löggjafarmála, landsstjórnar og lög- gæzlu, til æðri inentastofnana, kirkju- mála og læknaskipunar — en þetta er annar meginþáttur hinna opinberu verk- efna,— öllu þessu fé er varið til þess að halda uppi skipulagi þjóðfélagsins, og efla og vernda rétt einstaklingsins, siðgæði og líkamlega heilsu; í stuttu máli halda uppi þvf, er gerir þjóðina að sjálfstæðu þjóðfélagi og vernda og efla það, sem hverjum þegn þjóðfélags- ins er mest vert. Hjá margri þjóð hafa menn úthelt blóði til þess að vernda sjálfstæði sitt og frelsi út á við. Ea til þess hefir naumast komið hjá oss, og vér íslendingar erum eigi aldir upp við þær kröfur, að leggja mjög mikið f sölurnar íyrir þetta, samanborið við flestar aðrar sérstakar þjóðir. Hinsvegar er það víst, að oss ís- lendingum er mjög ant um sjálfstæði vora og frelsi, og eftir því, sem þeim fjölgar, sem finna glögt, hve mikið er leggjandi f sölurnar fyrir það verkefni þjóðfélagsins, að efla þetta og vernda, eftir því sem ábyrgðartilfinning ein- staklinganna vex, við það að finna og sjá, að á atkvæði sjálfra þeirra, jafnt ríkra og fátækra, veltur, hversu með verkefni þetta er farið, og hversu fénu til þess er vel varið, þá hlýtur.gjald- skyldan að verða Ijáfari. En það er víst, að við það eykst gjaldþolið í raun- inni. Þennan meginþátt opinberra verk- efna, er vér höfum nú athugað, hefir ríkisvaldið annast um langan aldur, og liðir þeir á fjárlögum vorum, er snerta þessi verkefni hafa lítið hækkað, nema liðurinn til læknaskipunar. En hinn meginþátturinn af verkefnum fjárveit- ingarvaldsins er næsta nýr, eða kom- inn til að mestu á síðastliðnum tveim- ur áratugum, eins og að framan er vikið að. Sá þáttur miðar að samvinnu einstaklinganna (Kooperation) og hefir ekki einungis óbeinan, heldur beinan fjármunahagnað í för með sér fyrir hvern einstakling. Það eru alt verk- efni, sem einstaklingarnir verða að framkvæma, ýmist hver út af fyrir sig, eða í smærri eða stærri félagsskap, og með margföldum erfiðismunum, ef ríkis- valdið situr aðgerðalaust hjá. Að sleppa þessu til fulls mundi verða óbætanlegt tjón, andlegt og fjármunalegt. Tilgang- ur allrar samvinnu og alls samvinnu- félagsskapar er í stuttu máli — líkam- lega sagt—að þoka úr vegi með sam- taka kröftum þeim steinum, sem ein- staklingarnir geta eigi bifað hver um sig. Á sli'kri sameining kraftanna, í hverri mynd sem hún er, byggjast að minsta kosti adlar verklegar framfarir í heiminum. Það eru nú þessi verkefni, sem auk- ið hafa útgjöld landssjóðs aðallega á síðari árum, og krefjast árlega meiri tramlaga, meira fjár. Mun mega færa rök að því, að það sem þegar er að- gert í þeim efnum, hefir hlotið að auka gjaldþol landsmanna fult eins mikið og gjöldunum nemur, sem á hafa verið lögð þeirra vegna. Þetta viljum vér athuga f einstökum liðum. 1. Verzlunarviðskifti vor við útlönd og innbyrðis nema nú vafalaust á milli 30 og 40 miljónum árlega. Hagsmunir einstaklingannavið þau verða eigi metn- ir til verðs; þau eru óhjákvæmileg skil- yrði svo margs. En hitt er auðskilið, að það varðar miljónum árlega, hvort viðskifti þessi ganga liðlega eða stirð- lega og takast vel eða illa. Eu þetta veltur aftur á samgöngunum og sam- göngutækjunum að miklu leyti, svo sem á póstsambandinu innbyrðis og út á við, hraðskeytasambandinu sömu- leiðis, skipaferðum, vegum o. s. frv. Gjöld landsjóðs til þessara málefna er Var Jesús Guð? Umtalsefnið í Sjónarhæðarsal nk. sunnudag, ki. 5. Allir velkomnir. stærsti liðurinn á fjárlögunum og hafa vaxið mjög ört, en nema þó eigi nettó nema rúmlega I % af allri upphæð slðskiftanna árlega. Þótt þessiÝ útgjöld véu mikil, þá eru þau þó létt á móts við það, sem í húfi er, eða það, sem ávinst, ef þeim er skynsamlega hagað. Beinan hagnað af vegunum er örðug- ast að sýna. En tökum t. d. flutninga- brautir í héruðum. Það væri ekkert vit í að byggja þær, ef þær eigi veittu héraðsbúum í aðra hönd þann létti í flutningum, og hækkun í verði jarða meðfram brautunum, að þetta jafngildi aðminsta kosti byggingarkostnaði þeirra og viðhaldskostnaði. Nýjar götur í Rvík hafa t. d. á sfðari árum hækkað lóð- irnar í kring í verði margfalt meira en byggingarkostnaði þeirra hefir numið. í sömu átt eru áhrif allra samgöngu- bóta, ef vit er í þeim. Þær auka gjald- þolið að minsta kosti að sama skapi og þær auka gjöldin. 2. Til verklegra fyrirtækja, eða með öðrum orðum, til eflingar atvinnuveg- um landsins hefir nú á síðari árum verið veitt mikið fé og vaxið árlega. Allmikið að því gengur til fræðslu, svo sem í búnaði, iðnaði og verzlunarrekstri og verður síðar minst á það. Hitt geng- ur beint til eflingar atvinnuvegunum, svo sem til örfunar í jarðræktinni o. s. frv. Þarf naumast orðum að eyða að því, að áhrif þess fjár á framfarir vorar hafa aukið gjaldþol manna. Tök- um til dæmis ræktun Iandsins. Áhrif- in er því sýnileg í aukinni framleiðslu ýmsra jarða og þar af leiðandi eigna- hækkun og tekjuhækkun landsmanna. Þá má nefna styrk til rjómabúa og kenslu í mjólkurmeðferð. Áhrif þess eru aukin og bætt framleiðsla og nýr markaðar fyrir smjör; í stuttu máli, margfaldur tekjuauki fyrir landið á móts við tilkostnaðinn. Hin litla fjár- veiting til yfirfiskimatsmanna er dæmi þess, hve lítill fjárkostnaður af hálfu þjóðfélagsins getur komið miklum tekju- auka til leiðar, ef vel og skynsamlega er á haldið. Og í þessa átt eru ótal verkefni fyrir hendi. 3. Alþýðufræðslan, bæði hin almenna, og svo fræðsla í verklegum efnum fyrir hinar ýmsu stéttir, mun hafa mest bein áhrif til þess, að efla menning lands- manna. En sönn menning einstakling- anna er meðal annars og aðallega fólg- in í því, að geta hagnýtt sér vel fé- lagsskipulagið og náttúrukraftana. Þetta er komið glögglega í ljós hjá oss, með- al annars í þvf hversu einstaklingarn- ir eiga nú miklu hægra með en var, að afla sér arðsamrar atvinnu, og má þar nefna að eins til dæmis kvenfólk- ið. Ennfremur kemur hún fram í auk- inni löngun til þess að rækta landið og nota auðæfi sjáfarins, og er sú löng- un bezta lyftistöng til efnalegra fram- fara. Auk þess, sem löngun þessi hefir aukist, hefir og verkleg þekking tals- vert aukist, og stöðugt fjölgar þeim verklegu umbóta-tilraunum, sem heppn- ast sæmilega. Þetta hlýtur þegar að hafa, og hefir þó einkum framvegis mikla efnahagslega þýðingu fyrir lands- menn og þjóðina í heild sinni. Menning sú, er alþýðufræðslan hefir eflt, hefir og haft áhrif á þjóðarhag- inn á fleiri vegu en nú var talið. Hún hefir, ásamt umbótum á læknaskipun, heilbrigðismálum, og ýmsu fleiru, kom- ið til leiðar umbótum á húsaskipunum, hreinlæti o. fl. En þetta hefir minkað manndauða að tiltölu, einkum barna- dauða og fækkað örkumslamönnum. Það hefir því lengt mannsæfina á ís- landi (sbr. skýrslur eftir Olaf Daníels- son í »Skírni« 1905) að allmiklum mun. Samkvæmt því, sem nú hefir verið sagt, eru því líkur til, að megin aukn- ingin á útgjöldum landssjóðs hafi bæði beint og óbeint haft þau áhrif á þjóðar- haginn, að gjaldþolið í landinu hafi aukist fyllilega að sama skapi, enda væri meðferð fjárins eigi heppileg og

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.