Norðurland

Tölublað

Norðurland - 17.04.1909, Blaðsíða 3

Norðurland - 17.04.1909, Blaðsíða 3
skilið stefnu imperialistanna ensku með Chamberlain í broddi fylkingar, sem vilja með tollmúrnum girða aðrar þjóð- ir frá samkepni við sig. Brezka ríkið er svo voldugt og á ítök og selför um víða yeröld svo að aldrei gengur þar sól til viðar; eg get skilið að þegnar þess finni sér svo vaxin ás- megin að þeir þurfi ekkert frá öðrum að þiggja og séu sjálfum sér nógir. En sú stefna er ótímabær fyrir oss Islendinga »norður við íshaf á sval- köldum sævi«, og eftirtektavert er að meiri hluta Breta þykir hún jafnvel ótímabær fyrir sig. Því er slegið fram: »Ef vér veitum Dönum jafnrétti við oss í landinu munu danskir stóreignamenn, er alls ekki yrðu búsettir í landinu, hafa það sem selstöðubú.* Þetta er mesti voð- inn!Og svo gellur einn fyndinn Vestur- íslendingur við, sem er klókari en við hinir og segir: »Ef íslendingar selja Dönum jafnrétti í landinu gegn jafn- rétti í Danmörku væri það álíka ráð- hyggni og ef laxveiðibændur í Mýra- sýslu veittu Reykvíkingum leyfi til laxveiða gegn því að þeir (bændur) mættu veiða ála í Reykjavíkurtjörn.t Hann gæti þó að því að hægt er að veiða ál með höndunum einum. En laxinn er örðugra að handsama. Ef það nú væri svo að bændurnir í Mýra- sýslu kynnu ekki að veiða lax en Reykvíkingar hins vegar kynnu það vel, þá get eg ekki betur séð en að það borgaði sig vel fyrir Mýramenn að veita Reykvíkingum jafnrétti við sig til laxveiða, og það gæti vel borg- að sig fyrir þá að afsala sér öllum álum í Tjörninni en leitast að eins við að læra af Reykvíkingum laxadrátt- inn. En þannig verður maður að gefa útskýringu á setningu Ameríkumanns- ins til þess að hún geti átt heima við jafnréttissamninginn milli Danmerkur og íslands. Danir eru margra orsaka vegna orðnir langtum mentaðri þjóð en vér íslendingar og vér getum svo margt og margt af þeim lært sem okkur má að gagni koma. Og þó þeir sumir hverjir ef til vill notuðu’ land vort sem selstöð, get eg ekki séð að það þurfi að skaða okkur á nokkurn hátt. Þeir sem það mundu gera og sitja kyrrir í Danmörku mundu jþó í öllu falli hafa sína fulltrúa hér og það sem mest er í varið — arðsamar eignir, sern ekki yrðu fluttar með öllu út úr landinu, og sem væri máske meira í það varið að hafa búsettar hér en þá sjálfa ístrumagana, auðkýf- ingana, sælkerana. Hvernig sem eg íhuga málið get eg ekki séð neina yfirvofandi hættu af því að leyfa út- lendum auðmönnum hvorki dönskum né öðrum útlendingum að kaupa hér land eða landsnytjar í því skyni að stofna sér gróðafyrirtæki. Það þarf enginn að óttast að þeim geti nokk- urn tfma tekist að draga neinar land- spildur burt frá okkur líkt og þegar >Gefjun dró frá Gylfa glöð' djúpröðuls, óðla, svá’t af renni rauknum rauk, Danmerkur auka.« En hver veit nema eitthvað svip- lfkt vaki fyrir þeim sem óttast út- lendinginn eins og skollann sjálfan. Þó að þeir aldrei nema sópuðu í sína vasa skínandi gullinu í þúsunda tali sem þeir hefðu grætt á arðvæn- um fyrirtækjum í landinu okkar mest- megnis fyrir ötula hjálp landsmanna, 59 N1 þá skyldi það gleðja mig, því eg get ekki séð í því annað en glymj- andi, háróma lögeggjan til landsins barna um að hefjast handa og leitast við að verða þeim jafnsnjöll. í hverri sveit á landinu liggja mýmargar auðs- uppsprettur ónotaðar aðeins vegna þess að okkur vantar afl þeirra hluta er gera skal — auðmagn. Komi það bara hvaðan sem vill, það er betra en að alt standi í stað og jörðin sé í eyði og tóm eins og þegar Guð skapaði hana, já sumstaðar svo miklu eyði- legri. — bæði hrjóstug og »beinaber með brjóstin nakin« vegna þess, hve landsmenn sjálfir hafa reitt hana, rúið og niðurnýtt. Er ekki grátlegt til þess að vita að jarðarhundruðin hafa á flestum jarðeignum landsins staðið í stað frá landnámstíð. Og hversu marg- ar jarðir eru nú ekki orðnar að ónýt- um kotjörðum sem áður gátu kallast stóreignir. Mér finst oss mega á sama standa hvaðan framtakssemi kemur til að kippa þessu f lag og koma land- inu í líka rækt og áður hefir verið. Eg er svo gerður eins og fleiri, að mér er geðfeldara að horfa á grænar grundir og grösugar hlíðar, en gráa móa og blásin börð og eins og mér er álveg sama um hvort það er mykja og hrossatað eða Chilisaltpétur og annar útlendur áburður, sem hefir frjófgað moldina, eins er mér sama hvort peningarnir sem jarðirnar hafa verið keyptar fyrir, stafa frá Credit Lyonnais eða úr kistuhandraða ein- hvers sjálfseignabónda, sem eg ekki þekki. Mér væri sönn ánægja af að sjá t. d. Dettifoss beizlaðan og gerð- an að auðsveipum þjóni í þarfir' menn- ingarinnar þó eigandi fýrirtækisins væri útlendur og það jafnvel af Hund- tyrkjum kominn — miklu meiri ánægja heldur en að heyra hann kveða með- ur sfnum »fimbulrómi sí og æ« laus- beizlaðan. Mörg fleiri dæmi lík þessu mætti nefna. Þegar fyrst kom til tals að miljónafélagið kæmist á fót, byrjaði að mig minnir fyrst fyrir alvöru þetta viðkvæði ísland fyrir Islendinga, og margt var skrafað og skráð um þann háska sem yfir oss vofði ef nokkur- um útlendum auðkýfingi tækist að bola undir sig verzlunina á öllu land- inu. Eg hefi aldrei getað sannfærst af þessu skrafi um, að nein hætta væri á ferðum, og mér vitanlega hefir miljónafélagið ekki orðið öðrum að meini nema ef til vill sjálfu sér, ef satt er það sem sagt er að það hafi fremur skaðað sig enn auðgað á við- skiftunum við landsmenn á þeim stutta tíma sem það hefir starfað. Hitt mun vera nær sanni, að miljónafélagshreýf- ingin hefir komið öðrum innlendum verzlunum til að færa út kvíarnar og keppast við að afla sér vinsælda. Verzlunareinokun er fyrir löngu undir lok liðin um allan mentaðan heim og meira að segja virðist hún bráðum eiga að detta úr sögunni á Græn- landi. Okkur er frjálst að verzla við hvaða þjóð sem er, svo að það má landsmönnum sjálfum um kenna, ef hér kemst á einokun nokkurntíma framar. Ef eitthvert félag eða ein- stakir auðmenn fara að bjóða okkur nokkura afarkosti í verðlagi á varn- ingi og okra á okkur, þá mun enginn hörgull verða á að keppinaútar komi, sem bjóði okkur betri kjör. Nei, kæra Norð.urland. Eg fæ ekki annað séð en að stefnan »ísland fyrir íslendinga* sé afturhalds og íhalds- stefna, sem miði til þess að hefta framfarir vorar. Stefna tíðarandans virðist líka vera alt önnur um allan mentaðan heim. Með auknum sam- göngum á sjó og landi, afmást meir og meir takmörkin sem hafa aðgreint þjóðirnar; með vaxandi þekkingu læra þær að skilja betur hagi og háttu hver annarrar, og sannfærast betur og betur um, að það er í rauninni svo lafhægt að lifa í mesta bróðerni, án þess að brjóta odd af oflæti sínu. Að skilja alt — er að fyrirgefa alt, segir frakkneskt máltæki og í því er mikill sannleikur fólginn. Samúðarstefnan meðal þjóðanna er efst á dagskrá hjá beztu mönnum í öllum löndum. Nútíðarmenningin hefir skapað hana eða réttara sagt — er stöðugt að skapa hana og fullkomna, og það mun ekki líða á löngu áður en allar þjóðir, smáar sem stórar, sem komnar eru til vits og ára marka hana á skjöld sinn. »ísland fyrir íslendinga* er sjálfbyrgingsleg stefna, sem elur þjóðaríg og þjóðahatur, ást á sjálfri sér en ekki öðrum og það er sú ó- heillastefnan sem enn þá veldur og viðheldur öllum vígaferlum og her- búnaði ineðal þjóðanna. þjnn ^ % Hii) „eina, sáluhjálplega“ trú. (Ur ensku blaði). »Mikið er talað og ritað um muninn á trú og theológiu; vilja sumir enn meina að þáð tvent megi ekki aðgreina, því að bæði hin rómverska og enska rétttrúan sé sönn trú, og ekkert ann- að. Eg sem þetta skrifa misti dreng, sem lifði ekki nema rúman hálfan klukku tíma, eg vildi fá hin saklausu bein jörðuð í vígðum reit. Þetta aftók presturinn, og sýndi mér handbókina. »A eg þá að jarða hann eins og hund?« spurði eg. »Já, eftir kirkjunnar boðorði,* segir hann, »því barnið fer í dálk með sjálfsmorðingjum.« »Hvers vegna?« spurði eg. »Af þvf guð tek- ur ekki á móti óskírðum börnum.« »Hvað gerir hann þá við það?« spyr eg. »Sendir það til helvítis,« segir hann. Nú vildi eg fá að vita, hvers vegna hann gerði það, pg spurði hinn »stóra Katekismus*. Þar sá eg, að sumar sálir væri ákvarðaðar fyrirfram til útskúfunar, drottni til dýrðarauka, (ekki vegna þess að þær hefðu syndg- að). Sömuleiðis að hvert illiúenni gæti orðið hólpið, ef hann hlæði syndafargi sínu á saklausar herðar og lofar bót og betran, en að engin valmenska hjálpaði án hinnar »réttu« trúar. Þá spurði eg: »Hvað er svo þetta hel- víti?« (Hér kemur svo í bréfinu út- listunin á því, og sleppi eg henni hér, því flestir kannast við Gerhardi hug- vekjur, og svo kenningar trúboðanna). En bréfritarinn bætir þessu við: »Þeg- ar eg nú heyrði slfkt og las, og veit að það er enn kent alþýðu í öllum »rétttrúuðum« löndum, þá vil eg spyrja: »Er ekki enn •kominn tími til að losa þjóðirnar undan fargi slíkrar djöful- legrar vitleysu? Rómverska kirkjan var þó svo skynsöm, að hún vistaði óskírðu börnin ekki í neðsta kvalastaðnum »ei- lífa«, heldur í hinum endanlega hreins- unareldi. En siðabótin afsagði allan hreinsunareld!« — — »Hinn yngsti helvítis kennimaður, Torrey, og næst yngsti, baptistinn Spurgeon, máluðu staðinn svo, að varla er vert að hafa orðaskrúð þeirra eftir. Eigi eg að segja mína meiningu, er rétttrúanin í þeirri mynd það guðlasl, semyfirgengur mann- legan skilning.« — — Athugasemd. Hér á landi hefir þess háttar rétt- trúan aldrei náð öndvegissæti. Staða- Arni á 13. öld býður í »Kristni rétti« sínum að jarða óskírð börn utarlega í kirkjugörðum; vitnar hann til orða hins helga Agústínuss, að betra sé þeim börnum að vera fædd en ófædd. En smámsaman varð það almennur sið- ur hér á landi, að jarða óskírð börn á sama hátt og skírð. Og hvað sjálf- ann útskúfunarlærdóminn snertir, get eg ekki betur séð en hann hafi aldrei orðið almenn og föst trúarskoðun hér á landi, heldur hafi leifar hreinsunar- eldskenningarinnar eldri kirkjunnar á- valt mildað hann eða úr honum dregið. Hér á landi var og biblían aldrei skoð- uð sem óblandað »guðsorð« sízt gamla- testamentið; hér kalla menn allar guðs- orðabækur því nafni, og er það vissulega í rétta átt. Dýrðlingatrú varð að vísu mögnuð og margvísleg hjá vorri þjóð, einkum eftir að kirkjan tók að spill- ast (á 13. öld og eftir það), svo og er sagnritasnildin fór að minka í land- inu. Klerkar fylgdu að vísu útlendum kreddum og homilíusöfgum, en telj- andi eru þeir staðir hjá Snorra og öðrum vorum góðu rithöfundum, sem vitna til sagnarita Gyðinga, tilfæra dæmi úr bókum þeirra eða byggja á þeirra sögnum. Ekki heldur eru mörg dæmi eða ákvæði í vorri elztu (kristnu) lögbók, sem rekja megi til lögmáls Móísesar, þótt deili til þess finnist í Kristinrétti Þorláks og Ketils, eins og eðlilegt var, úr því löggjöf kirkjunnar hlaut að vera í verulegri samhljóðan við decretalía páfanna. Nú þótt hin forna útskúfunarkenn- ing sé víðast komin á fallanda fót — eins hjá trúræknu fólki, sem skynsem- ismönnum, þá er nóg eftir enn af hinum gamla efa og ótta í sálunum, því það er erfðafé — skuggar eftir langar nætur heimsku og barnaskap- ur. Sjálfir gárungarnir geta vel tekið undir með Páli Olafssyni: »Að heyra útmálun h . . . hroll að Páli setur; eg er á nálum öldungis um mitt sá1artetur.« En ekkert myrkur stenzt ljósið, þeg- ar sólin er komin í sitt öndvegi. Kirkjusöngurinij á /Ikureyri. í 15. tölublaði Norðurlands, stóð grein með þessari yfirskrift, og hefi eg lítið að athuga við það sem þar er sagt, en sem betur fer hefir oft verið laglegur söngur hér í kirkjunni, og jafnvel stundum góður - oftar en á hátíðum; það hljóta allir að skilja, að ómögulegt er að fá jafnan góðan söng, nema að sérstök skylda hvíli á söng- flokknum til þess að syngja, en sú skylda getur ekki átt sér stað á annan hátt en þann, að dálítið fé sé lagt fram til þess. Hér hefir verið kirkjusöngsflokkur, sem eg verð að segja að hafi um fleiri ár sungið hér í kirkjunni, auðvitað sjaldan óskiftur nema á hátíðum, og þessi flokkur hefir haft mikið fyrir því að æfa listaverkið eftir síia Bjarna Þorsteinsson (hátíðasönginn) og sungið hann á hátíðum 4 raddaðan og er það mjög virðingarvert, en hitt er rétt, að því miður er kirkjusöngurinn stundum mjög lítill og lélegur, einkum á sumrin, og langt fyrir neðan það, sem tíminn kvefur, og einkum hér, þar sem við höfum jafn-skemtilegan og að öllu Ieyti fullkominn prest. Nú vita það allir að ekki er hægt að bæta úr þessu svo 4

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.