Norðurland

Issue

Norðurland - 08.05.1909, Page 1

Norðurland - 08.05.1909, Page 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sicurður Hjörleifsson. Iæknir. 20. blað. j Akureyri, 8. maí 1909. j IX. ár. Nokkur orð um landbúnað vor íslendinga. Eftir alþýðumann úr Eyjajirði. Þegar þess er gætt, hve mörg blöð gefin eru út hér á landi, og jafnframt er litið til þess, hve mikið þau gætu haft að flytja, fræðandi rit- gjörðir og annati fróðleik, út um land- ið, er það undravert í raun og veru, þegar til alls kemur, að það skuli ekki vera meira en það nú er. Þegar pósturinn kemur og blöðun- um rignir að úr öllum áttum, vonumst vér eftir að sjá margt gott og fróð- legt. En þá kemur það í ljós, að vel hefði mátt komast af, þó eitthvað hefði verið óséð af þeim dagblöðum, sem komið hafa,—þá kemur það í ljós, að mest rúm blaðanna er fýlt með póli- tiskar deilur, auglýsingar, og þá lítil- vægar fréttir eða atburði hins daglega lífs. Þannig koma nú dagblöðin mér fyrir sjónir, alt of mörg að minsta- kosti. Það er þó samt ekki svo að skilja að eg telji óþarfa að ræða póli- tík, þvert á móti, ekki sízt nú á þess- um mikilvægu tímum, og þó er það víst að oft mætti komast af með færri orð í því efni en gjört er. Þetta bend- ir til þess að dagblöðin séu of mörg, en efnið of lítið og einskorðað. Til dæmis er tiltölulega mjög lítið af rit- gjörðum í blöðunum, er á einhvern hátt snerta atvinnuvegi vora og þá sérstaklega landbúnaðinn. Eg tel það alls eigi utan við verkahring dagblað- anna að ræða búnaðarmál vor, enda þó einstöku tímarit hafi þau með hönd- um, sem ekki virðist, enn sem komið er, vera jafn mikið, sem það ætti að vera. Það, að dagblöð vor hafa svo lítið að bjóða af gagnlegum og fræðandi ritgjörðum, er viðkoma landbúnaði vor- um, virðist mér benda til þess, að enn sé ekki vaknaður nægilegur áhugi alment fyrir verulegum umbótum og framförum í þessari grein. Margir þeir, sem þekkingu og reynslu hafa í þessu efni, sem almenningi gæti komið að notum, virðast helzt til lítið gefa sig fram. Þegar eg nú hugsa til þessa, dettur mér í hug að ryðja mér braut og fara nokkrum orðum um Iandbúnað vor Is- lendinga. Ef til vill getur það orðið til þess að fleiri fari að ræða og rita um þetta mikilvæga efni, en hingað til hafa gjört, og skýra einstöku atriði þess fyrir almenningi, — einmitt þeim hluta þjóðarinnar, sem mest þarf um það að vita. Það er þó ekki svo að skilja að mér hafi sérstaklega verið gefinn tími og efni frá mínum daglegu störfum til ritverka um þetta mál, heldur er það áhuginn fyrir málefninu, sem knýr mig til að nota tómstundir mínar þó litlar séu, til að athuga ástand land- búnaðar vors og framtíðarhorfur hans, þó fljótt verði yfir sögu farið. i. Þegar vér lítum til landbúnaðar vor íslendinga og virðum fyrir oss ástand hans nú á þessum framfara tímum, hljótum vér að sjá svo ótalmarga ann- marka á honum, -— annmarka sem eru og verða oss til svo ómetanlegs tjóns, og sem verða að yfirvinnast ef vér eigum að vænta nokkurrar framtíðar fyrir þetta land og þessa þjóð. En áður en vér förum frekar útí það efni, virðist rétt að fá nokkurt yfirlit yfir landbúnað forfeðra vorra á umliðnum öldum og bera hann lítil- lega saman við landbúnað nágranna- þjóða vorra fyr og nú. En til þess að segja um landbúnaðarástand for- feðra vorra, vanta nægileg gögn, svo sem búnaðarsögu, sem er alls ekki til, þó slæmt sé til afspurnar. Það eina, sem vér höfum því til stuðnings í þessu efni, eru sögurnar, — gullaldarbókmentir vorar, en sem hafa þó alt annað efni inni að halda, sem sé, mest af daglegum viðburðum í lífi þjóðarinnar, stjórnarfar og sagn- ir um einstaka menn. Aftur á móti er það mjög óvíða, einsog vér munum kannast við, að skýrt sé frá búnaðarháttum manna þá á tímum, það kemur þó fyrir í stöku stað að drepið er á það, en það er þá vana- lega í sambandi við eitthvað annað, svo að skýringar þær, er vér fáum af því, verða oft meira og minna ó- Ijósar. Þá er forfeður vorir fundu þetta land og tóku að byggja það, mun út- lit þess hafa verið nokkuð annað en það nú er. Mikið af landinu mun þá hafa verið skógi vaxið, og grösugt, í stað þess að það nú er mjög skóga- snautt og uppblásið allvíða. Eins og sést af sögunum, voru það oft mestu og beztu bændur úr Norvegi sem hingað fluttu f landnámstíð. Þeir tóku sig upp af stórum og góðum óð- ölum frá kvikfénaði og öðrum eignum til þess að komast undan ánauð drotn- andi valds og varðveita með því rétt sinn og frelsi, það er því auðsætt hversu miklir menn þetta hafa verið, enda sýndu J>eir það í verkinu þegar þeir voru búnir að ná bólfestu hér, þar sem þeir gátu lifað frjálsir og ó- áreittir. — Þeir fundu fljótt hvað þessi eyja hafði að bjóða, en það var aðal- lega tvent, gróði jarðarinnar og veið- in umhverfis strendur landsins. Með öðrum orðum, tveir atvinnuvegir voru fyrir hendi, landbúnaður og sjávarút- vegur. Lengi frameftir munu þeir mest hafa stundað landbúnaðinn, og það hafa þeir gjört af góðri þekkingu eftir því, sem þá var um að gjöra. Þá var ekki að spyrja að þrekinu og karlmennsk- unni í öllum framkvæmdum, enda mun það alstaðar vera viðurkent, að þeir hafi staðið nágranna þjóðum sínum fylli- lega jafnfætis, og þá eigi síður í bún- aði en öðru, eftir því sem loftslag og landkostir frekast leyfðu. Þeir ræktuðu túnin kringum bæi sína og hlóðu varnar garða um þau, og eigi allsjaldan mikið af engjum líka. Þessir varnargarðar voru svo mikl- ir og traustir að enn sjást merki þeirra mjög víða. Sömuleiðis munu þeir hafa stundað akuryrkju að nokkrum mun. Einkum mun það þó hafa verið á Suðurlandi því þar hafa staðhættir ver- ið betri. Gunnar á Hlíðarenda sagði, þegar hann var að ríða til skips, til þess að yfirgefa hérað sitt og land, þá er honum var litið til baka: »Fögur er hlíðin og hvergi mun eg fara; viðmér blasa bleikir akrar og slegin tún.« Þetta bendir til* þess að akuryrkja hefir ver- ið stunduð víða, í Fljótshlíð að minsta- kosti. Ennfremur má sjá það af Sög- unum, að þeir hafa notað vatnið til að frjóvga engi sín, því stundum risu deilur útaf lækjum þeim, er runnu á landamærum tveggja jarða, ef vatnið vai ekki nægilegt fyrir báða bændur í senn. Sömuleiðis voru lækir og stund- um keyptir, ef ekki var annars kostur. Sumir hafa haldið því fram, að þeir hafi ekki ræktað túnin á þann hátt að nota húsdýraáburð sinn, en það hlýt- ur að vera fjarstæða ein. Að vísu er það tekið fram á einum stað í Njálu, að húskarlar Njáls óku skarni á hóla og þótti það nýlunda er sú frétt barst að Hlíðarenda. Þetta skarn, sem svo er nefnt, mun að eins hafa' verið sér- stök tegund áburðar, sem óvíða mun hafa brúkuð verið, svo sem foraráburð- ur eða því um líkt. Kvikfénaður mun, á söguöldinni og lengur frameftir hafa verið töluvert fleiri en nú er, og þó einkum naut- peningur, og bendir það til þess að jarðrækt hafi verið í góðu lagi, þó geldneytum hafi þá verið beitt meira en nú er títt..Sauðfé mun og líka hafa verið fleira. Meðferð búfjár mun alls ekki hafa verið slæm, enda voru land- kostir víða góðir. Þá hefir að líkindum verið farið betur með hross en nú tíðkast í sumum sveitum, enda voru þau uppáhaldsskepnur þeirra. Eftir þessu stutta yfiríiti, og mörgu öðru að dæma, hefir ríkt dugnaður og táp traustra drengja á þessari eyju, enda geyma sögurnar svo minningu þeirra, að hún mun seint fyrnast í brjóst- um sannra Islendinga. Ef vér nú lítum til nágrannaþjóð- anna, segjum Dana, sem nú eru fram- ar öllum í búnaði, verður oss fyrst að spyrja um ástand búnaðarhátta þeirra á sama tímabili og talað hefir verið um íslendinga. Þar var talsvert annað útlit, þar ríkti þá einvalda konungs- stjórn með stóran hóp hermanna, en landbúnaðurinn var ekki á háu stigi eftir gæðum latids og lofts að dæma. Fjöldi bænda voru leiguliðar, sem áttu Iitlar eignir, en sem voru skyld- ugir til að vinna lánardrottnum sínum, hvenær sem þeir voru kallaðir, fyrir þá sök urðu framkvæmdirnar oft litlar heimafyrir, jafnhliða þessu voru og sífeldar óeyrðir, er spilltu kjörum manna. Kvikfénaður var fremur illa haldinn, og lítil tilraun gjörð að bæta hann. Við þetta bættist og, að alþýða var ekki jafn traust og tápmikil sem hér. Þegar vér nú berum þetta saman við það, sem hér að framan hefir talið verið, sést glöggt, þegar á alt er lit- ið, að forfeður vorir, sem lifðu hér á þessari eyju afskektir og óáreittir, sem áttu jarðirnar sínar sjálfir, og sem áttu landið, sem þeir bygðu, hafa alls ekki verið á eftir heldur jafnvel fram- ar nágrönnum sínum, bæði í andlegum og líkamlegum efnum. En alt er breytingum undirorpið og eins var með þessa þjóð og þetta land. Smám saman fór að draga ský fyrir þá sól Ijóss og frelsis, er áður hafði lýst með svo skærri birtu að fádæm- um sætir. Undireins og þjóðin er búin að týna frelsi sínu fer henni að fara aftur bæði andlega og líkamlega, og kom það þá fram í búnaðinum engu síður en öðru. En sökum þess að þrekið og mann- dáðin var svo mikið á frelsistímanum, fer þetta hægt lengi frameftir, og enn helzt íslenzka þjóðin í hendur við ná- grannaþjóðir sínar hvað búnaði við- víkur, jafnvel alt fram á 16. öld. En þá sverfur svo ramt að, að þjóðin verður að láta undan síga, og orsakir til þessa má meðal annars telja stjórn og kirkju, harðindi, drepsóttir, einokun og margt fleira. Þetta alt samlagt mundi og hafa verið nóg til þess að steypa hverri þjóð niður í eymd kvalar og volæðis, en það varð þó ekki hér, þó hurð skylli nærri hælum. Altaf leyndust neist- ar á meðal þjóðarinnar, sem báru þess vott að landið og þjóðin átti gullöld að baki. 17. og 18. öldin hafa verið dimmastar á meðal þessarar þjóðar, en samt sést það á mörgu, að enn átti þjóðin nokkuð eftir til dauða, og má meðal annars nefna framtal bú- penings í landinu 1703, hið fyrsta er gjört var. Á því sést að tala búfjár hefir verið meiri en tveim hundruð árum síðar, 1903. Hvernig það atvik- aðist að þjóðin fór að reisa sig að nýju, ætla eg ekki að tala um hér, enda liggur annað efni fyrir hendi, sem sé nútíðarstefna vor í búnaði og framtíðar horfur. Hvers vesrna? »Hvers vegna lyftir -þjóðin Birni Jónssyni upp í ráðherrasætið?« spyr Norðri i síðasta tbl. Svarið virðist liggja beint við: Af því að hún hefir öllu meira vit og santigirni í pokahorni sínu en Norðri og at því að hún er ekkert mark farin að taka á því, sem Norðri segir um menn og málefni, af eðlilegum á- stæðum. Ekki verður annað séð en Norðri verði að sætta sig við þetta og ætti hann því að reyna að taka þessu með karlmennskunrvar ró, en svo ólánsam- ur er hann að geta þetta ekki, getur ekkert annað aðhafst en japlað illyrð- in um ráðgjafann nýja, þangað til »grænt sést í munnvikjunum«. Sú grænka birtist í hverju tbl. Norðra og hún er ekkert annað en ógeðsleg grœnka.

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.