Norðurland - 08.05.1909, Page 2
Nl.
70
Grundivig.
Norðurlanda Nornagesti
norrœn tunga vlgi brag,
hárum þul og höfuðpresti
helga vil eg remmisiag.
Einginn dró á danska tungu
dýpri tón úr stórri sál;
í hans hjarta hörpur sungu
heilla þjóða Dvalinsmál.
Var sem helgum hulinsrúnum
hjúpuð vœri skörungs brá,
undir þrúðgum augnabránum
andans lýsti Völuspá;
var sem öndin innibyrgði
allra tíma frceðiljóð,
og sem aleinn cetti og syrgði
alt sem pindi land og þjóð.
Alt sem norrcent var og verður
vigi fann i brjósti hans, —
alt 0} stór af guði gerður
greindar alin hversdags manns.
Norrœnt alt, þótt mótsett mundi,
mat hann eitt við gigjuheim:
Dofra festi dis i lundi,
Danavang og Jötunheim.
Lífs síns Guð, sem lengi þreyði,
loks sér fann i hjartaslóð,
eins og blóð á Isteðsheiði
ofan hrundi táraflóð.
Upp svo reis í ungum móði,
eftir slitin heljarbönd;
berserksönd í barnarómi
boðaði frið um Norðurlönd.
Fáir greppar fyr og siðar
fundið hafa dýpri tök,
fáir betur tdknið tíðar
túlkað gegnum Kristin rök;
fáir hafa hugarsjónum
hœrra lyft við tímans sjá,
fáir náð svo tali og tónum
tungurótum þjóðar frá.
Einginn vanatrúar tálsins
tjóður sýndi betr en hann,
einginn betur móðurmálsins
munaryndi kvað né fann;
einginn skýrði „skólann svarta“
sköruglegar frjálsri þjóð,
einginn fann í fólksíns hjarta
furðulegri guðaljóð.
Einginn fram i fornöld rýndi
frœðiþulur lengra en hann;
einginn hug tíl hreysti brýndi
hvassara þegar loginn brann.
Einginn snót með ástarþiðu
ynnilegar faðmar jóð,
heldr en hann i böli og bliðu
bar í hjarta sina þjóð.
Einn hann stóð mót allra rómi,
öðlings fáir þektu rök,
einn hann stóð og Drottins dómi
dœmdi fótumtroðna sök.
Einrœnn þótti, stór og stirður,
starkaður í Ingialds höll;
hann var örninn innibyrgður,
öldin smá, en kempan tröll. -
Hjörinn gall, en hlifar sprungu,
hrikta tók i stoðum lands,
huggun þá og hreysti sungu
hjartaljóð hins gamla manns.
Og er rikir ránsmenn lögðu
reiðihönd á píndan lýð -
dauðinn hló og þjóðir þögðu -
þóttu Grundlvigs Ijóðin fríð.
Einn hann stóð, og slanda vildi,
stríð og þraut var alt hans líf,
líkt og Örvar-Oddur gildi
ofurhuginn smáði hlif;
þó sem Oddur skrýddur skyrtu,
Sköfnungur, sem aldrei beit;
sú var ofin sannleiks birtu,
sem ei lengsti timi sleit.
Angrar Slésvik illur drómi
eftir styrjar blóðug spor,
brott úr Herrans helgidómi
hvarf hans orð og faðir-vor.
En er hnekt var hverju skjóli,
hvergi lengur stoð og vörn,
guðivígður Grundtvígs skóli
gladdi og hresti landsins börn.
Því að skáldið hóf sig hœrra
heldr en sjálfur Prússlandsörn;
lið hans var í fyrstu fœrra
- fáein veik og saklaus börn.
En til vígs er flokk sinn fcerði,
flyktist þjóð um merkisstöng —
sigurher, sem iistir lœrði,
lífsins óð og manndómssöng.
Nú hjá öllum Norðurþjóðum
nœrír fólkið Grundtvigs orð;
skáídsins fylgir skólaljóðum
skírnar dögg, sem vekur storð.
Ó að eigi líði lengi
löndin vor um Norður geim
annan nýjan aftur fengi
andans skörung líkan þeim.
Fólkið draup er dáinn mcering
Danmörk bar í grafar skaut;
mörgum varð sem hrirtihrœring
hauðrið alt á Norðurbraut.
Meðan syngur saga Snorra,
siðstu þjóðum norrœnt mál,
skal í ijóðum lýða vorra
lifa Grundtvigs stóra sál.
M. J.
Frá alþingi.
(Símfrétt 7. maí.)
Sambandslögin
hefir efri deild alþingis samþykt ó-
breytt eins og þau komu frá neðri
deild. Eru þau því afgreidd sem
lög frá þinginu.
Aðflutningsbannslög
eru afgreidd frá þinginu.
Jörðina Kjarna
hefir þingið samþykt að selja Akur-
eyrarbæ fyrir 10,000 krónur.
Fjárlögin
munu verða afgreidd frá þinginu á
morgun.
Endurskoðara
Landsbankans
hefir þingið kosið ritstjóra og alþm.
Benedikt Sveinsson.
í fulltrúaráð íslandsbanka
hefir þingið kosið þá alþingismenn-
ina Ara Jónsson og Magnús Blöndahl.
Alþingi
verður væntanlega slitið á mánu-
daginn kemur.
Alþingismenn
að norðan munu koma á „Valnum"
15. til 17. þ. m.
Frelsið á „gullöld“ vorri.
Hingað til hefir siðurinn verið sá,
að útlista fremur og vegsama hug-
myndir vorar um frelsi forfeðra vorra
heldur en lýsa rétt og röklega hinu
verulega eða sannsögula frelsi þeirra,
það er að segja: frelsishag allrar
þjóðarinnar. Nú ætti tíminn að vera
til kominn, að lesa fornfræði vora
betur ofan í kjölinn og hætta að hlaupa
eftir ýkjum og öfgum rita, sem skráð
voru öldum síðar en atburðirnir gerð-
ust — hætta að fara eftir fegurðar-
draumum og lesa alt við ljós vorra
daga eða hugsjóna. Stjórnarsögu og
lagaskipan hins gamla þjóðveldis vors
er oss að vísu auðvelt að sjá í sönnu
ljósi þeirra tíma; en samt sem áður
er þar margt sagt, sem villir og skyggir
á, enda rugla sögurnar sjálfar mjög fyrir
oss undir þeim lestri. Hvernig þá?
Með því, að hinni fornu landstjórn og
lagamáli var svo gerræðislega fylgt í
framkvæmdinni — svo gerræðislega, að
míklu meira kveður að áhrifum og af-
rekum einstakra manna — eða þá of-
ríkis þeirra — heldur en afli laga og
réttar. Frjálsræðið og sjálfræðið drotn-
aði á allar hliðar. Og frelsið var eink-
um í því fyrirkomulagi fólgið. Stjórn
og réttarfar var miklu fremur á orði
en á borði. Mannhelgi og mannfrelsi
var afarmikið í orði kveðnu. En mest
af því er vér nú nefnum allsherjar
frelsi, eða jafnaðarréttindi, var mjög
undir högg að sækja.
Frelsi í skilningi nútímans, var ekki
og gat ekki verið til einsog hið unga
þjóðfélag var stofnað. Atkvæðis — og
kosningarréttur allra eða heilla stétta
þektist ekki öðruvísi en »samþykki«,
»góður rómur« eða sáttagerðir og sam-
komulag. Að öðru leyti þektu menn
vissar kosningar þá einsog nú, og fóru
þær fram ýmist með samkvæði, lófa-
og vopnataki eða á annan hátt. En
slíkt náði aldrei til alþýðu, eða allrar
þjóðarinnar; því má aldrei gleyma, að
hér var ekki né gat verið lýðstjórn,
heldur höfðingjastjórn. Vald eða ríki
(mannaforræði eða hofgoðarétt þurfti
til að nokkur friður og lagaréttur
mætti fá festu. Allsherjarstjórnin forna
er oss nokkurnvegin kunn með hennar
lögréttuskipan og »dómum«, og eins
er flestum kunnugt hvernig landinu var
skift 1' fjórðunga, þing og goðorð. Hvar
var allsherjar-valdið? það var—allstað-
ar og hvergi; allsherjarvald var nálega
ekki til nema það sem nýttist af goð-
orðsmönnunum og lagafylgi þeirra eða
annara höfðingja svo og alþýðunnar.
Alt var undir jafnvægi þessa dreifða
valds komið. Fyrir því var eðlilegt að
afl hinna einstöku yrði oftara ofan á
fremur en bein ákvæði laganna, það
má því vel álíta svo, að á svo herská-
um tímum hafi hverjum höfðingja ver-
ið einsog sigað á annan, þar sem hver
um sig skyldi verja sitt anddyri og
ábyrgjast að enginn úti í frá gengi á
sitt ríki eða á réttindi sinna þingmanna ;
og fyrir þessa sök varð mönnum svo
hætt við að teygja lögin eða þá rjúfa
þau og friðinn um leið. Þetta votta
allar vorar sögur. Goða skyldi velja
eftir viti og réttlæti, og þess var líka
hin fyllsta þörf. En þótt þeirri reglu
hefði ávalt verið fylgt, sem mikið
sjaldnar var en skyldi, þá stoðaði það
lítið, þegar vandast tóku málin. Hinir
vitrustu og spökustu goðar urðu oft-
Iega að láta aflið ráða. Og þó: hve
undrunarverð virðist héraðstjórn margra
hinna fornu höfðingja hafa verið! Vissu-
lega hefir sumum þeirra tekist að skapa
»gullöld« í sveitum sinum. Flettum
upp vorum beztu sögum og sjáum
beztu dæmin — beztu dæmin, sem
venjulega eru minst ýkt eða aflaga
færð. Lítum á dæmi þeirra Ingimund-
ar gamla, Askels goða, Halls af Síðu,
Oissurar og Hjalta, Mýramanna, Snorra
goða og Skafta! Og þó lenda þessir
allir í ófriði eða vandræðum, en sum-
ir láta lífið fyrir friðsemi sína og rétt-
læti. Sumir vitrustu höfðingjar og spök-
ustu urðu að deila við sonu sína og
náfrændur (Þorgeir goði), en aðrir, og
þeir voru flestir, urðu að sefa ójafnað
með ójafnaði (Egill, Snorri, Guðm. ríki,
Ásgr. Elliðagrímsson, Flosi, og fl.) Aftur
voru sumir höfðingjar hinir verstu
menn og harðstjórar, einsog Víga-Styr
og Vémundur Kögur, eða Valgarður
og Mörður. En yfirleitt tömdu goðar
sér góða og réttvísa háttsemi, eða
þeirrar skyldu að gæta friðar og jafn-
réttis meðal þingmanna sinna; var þeim
og einsætt að gæta hófs og reglu,
því ella var ríki þeirra og álit í veði,
þar sem þingmenn þeirra voru, því
að hver sem vildi mátti segja sig laus-
an við goða sinn og segjast í þing
eða goðorð hjá öðrum, ef til vill óvini
þess, er misbauð valdi sínu, þó varð
sumum hált á því, að flýja goða sinn
eða storka honum, væri hann eitthvað
skaplíkur Víga-Styr. Frelsi og friður
var ávalt valt og valdað; það óx með,
enda fylgdi aflinu, þrælar áttu nær því
ekkert frelsi, og leysingjar lítið og
verkamenn og kotungar af skornum-
skamti. Lakast var þó, að þar sem
máttartrén, höfðingjarnir, brugðust, þar
sviku lögin líka, eða náðu hvergi til.
Én merkileg og meira en merkileg,
eru hin fornu lög! Hvílíkt mannvit,
hvílík nákvæmni, hvílíkan skarpleik
sýna þau ekki! það er vafasamt hvort
skólaspeki miðaldanna ber nokkursstað-
ar vott um skarpari hugsun eða afl-
meira orðalag og ákvæði en vor forni
Vígslóði gerir, bauga- og erfðatal og
ymsir aðrir bálkar. Skarpleiki hinna
fornu spekinga kemur eflaust aldrei
aftur. Þeirra þrönga raka — og hug-
myndasvið, ásamt því að alt varð á
minnið að leggja, olli því, að ekki var
fyr gengið frá ákvæði hverju eða laga-
staf en ekki varð vefengt eða mis-
skilið. En þótt slíkt væri torvelt verk,
og frá ómunatíð samið og sí bætt,
mátti segja, að hægra var og er að
kenna heilræði en halda, Um vor fornu
lög eiga lögspekingar vorra tíma margt
eftir að hugsa, skilja og rita; það er
ekki mitt færi. Hitt má hver maður
sjá, að flest í þeim yrði ranglæti nú,
ef gilda ætti. Margt í þeim er feyki-
lega forneskjukent, hart og grimt, enda
virðist sú skoðun hafa oftlega vakað
fyrir hinum vitrustu fornmönnum sjálf-
um, svo sem þegar þeir ýmist drógu
úr »fullri sekt« með mildandi ákvæð-
um, eða reyndu að sætta sakir með
því að leggja þær f »gerðir«. Annars
gildir sama um arfgengin lög sem um
guðfræðina, að afturhald og vani stend-
ur lengst af í vegi fyrir verulegum
bótum. Um frelsi fornmanna í heild-
inni er bezt að tala sem fæst fyr en
menn þekkja betur það mál sannsögu-
lega. En hygnum mönnum ætti þó að
vera all-skiljanlegt af sjálfum sögunum,
hversu fjarstætt sé að jafna saman
lýðfrelsi síðustu tfma og gerræði þess
skipulags í stjórn og samlífi manna,
sem drottnaði hér á landi á hinni svo
nefndu gullöld. Og ef eldri sögurnar
þykja benda á fagra og farsæla daga
(sem þær sjaldan gera þegar vel er
athugað), þá er bezt að líta á dæmin
í Sturlungu. Sú saga sýnir oss hvern-
ig flestir hættir hins forna ftjálsa skipu-
lags voru í eðli sínu og hvað hald-
góðir þeir urðu þegar í raunirnar rak
og jafnvægið var orðið að ofbeldi, of-
ríki og óstjórn—bæði jafnvægi goða-
valdsins og það jafnvægi, sem vitrum
biskupum og veraldarhöfðingum hafði
tekist að koma á milli kirkjuréttar og
landsréttar (»guðslaga« og landslaga),
því er ver og miður, að drjúgasti kafl-
inn í allri sögu vors lands segir oss
ekki frá frelsi, ekki jafnrétti, ekki frið-
semi, ekki gullöld, heldur deilum og
ójafnaði, lagakrókum, lögbrigðum, á-
sælni og eigingirni. Og þó heíði hið
forna skipulag eflaust lengur staðið,