Norðurland - 08.05.1909, Qupperneq 3
7i
Nl.
hefði versti ójöfnuðurinn ekki komið
utan frá. Hin mikla óöld Norðmanna,
og siðaspilling leiddi til íllra eftirdæma
hér á landi, þótt tólfunum kastaði
ekki fyrri en afskifti hins erlenda kirkj-
uvalds og síðan konungsvaldsins tók
að kveikja á öllum máttarstoðum vors
fyrirkomulags. það verður því jafn
rétt, eða rangt, að lofa um of út í
bláinn hinar fyrstu aldirnar, einsog
að Iasta í blindni hina síðustu öld
þjóðfrelsisins. Hvorki framfarir né aft-
ur farir þjóða verða tíl alt í einu, held-
ur er alt í röklegu samanhengi og
hvað bíður sinnar stundar. Þær fram-
farir verða því varanlegastar, sem vel
og lengi eru undirbúnar, og því er í-
haldsstefnan oftlega drýgri til fram-
búðar en sú stefna, sem meir er kend
við frelsi og framfarir, er helzt vill
brjóta um þvert og í bág við liðna
tíð, þ. e. slíta samanhengi fróunar og
þjóðernis.
M J.
X
Jarðrækt og plægingar.
ii..
(Síðari kafli.)
Framfarafélögin eru sorglegt og ljóst
dæmi þess, hversu plægingar eru í fyr-
irlitningu hjá fjöldanum.
Mér er kunnugt um það hér í sýslu,
°g hygg að svo sé víðar á landinu,
að sum framfarafélög hafa aðeins einn
plóg, og hann nota þó ekki nema ör-
fáir félagsmenn. Önnur hafa alls engan
plóg og láta ekki plægja eina þúfu.
Að menn hafi ótrú á plægingum á
meðan þær komast ekki í viðunanlegt
horf, er vel skiljanlegt. En eg tel ekki
plægingar komnar í viðunanlegt horf,
fyr en vér höfum einungis góða plóg-
menn við þann starfa, og vissulega eru
þeir til.
Til þess að verða leikinn og góður
plógmaður, telja Danir styztan náms-
tfma eitt ár, og er þar plægt í ca. 7
mánuði á ári. Vandvirkir plógmenn,
sem eru samvizkusamir við hestana,
vinna að öllum jafnaði eins mikið og
hinír — á sama tíma — og oft miklu
meira.
Og þeir eru líka margir, sem við
plægingar hafa fengist og eigi farist
það eins vel og æskilegt hefði verið.
Að líkindum vantar flesta þá menn æf-
ingu, því mönnum hættir svo mjög við,
að þykjast verkinu vaxnir áður en þeir
eru það, og af því leiðir, að lærdóm-
úrinn verður ófullkominn.
Því miður, hafa menn nokkrum sinn-
um séð sprengmóða, löðrandi sveitta
hesta þjá plógmönnum, sem á víxl hafa
hamast áfram, gengið aftur á bak eða
alls ekki farið fet, hvernig sem plóg-
maður og keyrslumaður hafa látið, og
það hefir komið fyrir að þriðji maður
hefir skorist í leikinn til þess að hjálpa
til að berja hestinn áfram. Slík með-
ferð er ósamboðin siðuðum og góð-
um drengjum.
Hestunum á að gera sem léttast
fyrir, með því að plægja grunt í einu,
en oftar sama flagið, og beita þrem
hestum fyrir ef jarðvegurinn er seigur
eða þungur. Verkið gengur þá liðlegar
og verður betur gert. Þetta verður
aldrei nógsamlega brýnt fyrir þeim
mönnum, sem með plóg fara.
í stórþýfi ætti ætíð að tvf- og þrí-
plægja sama blettinn. Um leið og byrj-
að er að plægja, ber að gæta þess,
að stilla plóginn eftir því sem við á
í það og það skiftið, svo að hann
risti mátulega djúpt og breitt, sæki
hvorki um of niður í jörðina eða upp
úr henni, eða til hliðanna, heldur sé
sem allra léttastur í drætti fyrir hest-
ana og plógmaðurinn þurfi sem allra
minst að stýra honum.
Til þess að fá:
1. Breiðari plógför, færist ásinn til
vinstri og beizlið til hægri handar.
2. Mjórri plógför, færist ásinn til hægri
og beizlið til vinstri handar.
3. Dýpri plógför, færist. ásinn niður,
beizlið upp.
4. Grynnri plógför, færist ásinn upp,
beizlið niður.
Þetta eru ákveðnar reglur, sem hver
plógmaður verður að vita, áður en
hann byrjar að plægja.
Plóg ætti að brúka, ekki aðeins við
sléttun, heldur líka við niðursetning
og upptöku jarðepla. Gæti það orðið
til þess, að jarðeplarækt tæki fram-
förum hjá oss og yrði ódýrari en nú
á sér stað.
Um niðurplæging jarðepla og plæg-
ingar yfirleitt hefir einhver búfræð-
ingur skrifað til þess að leiðbeina
»þeim sem eitthvað hafa farið með
plóg, en sem ef til vill hafa ekki gert
sér ljós þau tvö atriði: Fyrst, að verk-
ið sé vel unnið og í öðru lagi að hægt
er að plægja jarðepli niður í garða,
sem ekki eru mjög brattir eða grýttir!«
—En skyldi nokkur lifandi maður efast
um að það sé aðalatriði við plægingar
eins og öll önnur störf að verkið sé
vel unnið ?—Um það atriði virðist hreinn
óþarfi að rita blaðagreinar. Hitt atrið-
ið, um niðurplæging jarðepla, hygg eg
að öllum mönnum, sem nokkuð hafa
fengist við plægingar hljóti að vera
ljóst. — Að minsta kosti þeim sem
lært hafa plægingar erlendis. Og eg
þekki ekki nokkurn ræktaðan garð svo
grýttan að samt sé ekki plægjandi, og
naumast svo brattan að ekki megi
takast að plægja jarðepli niður, með
því að plægja aðeins aðra leiðina. Illa
kann eg við að hafa orðið »sáning«
um niðursetning jarðepla, eins og þessi
búfr. gerir. Það orð á aðeins við fræ
og korn.
En fremur getur verið vinnusparn-
aður að brúka plóg við vegagerðir,
plægja ruðninga niður í lokræsi og
plægja upp ýmsar hæðir, sem hafðar
eru í uppfyllingar.
Kensla í plægingum ætti að fara
fram víða á landinu, helzt í hverjum
hreppi, af mönnum sem vel eru færir
í því starfi.
Eg vildi óska þess að þessar línur
mættu verða til þess, að hver einasti
maður hætti við að láta stinga upp
flögin sín, heldur léti plægja þau, þar
sem því verður viðkomið—og Iéti sér
umhugað um að fá góða plógmenn.
Annars er þetta mál vel þess vert að
um það væri ritað rækilega af velfær-
um manni. Stefán Marzson.
X
Veðrátta
frá 2. til S. maí 1909.
Ak. Gr. Sf. BI. ís. Rv. Þh.
s. - 0.2 - 1.0 1-3 o-5 1.0 3-6 3-6
M. - 4.0 - 8.0 - 6.5 - 2.2 - 2.8 1.2 0.0
Þ. o-5 - »-7 0.6 0.6 0.0 0.9 1.6
M. 5-8 5-3 3.6 8.0 7-4 8.0 7-5
F, 8-5 10.0 7-3 5.8 6-5 8.6 4.2
F. 12.3 10.2 5-5 8.2 6.4 9.6 7.i
L. 8.4 10.6 4-3 5-7 6.5 12.7 8-5
X
JCólaskóli.
I skólanum hafa verið 36 nemendur síð-
astliðinn vetur. Af þeim voru 21 í eldri
deild.
Samkvæmt hinni nýju reglugerð skólans,
fylgir verunni í skólanum engin prófskylda.
En þeir nemendur, sem óska þess, geta
fengið að taka próf.
Þessi heimild var nú í vor notuð af 10
nemendum eldri deildar. Þeir voru þessir
og fengu þessar einkunnir:
1. Jón Pálmason frá Ytri-Löngu-
mýri í Húnavatnssýslu.......135 stig.
2. Ingvar Guðmundssou frá Gýgj-
arhóli í Árnessýslu.........128 —
3. Guðm. Franklín Guðmundsson
frá Mýrum í V.-ísafjarðarsýslu 120 -
4. Jón Pálsson frá Stóru-Völlum
í S.-Þingeyjarsýslu............117 —
5. Einar G. Jónasson frá Mold-
haugum í Eyjafjarðarsýslu. . . 116 —
6. Björn Sigurbjarnarson frá Gren-
jaðarstað í S.-Þingeyjarsýslu. .114 —
7. Jón Friðriksson frá Mýrum í
V.ísafjarðarsýslu..............107 —
8. Brynjólfur Sveinsson frá Steins-
stöðúm í Eyjafjarðarsýslu . . . 106 —
9. Þorsteinn Þórarinsson frá Lax-
árdal í N.-Þingeyjarsýslu ... 100 —
10. Sigurður Halldórsson frá Val-
þjófsstöðum í N.-Þingeyjarsýslu 95 —
Með þeim námsgreinafjölda, sem próf var
tekið í nú, útheimtast til fyrstu einkunnar
101 stig, til annarar einkunnar 57 stig, en
til þriðju einkunnar 38 stig.
í reglugerðinni er gert ráð fyrir vitnis-
burðum í fleiri námsgreinum, en því er enn-
þá ekki hægt að fullnægja að öllu leyti.
þess má og gæta, að nemendnr þeir, er voru
í eldri deild skóians í vetur, 21 að tölu,
hafa bundist samtökum um að koma saman
á skólanum að 5 árum liðnum og dvelja
þar nokkra daga.
Tilgangur þeirra með því er sá, að endur-
nýja vináttuna og jafnframt ræða þau áhuga-
efni, sem þeir hafa á þeim tíma. Er ætlunin
jafnframt að kynna sér ástæðurnar á skólanum
og halda fundi til að ræða þau efni, sem
standa í nánustu sambandi við þau áhrif,
sem dvölin á skólanum hefir haft á þá.
Hafa þeir kosið þriggja manna nefnd til
að auglýsa fundartímann, og gangast að
öðru leyti fyrir nauðsynlegum undirbúningi
undir fitndinn.
X
„Hvernig veit eg
að framliðnir birtist?“
(í hinu alkunna tímariti »Forthnightly
Reviewc, hafði ritstjórinn mikli, Mr. Stead,
ritað svar móti þessari spurningu. Nú eftir
nýárið tilfærir hann aftur efni þess svars
í sínu blaði »R. of Revievvs*, og hljóðar
það svo):
»Á undan fyrstu tilrauninni til að
skrifa ósjálfrátt, sá viðkomandi * hinn
framliðna tvisvar sinnum alskapaðan—
einsog hann hafði lifað áður en hann
dó. Sfðan ritaði hönd mín, og það sem
fyrst kom þótti mér kynlegt; þar var
nefnt gælunafn manns sem eg þekti
ekki, og það annað, að teknir voru
fram hlutir, sem viðkomandi hafði al-
veg gleymt. Hvortveggja skýrðist síð-
ar.«
Þá segist Mr. Stead hafa feng-
ið loforð hjá göfugri konu, að hún
skyldi nota hönd hans og gefa honum
skírteini eftir andlát sitt, svo framar-
lega sem sér yrði auðið eða leyft; í
öðru lagi hét hún að birtast honum
* Mr. Stead sjálfur,
eða ef til vill fáeinum fleiri, í þekkj-
anlegri mynd; í þriðja lagi, að hún
skyldi láta taka ljósmynd af sér látinni,
ef unt yrði, og í fjórða lagi hét hún
að senda honum kveðju gegnum mið-
il, og skyldi hann hafa til marks, að
dreginn hringar með krossmarki í miðju
skyldi standa undir kveðjunni.
»Þetta alt enti hún. (i.) Hún hefir
aftur og aftur ritað með hendi minni,
og hefir henni ávalt tekist það lipurt
og létt. (2.) Og aftur og aftur hefir
hún birzt tveimur vinum mínum, karl-
manni og konu. Þau sáu hana einu
sinni í stofu alskipaðri gestum. Engir
sáu hana þó utan þau tvö. I öðru sinni
sá annað þeirra hana ganga á undan
sér eftir strætinu í glaðasólskini. Hún
var og svo auðþekt í Iífinu, að engum
þurfti að villast sjónir á svip hennar. (3.)
Ljósmynd hefir verið tekin af henni víst
6 sinnum síðan hún dó. Má vel þekkja
hana á hverri myndinni fyrir sig, enda
er engin tekin eftir ljósmynd af henni
lifandi. (4.) Nú er eftir síðasta þraut-
in: kveðjan með krossmarkið í hringn-
um. Þá úrlausn fekk eg ekki mánuð-
um saman; var eg nálega orðinn því
afhuga. Þá var það einn dag, að mið-’
ill einn, (kona) sat til borðs með ein-
um vini mínum, að hún fann kipp í
handlegg sínum, tók blað og var óð-
ara ritað með hönd hennar: »Segðu
honum Vilhjálmi, að misvirða ekki við
mig; mér tókst það ekki sjálfri.« Þá
kom þarna á blaðinu skýr, en ekki
vel dreginn hringur og krossmark inn-
an í honum. Enginn maður vissi hvað
milli mfn og hinnar framliðnu hafði
farið. Miðilinn þekki eg ekki, og ekki
var eg viðstaddur. Og sízt átti vinur
minn von á vísbending frá þeirri konu«.
Þá segir Mr. Stead frá því hvernig
honum barst anda-ljósmynd af Búa-
fyrirliða, sem hann hvorki hafði séð
né heyrt að hefði verið til:
»Ekkert er hægra en að svíkja og
gabba með anda-ljósmyndum, enda er
enginn skortur á hinu falsaða dóti.
Sjálfur á eg, varðveiti og undirbý mín
myndagler. En vissa mín styðst samt
sem áður við alt önnur sönnunargögn,
en eftirlit mitt. Sönnunin um mynd
Búa-fyrirliðans, sem ljósmyndarinn hafði
enga hugmynd um, kom frá þremur
óvilhöllum mönnum, sem enga grun-
semd gátu vakið.«
Mr. Stead endar trúarjátning sína
þannig:
»í samfleytt 15 ár hafa safnast að
mér svo ótölulegar óyggjandi sann-
anir um áframhald persónulegs lífs
ettir dauðann, svo og um möguleik
sambands milli lifenda og liðinna, að
sannfæring mfn er óbifanleg. Samt
sem áður hefi eg ávalt sagt við sjálf-
an mig: »Eg skal þó bíða þangað til
einhver minna nánustu er kominn
hinumeginn, en úr því skal eg opin-
bera sannfæring mína.«
»Fyrir 12 mánuðum síðan, nú frá
miðjum desember að telja, sá eg
elzta soninn minn, er var mín hjart-
fólgnasta von, að ýrði eftirmaður minn
og arfþegi allrar viðleitni minnar til
nytsemdar — sá hann loka augunum,
33, ára gamlan. Við vorum eins og
einn maður. Enginn lifandi eða liðinn
hefði mátt blekkja mig með fölsuðum
vitnisburði frá honum. Tólf mánuðir
eru nú liðnir, en nálega á hverri ein-
ustu viku hafa skýrteini frá þessu
barni mínu glatt mig og endurnært,
og dýrari og nær mér hefir hann aldrei