Norðurland - 08.05.1909, Side 4
Nl.
72
verið en nú. Árið á undan því í fyrra
var eg löngum erlendis; heyrði eg þá
miklu sjaldnar af honum, en síðan er
hann hvarf sjónum mínum. Ekki hefi
eg látið hann nota eigin höndu mína.
Eg þekti hann svo vel, að það sem
mín hönd hafði ritað, mundi ósjálfrátt
hafa blandast bergmáli af viðskiftum
okkar hérna megin. Hann hefir ritað
til mín gegnum hendur tveggja manna,
sem við þektum að góðu, en þó laus-
lega. Og það sem hann hefir sagt
mér, það hefir ávalt og hvað fyrir
sig, borið órækustu merki hans sjálfs,
hans skapsmuna, hans innrætis, hans
hugsana — alveg eins og bréf hans
gerðu í hans lifanda lífi.
Eftir þetta efast eg ekki framar.
Fyrir mér er gátan ráðin, sannleikur-
inn fenginn, og eg fagna því að hafa
fengið þetta tækifæri til þess að bera
þess opinberlega vitni fyrir heiminum,
að hvað mig snertir, er engin efa-
semd í þessu efni framar möguleg.
William Tomas Stead.<
M. J.
' 5»
jviíðfræði.
Mikið kóngsgersemi er ritstjóri
Norðra! Það Ktur svo út, að við há-
skólann í Kmh. sé kend níðfræði sam-
hliða lögfræðinni, þótt eg hafi ei heyrt
þess getið, og fráleitt mun það vera
skyldunámsgrein. En hvernig sem því
nú er varið, þá virðist ritstjóri Norðra
hafa lagt sig ósleitilega eftir námi í
þeirri grein.
Það lítur svo út sem hann ætli sér
að beita níðlist sinni, eigi aðeins við
hinn nýja ráðgjafa, heldur einnig við
niðja hans, í það minsta í beinan karl-
legg, því þegar hann er orðinn upp-
gefinn við að ausa níðinu á ráðgjafann
sjálfan, er hann óðara þotinn í son
hans, skóla-og starfsbróður sinn og
hamast við hann og þá feðga á víxt
líkt og duglegur vörzluhundur, sem
hamast við tvo staða og þráa hesta í
algrónu túni og sem geltandi hleypur
ráðalaus úr einum í annan til þess
að gefa eigi alveg upp sóknina, þótt
engu geti hann áorkað.
Ef ritstjóri Norðra næði háum aldri,
sem alllíklegt er, því maðurinn er
hraustur að heilsu, þá er mjög líklegt
að honum auðnist að beita níðlist sinni
við einn eða jafnvel tvo óborna liði í
ættlegg hins nýja ráðgjafa, þótt ráð-
gjafinn sjálfur verði löngu kominn
undir græna torfu.
A elliárum sínum gæti hann þá
raulað fyrir munni sér þessa stöku.
Níðið um hann nafna minn
nú er komið á þriðja lið;
mér ef endist aldurinn
einum skal eg bæta við.
Einn af lesendum Norðra.
„y\lt er þegar þrent er!“
Enn einu sinni birtir »Norðri« nú
nýskeð bréfkafla, hér úr Þingeyjar-
sýslu, með fyrirsögn: »Frá Þingey-
ingum«. Síðastliðið ár flutti sama biað
tvo bréfkafla héðan, með sömu yfir-
skrift. Það blandast víst fáum hugur
um, að þetta frétta-gaspur — eða hvað
maður á að kalla það — sé eftir einn
og sama mann, hver sem hann kann
að vera, það skiftir líka minstu. —
Hitt skiftir meira, að frásagnir þessar
eru allar meira og minna ýktar, og
gersamlega villandi í flestum eða öll-
um atriðum, svo enginn skyldi taka
þær fyrir minsta brot af sannleika.
Hver tilgangur höfundarins er, með
þessum slúðurburði, veit maður ekki.
En það, eitt með öðru, bera þessar
ritsmíðar Ijósan vott um, að höfundi
þeirra sé einkar hugleikið, og jafnvel
furðu sýnt um, að gera tilraun til að
sverta og særa einstaka menn, þá, er
hafa aðra stjórnmálaskoðun en hann
sjálfur. En er það heiðarleg iðja,
drengileg, œrleg?
Það væri ofur létt verk að taka
fyrir öll þessi bréf, og svara þeim
með gildum rökum. Það gæti, ef til
vill borgað sig, ef höfundur bréfanna
kynni þá að fyrirverða sig, — og
hætta. —
'U1909. Þingeyingur.
X
LeiO
mín liggur ekki nema einu sinni um
þennan heim. Það lítið gott, sem eg get,
er því bezt fyrir mig að gera núna jafnóð-
um. Þýðingarlaust að geyma þangað til
seinna það sem eg gæti fært í lag meðfram
veginum, því eg fer ekki hér um aftur.
(„Baldur.")
X
AOalfundur
Þjóðvinafélagsins var haldinn í gær í
Reykjavík af alþingismönnunum.
(Eflir símfregn.)
Tryjrgvl Qunnarsson
var í gær endurkosinn formaður Þjóð-
vinafélagsins.
(Eftir símfregn.)
Vesta
er væntanleg hingað í kvöld eða nótt að
því er sagt er. Hafði hún tafist nokkuð á
Patreksfirði af þeim orsökum að hún flækti
skrúfuna í kaðli og gat ekki losað sig. Var
þá símað fil Reykjavíkur eftir björgunarskipi,
en ekki mun hafa þurft á því að halda er
til kom.
Ágœtur saltfiskur, ó,^r>
OTTO TULINIUS.
Catechu "'ff'íæs'
Otto Tulinius.
Blzta reikningrsbókin
sem til er í heiminum, er 2600 ára göm-
ul, egypzk að uppruna. TitiII hennar er:
• Fræðsla um ískyggilega hluti*.
Línuverk
(séstaklega uppi-
stöðustrengir) betra
en alment gerist, nýkomið til
Otto Tulinius.
W. Sctiafer & Co.
Kjöbenhavn-
Efabl. 1878.
HT Mekanisk Skotöjsfabrik og Lager en gros
Gofhersgadt
14.
af öllum venjulegum tegundum af karlmanna-, kvenmanna- og barna-skó-
fatnaði, hlífarskóm og flókaskóm. Vel unnið. Hentug gerð. Lægst verð.
Beztu viðskifti fyrir útsölumenr).
HIÐ DANSKA STEINOLÍU HLUTAFÉLAG
hefir altaf
nægar byrgðir af ýmsum steinolíutegundum,
til sölu á Akureyri, frá geymsluhúsi félagsins á Oddeyri.
Afgreiðsla öll og upplýsingar fást hjá Carl F. Schiöth Lœkjargötu
nr. 4, talsími nr. 14. — Aðalskrifstofa félagsins er í Hafnarstrœli nr. 17 í
Reykjavík, talsími þar nr. 214.
Steinolían verður héðan af öll seld eftir vikt við afhendingu. Tóm og ógölluð föt frá fé-
laginn sjálfu, kaupir félagið til baka ef þeim er skilað á geymsluhúsi félagsins fyrir 4 kr. hvert fat.
Akureyri 26. april 1909. Virðingarfylst
Hið danska steinolíu hlutafélag
D. D. P. A.
Á blikksmiðavinnusfofu
J. Bjarna Péturssonar
Talsímí nr. 125, Reykjavík. p. O. Box 13 A.
eru framleiddar eítirfylgjandi vörutegundir:
Aðgerðarljósker, Ankerljósker, Blikkbrúsar, Blyskönnur, Garðkönnur, Hliðar-
Ijósker, Jafnvœgtslampar, Kjöljárn, Kælingarfötur, Loftrör, Lofttúður, Mjólk-
urflutningafötur, Nátthús, Nátthúsljósker, Niðurfallsrör, Niðursuðudósir, Oliu-
brúsar, Olíukönnur, Rennubönd, Rennujárn, Rjómatunnur, Salernafötur, Sökkul-
járn, Talrör, Þakrennur, Þakgluggar, Þokutúðrar, Þvottapottar, Öskukassar,
Öskutunnur, og hinar óviðjafnanlegu
SÍLDARPÖNNUR.
beygðar úr heilum plötum.
Styðjið innlendan iðnað!
Spanð_peninga_yðar_og_gcrið_kuup_yið_ ofangreinda vinnustofu, sem uppfyllir nútímans
kröfur, með vandaðn vinnu, fljótri afgreiðsla og lágu verði.
Ljóðmœli
Kristjáns /ónssonar
er bezta tækifæris-
gjöf. Ný útgáfa, fæst hjá
Sig. Siguðssyni bókbindara.
Alþingistíðindin 1909 fást hjá
Frb. Steinssyni.
Andarnefjulýsi
í 3. pela flöskum og
smærri ílátum fæst hjá
Frb. Sleinssyni.
Vinum mfnum og góðkunningjum nær
og fjær, sem eg hefi eigi getað kvatt
við burtför mína héðan af Iandi, bið
eg Norðurland að fiytja kæra kveðju
mína með jjakklæti fyrir alt gott.
Sveinbjörg Laxdal.
r, .... ...—:
DE FORENEDE
BRYGGERIERS
MALT-
Danmark Expeditionen meddeler den uSeptbr. 1908:
Med Fornojelse kan feg give det Danmark Ex-
peditionen medgivne „Ægte Kongens Bryghus Malt
•xtrakt“ min bedste Anbefaling.
0llet holdtsig fortrjeffeligt under hele vort 2aarige
Ophold i Polaregnene Med mee*n aswIk
Alf. Trolle.
—■ .......................................................*
er framúrskarandi hvað snerfir
mjúkan og þægilegan smekK-
Hefir hæfilega mikið af „exfrakt“
fyrir meltinguna-
Hefir fengið meðmæli frá mörg-
um mikilsmetnum læknum.
Bezta meðal við hósíq,
hœsi
og öðrum
kœlingarsjúkdómum.
Prantsmiðja Odds Björn6sonar.